Tíminn - 13.10.1959, Blaðsíða 1
43. árgangur. Reykjavrfí, þriðjudaginn 13. október 1959. 221. blað.
Myndin er af bakhlið hússins, Fossvogsblettur 33, þar sem slysið varð aðfaranótt sunnudags. Gluggarnir tveir
undir mæninum eru að herbergi því sem brann og þar sem fjölskyldan svaf, er hinn sviplega atburð bar að
höndum. (Ljósm.: TÍMINN).
börn brenna inni
Herfoergið alelda á svipstundu og björgunar-
fílraunir árangurslausar
Á sunnudagsnóttina kom’Þeirra, Nanna Ólafsdóttir, fjögurra
lipp eldur í svefnherbergi í ara ,R.agna.r hórisson á fyrsta
..... „ . , ,, ári. Hjónin lögðust til svefns um
risi hussins Fossvogsblettur ilukkan eitt> |n um kortéri fyrir
33. Þar brunnu inni tvö börn, 'fjögur vaknaði Þórir og þurfti nið-
drengur á fyrsta ári og telpa
fjögurra ára, án þess að for-
eldrarnir sem einnig sváfu í
herberginu, fengju aS gert.
Eldurinn kom upp klukkan rúm
lega fjögur. í herberginu voru
hjónin Þórir Kristjánsson og Guð-
rún Vernharðsdóttir og börn
ur á salerni á neðri hæð. Þar var
hann í 10—15 mínútur.
HörfuSu frá
Þórir var á leiðinni upp stig-
ann, þegar liann niætti konu
sinni, sem fleygði sér á inóti hon-
um og hrópaði eldur. Hún var
með sviðið hár og brennd á hör-
undi. Þórir tók af henni fallið og
þaut síðan að herbergisdyrunum,
en herbergið virtist þá alelda.
Þórir var í einum stuttum nær-
buxum og hljóp niður til að sækja
eitthvað utan yfir sig.
Á meðan fór tengdamóðir Þóris
Nanna Magnúsdóttir upp stigann
að svefnherberisdyrunum, seildist
inn og ætlaði að ná til barnsins
(Nönnu), sem var í rúmi við dyrn
ar. Við það brenndist hún á
liendi og hrökk frá. Þórir var þá
kominn upp og hafði brugðið sér
í frakka. Hann reyndi að kom-
ast inn í herbergið, en sveið hár
sitt og hörfaði einnig.
(Framhald á 2. sfðu)
Blaðað í útsvarsskránni
HEFUR VINATTU GUNNARS QG BJARNA
Á einni síðu útsvarsskrárinnar standa eftirfarandi nöfn saman:
tekjusk. útsvar
Gústaf Þórðarson, járnsmiður 17170 28100
Guttormur Erlendsson, hrl. 24060 23400
Þess skal getið, að Guttormur Erlendsson, hrl. er formaður Niðurjöfnunarnefndar
Reykjavíkur. Hann mun ekki sízt eiga þá stöðu að þakka vináttu sinni við Bjarna
Benediktsson og Gunnar Thoroddsen. Þótt útsvar Guttorms sé lægra en tekjuskattur-
inn, gagnstætt því sem er hjá næstum öllum öðrum skattgreiðendum, er þessi munur
þó miklu hærri hjá Bjarna og Gunnari.
T
V.---------------------------------------------------------------------------------------
Skatta- og tolla-
byrðarnar aldrei
þyngri en í ár
Svo heimta stjórnarflokk-
arnir að þeim verði treyst
í skattamálum þjóðarinnar
Stjórnarblöðin, Morgunblaðið og Alþýðublaðið, verja nú
miklu rúmi til að afsaka hina miklu hækkun beinu skattanna,
tekjuskattsins og útsvarsins, sem hefur átt sér stað á þessu
ári. Vörn sína byggja þau þó ýmist á hreinum blekkingum
eða útúrsnúningum.
Alþýðublaðið reynir t. d. að rétt
læta skattahækkunina með því, að
laun verði nú hærri í krónutölu
en í fyrra. Þannig hækki árslaun
verkamanns um 4%, ef miðað er
við Dagsbrúnartaxta bæði árin.
Alþýðublaðið gleymir hins vegar
að geta þess, að allt verðlag er nú
yfirleitt hærra en í fyrra, nema á
þeim vörum, sem eru borgaðar nið-
ur. Nákvæmir útreikningar liggja
ekki fyrir um þetta, en augljóst er
þó, að sé miðað við verðlag 1. okt.
í fyrra og 1. okt. nú, er kaup-
máttur Dagsbrúnarlauna nú 10
—13% minni en þá, miðað við
helztu nauðsynjavörur.
Það segir sig því sjálft, hvað sem
krónutölu kaupsins líður, að kaup-
máttur og greiðslugeta almennings
er stórum minni nú en í fyrra.
Þetta er afleiðing kauplækkunar-
laganna. Þess vegna hefðu beinu
skattarnir, tekjuskatturinn og út-
svörin, átt að lækka a. m. k. til
samræmis við skerta greiðslugetu.
Hækkandi skattar
Stjórnarflokkarnir hafa hins
vegar farið öfugt aði Þeir hafa
hækkað bæði tekjuskattinn og út-
svörin, a. m. k. hvað Reykvíkinga
snertir. Hækkunin liggur í þvf, að
skattarnir eru miðaðir við fyrra
árs tekjur, en 1958 var mun betra
tekjuár en 1957. Niðurstaðan hefur
því orðið sú, að skattarnir hafa
hækkað en greiðslugeta minnkað.
Eftirfarandi tölur sýna skatta-
hækkunina:
Árið 1958 nam tekjuskattur lagð
ur á einstaklinga hér í Reykjavík
samtals 65,3 millj. kr. í ár nemur
hann 79,4 millj. kr. Hækkun 14,1
■millj. kr.
Árið 1958 námu útsvör lögð á
einstaklinga í Reykjavík 171,9
millj. kr. í ár nemur hún 188,3
millj. kr. Hækkun 16,4 millj. kr.
Þannig verða einstaklingar í
Reykjavík að greiða 30 millj. kr.
meira í útsvar og tekjuskatt en í
fyrra, þrátt fyrir versnandi
greiðslugetu.
Tollarnir hafa einnig
hækkað
En það er ekki aðeins beinu
skattarnir, sem verða samanlagt
hærri í ár en í fyrra, heldur gildir
(Framhald á 2. síðu)
Mæturgestir í
kústabardaga
Skömmu fyrir helgina var
lögreglan kvödd í hús eitt við
Grettisgötu að næturlagi. Þar
voru fyrir þrjár kvinnur á
léttasta skeiði, áfkvæmi einn-
ar þeirra og maður sitjandi
hjá þeim. Kvinnurnar heimt-
uðu af lögreglunni, að hún
færi með manninn burt.
Ein þeirra sagðist dvelja þar
í húsinu á'samt manni sér heit-
bundnum og með leyfi húsráð-
anda, en þau hjúin væru á hrak-
hólum. Hefði þessi maður ruðst
inn til þeirra kvenna án þess að
drepa á dyr og neitaði með öllu
að verða á brott.
Kústabardagi
Hin yngsta kvinnan hefði þá
gripið kúst og ætlað að lumbra
á dólginum og reka hann út, en
hann þrifið af henni kústinn og
beitt honum öfugt við það sem
hún ætlaðist til. Vig þetta hefði
unga kvinnan hlotiö skrámur.
Hefðu þær kvinnur þá ætlað
burt að hringja á lögreglu, en dólg
urinn meinað þeim það. Hefði sú
kústalamda þá skriðið út um
glugga þeirra erinda.
Lögreglan tók manninn, sem
var ölvaður, og lét hann í kjallar
ann. Daginn eftir kom það upp úr
honum, að hann hefði raunar einn
ig fengið leyfi húsráðanda til aö
hýrast á þessum stað. Hann
kvaðst iðrasl framkomu sinnar við
kvinnurnar og bauðst til að greiða
þeim sanngjarnar skaðabætur.
Laumufarþeg-
ar í Guílfossi
Um hádegi á sunnudag fundust
tveir laumufarþeg'ar um borð í
Gullfossi. Skipið lagði af stað frá
Reykjavík um liádegi á laugar-
dag og hafði skipið því siglt í
(Framhald á 2. síðu)