Tíminn - 07.10.1959, Qupperneq 8
B
TÍMINN, niiðvikudaginn 7. októb&r 1959,
Opið bréf
til Sigurðar Sigmundssonar
formanns húsnæðismálastjórnar
Framhald.
Húsnæðismálalöggjöfin.
Að klögumálum þínum sleppt-
um, þá er frásögn þín af hús-
næðis- og lánalöggjöfinni dálítið
villandi.
Fyrir tilstilli vinstri stjórnar-
innar voru þeir Jóhannes Elías-
son, bankastjóri, Finnbogi Rút-
ur bankastjóri og mig minnir
Emil Jónsson núverandi forsæt-
isráðherra skipaðir sumarið
1956 til að semja frumvarp til
laga um íbúðabyggingar og lána
mál þeinra.
Frumvarp þessara þremenn-
inga var samþykkt nær því
óbreytt á alþingi 1956—57, og
eru iög þessi að flestu leyti hin
merkustu og mikil endurbót frá
gamla veðlánakerfinu. Ef til vill
á Hannibai einhverja hugmynd
í þessum lögum, en að því að
ég þezt veit átt þú enga. Við
vorum þá uppteknir við að
semja „Gulu bÓkina“ og úthluta
lámm samkvæmt bráðabirgða-
lögttm Hannibals. Og ég vil alls
ekki 'sverja fyrir að einhver póli
tík hafi verið í þeirri úthlutun,
þú varst nefnilega að sumu leyti
íurðu námfús og tókst í mörgu
kennara þínum fram, a. m. k.
hvað pólitískar lánaúthlutanir
áhrærði.
Hin ágæta „Gula bók“ fór nú
eins og hún fór, okkur tókst
ekki að fá leiguokrinu og húsa-
braskinu útrýmt, og þá misstir
þú svo kjarkinn að þú hljópst
frá með lafandi skottið, og þorð
ir ©fcki að vera meðútgefandi að
„Gulu bókinni", eftir að Hanni-
bal leyfði útkomu hennar. Eftir
að Húsnæðismálastjórh hafði
starfað í % úr ári eftir bráða-
birgðalögum Hannibals og þú
fengið að hafa „þriðjungaskipti“
um að útdeila lánum frá hinu
almenna veðlánakerfi, þá upp-
hófst fyrst samning reglugerða
vegna laganna um Húsnæðis-
málastofnun ríkisins o. fl. Það
er næstum því það eina, sem
jþú ferð rétt með í grein þinni
„íbúðarlán og atkvæðaveiðar“,
þegar þú segir frá viðureign
þinni við meðstjórnendur þína í
þeim málum.
Lipurð þín sem formanns var
ekki meiri en það, að þú stóðst
oftast einn uppi. En eins og þú
segir í grein þinni, þá áttir þú
illu heilli góðan bakhjall, þar
sem Hanniþal var, og hann setti
bæði „Reglugerð um úthlutun
Húsaiæðismálastjórnar á íbúða-
láöuan", og „Reglugerð um
stjórn Húsnæðismálastofnunar-
innar“,, að rnestu eftir þínum
tillögum gegn vilja allra ann-
arra húsnæðismálastjórnar-
manna. Að lokum var svo um-
sófcnareyðublaðið fyrir umsókn-
ir um lán frá Húsnæðismála-
stofnuninni úígefið á ábyrgð ráð
herra, gegn atkvæðum allra liús
næðismálastjórnarmanna, nema
þín. Lánsumsækjendur sem
með skelfingu hugsa til þessa
flókaa eyðublaðs, ei.ga því þér
Og Hannibal að þakka alla þá
endaLey.su.
Stigakerfið.
Þú telur þig og Hannibal hafa
unnið mikið og gott verk með
því að ákveða í reglugerð, að út-
hlutun lána hjá húsnæðismála-
stjórn skuli fara eftir hinu svo
nefnda stigakerfi. Svo er fyrir
að þakka að Hannibal hafði vit
fyrir þér, og Setti inn í 8. gr.
reglugerðarinnar isvohljóðandi
ákvæði: „Að jafnaði skal sá
ganga fyrir um úthiutun lána,
sem flest stig fær í hlutaðeig-
andi kaupstað eða kauptúni“.
Þetta þýðir það, að Húsnæðis-
málastjórn hefur heimild til að
víkja frá stigareglunni.
Þar sem fáir munu hafa út-
hlutunarreglugerðina undir
höndum, þá leyfi ég mér að
taka hór upp stigagreinina, svo
að væntanlegir húsbyggjendur
geti klippt hana úr.
1. gr.:
Lánsþörf umsækjanda skal
metin í stigum, samkvæmt þeim
reglum, sem hér segir:
a. Vegna þröngbýlis skulu gef-
in mest 65 stig. Stigatala finnst
með því að deila með fjölda
íbúa í fermetratölu íbúðar, að
frátöldum göngum og stigahúsi.
Fyrir meira en 15 ferm. á
mann veitast 0 stig. Fyrir 11—
15 ferm. á mann veitast 15 stig.
Fyrir 5—10 ferrn. á mann veit-
ast 30 stig. Fyrir minna en 5
ferm. á mann veitast 50 stig.
Ef engin eldunarskilyrði eru,
veitast 15 stig. Ef aðeins er að-
gangur að eldhúsi, veitast 10 st.
Ef umsækjandi er húsnæðis-
laus, en hefur athvarf hjá
venzlafólki eða öðrum, skal
reikna þröngbýlisstig samkv.
framansögðu, en með tölu allra,
sem í íbúðinni búa. Síðan skulu
veitt 15 stig til viðbótar. Sé um
að ræða heimilisstofnun, má
veita allt að 30 viðbótarstigum.
b. Vegna ástands íbúðar, þæg
indaskorts hennar og umhverfis
skal gefa mest 70 stig og skulu
stigin þannig reiknuð:
1. Fyrir íbúð, sem er heilsu-
spillandi samkvæmt vottorði
héraðs- eða borgarlæknis skal
gefa 50 stig.
2. Ef ibúð er óhæf til íbúðar
fyrir hlutaðeigandi fjölskyldu
samkvæmt læknisvottorði, veit-
ast 30 stig.
3. Ef íbúðin er áberandi göll-
uð (fúi, leki, raki o. s. frv.)
veitast 15 stig.
4. E£ ekki er vatn eða frá-
rennsli innanhúss, veitast 10 st.
5. Ef umhverfi er mjög slæmt
fyrir börn, veitast 10 stig.
c. Vegna heilsufar.sástæðna,
samkvæmt vottorði heimilis-
læknis, skal gefa mest 35 stig,
sem reiknast þannig:
1. Ef umsækjandi eða einhver
sem hjá honum býr, er haldinn
alvarlegum langvarandi sjúk-
dómi, svo sem berklaveiki, skal
gefa 25 stig.
2. Ef yfir hlutaðeiganda vofir
hætta á alvarlegum veikindum
(t. d. fyrrv. berklasjúklingur í
fjölskyldu), skal gefa 20 stig.
3. Ef íbúð er mjög erfið, t. d.
vegna bæklunar eða ellihrum-
leika hlutaðeigandi skal gefa 10
stig.
4. Ef hlutaðeigendur eiga við
að stríða önnur veikindi eða
aðrar erfiðar aðstæður vegna
heilsubilunar, skal gefa 10 stig.
d. Vegna aldurs umsóknar
um lán skal gefa mest 60 stig,
er reiknast þannig:
1. Gefa skal 1 stig fyrir hvern
mánuð, allt að 2 árum.
2. Gefa skal 2 stig fyrir hvem
mánuð, sem umsókn er eldri en
tveggja' ára.
Áttræð í dag:
Ingibjörg Jónsdóttir frá Garðhúsum
Áttatíu ára er í dag Ingibjörg
Jónsdóttir frá Garðhúsum í
Grindavík. Ingibjörg er fædd að
Háholti í Gnúpverjahreppi, dóttir
Guðríðar Ólafsdóttur og Jóns Jóns
sonar, er þar bjuggu. Þar ólst
Ingibjörg upp og dvaldist á því
heimili fram undir þrítugsaldur.
Árið 1907 gekk hún í kennara
deild Flensborgarskólans og var
síðan við barnakennslu í Gnúp-
verjahreppi tvo vetur eftir það.
Haustið 1910 fór hún í annan bekk
Kennaraskólans í Reykjavík og
lauk þar prófi árið 1912. Eftir það
tók hún að sér barnaskólann í
Haukadal í Dýrfirði og kenndi þar
einn vetur. Þvínæst var hún heim
iliskennari hjá vitaverðinum á
Reykjanesi, en kom árið eftir til
Grindavíkur afs barnaskólanum
fyrrum skólastjóri
þar. Þar kenndi Ingibjörg í ellefu
ár, til 1925. Ingibjörg dvaldist þá
að Garðhúsum og hefur verið þar
síðan.
Tveimur árum áður en Ingibjörg
sagði starfi sínu lausu var hún
skipaður skólastjóri. Síðan hefur
hún nokkíifl féngizt við kennslu í
forföllum skólastjórans í Grinda
vík.
Ingibjörgu hafa Iáíið vel kennslu
störfin og verið ettirsót't til
þeirra, enda á hún alls staðar vini
þar sem gamlir nemendur henn
ar eru annars:. vegar.
Ingibjörg fylgist enn vel með
skólamálum, enda ern vel og
Ef umsækjandi endurnýjar
umsókn, sem neitað hefur verið
áður vegna skorts á lánsfé, hlýt-
ur hann stig fyrir biðtímann,
samkvæmt ákvæðum d-liðar.
Stigakerfi þetta er alger eftir-
öpun eftir stigakerfi,'sem notað
er á Norðuriöndum. í bygginga-
starfsemi, þar sem húsbyggjend
ur fá 80—90% lán miðaö við
kostnaðarverð íbúðar. Vegna
staðhátta hér er ekki hægt að
nota þetta kerfi hór nema mjög
takmarkað.
Kerfi þetta byggist á því, að
nokkurn veginn sé hægt að full-
nægja eftirspurn, a. m. k. verði
engin íbúð í smíðum nema ca.
1 ár. Hinn hái hundraðshluti af
kostnaðarverði íbúðar, sem
veitt er sem lán veldur því að
húsin þurfa ekki að vera lengi
í byggingu. Hér er aðstaðan
þannig, að ekki er lánað nema
ca. 20—25% af kostnaðarverði,
og lánsfé er svo lítið, að ekki
er hægt að sinna árlega nema
ca. 20% af eftirspurn. Láns-
fjárskorturinn veldur svo því,
að fjöldi húsbyggjenda, er með
íbúðir sínar 3—6 ár í smíðum.
Þessi langi tími orsakar það, að
aðstaða flestra umsækjenda
breytist stórlega á tímabilinu
frá því þeir sækja um lánið, og
þangað til þeir geta fengið það.
En allt stigakerfi þitt er mið-
að við ástæður mannsins þegar
hann byrjar að byggja.
Auk þess eru margar aðrar
veilur í kerfi þessu, og skal ég
hér vekja athygli á nokkrum.
í fyrsta lagi eru umsóknar-
eyðublöð þau sem notuð eru, og
miðuð eru við þetta kerfi þann
ig úr garði gerð, að þau er
alltaf hægt að falsa meir og
minna. Þafí vei'ður list að út
fylla þau, svipað eins og
skattskrána. Og þó ég telji mig
ekki til heilagra, þá tel ég
enga ástæðu til að verðlauna
þá sem flinkastir eru að falsa
umsókn sína.
í öðru lagi er stigagjöfin
ranglát. Hvaða vit er t. d. í því
að láta mann sem býr kannske
þröngt og í það lélegu húsnæði,
að hann fær vottorð hcraðs-
læknis um það að íbúg hans sé
heilsuspillandi, fá 100—120 stig
fyrir ástæður sínar, en algjör
lega húsnæðislaus maður, sem
leyst hefur upp heimili sitt, fær
aðeins 30 stig og það jafnt þó
þó hann eigi fjölda barna. En
þannig er þetta kerfi þitt minn
„ágæti“ Sigurður. Hvað vit
er í því, að gefa manni jafna
stigatölu hvert sem hann er
barnlaus eða með 10 börn.
Hvaða vit er í því að taka
ekkert tillit til þess, að maður
hafi neyðzt til þess að flytja
í beran steininn, pft í fyrirhug
aðan geymslukjallara, og sHji
þar fastur. Hann getur okki
fengið stig Íynr''fieilsuspillan<)i
húsnæði í'. þ.vl, jþúsnæði, þó
heilsu foreldra og barna' 0
í stórhættu. Hafi fiann buíðjýijj
viðunandi húsnæjSi áðjir, þá
situr hann með þau stig, sem
hann þá fékk.,
Hvaða vit er-í því aÖS taka
ekkert tillit tih þéss, þó' láns-
umsækjandi verði að borga ok-
urleigu fyrir húsnæði það,
sem hann hefur-á~leigu; en sé
kannske komin það langt á-
leiðis með sína eigin íbúð, að
þar sé hann farinn ag borga
hitunarkostnað, og af henni
mikla skuldavexti. Slíkur mað-
ur situr algerlega fastur í fen
inu og má .sig hvergi hræra.
Stigaregla þín heldur mörg-
um húsbyggjendanum í slík-
um heljargreipum. Umsækj-
andi er kannske npphaflega
með 30 stig, og þarf, miðað
við, núverandi lánisfjármagn, að
bíða 3V2 ár„eftir 60 stiga bið-
tíma.'Og síðast en ekki sízt,
hvaða vit er í því að hafa bið-
tímastig aðeins 1 stig fyrir
hvern mánuð úr því, og há-
mark biðtímastiga 60 stig. —
Þetta gerir þag að verkuni, að
sá umsækjandi, sem hefur
reynt að búa í þokkalegri íbúð
t.d. hjón méð 2 börn í góðri
tveggja herbergja íbúð, fær
aldrei lán frá Húsnæðismála-
stofnuninni, mfðað við núver-
andi lánsmöguleika stofnunar-
innar, nema þá á undanþágu.
Nei, réttlætinu verður ekki
náð með stigagjöfum einum
saman. Þetta sá Hannibal og
þess vegna Æetti hann undan-
þáguheimildina. „Stigamaöur-
inn“ Sigurður Sigmundsson
verður aldrei siðgæðispostuli
fyrir stigakerfi si'tt.
Það eina rétta varðandi láns
úthlutanir er það, að hafa viss
an úthlutunarramma, eins og
4 af 5 húsnæðismálastjórnar-
mönnum vildu, og láta svo full
trúa frá öllum aðalstjórnmála
flokkunum um það, að meta
ástæður manna. Pólitísk mis
notkun getur þá ekki komið til
greina. Og hver sæmilega heið
arlegur maður, sem með úthlut
un færi, myndi þá skapa 1’étt-
látari úthlutunargrundvöll,
heldur en nú gildir, með stiga
gjöfinni.
Hannes Pálsson
frá Undirfelli.
Næsti kafli verður um
vinnubrögg Sigurðar
og pólitískar njósnir.
full áhuga. Henni sem mörgum
öðrurn mun finnast, að hlutfallið
milli námstíma og námsárangurs
sé ekki eins og skyldi. Þá hefur
hún látið í ljós, ag hún telji frá
leitt að lá'ta öll börn fylgjast að
við nám án tillits til námsg-etu og
hæfileika, og nnnu fleiri henni
sammála uin það. Verknáminu hef
ur hún hins vegar miklar mætur
á og telur það vinsælla og nota
drýgra heldur en bóknámið í
mörgum lilfellum.
Ingibjörg hefur jafnan haft
mikla ánægju að skepnum og átti
lengi hesta og kindur, sem hún
hirti sjálf. Segir hún, að það
hafi verið einkavinir. sínir. Eftir
að hún gat ekki sinnt skepnuhirð
ingu vildi hún ekki eiga.þær leng
ur.
Ingibjörg er formaður kvenfé-
lagsins í Grindavík og hefur unnið
þar mikið og' gott starf um laiagt
skeið. Telur hún sig hafa haft
gott af að sinna þessum félags-
málum og haft af því hressingu
og gaman.
Á sextugsafmæli hennar stofn
aði kvenfélagið sjóð, sem vpr
nefndu,. Afmælissjóður Ingihjaj’g
ar Jónsdóttur, og var hann feiig
inn henni til ráðstöfunar. Þetta
fc hefur hún notað til a’ð koma af
stað 'Skógrækt í Grindavík og hef
ur einnig notið til þess s-tyrks frá
hreppnum og skógrækt ríkisins.
Fyrsta vorið voru settar niður
2200 plöntur í litla girðingu. Vor
ið eftir var girðingin stækkuð í
1950 metra a'ð ummáli. Þar hei'ur
nú verið plantað 12200 harrplönt
um og birki. Þessar plöniur eru
nú í sýnilegri framför, og hlakk
ar Ingibjörg mjög til að sjá þær
stækka. Mest af þessari plöntun
hefur verið unnig í sjálfboða-
vinnu.
Ingibjörg hefur því nóg að starfa
þótt árin séu' nú farin að færast
yfir hana, en það telur hún sér
einmitt fyrir beztu. Blaðið árhar
henni allra heilla á þessum merku
tímamótum í lífi hennar.
AUGLÝSIÐ
í TÍMANUM