Tíminn - 31.10.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.10.1959, Blaðsíða 9
CfHXMN, laugarðagmn 31. október 1959. 0 Lesið Sovézk tímarit Við útvegum eftirtalin tímarit frá Sovétríkjunum: SOVIET UNION, myndarit á ensku og þýzku. Árg. kr. 44,00. CULTURE AND LIFE, myndskreytt, á ensku og þýzku. Árg. kr. 44,00. INTERNATIONAL AFFAIRS, á ensku. Árg. kr. 61,60. SOVIET WOMAN, myndskreytt, á ensku og þýzku. Árg. kr. 44,00. NEW TIMES, myndskreytt, á ensku, þýzku og sænsku. Árg. kr. 61,60. MOSCOW NEWS, fréttablað á ensku. Árg. kr. 52,80. SOVIET LITERATURE, myndskreytt bókmennta- tímarit, á ensku og þýzku. Árg. kr. 55,00. SOVIET FILM, kvikmyndatímarit, á ensku og þýzku. Árg. kr. 66,00. Tímaritin verða send beint til áskrifenda. Gerizt áskrifendur! Sendið greinilegt heimilisfang, ásamt áskriftargjaldi, er greiðist við pöntun, til: ISTORG H.F. Pósthólf 444, Reykjavík. VANTAR STÚLKU til innheimtustarfa. Vátryggingarskrifsiofa Sigfúsar Sighvatssonar Lækjargötu 2. l^.’Í^VVV.V.V.V.V.'.V.V.VAV.V.V.W.VW.V™ PERUR smáar og stórar. Framleiðsla okkar byggist á margra ára reynslu og hag- nýtri þekkingu. Framleiðsla okkar mun geta gert yður ánægðan. Vie B E R II íl E R GIUHlflmPEII 'UJERBJ m: Berlin O 17, Warsháuer Platz 9/10, Telegramm: Glúhlampen-Werk, Berlin. Deutsche Demokratische Republik Einkaumboðsmenn: EDDA H.F. — Póst.hólf'906, Reykjavík tuujtnuntmnnnnnjnnnutnuuuumutnnuujur w Innilegar þakkir til allra er glöddu mig á 85. af- mælisdeginum mínum 25. október með skeytum, gjöfum og heimsóknum. Guð blessi ykkur öll. Anna Stefánsdóttir, Digranesvegi 71. Málverk og teikmngar frá íslandi og Færeyjum f>ýzki málarinn og fornleifafræð ingurinn Haye-Walter Hansen, sem er fæddur í Hamborg og býr í Cuxhaven, kom hingað til Reykjavíkur frá Færeyjum um miðjan september, og er það í fjórða sinn, sem hann er hér á ferð. í Þýzkalandi hefur hann haldið fjölda fyrirlestra um ís- land og haldið sýningar á mynd- um sínum, þeim er hann hefur gert hér, t.d. í Cuxhaven, Brem- erhaven, Hannover, Schleswig, Rendsburg, Lubeck, Husum, Heide, Meldorf í Schleswig-Hol- stein og á „íslandsvikunni“ í Er- langen. A þriðiu Islandsferð sinni tók hann rúmlega 300 litmyndir, og hefur því haft úr nógu að velja, er hann sýndi mvndir í sambandi við fjölsótta fyrirlestra sína um „ísland, land og þjóð“. — Minna má á það hér, að Haye-Walter Hansen hafur arfleftt íslenzka ríkið að nokkrum hluta olíumál- verka sinna sem vott þakklætis fyrir alla þá gestrisni, sem hann telur sig hafa mætt hér. — Han- sen hefur einnig ritað bók um „ísland, land elds og ísa“, og kemur hún út á þýzku innan tíð- ar. Hún er 200 blaðsíður og prýdd hans eigin teikningum frá ís- landsferðum hans. Þessar frum- teikningar eru nú sýndar ásamt nýjum teikni-ngum og olíumálverk um frá Færeyjum á sýningu í sýningarsal Ásmundar Sveinsson- ar að Freyjugötu 41, og stendur sýningin frá 23. okt. til 1. nóv. Hún er opin daglega frá kl. 17— 22, nema á iaugardögum og sunnu dögum frá kl. 14—22. Þetta eru engar „abstrakt“-teikningar, því að með þeim væri ekki hægt að myndskreyta neina bók um ís- (land, heldur eru þetta eðlilegar f myndir af íslenzku landslagi og íbúum landsins, t.d. mætti nefna : myndir af forseta fslands, hr. Ás- geiri Ásgeirssyni, próf. Matthíasi ' Þórðarsyni, próf. Sigurði Nordal, ! Einaíri Jónssyni, Pálli ísólfssyni, Ólafi Túbals o.fl. íslenzkt lands- lag og íslenzkt fólk verða ekki máluð „abstrakt". Áhorfandinn vill geta þekkt Öræfajökul, Heklu, Gullfoss eða kunnan íslending á ■ myndum þeim, er hann hefur fyr- 1 ir sér. Mannshöfuð er ekki hægt að afskræma á mynd og sýna sem einhverja ófreskju, sem hafi VW,V.^W.V.V.V.V.7S%\\V,V.W.*,V,V.SW.V.V.\Wi I Tilkynning frá Verkstjórasambandi íslands: Ef næg þátttaka fæst verður námskeið fyrir verk stjóra og tilvonandi verkstjóra, sett í Reykjavík fimmtudaginn 5. nóvember n.k. og mun standa yfir um það bil einn mánuð. Kennt verður: Vinnusálfræði Verkstjórn og mannþekking Vinnuöryggi og örvggisreglur Hreinlæti og heilsuvernd á vinnustað Vinnubókhald Hjálp í viðlögum og margt fleira Allar frekari upplýsingar um námskeiðið gefur Adoif Petersen í síma 34644, Reykjavík, sem jafnframt tekur á móti umsóknum væntanlegra þátttakenda. Fraeðsluráð Verkstjórasambands Islands WVWAVV.V.V.W.V.V.V.V.'.V.V.W.V.VAW.V.'.V.W. annað augað á enninu og hitt til dæmis niður á kinn. Málarinn getur ekki heldur farið þannig með mannshöfuð, að hann láti eyrun annað hvort hanga niður á hálsi eða tylli þeim ofan á höf- uðið. Ef til vill getur Pieasso málað þannig, en slíks óska ekki þeir, sem biðja um teikningu eða málverk af sér. Þeir vilja, að sjálfir þeir og svo vinir þeirra megi hafa ánægju af myndunum. Hansen getur gert mannamyndir, það sýna teikningar hans á sýn- ingunni og þær sýna einnig, að hann hefur iært að teikna. Það er skilyrði þess, að listaverk verði skapað. Af gulum, bláum, grænum og rauðum þríhyrningum má ef til vill gera veggfóður- „munstur“, en annað ekki. Hansen, sem lærði við Listahá- skólann í Ilamborg hjá hinum þekkta málara, próf. Wohlers, dvaldist í júlí og ágúst í Færeyj- um og málaði þar og teiknaði. Verk hans, sem gefa góða hug- mynd um þess'ar einkennilegu eyjar, húsakost þeirra og íbúa, sýna hina íögru þjóðbúninga fær- eyskra kvenna og einnig gömiu bóndabæina, bæði að utan og inn- an. Myndir frá (nyrztu?) eyjunum Kuney, Kallsey, Bordey, en einnig frá Straumey, Vágey, Sandey og Mykines sýna vel, að málarinn karn að velja sér fyrir- ^ myndir. ATH. i Málverkasýning í sýningarsaln- um Freyjugetu 41, 23. október — 1. nóvember 1959. Opin frá kl. 17,00 til 22,00. Um helgar frá iL 14,00 til kl. 22,00. .... epsrið y*ur hia.up 6 z&ilii œaxgra veralanaí «öt ÁWIUM OfWI! -Austuxstræti AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.