Tíminn - 31.10.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.10.1959, Blaðsíða 5
Sigurvin Einarsson, alþingismaður, varð sextugur í gær. Hann er fæddur 30. okt. 1899 að Stakkadal í Rauðasandshreppi, sonur Elínar Ólafsdóttur og Einars Sigfreðssonar bónda þar. Sigurvin stundaði nám í Samvinnuskólanum og er nú formaður nýlega stofnaðs nemendasambands Samvinnuskólans. Síðar lauk Sigur- vin kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands og var skólastjóri barnaskóla Ólafsvíkur um árabil. Árið 1936 fór Sigurvin til framhaldsnáms á Norðurlöndum. Síðar fluttist Sigurvin til Reykjavíkur og var kennari við barnaskóla Reykjavíkur í 11 ár. Xlann var meðal stofnenda Dósaverksmiðjunnar og liefur verið framkvæmdastjóri hennar síðan 1946. Sigurvin átti sæti í milli- Jjinganefnd um launamál kennara 1942—43 og í fleiri slíkum nefndum hefur hann átt sæti. Sigurvin hefur tekið mikinn þátt í starfi Framsóknarflokksins um langt árabil og átt sæti í mið- stjórn flokksins. Hann var kjörinn þingmaður Barðstrendinga 1956 og er nú þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Sigurvin er kvæntur Jörínu Jónsdóttur frá Blöndholti í Kjós. Sigurvin er vinsæll máður og vinmargur, traustur og fylginn sér að hverju rnáli, sem liann vinnur, svo að því er jafnan vel borgið í höndum hans, enda nýtur hann óskoraðs trausts. ! Hann andaðíst á ísafirði 19. þ.m. og var þar til moldar borinn 9. s.m. Hann var í hópi hinna aðsópsmestu dugnaðarmanna síns tíma, og á skilið að um hann sé rækilega ritað, sem mun líka síðar gert, þótt hér sé hans aðeins getið með örfáum orðum. i Jóhann er fæddur að Hofi í Svarfaðardal 28. apríl 1877. For- ■eldrar hans voru 'hjónin Guðrún Jónsdóttir, Halldórssonar frá Ilofsá, og Jón Þorvaldsson frá Krossum. Var Jóhann því af traustu og góðu bergi brotinn. Þau Jón og Guðrún áttu mörg börn, sem reynst hafa mikið at- gerfisfólk. Þau voru bláfátæk, svo að börnin þurftu snemma að vinna fyrir sér. Og um Jóhann er óhætt að segja, að hann kom snemma til starfa og var þó ekki heilsu hraustur í bernsku. En harkan og hamslaus viljaorka til starfs og sjáifsbjargar kom snemma í ljós og gaf engin grið. Hann fór korn- ungur á sjóinn m.a. í hák'arlaleg- ur með gildum görpum sem ekki létu sér allt blöskra, en höfðu þó orð á því, svo að það barst manna ! á milli og var á loft haldið, að drengurinn frá Hofi ætti 'þá dirfsku og þann dug og kairK- .mannskjark, að undrun isætti. Og ! því var þá líka spáð um þennan ungling, að hér væri í uppvexti mikil'l atorkumaður. Og það reynd ist sannspá. Enda litu jafnaldrarn ir upp til hans og þótti sem hann myndi þeim öllum athafnasamari og meiri, því að Jóhann brauzt HOLLENZKA ÍRSKA ENSKA FRANSKA SPÆNSKA ÍTALSKA PORTUGALSKA RÚSSNESKA PÓLSKA TÉKKNESKA SÆNSKA NORSKA FINNSKA ÍSLENZKA AFRÍSKA Vilji'ð þér læra erlend tungumál á 1. auSveldan 2. skemmtitegan 3. ódýran hátt? Þá skuluS þér kynna yður LINGAPHONE NÁMSKEIÐIN (Plötur og bækur) því Linguaphone hefur alla þessa kosti. Komið — Skrifio — Hringið Hijóðfærahús Reykjavíknr hf Bankastræti 7 Póstsendum Sími 13656 ESPERANTO PERSNESKA HINDUSTANI ARABISKA KÍNVERSKA HEBRESKA GRÍSKA EFIR HA'JSA MALAY JAPANSKA BENGALI SWAHILI LUGANDA irtwwwwntniiiniaiiuniinnnnniiiiiiimnniewiiiiinfcwiiiiiiiwiminninn áfram af miklum krafti og lét enga telja úr .sér kjark og áræði. Hann varð snemma formaður á fiskibát, þótti harðfengur sjómað ur, heppinn afiamaður og hygginn í háttum og starfi. Þótti sumum ekki einleikið hve veðurglöggur hann reyndist, þótt annars væri hann djarfur í sókn og færi sínar ; leiðir óhikað. Vakti hann því þeg ! ar mikla eftirtekt hinna eldri og reyndari formanna, og þótti sem fáir í heimasveit hans jöfnuðust á við hann um sjósókn og afla- brögð, ef það væri þá nokkur. Á þeirri tíð var sjósókn ekki stunduð að neinu ráði á ánabátum við Eyjafjörð, nema haust og vor, því að fiskur 'gekk jafnan seint á grunnmið á vorin og var horf- inn þaðan að kalla á jólaföstu eða fyrr. En hákarla- og hand- færaveiðar stundaðar á skútum hófust ekki fyrr en snemma á vor- in og reyndust stundum ærið mis brestasamar. Þó var þar eina fram tíðarvonin fyrir þá, sem ekki gátu 'unað hinum langa dauða tíma milli hinna venjulegu vertíða en ætluðu sér að leita fjár o.g frama í ríki Ægis konungs. Þeir undu ekki heima og var Jóhann einn í þeim fámenna hópi. Um 25 ára aldur mun hann hafa hugsað sér að læra sjómanna fræði og gerast .skipstjóri En <at- hafnaþráin isér hann ekki í friði. Ilann heyrir af miklum afla í Bolungavík. og áður en varir er hann þangað kominn, gerist þar sjómaður og formaður á fiskibát og fær brátt á sig það orð, að vera ein hin djarfasta og dug- mesta aflaklóin í þeirri miklu og ■fengsælu veiðistöð, og var þó ekki heiglum hent að etja kappi við þá garpa er fyrir voru og öllum hnút urn voru kunnugir. Og slíkt orð fór einnig bráðlega af Þorsteini bróður hans, er bann kom þangað. Og r,ú voru þeir kallaðir Eyfirðing ar, og það nafn tóku þeir þá upp og hafa haldið því síðan. En Þor steinn gerðist aðsópsmikill skip- ■stjóri og 'aflamaður á Vestfjörðum ■um langt skeið. í Bolungavík varð Jóhann Ey- firðir.gur brátt hinn mesti a1b hafnamaður, ísótti sjó af miklu ■kappi, átti skip og gerði út, og stundaði j’afnframt kaupsýslu, og allt af hinum mesta dugnaði. Og e£ afli brást þar eitthvert vorið, sem stundum vildi verða, þá gat Jó- hann haft það til að flytja sig til með menn og báta, og moka fiski á land annars staðar. Slík við- brögð þóttu bera ráðsnilli hans og dug hið skemmtilegasta vitni. „Og allt var jafnan á fleygiferð í kringum hann“, mælti einn sam tímamaður Jóhanns, er hann. minntist þessara ára. —- í Bolunga vik 'gegndi hann einnvg ýmsum trúnaða'rstörfum fyrir '.hreppinn. Árið 1917 flutti Jóhann sig bú- ferlum til ísafjarðar og átti þar síðan heima til dauðadags. Þar gerðist hann brátt athafnasamur. Sjálfur hætti hann nú sjósókn, var raunar að mestu hættur áður, en rak útgerð og keypti og verk aði síld og þorsk, ýmist einn og á eigin spýtur, eða í félagi við aðra, og var ekki alltaf smátækur, lagði .sig allan fram og fór oft hamförum þegar milclu skyldi a.f kasta. Var Jóhann þá oft í ógleym. anlegum ákafaham o,g varla ein- hamur ef hann gekk að verki. Því að bæði vildi hann verkin fram og að áhættan í kaupum og sölum heppnaðist, sem oft er und ir hæl lagt, og svo var honum líka í blóð borin sú löngun að allir viðskiptavinir hefðu sem lallra bezt af öMum viðskiptum við hann. Því að öllum vildi hann veí og öllum hjálpa. Og raunbetri mað ur og hj'artahlýrri var vandfund- ' inn. Og það fór þá heldur ekki dult, að Jóhann Eyfirðingur átti traust manna og velvild í ríkum mæli og mörgum þótti gott til I hans að leita, og honum ávallt hin mesta ánægja að leysa vand- 'ræði annarra. Enda mátti segja, að hann væri sífellt á þönum við 1 úrlausn ótal verkeína vina isinna og viðskiptamanna, meðan heils an entist, og raunar lengur. | Af athafnalífi Jóhanns J. Eyfirð ings á ísafirði er mikil saga er ' síðar mun án efa skráð. Og sjálf I (Framhald á 8. siðu). í valinn fallinn i\m :,if M HMIV í IMI N N,- laugardaginn 31. október 1959. Sexfugur í gær: aljDÍngismaður imiimiiiiiitMiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiMiiiiiimiiiiiiiiiiniiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirl Myndarlegur systrabúskapur Þetfa eru Einarsstaðir í Reyk- hóiasveit á Barðaströnd. Þar búa þrjár systur: Ólina, Vigdís og Guð rún Magnúsardætur. Þær hafa bú- ið einar á Einarsstöðum síðan 1937 að móðir þeirra lézt. Bústofn þeirra systra er 160 kindur, 4 kýr auk kálfa og 2 hesfar. íbúðarhús- ; ið að Kinnarstöðum er reist 1955, stórt og vandað eins og myndin j ber með sér. 1959 komu systurnar upp raf- j stöð, en fjárhús reistu þær 1953. Þar er aiit með nútíma sniði, | meira að segja rer.nandi vatn í | fjárhúsunum, ert það mun heyra j til undantekninga. Að búrekstrin- um vinna svsfurnar einar á sumr- um, og þurfa enga hjálp íil. Hafa aðeins tekið menn tii að vinna að byggingunum, en starfað við þær sjálfar jöfnum höndum. 12 vikur vetrar er Ólina að heiman við farkennslu í Geiradalj en systur hennar taka vefrarmann, meðan Óiína er að heiman. Þær selja ferðamönnum næturgreiða ; og tóku raunar á móti fiestum, : sem leifuðu gistingar á þessari ; leið, áður en hóteisð í Bjarka- ; lundi var sett á stofn. Bú þeirra i er talið eift hið myndarlegasta í i sveitinni. k miiiiiimiiiMiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniu»Miniim»iMiiiiiiiiiiiMiiMiiiMiiiiiMMiiiiMiiiiii!iiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniiiiiiniiiinin Jóhann J. Eyfirðingur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.