Tíminn - 23.10.1959, Blaðsíða 12
Þögnin var eina skýring-
in á útsvarshneykslunum
ÚtvarpsumræSurnar sönnuðu, að Sjálfstæöis-
flokkurinn getur ekki varið pólitísku útsvars-
fríðindin
Menn hlustuðu með athygli
eftir því í útvarpsumræðunum
á dögunum, hvort ræðumenn
Sjálfstæðisflokksins gætu bor
ið fram nokkra vörn fyrir
hin pólitísku útsvarsfríðindi,
sem nú eru á allra vörum
bænum eftir hinar skýru upp-
lýsingar Tímans um það mál
En svo brá við, að þögnin
var eina skýring íhaldsins. og
með henni játuðu Sjálfstæðis
Hjálp, hjálp, Reykvíkingar, Sís er að taka
verður að fara að líma upp Sís-merki.
mig. Pétur, þú!menn hneyksli sitt.
Gunnar Thoroddsen
var einn
ÓTTAST UM AFDRIF
MÓTORBÁTSINS MAf
ræðumanna, og menn spurðu
sjálfa sig: Hvað skyldi hann nú
segja um 25 þúsundin sín? En
Gunnar þagði um þau. Hins veg-
ar skammaði hann Tímann með
stóryrðum fyrir persónulegt nart
og níð, og það átti að skiljast eitt-
hvað á þessa leið: Það á ekki að
tala um útsvarið mitt, heldur
„stóru málin“. En hlustendur
skildu að eitt slærsta málið er að
þurrka út það pólitíska siðleysi,
sem felst í útsvarsfríðindum borg
arstjórans.
Bjarni Ben. talaði líka. Hvað
segir hann um 20 þúsundin sín?
spurðu menn. En Bjarni þagði —
minntist ekki á útsvar.
Ólafur var næstur, skyldi hann
muna eftir þúsundunum sínum?
Nei, hann gleymdi því alveg.
Jóhann Hafstein reyndi reynd-
ar að svara, en afsakanir hans
voru svo klaufalegar, að Mbl.
sleppti alveg að geta um þær,
þegar það sagði frá ræðunni, og
á þann hátt sagði Bjarni sem svo
við Jóhann: Þér hefði verið betra
að þegja, góði.
Og þögnin talar líka sínu máli
svo að kjósendur skilja.
Rógur og
skammir
Fáir einstaklingar, sem nú eru
í framboði við kosningarnar,
rnunu vera eins hundeltir með
margs konar rógi og skönunum
eins og Daníel bæjarstjóri á
Akranesi. Sennilega er það af
því, að fáa einstaklinga eru
„þríflokkarnir“ eins lnæddir
um að nái tvísýnni kosningu,
lieldur en Daníel. Auk þess vita
þeir að Daníel er afburða dug*
legur og traustur maður, seujj
flestum er þess betur við sem
þeir kynnast honum meira. Fáiír
núlifandi íslendingar eru jafn
líklegir sem Daníel til mikilla
og góðra verka í þarfir almenn-
ings.
Það sannast hér eins og oft>
ast, að:
„lökustu trén það ekki er,
sem ormarnir helzt vilja naga”
Kári •
Ekkeri hefur spurzt til bátsins síðan kl. 2
í fyrradag. — Tveir menn voru á bátnum
Örti um gerfitungl Rússa og
fékk bókmennta
verðlaun Nóbels
Sikileyska ljóðskáldið Salvatore Quasimodo
hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels — Hann
er 58 ára gamall og yrkir um kvöl og fátækt
þjóðar sinnar
Frá fréttaritara Tímans
á Húsavík í gær.
Óttazt er að mótorbáturinn
Maí frá Húsavík hafi farizt
með tveimur mönnum
skammt norðaustur af Tjör-
nesi í gær. Báturinn ætlaði
RJARNI
í útvarpsumræðum mátti
gærkvöldi heyra það á síðari
hluta ræðu Bjarna Ben, að
hann finnur, að íhaldið muni
tapa í þessum kosningum.
Hann finnur að þeir hafa orðið
undir bæði í útvarpi og blaða-
skrifum. íhaldið er svo slegið,
að það er hætt að reyna að
verja sig. Bezt var sú setning
hans, að AUÐSÖFNUN VÆPJ
ÚRELT. Vonandi kennir hann
íhaldinu það siðalögmál. Þá er
forusta hans þó ekki áraugurs-
laus.
GILS
Biðlaði til ALLRA FLOKKA
nema íhaldsins, um atkvæði.
Þaðan tímdi hann ekkert að
taka. Allir sjá hvers þjónusta
hann er. — En barnalegt, að
glopra því út úr sér.
GYLFI
Vill láta þá ríku hætta að
greiða skatta. En hækka allt
vöruverð að sama skapi. Dæmi:
Ríkan mann munar ekkert um
að kaupa í matinn og klæða
fjölskyldu sína, þó dýrt sé. En
fátækur maður hefur alls ekki
efni á því, þegar Gylfi er búinn
að hækka allt vöruverð —
koma bjargráðum sínum á.
Annars héldu flestir, að Gylfi
væri með óráð, a. m. k. voru
flokksmenn hans að vona það.
INGI R.
Var í umræðunum eins og
illa gerð skopmynd af Einari
foringja sínum. — Orðaflaum-
ur og elgur. —
A. B. C.
—. « ... 1 J
að koma að landi kl. 5 í gær,
en ekkert hefur spurzt til
bátsins, þrátt fyrir víðtæka
Ieit.
í fyrrinótt fór mótorbátulrinn
Maí á veiðar frá Húsavík. Kl. 2 í
gær hafði báturinn samband við
land og var hann þá að draga
línu sína skammt norðaustur af
Tjörnesi og gerði ráð fyrir að
koma að landi um kl. 5 þá um
daginn.
Bátar hófu strax leit
Þegar báturinn var ókominn að
landi kl. 7 í gærkveldi og ekk-
ert hafði heyrzt frá honum fóru
bátar frá Húsavík að leita hans.
Fundu þeir nokkurn hluta línu
hans, sem var ódregin, en sáu
engin frekari merki eftir bátinn,
enda mjög dimmt yfir.
Björgunarflugvél frá
Keflavík
í nótt og í allan dag hefur
verið leitað og í morgun kom
björgunarflugvél frá KeflavíktAr-
flugvelli til að aðstoða við leitina.
Gúmbjörgunarbátur
Gúmtyörgunarbátur var um
borð í Maí og er ekki talið von-
laust, að mennirnir hafi komizt
í gúmmíbátinn og verður leitinni
haldið áfram. (Framh. á 11. síðu)
Grár grikkur við
stóra bróður
Það þykir mönmim grátt gam
an hjá Eggert Jónssyni bæjar-
stjóra í Keflavík, að vera að
hæðast að Gunnari stóra bróður
Thoroddsen í Reykjavík, með
því að malbika 800 metra af
götum Keflavíkur á einum degi
með stórvirkum tækjum, með-
an Gunnar fer hænufetið og
varla það, með gamla tjörupott
inn sinn á götuin Reykjavíkur.
Þurfti maðurinn endilega að
vera að minna Reykvíkinga á
vesaidóm Gunnars einmitt núna?
Mátti þetta ekki bíða þangað til
í næstu viku?
Annars er þetta myndarlegt
framtak af Keflvíkingum, og
annar stóri áfanginn í þessu
máli. Verkið hóf Valtýr Guðjóns
son, fyrrverandi bæjarstjóri í
Keflavik fyrir nokkru, og er vel
að áfrarn skuli lialdið því verki,
sem liafið var af slíkum stór-
hug.
NTB—Stokkhólmi 22. okt.
í dag úthlutaði sænska aka-
demían bókmenntaverðlaun-
Rússar kaupa
meira af freðfiski
Samkvæmt upplýsingum Pjotr
Kugujénko, fréttaritara Tass á ís
landi, hefur Prodin'torg, stofnun
sú, sem annast fiskkaup til Rúss-
lands, ákveðið að kaupa frá ís-
landi tvö þúsund og átta hundruð
smálestir af freðfiski, til viðbótar
þeim tuttugu og sex þúsund smá-
lestum, sem áðuv hafði verið á-
kveðið að kaupa á árinu 1959.
um Nóbels. Að þessu sinni
hlaut ítalska Ijóðskáldið Salva
tore Quasimodo verðlaunin.
Quasimodo er 58 ára, fæddur
í Syracusu á Sikiley og í Ijóð-
um hans er sterkur svipur
átthaganna. Stjarna Quasi-
modo tók að hækka eftir enda
lok fasismans á Ítalíu. Qusi-
modo þykir róttækur í skoð-
unum og Ijóð hans fjalla eink
um um kvöl og fátækt ítölsku
þjóðarinnar.
Vittorio Quasimodo hefur einn
ig ort mikið um bernsku sína og
athvarf í átíhögunum og þykja
ljóð hans bera
sterkan keim af
grísku og róm-
versku stórskáld-
unum. — Quasim
odo hóf í fyrstu
nám í verkfræði,
en hvarf bráðlega
frá því og tók að
nem,, klass,sk
mál. Fyrsta ijóða
bók hans vakti
þegar mikla athygli og voru menn
sammála um það, að þav væri stór
skáld á ferð. Skáldhyggð Quasim-
odo er hert í baráttu gegn fas-
ismanum og ljóð hans eru róttæk
að efni, og yrkisefni sótt í líf al-
þýðufólks á Ítalíu.
Quasimodo er talinn hlynntur
(Framhald á 11. síðu)
Ein fylking gegn íhaldinu X B
•fe Kosningarnar í vor urðu algert einvígi milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. Þetta viðurkenndu blöð flokkanna berum orðum eftir kosningarnar.
í því einvígi vann Framsóknarflokkurinn einstæðan sigur og varð stærri en Al-
þýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið til samans.
Þá urðu straumhvörf í íslenzkum stjórnmálum. íhaldið eignaðist einn sterkan and-
stöðuflokk, er aðeins vantar herzlumuninn til ess að geta reist öflugar skorður við
yfirgangi þess og valdasókn.
■& Þetta einvígi heldur áfram. Frjálslyndir íhaldsandstæðingar sjá, að takmarkið blasir
við og nú er rétti tíminn til að herða sóknina og ná því, en láta ekki undan síga.
í þessum kosningum munu þeir stíga feti framar í stuðningi við Framsóknarflokk-
inn, sem einn getur nú orðið nógu sterk fylking gegn íhaldinu.
Munið fund B-Iistans í Framsóknarhúsinu í kvöld