Tíminn - 31.10.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1959, Blaðsíða 7
IÍMXN'N,- laugardagiim 31. október 1959. * I v, Þess var getið hér í blaðinu um daginn, að undirritaður hafi haft orð á því, er forn- leifafundmn á Rauðamel bar í tal, að ef til vill kynnu mun- ir þessir að standa í einhverju sambandi við sögu Odds Sig- urðssonar lögmanns. Út af þessu, og að gefnu öðru til- efni nýrra, er rétt að taka það fram strax, að ég átti ekki við, að pottarnir væru úr eigu lógmannsins sjálfs, heldur miklu frekar móður lians á Rauðamel, Sigríðar Hákonardottur frá Bræðra- tungu, og þá líklegast úr bú- skap hennar á Staðarstað, eða jafnve! (hugsanlega) úr búi móður hennar, Helgu matrónu í Bræðratungu, þeirr ar sem almenningur kannast bezt við úr sögu Ragnheiðar og Daða. Einnig urðu nafna- víxl í frásögn blaðsins, því það var Jóhann Gottrúp sýslu- maður og óþjóðalýður hans, sem harðast gekk fram 1 að- förum og eignaupptektum gegn lögmanni og þeim mæðg inum, en ekki Gottrúp lög- maður norðan og vestan. Það fer annar-3 -ekki hjá því, að fundur eirkatlanna á Rauðamel verði talinn einn sérkennilegasti og merkilegasti fornleifa fundur hér á landi nú síðustu árin, meðal annars og sérstaklega vegna þeirr- ar æfintýrabiöndnu leyndar, sem er og æ verður urn gripi þessa, uppruna þeirra, og aðdraganda þess, að þeir voru þarna niður ikomnir. Ríkisútvarpið lét svo um mæl-t ,að sennilega yrði þess langt að biða, að sú gáta yrði ráðin, og tnimu það trúlega orð að sönnu. i Ég hef ekki séð gripi þessa, en mér er sagt, að á þeim séu engin auðkenni eða annað, sem gefi til kynna hvaðan eða úr hvers eigu þeir séu, en þjóðminjavörður tel- ur þá munu vera útlenda að upp- i'una, og um 300 ára gamla, en geti þó skeikað nokkru í báðar áttir. Tvennu virðist mega slá nokk- urn veginn föstu i þessu sam- bandi: 1. Katlarnir hafa sennilega ver- ið allmjög verðmætir á þeim tíma, og af stærð þeirra og fjölda virðist því mega ráða, að þeir hafi, — upphaflega a.m.k. —, tilheyrt hefðarbýli eða höfðingjasetri, og þess vegna að líkindum einhverju meiri háttar fólki þeirra ffana, og væntanlega notaðir við fram- reiðslu. í istórveizlum. Hér við athugast, að á Rauða- mel, 'hvorki Syðri né Ytri, hafa mér vitanlega ekki verið stórbýli í þeirri merking síðustu aldir, enda þótt þar hafi jafnan verið velbúandi fóik og merkisfólk. Á Syðri Rauðamel bjó hins vegar hefðarkonan Sigríður Hákonar- dóttir í ekkjudómi sínum, um og Upp úr aldamótunum 1700, og átti !hún einnig, ásaml syni sínum Oddi lögmanni, jörðina Ytri Rauðamel (þar sem pottarnir fundust), og bjó þar að nokkrum hluta. 2. Það er og nokkurn veginn víst, að pottarnir hafa verið fald- ir eða þeim vlljandi leynt þarna í hraungjótu, en síðan ekki vitjað aftur eða ekki fundizt. Hér lægi e.t.v. beinast við að álykta, að þe:m hai'i verið stolið og síðan leynt þarna sem þýfi. Kkki sýni-t mér það samt alls- kostar tr'úlá* skýr'ng, bæði vegna þess, að erf'tt hefur verið að koma við þjófnaði á slíkum hlutum, og þeim mun erfiðara. fyrir þjófinn, að færa sér þýfið í nyt eða gera sér eitthvað úr því, þar sem mjög var hæit við að það hefði fljótlega þ'kkzt og endurheimzt. Hitt finn t mér trúlegra, — þar til annað 'kynni að reynast sann- ara, — að e'-gandi eða v.örzluhafi þessara muná hafi með því að fela þá í hrauninu, viljð leyna þeim eða halda fyrir einhverjum til- kallsmanni, eða einhverjum þeim, sem slá vi-ldi eign sinni á þá, með réttu eða röngu. Til dæmis, að gripunum hafi með þessum hætti verið skotið undan féránsdómi eða að'för, eða yfirvofandi ránskap. Og þykir mér þessi skýring langsenni legust. Sé nú, þar til öðruvísi skipast, gengið út frá þessum tveim sjón- armiðum, er næst að svipast eftir einhverju þvi heimili eða fólki, fyrr á öidum, — helzt í námunda við fundarstað .gripanna, — sem líklegt væri að þeir hefðu með einhverjum hætti tilheyrt, er þeim var leynt í hraungjótunni á Rauðamel. í annan stað, hvort rifja megi upp einhverja þá at- burði frá liðnum öldum, þar sem ástæðu mætti finna fyrir því, að leynd var slegið á gripi þessa á þennan hátt. fasti Sigurðssyni á Staðarstað, bróðursyni Árna lögmanns Odds- sonar, en bjó að honum látnum á Rauðamel, í „æruprýddum ekkju- dómi‘“ til hárrar elli. Sonur þeirra isr. Sigurðar var Oddur lögmaðu, ®em mjög kemur við sögu sinna 'tíma og sér í lagi hinna æðis- gengnu málaferla, er þá geisuðu í landinu. (,,De isl. Enormitetssag- er“). Oddur bjó á Narfeyri, Ingj- aldshóli og víðar á Snæfellsnesi, en jafnan öðrum þræði á Rauða- mel og stundum alfarið. Allt var þetta stórauðugt fólk, enda komu hér saman auðæfi margra ætta. Hins vegar gekk á ýmsu um efna- 'hag Odds lögmanns, eins og kunn- ugt >er. Hann var einu sinni eða tvisvar dæmdur frá fé og eignum, sem síðan voru upp hirtar af ill- vígum óvildarmönnum, hvar sem fundust, og gekk þetta einnig út yfir eignir Sigriðar á Rauðamel, enda mátti hún ekki óhult teljast SiguríSur Ólason, lögírætJingur: irkatlarnir auðamel Nú mun að vísu ýmsum þykja það litlu skipta hvorum megin öryggjar forngripir þessir liggi, og næsta þarflauslegt að velta vöngum um uppruna þeirra og sögu. Þó er jafnan mörgum nokk- urt skemmtbnarefni, að glíma við gátur og torskilda hluti, ekki sízt sögulegs eðlis, og gefa hugmynda- fluginu lausan tauminn. og er sá þáttur mjög ríkur í fari íslendinga enn í dag, hinni fornu sögu- og sagnáþjóð. Það var því ekki nema að vonum, að okkur Hnappdæl- ingum, sem fæddir erum og upp- aldir á næstu bæjum við Rauða- mel, þætti fréttin um katlana nokkur tíðindi og ekki ómerki- leg. Og alveg ósjálfrátt 'hlaut nafni Odds lögmanns, og móður hans á Rauðamel, Sigríðar Hákonardótt- ur frá Bræðratungu, að skjóta upp í huganum, og þeim raunategu at- burðum ýmsum, sem tengdir eru sögu þessa umbrotamikla fólks. Sigríður Hákonardóttir var dótt- ir Helgu „matrónu“ í Bræðra- tungu, og Hákon-ar eýslumanns þar Gíslasonar Hákonarsonar lög- manns, en bróðir Helgu var hinn glæsilegi höfðingi Vísi-Gísli, og voru þau börn Magnúsar lög- manns á Munkaþverá Björnssonar. Var Sigfíður þannig af mestu og auðugustu ættum landsins í þann tíð, enda skorti þar heldur ekki „skraut né vit, skörungsskap eða fagran lit“, en stórlynt var fólk þetta í meira lagi og fyrirferðar- mikið í öllu. e.n raungott og trygg- lynt. Systir Sigríðar var Jarþrúð- ur, fyrri ‘kona Magnúsar i Bræðra- tungu. Sigríður giftist Sigurði pró- frekar en sonur hennar, þegar 1 fyrirgangur hinna voldugu fjand- manna var mestur, og er það Ijót saga að rekja. Var hvort tveggja, að Jóhann Gottrúp var hrotta- menni, og þaðan af verra, enda þóttist hann báðum fótum í jötu standa, með Fuhrmann amtmann að bakhjarli og aðra höfuðvalda- menn landsins, sem allt voru svarnir fjandmenn Odds lög- manns, er hér var komið. Þegar þess er gætt, sem nú hef- ur verið rifjað upp, mætti ef til vill láta sér detía í hug þann I möguleika, riy pottarnir hafi verið í eigu þeirra mæðgina á Rauða- mel — og þá líklegast úr hefðar- búi þeirra frá Staðarstað, en á Búðakaupstag í næsta nágrenni var jafnan mikil kaupmannasigl ing — og aö þeim hafi síðan verið j leynt þarna í hrauninu til að forða I þeim undan ránskap og uppvöðslu Gottrúps og óaldarlýðs hans, — væntanlega ásarnt fleiri verðmæt ' um, sem skotið hafi verið undan, j— en að þeir hafi svo (gleymst? eða) ekki lundizt síðar, þegar til áfcti að taka. Vitanlega er þetta ekki annað en möguleiki, eða laus leg tilgáta, þar til bent yrði á aðra iausn líklegri. í sögu Odds lögmanns eftir Jón Aðils er aðförum Gottrúps lýst all ítarlega, og er sérstaklega eftir- tektarvert, að því var mjög haldið fram, að Oddur hafi skotið eign- um undan aðfarargerðum þessum. Skulu hér teknar upp nokkrar til- vitnanh', sem að þessu lúta. ,,Hann tók sig nú til um sumar- ið og lét greipar sópa um eigur Odds, hvar sem hann náði til þeirra“, (bls. 1S3), það sumar náði hann t.d. undir sig nokkrum rekaviðarstaurum harðfiskvætt- um, ,,lýsi og sundmögum, þvotta- skálum úr tini“ o.s.frv. sem sýnir hve langt var gengig og lágt lagst í eignaupptektum þessum. Menn Odds voru barðir á engjateigum og orfin tekin fjárnámi, og ann- að eftir því. „Ennfremur brutust þeir inn í herbergi Odds, létu greipar sópa . . . það sem þeir fundu af fémætum munum höfðu þeir á brott með sér“. Seinna færðist Gottrúp enn upp á skaptið, þar sem hann taldi að Oddur kynni ennþá að eiga nokkr- ar eignjr, sem ekki hefðu komið í leitirnar. „Tók hann sig nú upp og reið vestur um sveitir, til þess að ná í leifarnar af reitum Odds. Braust hann að þeim hvar sem hann spurði til þeirra . . . Gerðist hann nú uppvöðslusamur í meira lagi, reig um héröð með fjölda af sveinum". (bls. 222). Þegar hér var komið mátti Sig- ríður á Rauðamel vissulega búast J við heimsókn þá og þegar, og ekki af betri endanum, enda yrði þá i vart spurt svo mjög um eignar- heimildir þeirra muna, er þar fynd ust og Gottrúp litist verðmætir. Ilvað var þá eðlilegra en ag hún, eða þau mæðgin, létu skjóta und- 1 an þeim munum og lausu fé, sem reikna mátti með, að Gottrúp hefði ágirnd á? Síðar. þegar Odd- ur hafði á ný borið sigurorð af Gottrúp, hefur munum þessum þá væntanlega verið safnað saman á ný, en pottarniP þá -trúlega ekki fundizt aftur. I Eftirtektarvert er, að Gottrúp þóttist hafa fyrir isabt, að Oddur hefði skotið undan fjármunum: „ . . . komst hann að þeirri niður stöðu, að hann hefði flutt allmikla fjármuni með sér út úr landinu, til að koma þeim undan“. Rann- sókn sem fram fór ytra sýndi þó, að svo var ekki. Hefur Oddur þá komið þeim undan með öðrum hætti, þ.e. væntanlega leynt þeim hér á landi, hingað og þangað, eftir því sem á stóð og tök voru á, enda segir Fuhrmana amtmað ur (bls. 188—189), að Oddur hafi „sumpart komið undan“ eignum þeim, sem ekki náðist til við fjár námin. Virðist þetta þannig hafa verið á almanna vitorði enda var þess nú aðeins skammt að bíða, að Oddur næði eignum sínum aft- ur og nokkurri uppreist, og var því ekki frekar fengist um undan skot þe;isi. Oddur Sigurðsson fluttist síðan að Leirá og bjó þar síðustu árin, og varð á ný einn auðugasti mað- ur landsins. Ilann lét sér nú fyrri ófarir að góðri kenningu verða og ástundaði frið það sem eftir | var ævinnar og gerði hverjum manni gott, þar á meðal föllnum | fjandmanni sinum Gottrúp, sem frægt er og annálað. Hann dö „sáttur við alla menn á íslandi“ ein.s og Sturlunga segir um annan ! Hnappdæling hálfu árþúsundi áð- ur, Aron Hjörleifsson, og rifjast nú upp, að nöfn og örlög beggja ! þessara umbrotamiklu atgervis- | mánna eru einmitt tengd við Rauðamel í Hnappadal með mjög áþekkum hætti. Á víðavangi Átta leiðir Alþýðublaðið segir í fyrradag um möguleika til stjórnarmynd- unar: „Þessar átta leiðir virðast fær- ar til myndunar meirihlutastjóru ar: 1) Sjálfstæðisflokkur og Fram sóknarflokkur munu liafa 41 at- kvæði gegn 19 á þingi. 2) Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag mundu hafa 34 gegn 26 atkv. á þingi. 3) Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur mundu hafa 33 gegn 27 atkv. ó þingi. 4) Sjálfstæðisflokkur, Franx sóknarflokkur og Alþýðubanda- lag mundu hafa 51 gegn 9 atkv. á þingi. 5) Sjálfstæðisflokkur, Fram sóknarflokkur og Alþýðuflokkur mundu hafa 50 gegn 10 atkvæð- um á þingi. 6) Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu bandalag og Alþýðuflokkur mundu hafa 43 gegn 17 atkv. á þingi. 7) Framsóknarf Iokkur, AI- þýðubandalag og Alþýðuflokkur mundu hafa 36 atkv. gegn 24 á þingi. 8) Þjóðstjórn allra flokka mundi að sjálfsögðu hafa öll 60 atkvæði þingsins. Ilér hafa stærri flokkar jafn- an verið taldir fyrst, eu hugsan legt er, að einhverjar þessara samsteyjustjórna væru myndað- ar af ráðamönnum minni flokk- anna, eins og fyrir hefur kom- ið hér á landi. Ljóst er, að Sjálf stæðisflokkurinn einn getur myndað tveggja flokka stjórn með hverjum hinna flokkanna sem er. Reynist ekki unnt að mynda neina stjórn, sem hér lief- ur verið talin, virðast ekki aðrir möguleikar en einhver minni- hlutastjórn eða embættismanna- stjórn.“ Bjarni sér aðeins eina leið Bjarni Benediktsson virðist ekki sjá nema eina leið af þeim átta, sem Alþýðublaðið nefnir. Ilonum farst svo orð í forustu- grein Mbl. í fyrradag. „Þrátt fyrir ágreining um sumt, þá benda kosningaúrslitin og stefnuskrá.r flokkanna eindreg- ið til þess, að Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokkur geri nú tilraun til þess að koma sér sainan og mynda starfhæfa stjórn. Þessir tveir flokkar hafa sam- an meirihluta bæði á Alþingi og með þjóðinni. Að sjálfsögðu hlýt- ur samstarf þeirra að verða kom- ið undir því, hvort þeim tekst að semja um máleíni sín á milli. Málefnin ein verða að ráða. Vera kann, að þessum flokkum reynist erfitt að koma sér saman. Enn örðugra virðist það þó mundu verða fyrir nokkra aðra.“ Ekki er ótrúlegt, að ýmsir ó- breyttir Alþýðuflokksmenn kunni miður vel þeim vitnis- burði Bjarna, að flokkur þeirra sé nú sá, er standi næst íhald- inu og eigi að mynda stjórn með því. Eina huggunin Sjálfstæðismenn bera sig illa eftir kosningarnar, enda höfðu þeir búizt við miklum sigri, en biðu niikinn ósigur. í herbúðum þeirra er mjög um það deilt, hvort heldur skuli kenna Ólafi, Bjarna eða Gunnari ósigurinn. Ólafi er kennt um loddarahátt- inn, sein afstaðan til bráðabirgða laganna er gott dæmi um, Bjarna cr kennt um uppstillinguna í Ueykjavíli, sem fælt liafi margt manna frá flokknum, og Gunnari um útsvarslilunnindin, er hafi orsakað stærsta atkvæðatapið. Þannig má ekki á milli sjá hver þessara þremenninga er nú mest gagnrýndur af flokksbræðr um sínum. Að sjálfsögðu reyna forkólfar Sjálfstæðisflokksins áð breiða yfir ósigurinn og hugga flokks- bræður sína. Eftir einum hátt- settum forystumanni flokksins er t.d. höfð þessi setning: Það var ekki bæði hægt fyrir Framhald „ bls. 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.