Tíminn - 23.10.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1959, Blaðsíða 1
13. árgangur. Rcykjavík, föstudaginn 23. október 1959. xB 229. bla3. Postularnir á „leiöinni til bættra lífskjara” Sjálfstæðisflokkurinn gengur til kosninga undir kjörorðinu „Leiðin til bættra lífs- kjara“. En svo uppvíst er íhaldið nú að hvers konar hneykslum og uppivöðslu sérhags- munsmannanna, eins og hin pólitísku útsvarsfríðindi hafa bezt sannað, að bæjarbúar almemit orða nú þetta kjörorð íhaldsins þannig: „Leiðin til lægri útsvara á pólitískum gæðingum“. Riddaraliðssveit þessarar bar- áttu er fyrst og fremst eigendur og rits'tjórar íhaldsblaðanna í Revkjavík, Vísis og Morgunblaðs- ins. Þessi sveit kemur nú fram fyrir þjóðina, upphefur hendur sínar cg býðst til að gerast postul ar „bæítra lífskjara“ fyrir almenn ing í iandinu, sverð og skjöldur fátæl:- fólks. Það er ekki úr vegi að líta á allan heimanbúnað þessarar fríðu sveita,. og þau gögn og gæði, sem gera hana svona kjarabaráttunnar Fyrst má fræg- an telja Ólaf Thors, formann Sjálfstæðisflokks ins, eins konar yfirhershöfð- ingja. Brynvagn hans heitir Kveld úlfur og er nú nokkuð slitinn orðinn. En beztu meðmæli Ólafs eru 7—8 þús. kr. útsvarsfríðindi og har.n segir við verkamanninn: Þennan kross tek ég á mig bara fyrir þig. fhaldsblöðin eru auðvitað rekin a£ hlutafélögum, því að slík félög eru bin beztu vopn í lífskjarabar úttu almennings eins og allir vi'ta. Árvakur h.f. gefur út Morgunblað ið. Formaður félagsins heitir Har aldui Sveinsson, kenndur við Völund. Það er ekki ónýtur post- uli lífskjarabarát'tunnar, því hann er ímynd og fulltrúi hinna alþýð legu stórkaupmanna í bænum, sem ætíð haía fórnað öllu fyrir lífskjarabaráttu almennings. Annar í þeirri stjórn er Bjarni Benediktss., sem einnig er ritstj. Morgunblaðsins og því tveggja manna maki eða margra í þessari göfugu baráttu Biarni og ber auðvitað tvöfaldan bagga útsvarsfríðindanna allt að 25 þús. og ber sig karlmannlega, enda sjálfkjörna til fyrir fólkið- Ófafur er fórnfýsi hans með eindæmum. Þriðji stjórnar- maður Árvakurs nefnist Geir Hall gfrímsson, og hef ur hann byggt margar og traust ar vörður á „leið inni til bættra lífskjara" fyrir al menning, og eru þær af gerð þeirri, sem „fyrir tæki“ nefnist, og eru þessi hin helztu, er hann á ’að nokkru eða öllu leyti: H. Ben & Co; Ræsir, Nói, Síríus, Hreinn, Steypustöð- in, Hvalur h.f. Árvakur h.f. Borg- arvirki, Áburöarverbsmiðjan, Iðn aðarbanki íslands, Stuðlaberg, Stuðlar, Eimskipafélag íslands, ísarn, Jónsbúð, Sjávátryggingafél. íslands,- Shell. — Þetta geta nú kallast sæmilegar stoðir í lífs- kjarabaráttu. Fjórði stjórnarmaður Árvakurs erBergur G. Gíslason, sem varið hefur heildsalagróða til almenn- in.gsþarfa af stakri fórnfýsi. í stjórn Blaðaút- gáfunnar Vísir eru fjórir postul ar. Formaðurinn heitir Björn Ólafs son, kunnur fá- tækraleiðtogi sem býður sjá'lf- an sig til b'arátt unar með eftir- farandi kúgild- um: Hagafell h.f., Björn Ólafsson h.f., Þ. Sveinsson og Co., Mjölnir, Vífilfell, Flugfél. íslands. — Það er auðvitað sann gjarnt, að slíkur baráttumaður 'sieppi við byrðar útsvarsfríSind ann-a. Annar stjórnar- maður Vísis heit ir Gunnar Thor- oddsen, sem stjórnar höfuð- borginni með hag almennings einan fyrir aug- um og telur ekki ■ef-tir 'sér að taka Gunnar á sig svo sem 25 þúsundir í út- svarsfríðindi til þess að létta sam- borgurunum lífskjörin. Þriðji er Magnús nokkur frá Mel, enda hefur hann gert Vísi að sérstöku málgagni bænda norður í Eyjafirði. Fjórði Vísisj-eig- andinn er Magn- ús Víglundsson, sem rekur nokk-j ur ágæt fyrir- tæki, sem eru* al- veg ómis-sandi í lífskjarabaráttu 'almennings. Má nefna þessi, sem hann er við kenndur: Verk- smiðjan Fram h.f., Sjófatagerðin, Leðurvöruverzlun, Nærfata og prjónlesverksmiðja, Nýja skóverk- smiðjan, Skóbúð Reykjavíkur, Herkúles, Verksmiðjan Olur, Iðn- aðarbanki íslands, Bragi, Sokka- verksmiðjan, Kol, Stuðlar. Hinn fimmti að- aleigandi Vísis er Sveinn Valfells. Góðgerðafyrir- tæki þau, er hann ■stendur að, eru þessi: _ Vinnufata- gerð' íslands h.f. Fataverksmiðj- an, Skyrtugerð Sveinn in, Vinnufata- verksmiðjan, Sút unarverksmiðjan, Uggi, Raftækja- ■salan, Jarðhiti, Föt, Orka, Verk- smiðjan Fram, Flugfélag íslands, Andersen & Lauth, Samkomuhús Vestmannaeyja, Vinnuvélar Kjal- arnesi, Trygging, Iðnaðarbanki íslands, Pökkunarverksmiðjan Katla. Þelta er auðvitað mjög ófullkom in kynning á postulum lífskjara- baráttu almennings, en þó ætti hún að duga til þess að gera mönnum ljóst, að þessari sveit •getur ekkert gengið til hinnar göf ugu baráttu sinnar fyrir velferð almennings en fórnfýsi og ósér- plægni. Að þessum mönnum eða öðrum Sjálfstæðismönnum detti í hug að fá nokkuð fyrir sinn snúð, er auðvitað alveg af og frá — það sanna byrðar útsvarsfríðindanna bezt. Kjör Einars eina sigurvon íhalds- andstæðinga í Rvík Eftir tvo daga ganga kjósendur í Reykjavík að kjörborð- inu. Þá veltur á miklu, að atkvæðin falli ekki til einskis á flokka, sem annað hvort hafa enga von um að koma að manni, eins og Þjóðvarnarflokkinn, eða á flokka eins og Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn, sem hafa ekki mögu- leika til að vinna sigra hér í Reykjavík. Eini sigurmöguleik- inn í kosningunum í Reykjavík á sunnudaginn, er sá, að Framsóknarflokkurinn fái tvo menn kjörna, eða annan mann á lista sínum kjörinn sem tólfta þingmann Reykjavíkur. Eins og kunnugt er, þá liefur Bjarni Benediktsson, ritstjóri Morgunblaðsins lýst því yfir ræðu, að baráttan í þessum kosn ingum standi milli annars manns á lista Framsóknarflokksins, Einars Ágústssonar, lögfræðings og átlunda nianns á lista Sjálf stæðisflokksins, Birgis Kjarans Þetta er rétt athugað, þar sem hinir flokkarnir þrír, Alþýðu)- bandalagið Alþýðuflokkurinn og Þjóðvarnarflokkurinn eru í vonlausri aðstöðu til að berjast til sigurs við Sjálfstæðisflokk-: inn um sæti tólfta þingmanns Iteykjavíkur. Leigusamningur úr gildi Atkvæðatölur úr kosningunum hér í Reykjavík í sumar sýna Ijós lega hve aðstaða annarra flokka en Framsóknarflokksins er von- laus í þessu efni. Samkvæmt þeim tölum væri Alþýðuflokkurinn nú inni með tvo þingmenn. Þarna er þó sá Ijóður á, að í sumar var almennt talið, að Sjálfstæðisflokk urinn hefði lánafj Alþýðuflokkn- um eitt þúsund til fimmtán hundr uð atkvæði. Að sjálfsögðu eru þeir lánS'Samningar ekki í gildi leng- ur og munar því þessu atkvæða- magni, til þess að annar maður Alþýðuflokksins eigi þess kost að koma til greina sem hættulegur keppinautur Birgis Kjarans, átt- unda manns á lista Sjálfstæðis- flokksins um sæti tólfta þing- manns Reykjavíkur. Að vísu mun Alþýðuflokkurinn fá eitthvað af atkvæðum frá Sjálfstæðisflokkn- um núna ,en um það eru engir gildandi leigusamningar og fylgis aukning Alþýðuflokksins hér í bænum af þeim sökum nemur eng- um tölum. Einar Ágústsson Hinir tveir vonlausir Alþýðubnadalagið getur engar vonir gert sér um að fá þrjá menn kjörna hér í Reykjavík og kemur því ekki til greina sem baráttu- aðili um sæti tólfta þingmanns Reykjavíkur. Sömu sögu er að segja af Þjóðvarnarflokknum. Sam kvæmt úrslitum kosninganna í sumar, vantar þann flokk um þús- und atkvæði upp á að ge-ta komið að einum manni hér í Reykjavík við þessa,- kosningar. Þeir kjós- endur, sem halda að þeir geti klekkt á íhaldinu hér í bænum, með þvi 'áð kjósa þessa flokka, fara villur vegar. Engir hinna þriggja flokka, Alþýðuflokkurinn, Alþýðu bandalagið og Þjóðvarnarflokkur- inn, hafa því ekki hinn minnsta möguleika til að keppa við Sjálf- stæðisflokkinn í þessum kosning Framhald á 2. .síðu. FUNDUR B-LISTANS ER í KVÖLD SíSasii kjósendafundur B-listans fyrir þessar kosningar verður í Framsóknarhúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30 síðdegis. Ræðumenn verða Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Einar Ágústsson, lögfræðingur, Unnur Kolbeinsdóttir, frú, Kristján Thorlacius, deildarstjóri, Jónas Guðmundsson, stýrimaður, Kristján Benediktsson, kennari, Sigríður Thorlacius, frú, og Örlygur Hálfdánarson, fulltrúi. Fund- arstjóri verður Benedikt Sigurjónsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. — Stjórnmálabaráttan síðustu daga hefur skipað kjósendum í tvær fylkingar, þá sem fylgir sérréttindaklíku ihaldsins og svo íhaldsandstæðinga, sem vilja ekki láta fá- merma klíku skammta sjálfri sér fríðindi að eigin geðþótta. Nú eru ekki nema tveir dagar til kosninga. — Reykvískir kjósendur; sækið fund B-listans í kvöld og sýnið með því einhuga sóknarhug í kosningunum. ^ jkv.. -i ,. . - — Þórarinn Einar Unnur Kristján Th. Jónas Kristján Sigríður Örlygur Benedikt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.