Tíminn - 11.10.1959, Blaðsíða 6
ö
l
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og
18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13 948
Hringsnúningur og húsbóndavald
„MORGUNBLAÐIÐ hefur
ekkert húsbóndavald yfir nú
verandi ríkisstjórn". Þessi
visu orð getur að lesa í for-
ystugrein Morgunblaðsins í
gær, og remtíist blaðið þar
enh einu sinni eins og rjúpa
við staur við að telja fólki
trú um, að Sjálfsta§ðisflokkn
um komi þessi ríkisstjórn
raunar ekkert við. Þessir til-
burðir íhaldsins að reyna að
sverja af sér ábyrgð á ríkis-
stjórninni núna fyrir kosning
ar, sýnir og sannar betur en
flest annað, að athafnir þess
arar stjórnar eru orðnar með
þeim endemum, að íhaldið ótt
ast mest að láta bendla sig
við þær, hræðist nú ekkert
fremur en aö þjóðin kenni
Sjálfstæðisflokknum með
réttu skemmdarverk, sem
hann hefur unnið með hönd
um Alþýðuflokksins.
Þetta er þó gersamlega von
laust verk, svo augljóst er
samhengi þessa máls. Hver
var það sem setti ríkisstjórn
ina á stóla? Það var Sjálf-
stæðisflokkurinn. Hvaða
flokkur hefur þrjá fjórðu
þess þingíylgis, sem styður
hana? Það er líka Sjálfstæðis
flokkurinn. Skýrara ábyrgðar
vottorð á einni rikisstjórn er
satt að segja ekki hægt að
ÞESS eru allmörg dæmi,
að óprúttnir dávaldar dáleiði
aðra menn og láti þá síðan
fremja glæpi eða önnur ó-
dæöisverk, sem þeir vilja
koma fram, en þora ekki að
vinna sjálfir eða vilja ekki
láta bendla sig við. Þegar
dómstólar dæma slík brot, er
það dávaldurinn en ekki hinn
dáleiddi, sem dóminn hlýtur,
og slik misnotkun er ætíð
metin sem tvöfalt brot eða
margfalt. Alþýðuflokkurinn
hefur nú um sinn verið eins
og dáleiddur maður undir
valdi íhaldsins. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur sett hinn
dáleidda í stjórnarstól og
stjórnar höndum hans til
óheillaverka ,sem hann vill
ekki láta kenna sér. Svo þyk
ist hann hvergi nærri hafa
komið, ber sér á brjóst og
segir: Lítið á, þetta gerði
hann en ekki ég. Eg er sak-
laus sem engill. Alþýðuflokk
urinn er meira að segja svo
dáleiddur, að hann getur
ekki lengur samið stefnuskrá
sína nema hún sé eftirrit af
stefnuskrá íhaldsins.
ÞANNIG hefur Alþýðu-
flokkurinn verið gríma íhalds
ins um skeið við þau mis-
yndisverk, sem það vill vinna
óséð í íslenzku þjóðlífi. Stund
um fer þó svo, sem oft vill
verða, að gríman lyftist, og
þá sézt að undir andlitsdrátt
um Emils er nef Bjarna og
munnur Ólafs. Þetta skeður
þegar íhaldinu fatast í ein-
hverju sjónhverfingalistin,
og það var einmitt það, sem
gerðist, þegar bráðabirgða-
lögin voru gefin út, og þau
sönnuðu líka áþreifanlega,
að húsbóndavaidið, sem Morg
unblaðiö er nú að sverja fyrir
er algilt og allsráðandi. Um
það hefur forsætisráðherra
gefið skýlausa yfirlýsingu.
Sú yfirlýsing sannaði, að
haft var fullt samráð við
Sjálfstæðisflokkinn um út-
gáfu laganna og hann spurð
ur, hvort hann styddi ríkis-
stjórnina áram, því að ann-
ars yrðu lögin ekki gefin út.
En íhaldið lýsti stuðningi
sínum hástöfum og þar með
samþykki við lögin. Það var
fráleitt að beita því hús-
bóndavaldi, sem boðið var,
til þess að stemma stigu fyrir
svo ágætri löggjöf. Hér var
líka framkvæmt eitt hið kær
asta áhugamál ihaldsins —
lögbinding kaupgjalds einn-
ar stéttar. Tækist þetta yrði
næsta skref síðar sannar-
lega auðvelt. En auðvitað var
bezt að enginn vissi að þetta
væri verk Sjálfstæðisflokks-
ins, heldur skyldi það talið
verk Alþýðuflokksstjórnar-
innar, sem Sjálfstæðisflokkn
um kæmi ekkert við!
Jafnskjótt og Ólafur og
Bjarni gengu út frá Emil eftir
að hafa gefiö út bráðabirgða
lögin í nafni hans, tóku þeir
að hrópa á strætum: Þetta
er svívirða, hér er ranglæti
framið gegn einni stétt. Við
mótmælum þessu.
ÞEGAR svo var komið
taldi Framsóknarflokkurinn
rétt að krefjast þess að þing
væri kvatt saman, þar sem
síðustu yfirlýsingar Sjálf-
stæðisflokksins gæfu til
kynna, að bráðabirgðalögin
hefðu ekki þingstuðning
lengur, því að forsætisráð-
herra hafði lýst yfir, að slík-
ur yfirlýstur stúðningur
hefði verið forsenda að út-
gáfu þeirra. Sjálfstæðisfl.
skyldi fá tækifæri til að
standa við orð sín.
Sjálfstæðisflokkurinn hugs
aði málið nokkra daga en
snerist svo enn einu sinni og
var þá kominn í fyrra far,
og lét forsætisráðherra neita
um þingkvaðningu.
Síðan þetta gerðist hefur
Morgunblaðið lítið rætt um
þessi mál, en aðeins reynt
að telja mönnum trú um, að
íhaldið hefði ekkert hús-
bóndavald yfir ríkisstjórn-
inni. En járngreipar þessa
húsbóndavalds sýna sig nær
því á hverjum degi. Alþýðu-
flokkurinn er ánauðugur
þræll dávaldsins, það er
íahldið sem ríkir og ræður.
En allur þessi hringsnúning-
ur og fáránlegur loddaraleik
ur hefur sýnt mönnum íhald
ið og stjórnarfar þess í dag
í réttu ljósi, og þá blasir við
skrípi og skopparakringla,
að öll þjóðin skellihlær að —
og það er hæðnishlátur.
VINNUSTÉTTIRNAR á ís
landi skilja hins vegar, að
hér er meiri hætta á ferðum
en skotið hefur upp kolli hin
síðari ár. Þær skilja, að veiti
þær íhaldinu og þjóni þess
T í M I N N , sunnudaginn 11. október 1959.
í kosningahríöinni
Hún er að verða smáskrítin
kosningabaráttan milli þeirra
vinanna í þrenninguni. Einna
skenimtilegust er rimman milli
Alþýðullokksins og Sjálfstæð-
isflokksins um það, hvor þeirra
hafi stolið stefnuskránni frá
hinum, og eins er deila Alþýðu-
blaðsins og Þjóðviljans um
það, hvort Dagsbrúnarmenn
kaupi sér 1022 alfatnaði á ári
eða ekki!!
Tvíburar
Deilan um stefnuskrána er
þó sýnu skemmtilegri. Þetta
hófst með því, að báðir þessir
flokkar, annar sem kallast
bóðberi jafnaðarstefnunnar
og hinn kapítalismans og því
höfuðandstæðingur í íslenzkri
pólitík, birtu stefnuskrár sín-
a:r sömu dagana. Mönnumi
þótti kynlega við bregða, því
að stefnuskrárnar voru því
líkastar, að þær hefðu verið
ritaðar í einu á sömu ritvél-
ina með kalkipappír einan á
milli. Þær voru eins og sí-
amskir tvíburar. ,
Nú er hins vegar upp risin
harðvítug deila milli þessara
flokka — eina ágreiningsat-
riðið, sem orðið hefur va.vt
milli þeirra í kosningahríð-
inni, — um það, Iivor örkin
liafi verið ofar í ritvélinni,
eða hvor sé eftir kalkipappír-
inn. Hvor þeirra sé eftirritið
og livor frumritið.
„í jakkann"
Sjálfstæðisflokkurinn talaði
auðvitað föðurlega og sagði að
það væri auðsætt, Alþýðuflokk
urinn hefði hnuplað þessu frá
sér og sendi svo Birgi Kjaran
á Holsteinfund til að segja, að
það væri gott, þegar málefni
Sjálfstæðismanna ynnu þannig
á, og „hver einasti Sjálfstæðis-
máður gæti skrifað undir
stefnuskrá Alþýðuflokksins.“
Þetta var nú heldur föður-
Iegt, að minnsta kosti þoldi
spámaður kratanna, Hannes á
horninu ekki slíkt klapp á koll
inn og tekur nú á honum stóra
sínum, eins og Haraldur var
vanur að segja, og þylur yfir
Birgi: „Nú þykir mér týra“.
Alþýðuflokkurinn á að hafa
stolið stefnuskrá Sjálfstæðis
flokksins. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur alla tíð lifað á láns-
fjöðrum Gott þegar menn
snúast á elliárum til fylgis við
góð mál.“ Og svo biður Hann-
es Birgi blessaðan að slíðra
sverðið og fara aftur í jakk-
ann.
Koilgáta Ólafs
Nú víkur sögunni til kjör-
dæmis Ólafs Thors. Þar hafa
verið fundir haldnir, og þar
kunnu menn sína skýringu á
ættarmótinu með króunum, og
Mbl. flytur fregnina af því með
þessuni orðum í gær:
„Þykir mönnum nú augljóst,
að Ólafi hafi tekizt að snúa
Alþýðuflckknum þó seint sé,
og þykir mönnum vel fara á
því, að Alþýðuflokkurinn taki
yfirleitt upp stefnu Sjálfstæðis-
flokksins á sem flestum svið-
um.“
Þetta virðist raunar senuiieg
asta skýringni þegar á allí er
litið, enda er Ólafur þeim
Birgi og Bjarna snjallari mað-
ur. Og nú finnst mér tími til
kominn, að Hannes segi Ólafi
líka að fara í jakkann.
Kjósendur í landinu sjá hins
vegar, að þeim merkilega á-
fanga er náð i íslenzkri póli-
tík, áð „Alþýðuflokkurinn hef-
ur tekið upp stefnu Sjálfstæðis
flokksins á fiestuin sviðum."
Það er Hannes, sem er kom-
inn í íhaldsjakkann, þótt hann
haldi, að það séu Birgir og
Ólafur, sem eru í kratájakka.
Eftir þetta skiptir ekki svo
miklu máli, hvort Sjálfstæðis-
menn skrifa undir stefnuskrá
kratanna, eða kratar undir í-
lialdsskrána. Niðurstaðan hlýtur
að verða sú, að alger óþarfi sé ■
að hafa plaggið í tveimur ein-
tökum, nóg að hafa það eitt
og undirritað af sömu inönn-
um, íhldskrötunum eða krata-
íhaldinu. — Hárbarður.
Gunnars þáttur Thoroddsens:
Stjórnlaus
Það leikur ekki á tveim tung-
um að stærsti glæpur sem unn-
inn hefur verið gegn íslenzku
þjóðfélagi síðustu áratugi eir
skipulagsleysi og fullkomin
heimska sem ráðið hcfur upp-
byggingu Reykjavíkurbæjar og
! verður það aldrei bætt. Öllu er
> snúið við eftir því sem hjörð
i gróðamanna íhaldsins heimtar
í það' og það skiptið. Allir viti-
bornir menn sáu að Austur-
stræti átti að framlengjast í
gegnum „Grjótarþorpið" vest-
ur í bæ, við hlið slíkrar aðal-
götu átti „Ráðhúsið“ að standa
á hæðinni þar sem bær Ingólfs
fyrsta landnámsmannsins stóð
og þar sem innréttingar Skúla
stóðu neðst í brekkunni.
En hjarta Gunnars hrærðist
ekki f.vrir svo glæstri hugmynd,
það sló hratt fyrir þeirri þörf
íhaldsins að byggja flokkshöll
og áróðursheimili fyrir Mbl.-
liði'ð, í miðri götu, í fram-
; lengingu Austurstrætis. Og það
I var haft i bakhöndinni að auð-
ugustú menn landsins Silli &
: Valdi áttu allar lóðir við hlið
Mbl.-hallarinnar og það var
hægt að rctta þeim snauðu
mönnum nokkra milljónatugi í
leiðinni. Og til þess að borgar-
stjóri geti talað til lýðsins frá
höll flokksins skal byggja
„Gunnarstorg“ fyrir framan þó
það kosti uppkaup af lóðum
fyrir milljónatugi af fé almúg-
ans.
byr í kosningunum, eru þær
að undirrita samþykki sitt
við eina hina hatrömmustu
árás, sem gerð hefur verið
á f r j álsan samningarétt
stéáta og almennt réttar-
öryggi í landinu. Stuðningur
vinnandi stétta við þessa
flokka í kosningunum er
boð til þeirra um a'ð taka
næstu stétt sömu fantatök-
um. Að hverjum kemur röð-
in þá? í þessu máli munu
vinnustéttirnar því standa
saman um rétt sinn og minn
ast þess við kjörborðið.
bær - án
ii.
Ráðhús skal byggja sem hæf-
ir dýrðinni — „En það skal
vanda sem lengi á að standa“
og hæfir minningu hins glæsta
borgarstjóra —
Bráðabirgðaráðhúss var reist
á rústum verksmiðjuhúss', sem
gæðingur íhaldsins þurfti að
losna við. Og var það keypt
fyrir 2 milljónir. Síðan var
byggt ofan á margar hæðir þó
að grunnflötur væri lítill, og
('alaut það naj'n vegfaranda
„Strompur íhaldsins“ á tveim
efstu hæðum er salur mikill
sem nær í gegnum báðar hæð-
irnar klæddar dýrindis viðum
og glæstum gluggatjöldum og
öðru „fíneríi". Blaðamanna-
stúkur áheyrendapallar eru
þar að sjálfsögðu, sem sagt
eftirlíking af litlu þinghúsi. Að
öllu leyti er þetta bráðbirgða
ráðhús hörmulega sett, án allra
möguleika til stækkunar og
engin bílastæði sem hæfa slík-
um stað. Við byggingu hússins
vissi enginn hvernig þetta hús
átti að vera, og til hvers það
ætti áð vera. Var því annan
daginn brotið niður, það sem
byggt var hinn, enda var kostn-
aðurinn að lokum orðinn ægi-
legur. Bæjarsjóður var þá aura
laus, var þá hlaupið í sjóð hita-
veitunnar og hann látinn borga
■brúsann. Það gerði ekkert til,
þó þegnarnir notuðu kol og
olíu og heita vatnið rynni til
hafs — Sagt er að „Strompur-
inn‘ kosti nú ca. 14—20 milljón-
ir — Og þetta er allt til bráða-
birgða þar til hið mikla must-
eri rís af grunni.
Fyrir þetta óhemju fé hefði
mátt byggja fimm sinnum
stærra skrifstofuhús ýfir alla
starfsemi bæjarins í svipuðum
stíl og hús Egils Vilhjálmsson-
ar og til þess var nóg af lóðum
með miklu athafnasvæði við
Suðurlandsbraut. En allar þær
lóðir hefur nú bærinn gefið
ilppáhalds gæðingum sínum.
m.
Hið mikla ráðhús skal þó
rísa a. m. k. á teikniborðum
verkfræðinganna.
Öllum Reykvíkigum þykir
skipulags
vænt um tjörnina, þar sem
krían leikur sér og þúsundir
af öndum sníkia brauð tir gjaf-
mildum lófum barnanna. Á sól-
björtum vorkvöldum þegar nó'tt
in er ekki til er Tjörnin og
umhverfi hennar eftirlæfis-
staður ungra sem gamalla. Hún
er augasteinn bæjarbúa. Þessa
tjörn á nú að eyðileggja, eftir
miklar bollaleggingar getur
borgarstjóri hvergi komið auga
á stað fyrir ráðhús framtíðar-
innar nema niður í Tjörninni.
Eftir því sem sérfræðingur
bæjarins segir verður að steypa
grunn 7V2 meter niður í botn-
inn eða svipað og tveggja til
þriggja hæða hús niður í jörð-
ina. Hópur verkfræðinga hefur
verið á þönum um álfuna út
af þessu ráðhúsplani. Nú hafa
þeir setið á annað ár við að
fullgera teikningar. Segja þeir
sem kunnuga:stir eru á teikni-
stofunum að nú sé kostnaður-
inn við undirbúninginn orðinn
ca. 3% milljón. „Dýr mun
Hafliði allur“ — En nú á
borgarstjóri og lið hans eftir
það sem erfiðast er — að reka
sig á „bölvaðar staðreyndirn-
ar“: Ráðhús' verður aldrei byggt
í tjörninni. Reykvíkingar mót-
mæla allir. — Framh.
A.B.C.
UIl, gærur
og síldarmjol,
flutt í flugvél
Á sunnudaginn var kom Sólfaxi,
Skymasterflugvél Flugfélagsins til
Akureyrar frá Fagurhólsmýri, hlað
inn ull og gærum. Til baka fór hún
■svo með síldarmjöl. Er þetta í
fyrsta skipti, sem loftflutningar
sem þessir, fara fram milli Akur-
eyrar og Fagurhólsmýrar, e.n þeir
hafa átt sér stað nokkur undait
farin ár miíli Reykjavíkur og Fag-
urhólsmýrar. Þun.gi farmsins til AlC
ureyrar var 5 tonn, en frá Akur-
eyri 7 tonn. E.D.