Tíminn - 25.10.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.10.1959, Blaðsíða 3
T f M IN N , sunuudaginn 25. október 1959. 3 Uppvíst um svindl í frægum getrauna- þáttum í sjónvarpi í Bandaríkjunum Orson Welles var boftin þátttaka í svindlinu, en hann neitaði og hefur sagt frá öílu saman — Fyrir þrem mánuðum síð- an sagði saksóknarinn í New York, Frank S. Hogan fyrir rétti á Manhattan: „Við höfum afhjúpað stórkostlegt svindil- brask; spurningaþætti sjón- varpsins." — Aíhjúpun sak- sóknarans hleypti af stað stórri skriðu og sú skriða hef- ur ekki stöðvazt enn. Dómar- inn neitaði að leg'gja málið fvrir kviðdóm, en hann ákvað að leggja það fyrir þingnefnd. Yfirheyrslur þingnefndarinnar hafa nú istaðið yfir í nokkrar vik- ur og hefur komið í Ijós, að þátt takendur í „Twenty One“, „Dotto“ „Tic Tac Dough“ og fleiri vinsæl um getraunaþáttum hafa fengið ag vita svörin við spurningunum fyrirfram. Herbert Stempel, sem leiddur var sem vitni, bar það meðal annars, að fyrirsvarsmenn spurningaþáttanna hefðu sagt hon mæta fyrir nefndinni og hefði að- um hvernig og hvenær hann ætti eins farið í viku ferðalag „til að „Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því,“,sagði erindreki spurninga þáttarins. „Þú munt geta svarað öllu, sem við spyrjum þig. Ég skal ábyrgjast að þú heldur áfram í 7—12 vikur og ég ábyrgist þér einnig 150.000 dollara. Gerðu þér Ijóst, hvílík auglýsing þetta verð- ur fyrir þig. Þú verður á forsíðum allra amerískra blaða í sjö vikur. Þessu tækifæri geturðu ekki sleppt“. Hvað meinarðu? Orson Welles sagði á blaðamanna fundinum: „Ég spurði hann, hvað hann ætti vig með því að ég gæti ekki tapað. Ef ég væri spurður einhvers í sambandi við baseball, myndi ég strax standa á gati. Kannske gæti ég svarað einni spurningu en ekki fjórum í röð“. „Þú skilur okkur ekki“, svaraði sjónvarpsmaðurinn. „Sjáðu til. '• Við höfum próf áður og þar sjáum við hvaða spurningu þú getur svarað og hverjum ekki.“ | — Nú fór ég að skilja, hvar hund ! urinn lá grafinn. Orson Welles sagði á blaðamannafundinum að . umboðsmenn hans hefðu ráðlagt ■ sér að taka tilboðinu, en hann | hefði neitað. Hann gæti ekki hugs að sér að taka þátt í slíku svindli, þegar hann væri viss með að vinna. r ,oB,.cu .s <w9» \ mf ' , FerCaW_ ^hvai < W a'Haí (tfl Í>í n'jrve^,rl»n «1» J \om» ' v -,r haía nv‘»r 'H Orson Welles að gefast upp fyrir mótkeppanda sínum, Charles van Doren. Van Doren hvarf Þegar hafa átti upp á Charles van Doren, sem er enskukennari við Columbia University og unnið hefur hæstar fjárfúlgur allra get- raunaþátttakenda, fannst hann hvergi. Þingnefndin beið í tvo daga og gaf síðan út stefnu á hann. En það var engu líkara en jörðin hefði gleypt Van Doren. í síðastliðinni viku kom Van Doren fram í dagsljósið. Sagðist hann ekki hafa fengið stefnuna, un til að lenda í sömu klípu og en hefði ekkert á móti því að hann. hugsa“. Orson Welles sagði nei Hinn þekkti leikari Orson Well es kom fram í París með upplýs- ingar i málinu. Á blaðamannafundi skýrði hann frá því, að sjónvarpsagent hefði komið lil sín í New York og hefði viljað fá sig í spurningaþátt. Orson Welles sagðist hafa svarað tilboðinu neitandi. Ég var nýbúinn að sjá, hvernig fór fyrir aumingja Randolph Churchill og ég hafði enga löng Þessar upplýsingar Orson Well- es hafa vakið mikla athygli. Þing nefndin hefur ekki enn lokið yfir heyrslum sínum, en hefur gert hlé á störfum sínum. Hún mun hefja störf sín að nýju 2. nóv. Grímur og fólk Charles Van Doren Sameinar krafta lögregl- unnar í 60 þjóðlöndum Dag nokkurn steig vel- klæddur herramaður með ferðatöskur upp í flugvél í flugstöð í New York. Banda- ríska vegabréfið hans var út- gefið til David Waiton og hann var svikari af fyrstu gráðu. í lengri tíma hafði hann lifað í vellystingum praktuglega á því að selja vörur, sem hvergi voru til. í stuttu máli sagt tilheyrði hann nýjum hrað- vaxandi hóp aiþjóðlegra stór- svikara, sem undir mörgum nöfnum og útbúnir fölskum heimildarbréfum ferðast um heiminn. Furðu lostinn Þeir eru miklir klækjarefir á fjármálasviðinu og þegar lögregl- unni er gert aðvart, er fuglinn floginn. í þetía sinn heimsótti Mr. Walt on á stuttum tíma London, París, Wiesbaden, Tel Aviv og Beiruf. Hann sagðist ýmist vera Banda- ríkjamaðurinn Walton, Belginn Dubois og Argentínuinaðurinn Rojás, og seldi alla skapaða hluti, allt frá hrágúmmí til verksmiðju véla til trúgjarnra heildsala, sem borguðu fyrirfram. Að lokum átti hann aðeins eftir að heimsækja Bombay, áður en hann sneri til Bandaríkjanna. Reynslan sagði honum, ag lög- reglan í hinum ýmsu löndum á hinni 13.000 kílómetra löngu leið hans, myndi ekki komast að því að Walton, Dubois og Rojas væru einn og sami maðurinn, áður en hann hyrfi af yfirborði jarðar. — Þess vegna varð Walton furðu lost inn, er rannsóknarlögreglumaður tók á móti honum á flugvellinum í Bombay og handtók hann. Interpol Þama var Interpol að verki, hin alþjóðlega lögregla. Interpol sam einar í dag krafta lögreglunnar í 60 löndum um allar jarðir að löndum kommúnista undanskild- um. Þjófar, myntfalsarar, eiturlyfja smyglarar og morðingjar ganga í net hennar og margir eru fangað- ir þúsundir km. frá þeim stað, sem þeir frömdu verknaðinn. Aðalstöðvar Intelpol eru í París. Það er aðeins lítið og óásjálegt •skilti á hurðinni í Rue Paul Valéry 37b, en bak við hana er heimsins merkasta lögreglustöð. I Starfslið, sem er skipað 40 reyndum lögreglumönnum, þar á meðal sérfræðingum í sérhverj- um glæpaflokki. Þeir vinna undir stjórn Marcel Sivot, sein hefur lengi starfað í Sureté National í Frakklandi. Allar handtökur og rannsóknir framkvæmir lögregla viðkomandi landa, sem stendur í sambandi við Interpol. Fingraför og myndir í aðalstöðvum Interpol eru geymd fingraför og myndir af yfir 100.000 alþjóðlegum lögbrjótum. Nafn glæpamannsins og hans ýmsu fölsku nöfnum, ásamt fæð- ingarstað og ítarleg lýsing á að- ferðum hans og hegðun, er skráð í skýrslur. Mál Bandaríkjamannsins Walt- on er táknrænt um starfsaðferðir lögreglunnar. Fyrstu upplýsingar frá London, París, Wiesbaden og Tel Aviv, íóku af allan vafa um að Walton, Dubois og Rojas hlytu ag vera einn og sami maðurinn. Hins vegar voru hvorki til af hon um myndir né fingraför. Viss sér- kenni Waltons og gamalt ein- glirni sem hann bar, minnti hins vegar á annan alþjóðlegan svikara er Interpol kannaðist við. Spjald- skráin sýndi að Walton gæti verið eitthýað í ætt við Ungverja, sem hét Vezy. Fyrirspurn til Washington stað- festi gruninn. Vezy hafði flutt til Bandaríkjanna, hafði öðlast borg- araréttindi og hafði tekið sér nafn ið Walton. Senditæki aðalstöðvanna sendi strax tilkynningu til allra deilda Interpol í heiminum með ná- kvæmri lýsingu á Vezy—Walton— Duböis—Rojas, ásamt fingraförum hans. Myndir voru sendar með flug pósti. Walton var handtekinn í Bombay. En ef hann hefði ekki verið góm aður þar, hefði hann áreiðanlega verið handtekinn í Ncw York. — Robert Jackson frá Scotland Yord, Toji Nakagawa, Henri Castaing frá Frakklandi og Charles Sira- gusa frá Bandaríkjunum, F. von Magius frá Danmörku, Agosinho Lourenco frá Portúgal og fleiri af leiðandi mönnum löggæzlu um allan heim hafa kynnzt á hinum (Framhald á 4. síðu). Endurminningar að nýju Árið 1940 gaf ieikarinn Poul Reumert út endurminn- ingar sínar og nefndi þá bók „Grímur og fólk". Endurminn ingarnar völctu mikla athygli í Danmörku, og nú fyrir skemmstu hefur Gyldendal sent þær á markaðinn í nýrri útgáfu. Bókin er prýdd fjölda mynda og greinir frá hlutverkum höfund ar á leiksviðinu, allt frá 1902 til þessa árs. Gera má ráð fyrir að hinum mörgu aðdáendum Reum- erts hér á landi þyki akkur í þess ari bók. Á konunglegan hátt •Reumert hefur endurskoðað og bætt vifj bókina; hann hefur kast að gerfi leikarans og tekizt hlu- verk rithöfundarins á hendur, og ekki verður annað séð en ham- skiptin hafi tekizt með prýði. — Hann fjallar um efnið af miklum kunnugleik og virðingu fyrir leik- listinni eins og vænta má af fag- manni í þeirri grein. Annars þykir Reumert ekkert smásmugulegur í ritmennsku sinni og segja danskir, að hann mæli á konunglegan hátt um konunglega list. Pau! Peumerfs kosnnar út | „Griðastaður" I Leiksviðið var köllun Reumerts og hann er því bær að tala um j það og daka munninn fullan. — i „Leiksviðið er griðarstaðuf,“ seg- ir hann, „þar sem viðleitni og ’amstur hversdagsleikans fær.ekki i aðgang og drag skó þína af fótum þér“. Það er virðingin fyrir list- ■ inni og formgáfa leikarans, sem | setur svip á ritverk leikhússmanns ins. Reumert hefur sjálfur gert teikningar af þeim gerfum, sem hann sjálfur hefur ætlað að bregða sér í í hlutverkum sínum. Myndir af þessum teikningum höfundar- ins prýða bókina og má af þeim draga þá ályktun, að hann standi all framarlega á sviði dráttlistar og málverks. Skapgerð persón- anna er framdregin í andlits- myndirnar á eftirtektarverðan hátt. Heimur sem var Reumert hefur í hartnær fimm- tíu ár verið stóra númerið í ieik- listarlífi Dana, en þar er nú uppi á teningnum sú kreppa, sem sjón varp og kvikmyndir innieiða í heim leikarans. Reumert hefur á ferli sínum aldrei þurft að líða fyrir tæknina eins og eftirkomend ur hans í listinni munu gera í framtíðinni. Hans afrek tilheyra heimi sem var, ótrufluðum af gjörningum nútímans. Paul Reumert, sem Hermann von Bremen í „Pólitíska leirkerasmiðnum" Teikning eftir hann sjálfan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.