Tíminn - 23.10.1959, Blaðsíða 9
í í MIN N, föstudaginn 23. október 1959.
9
ALYSE LITTKENS
Syndafall
46.
vildi hafa þig eina svolitla
stund fyrst.
— Einmitt. Og hvað á ég
að hjálpa þér meó?
Hann brosti, sjálfgóður eins
og smástrákur:
— Ekkert, nema drekka
kokkteil og lofa mér að kyssa
þig.
— Það er allt í lagi með
drykkjuná, en kossana vil ég
helzt sleppa við.
— Hvaö er að þér, spurði
hann undrandi. — Þú varst
ekki svona viðskotaill, síðast
þegar þú varst hérna.
Orð hans særðu hana. Hann
horfði á hana og hló.
— Þú ert svo feimin og móðg
uð á svipinn. Þú ert vonandi
ekki með neinar grillur í koll-
inum?
—Ekki var það fyrst. En
svo, þegar ég heyrði ekkert
frá þér....
Það var sem ljós rynni upp
fyrir honum. Hann blístraði.
— Jahá! Þú hefur haldið að
nú værum við orðin órjúfan-
leg heild?
Hún tók svar hans sem
móðgun:
— Auðvitað ekki, svaraði
hún fljótmælt. — En almenn
kurteisi hefði kannske ætlazt
tij, að þú stingir upp á því,
eða hvað?
Hann hló aftur:
— Kurteisi, já.... Tsja, þú
segir það.... Kannske....
Þau tóku hvort sitt glas og
settust í sófann, sem stóð
þvert út frá öðrum langveggn
um.
— Það er gott aö við fá-
um tíma til að tala saman,
sagði hiin. — Það eru ein-
staka átriði, sem ég vildi
gjarna koma á hreint.
— Vertu ekki svona hátíð-
leg. Það er eins og þú ætlir
að fara að halda ræöu eða
ganga frá samningi. Kysstu
mig heldur.
Hún vatt sig úr örmum hans.
— Svo áhugalaus, sem þú ert,
skaltu samt verða að hlusta
á mig. Ég'vil, að þú vitir, að
þetta. ... þetta.... ævintýrl
.... var mitt fyrsta....
— Er það? spurði hann og
virtist hissa. — En hvern
fjandann varðar mig um það,
hvað ævintýri þín kunna aö
vera mörg? Þú heldur þó
ekki, að ég geri mér rellu út
af þvi?
— Ég hef engin ævintýri
átt?
Hann kyssti hana á nef-
broddinn og sagði stríðnis-
lega:
— Heimskingi.
— Ég vil, að þú vitir, að ég
er ekki lauslát.
Hún heyrði sjálf, hve fárán
lega þetta hljómaði. En hvað,
gat hún annaö sagt?
Hann hló. Augu hans urðu
örmjóar rifur, þegar hann
svaraði glettinn:
—Mér fannst þetta nú held
ur léttúðarfullt. En dásamleg
varstu!
Hún ruglaðist i riminu og
vissi ekki hvaö segja skyldi.
Svo sagði hún þvoglulega:
— Þú verður að vita, að ég
er ekki vön að gera slíkt....
Fara heim með ókunnum karl
mönnum, pi'eina ég.
— Hvern.fjandann heldur
þú að mig varði um það? Þú
ert falleg, og þú ert dásamleg
og þú ert hjá mér.........Og,
þegar hinir far-a, verður þú
hér kyrr......Segðu, að þú
verðir kyix^ .: ‘
Hún hristi höfuðið.
— Hvers vegna eruð þið kon
urnar alltaf að gera ykkur
betri, en þið eruð? spurði
hann gra^r. Þið takið allt
svo hátíðlega’ ..
— Þú sagðir nú hérna kvöld
ið góða, að Við tækjum 'öllu
svo létt.
— Ég meinti, að það er sem
þið skiljið efcki hvernig tilfinn
ingar manns eru þegar mað-
ur þráir einhvern. En svo ....
þegar maðúy er orðinn glaður
og hamingjasamur og ástfang
inn...þá viíjið þið tala „skyn
samlega" óg- vera alvarlegar.
— Hvaö kallar þú raunveru
lega að elska?
.... — Er hægt að elska
nema á eipn hátt? Hann
kyssti hana-.ákaft, Karin fann
mótstöðuaflið dvína og deyja
í líkama silrum.
Þá var dyrabjöllunni hringt.
Karin horfði rannsakandi
á hana:
— Hvernig verður endirinn?
— Það er leyndarmál fyrst
um sinn, sagði Mafalda bros-
andi. — Leyndarmál mitt og
Filips.
— Filips Bringelson? spurði
Karin undrandi.
— Já. Karin sá daufan ung
meyjarroöa færast yfir andlit
Maföldu. — Hann hefur lesið
hana, og við höfum rætt um
endinn.
— Hvað finnst honum um
hana? spurði Karin spennt.
— Hann ætlar að leggja
hana fyrir útgefanda sinn.
Hann er viss um, að hún verð
ur gefin út.
| — Ertu ástfangin Mafalda?
spurði Karin hægt.
— Nei, svaraði Mafalda
stutt. — Ég kann þá list, aö
eiga karllega vini.
Karin reis á fætur. Henni
lá skyndilega á. Hún hafði
lofað Folke að vera komin um
átta leytið.
Morguninn eftir hringdi
hann til hennar. Það var
sunnudagurf ,
-—Þakka þér fyrir í ,gær
sagði hann hálfhátt. — Þú ert
dásamleg. Komdu og borðaðu
afganga méö mér. Ég fæ aldr-
ei nóg áf þér. Komdu um
fimmleýtið.
— Allt' í lagi, sagði hún og
lagð'i á. Húnifugsaði um orðin
sem hann haföi látið falla í
nótt, me'ðan hann var að' yfir
vinna hafiá:
— Vegurinn til helvítis er
hellulagður með góðum ásetn
ing'i.
Máltækið .var slitið og fá-
fengilegt; en satt eigi að
síður.
i ; ■ XIV
— Við .sjáumst ékki oft nú
til dags, ságöi Mafalda nokkr
um vikum síðar við' kvöldverð
arborðið. — Ég hef heldur
ekki verið nema lítið heima.
Hún vur svo ánægjuleg , að
Karin varð áð líta á hana. Nýr
blær var- á andliti hennar, og
ólundarhrúkkurnar við munn
inn voi’ú , næstum horfnar.
Karin liafð'i verið svo önnum
kafin við sjálfa sig, að hún
tók ekki eftir öðrum. Nú sá
hún, að 'eitthvað hafð'i borið
við. Skáldsagan? Var henni
lokið?
— Ertu orðm ástfangin?
spurð'i hún. Augnaráð Ma
földu krafðist þess, að hún
segði eitthvað.
Mafalda hló: !
— En þú?
— Nei, Mér mun aldrei
þykja vænt um neinn annan
en Curt. .... Hyað ertu kom
in langt með bókina þína?
— Hún er bráðum búin.
Aðal söguhetjan hefur rétt i
þessu losað sig úr andlegum
fjötrum sihum.
Oft velti hún því fyrir sér,
|hvers vegna hún hélt þessu
sambandi við Folke, sem veitti
henni ekki annað en líkam-
lega fró. Tvo mánuði . sam-
fleitt höfðu þau Folke lifað
! saman í ofsalegum ástríðu-
hita. En andlega höfðu þau
aldrei mæzt. Þau höfðu ekki
kynnst, ekki fengið sálræna
fullnægingu. Allt var yfir-
borðslegt og grunnt: Samtöl-
in, tilfinningarnar, samlífiö.
Hann hafð'i ekki minnsta á-
huga fyrir sjálfi hennar.
Endrum og eins þyrsti hana
ákaflega í eðlilegar spurning-
areins og: — Hvernig líður
þér?
I Hún þreifst ekki undir
þessum kringumstæðum, en
hafði ekki þrek til að slíta sig
lausa. í upphafi vonaði hún,
að með því að lifa á nýjan
leik og öölast nýja reynslu
gæti hún gleymt hinu liðna.
En hið merkilega skeði: Þeg-
ar hún gaf Folke sig —
dreymdi hana sjálfa um Curt.
Hún þekkti Folke engu bet
ur en hann þekkti hana. Hann
ræddi sjaldan um persónuleg
ar aöstæöur sínar, mesta lagi
að' hann kom endrum og eins
með athugasemdir eins og:
— Ég var í hörkugóðu kvöld-
boði i gær, eða: Ég fór í and
skoti skemmtilega skiöaferð.
Það var allt og sumt. Samtöl
, þeirra voru persónulaus. Þeim
gafst aldrei tiléfni til þess að
blanda geöi. Það var eitthvaö
annað, sem tengdi þau saman,
eitthvað drungalegt og þungt,
kæfandi og viðbjóðslegt. En
jafnframt lokkandi og æs-
andi.
Hann jós yfir hana við-
kvæmum orðum, eh þau
höfð'u ekki lengur nein áhrif
á hana. Hann notaði öll feg-
urstu orð tungunnar um hana
til þess a'ö' fróa sjálfan sig.
Hann lét ekki vel aö henni af
þörf fyrir að' gefa henni eitt-
hvað', heldur af því að hann
hafði nautn af því sjálfur.
Hann vildi fá að heyra það,
hve stórkostlegur elskhugi
hann væri. Hann gat spurt
aftur og aftur, hvort hún
Tjpaiið yður hiaup
6 ndlfí margra verzlanai
í WUM
flOT!
Austogtiðeti
WWWðW.V.W.V.’.V.V.W.WAW.mWAWM
Atvinna
Oss vantar nú þegar 1—2 góða menn til starfa
við tryggingasöfnun hér í bænum. t
Starfið er aðallega hugsað sem kvöldvinna. — }
Upplýsingar á skrifstofu vorri.
pr. SAMVINNUTRYGGINGAR }
MMHJTTIEYCB (BOJCMJR
AVWAWlV.VVV.V.V.^SW.V.VAVVAV.V.^VVVWtt
Hef opnað ^
tannlækningastofu
að Skjólbraut 2, Kópavogi. — Viðtalstími kl. 2—.
7 e.h. Sími 11998.
Úlfar Helgason, tannlæknir
■^.^..•r.*.*...*........--.-nHnnr~~rirnnnr n rvinfi—
Eigum á lager:
STEYPUSTYRKTARJÁRN 19 m/m 1
KORK 1V2“ og 2“ \
CEMPEXO ÚTI-STEINMÁLNINGU
SMÍÐATIMBUR j
SAMBAND ÍSL. BYGGINGARFÉLAGA !
Miklubr./Háaleitisvegi. — Sími 36485.
tfVWUWUVVUWi.WUWVVV%AiVWWV%AVWVVUVWVVWVUVH
Laus staða
Staða bókara við birgðavörzlu landssímans er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt XI. flokki
launalaga.
Umsóknir skulu hafa borizt póst og símamála-
stjórninni fyrir 25. nóvember 1959.
Pósf- og símamáíesfjórnin, 22. okt. 1959. * 1
Barnaverndardagurinn
er á morgun. Seld verða merki barnaverndarfé-
lagsins og barnabókin Sólhvörf. Sölubörn komi
í skrifstofu Rauða krossins, Thorvaldsenstræti 6,
Melaskóla, Drafnarborg, Eskihlíðarskóla, Baróns-
borg, ísaksskóla, Grænuborg, Langholtsskóla,
Breiðagerðisskóla, Vogaskóla, Hrafnistu, Laugar-
nesskóla, Digranesskóla, Kársnesskóla.
Foreldrar, leyfið börnum ykkar að selja fyrir
Barnaverndarfélagið. — Sölubörn komið hlýlega
klædd. — Afgreiðsla hefst kl. 9. Góð sölulaun.
Barnaverndarfélagið 1
WA^VVW.V.'.V.V.W.V.VW.'AW.V.V.VAVV^WiWVI
EiginmaSur minn
Pétur Á. Björnsson
Álfaskeiði 45, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði iaugardaginn
24. þ. m.
Athöfnin hefst kl. 2 e. h. að heimili hins látna.
EUnborg Elísdóttir. '