Tíminn - 13.12.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.12.1959, Blaðsíða 7
T í MI N N, sunnudaginn 13. desember 1959. SKRIFAÐ 0G SKRAFAD - Er aukin sundrung vænlegasta ieiðin til að leysa efnahagsmálin? - Furðuleg vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar. - Framsóknarflokkurinn og þmgfrestunin. - Aigert einsdæmi. - Þarf Alþingi ekki starfsfrið. - Margháttuð verkefni þingsins. - Kosningablekkingar stjómarflokkanna. - Þeir Þóttust hafa stöðvað verðbólgu, en sérfræðingar segja, að óðaverðhólga sé framundan. Talsmenn ríkisst.iórnarinnar leggja nú mikla stund á þann áróður, að þjóðili hafi lifað um efni fram seinustu árin og miklir erfiðleikar séu því framundan í efnahagsmálum hennar. Nauðsyn legt sé að taka upp nýtt efnahags- kerfi og gera aðrar róttækar s'tór- breytingar. Ef þetta væri all't sam- an rétt, hlyti fátt eða ekkert að vera nauðsynlegra en að vinna að sem mestri samheldni og sam- vinnu þjóðarinnar um lausn þess- ara verkefna. Ríkisstjórnin ætti því að telja það mauðsynlegasta undirbúningi til lausnar þeim að fyikja þjóðinni saman, en forðast allt, sem gæti leitt til sundrungar og aukinna átafca. Þessu er því miður ekki að heilsa. Stjórnarfiokkarnir virðast enn sama sinnis og í desember í fyrra, þegar þeir 'kusu heldur tvennar illvígar kosningar en að reyna að mynda þjóðstjórn, eins og Framsóknarmenn lögðu til. Fyrsta verk hinnar nýju ríkis- stjórnar var, að vekja harðar deil- ur um þingræðið með því að brjóta niður löghelgaðar venjur um þing- störf. Það var fyrsta sporið, sem hún steig til undirbúnings því, að leysa vandamátin. Ef þannig verð- ur haldið áfram, bíða framundani harðnandi deilur og stéttastríð í stað þeirrar einingar, sem þjóðin vissulega þarfnast, ef leysa á Vandamálin á farsælan hátt. Um stjórn, sem þannig hefur störf sín, á það vissutega, sem Hermann Jónasson sagði í útvarps- umræðunum á mánudaginn: 111 var þín fyrsta ganga. Afstaða Framsókn- armanna í útvarpsræðu sinni gerði Her- mann Jónasson skýra grein fyrir afstöðu Framsóknarflokksins til þingfrestunarinnar. Hann sagði: ,,Afstaða okkar Framsóknar- manna var og er þessi: Ríkisstjórnin er auðvitað sjálf- ráð um það, hvaða frest hún þarf enn að taka, til þess að geta komið fram meg tillögur um „hið nýja fjárhagskerfi". Þó hefur hæstvirt ríkisstjórin sagt svo mikið um áform sín, að ýmsum mun vera það kærkomin vitneskja og munu áreiðanlega kunna að nota sér hana vel, meðan fresturinn varir. — En við gerðum og gerum enn þá ófrávíkjanlegu kröfu, að áður en þi'nginu er frestað, sé fullnægt1 þeirri hefðbundnu þinræðislegu reglu og venju, að fjármálaráð-1 herra gefi þingi og þjóð skýrslu' um fjórhagsafkomu og horfur. Ennfremur ikrefjumst við þess, að bráðabirgðalögin um búvöru- verð verði lögð fyrir Alþingi, og því veitt tækifæri til að 'taka1 fullnaðarafstöðu til þeirra áður en þau falla úr gildi 15- þ. m. —- . Þetta teljum við lágmarksskyldu ! ríkisstjórnar, sem vill hafa þing-! ræði í heiðri. — I rckræðum um málið færir rík- isstjórnin ekki fram neinar fram- bærilegar ástæður fyrir þessum óþingræðislegu boiabrögðum. Hún talar um sparnað. Sannað hefur verið að um engan sparnað er að ræða. Hún talar um aðgerðalaust þing. Sannað er að þetta er ósatt, þar sem mörg mál liggja fyrir, nieðal annarra áðurncfnd tvö mál, sem skj’lt er að tafca til afgreiðslu fyrir frestun. Hún segist þurfa vinnufrið. Eng-, inn er áTnóti því, enda hefði hæst- virt ríkisstjórn fengið betri vinnu- frið með því að komast hjá því, Undanfarna daga hafa óveður geisað um vestanverða Evrópu og orðið miklir skiptapar. Talið er að um 100 manns hafi farizt í veðri þessu. — Myndin sýnir togarafiak í óveðrinu við Skotiandsströnd. — Sjór er víðar krappur en við íslandsströnd. að standa í þreytandi þrefi dag og nótt við að brjóta niður þingræðis- legar venjur." ASgert einsdæmi Ólafur Jóhannesson sýndi glöggt fram á það í útvarpsumræðunum, hve einstæður atburður þing- frestunln væri, eins og hana bæri að. Hann sagði: ,,Þess eru engin dæmi í íslenzkri þingsögu, að Alþingi hafi verið frestað á fyrstu starfsdögum þess, þegar öll þess verkefni eru á byrj- unarstigi. Það er einsdæmi, að þingmenn séu sendir heim um ná- lega tveggja mánaða sksið frá öll- um verkefnum óleystum: Alþingi hefur aldrei fyrr verið frestað án þess að fjárlagaræða hafi áður ver- ið flutt, fjárlagafrumvarpi vísað til nefndar cg at'hugun þess þar hafin. Það nær engri átt að Alþingi sé frestað án þass að það fjalli um vandamál, sem úrlausnar bíður á næsta leiti, þ. e. verðlagsmál land- búnaðarins. Með fyrirhugaðri þing- frestun er gömlum og fastmótuð- um venjum varpað fyrir róða, en lagt inn á nýjar brautir í starfs- háttum þingsins. Þær nýju leiðir stefna í ógöngur.“ Ólafur rakti það þessu næst, hvernig ríkisstjórnin bryti ge.gn fyrirmælum og anda stjórnarskrár- innar með því að fresta þingi áður en fjárlagaræðan væri haldin og án þess að afgreiða bráðabirgða- um afurðaverðið. Starfsfriður stjórn- arinnar. í ræðu sinni vék Ólafur allítar- l'sga að þeicu fullyringum stjórnar- innar, að hún þyrfti að losna við þingið til að fá starfsfrið. Ólafur sagði: ,,Rök ríkisstjórnarinnar fyrir þingfrestun eru þau, að hún þurfi að fá starfsfrið til að undirbúa og ganga frá tillögum smum í efna- hagsmálum. Enginn finnur að því, að ríkisstjórnin gefi sér -tóm til undirbúnings þeim tillögum. Það var af hálfu stjórnarandstöðunn- ar ekkert því til fyrirstöðu, að vinnubrcgðum þingsins væri þann ig hagað, að rífcisstjómi>ini væri tryggður nægur starfsfriður. Og það hefði áreiðanlega ekki sætt neinni andspyrnu, að fundum Al- :þing''s hefði verið frestað um sinn í framhaldi af venjulegu há- tíðahléi. Því er hins vegar mót- mælt, að það þurfi að senda þ'ngið heim um nær tveggja '.nán- aða skeið til þess að ríkisstjórn- inni gefk't starfsfriður. Þingið er ekkert fyrir ríkisstjórninni. Það er hins vegar sjálfsögð skylda rík- isstjórnarinnar að liafa samráð við Alþingi um úrræði þau í efna- liagsinálum, sem hún hugsar sér. En ríkisstjórnin hefur efcki v Ij- að neitt samkomulag um sfcyn- saml-eg vinnubrögð. Iíún vill að- eins eitt og það er að losna við þ'ngið. Þegar hún hefur íeng'ð 'S-amþykkt tekjuöflunarfrumvörp og bráðabirgða'túgjalda'heimildir segir hún bara við þingmenn: Nú get ég — nú farið þið he'm.“ Aíþingi þarf íika starfsfrið Ólafur hélt svo áfram ræðu sinni um áðurgreint atriði og sagði: „Ríkisstjórnin virðist líta á sig sem húsbónda þingsins. Gamall k on ungsst j órnariegur hugsunar- háttur skýtur upp hjá henni koll- inum. En samkvæmt íslenzkum stjórnarliáttum er það ótvírætt Alþingi, sem á. að scgja ríkisstjórn inni fyrir verkum en ekki öfugt. Og það er ckki ríkisstjórnin ein, sem þarf á starfsfriði að halda. Al- þingi á einnig heimtingu á starfs- friði. Þingmenn eiga vissuiega rétt á því að kcma á framfæri hér á Alþingi áhugamálum sínum og sinna umbjóðenda: Af eðlilegum ástæðum hefur þingmönnum enn ek-ki 'gefizt tóm til að ganga frá flutn'ngi mála sinna nema að litlu leyti. Það lýsir fullkominni lítilsvriðingu á Aiþingi og þing- mönnum að ætla að rcka þá heim, án þess að gefa þeini færi á að rækja þingmannsstörf sín að nokkru ráði. Sú framkoma ríkis- stjórnar og þingmcirihlula er livort tveggja í senn óþingræðis- leg og ólýðræðisleg. Þó að þingmönnum hafi t:l þei'sa gefizt stuttur starMriður, það er það nú svo, að nú þegar hafa mörg cg merkileg mál verið lögð fyrir þstta þ‘ng. Það þarf því efcfci að frssta þ'ngi nú vegna þass að það hafi ekfci nægileg verkafni. En þeim verfcefnum hefur þingið bara alls ekfci fengið að sinna." Yerkefoi Afþingis í ræðu, sem Jón Kjartansson hélt í þinginu fyrra laugardag, véfc hann nofckuð að þessu'm verkefn- um Alþ’ugis. Hann sagði m. a.: „Aiþingi ’pað, ®em nú situr, hef- ur aðeins 'sétið í 16 daga. Þegar frá er skilinn sjálfur þingsetn- ingardagurinn, hefur það aðeins slarfað í 10 daga. Nú spyr nýliði á Alþingi: Er svona komið málum okkar íslendinga, að ekfci sé þörf á að ræða þau á löggjafarsam'komu þjóðarinnar, þá er hún hefur af forseta íslands ver'ð kvödd saman til reglulegra funda? Eru t.d. byggingamál lands- manna í því ásigkomulagi,. að óþarft sé á þau að minnast hér á Alþingi? Þarfnast vega- og liafnarmá.l engrar umþenkingar af þeim þingmönnuni, sem kjörnir hafa verið til að ráða þeim til lykta á hinu háa Alþingi? Eru atvinnumál landsiuanna í því Ijómandi ásigkoinulagi, að eigi sé þörf um þau að ræða? Svona mætti lengi telja. Vissuleg-a liggja fjöbnörg verk- efni fyrir hinu nýsetta Alþingi, eins og gefur að s&ilja hjá vax- andi og vakandi þjóð. Og Alþingi á að fá að sifja til að ta'ka þessi mál til meðferðar. Ríkisstjórnin gæti vi'Ssulega fer.gið starfsfrið og ráðið ráðum sínum, þó að Alþingi sé starfandi og vinni að lausn fjölda mála, ’sem úrlausnar bíða “ Þessu 'til viðbótar má geta þess, að þegar hafa veriö lögð fram á Alþngi mjög merkileg frum- vörp og tillögur, svo að þingið gat haft ær'ð að starfa, þótt ekki lægju strax fyrir tillögur ríkisstjórnar- innar um efnahagsmálin- Slík störf þingsins hefðu ekki þurft a‘ð trufla rí’kisstjórnina neitt. Svikisi sasinast í útvarpsumræðunum vók Ey- sleinn J'ónsson allítarlega að því, hvað stjórnarflokkar hefðu sagt um efnahagsmálin fyrir kosningar og hvað þeir segðu nú. Eysteinn sagði: „Flokkar þeir, sem standa að mú- verandi ríkisstjórn, hafa borið á- byrgð á málefnu'.m landsins síðan í fyrra haust. Fyrir síðustu alþing- iskosningar í haust var því blákalt haldið að landsmönnum af þessum flokkum, að þeir hefðu stöðvað verðbólguiia — stöðvað clýrtíðina. Framsóiknarmenn afhjúpuðu þéssa blekkingu fyrir kosningarn- ar og sýndu fram á, að stjórnar- flokkarnir hefðu það eitt gert, aS auka niðurgreiðslur og uppbætur um á þriðja hundrað milljónir kr. án þess að afla tekna til að mæta þcim greiðslum. Fram undan væri 'gífuiTegur hallarekstur og meiri verðbólga en nokkru sinni fyrr, sem afleiðing þessara ábyrgðar- lausu tiltekta. Og ætlunin væri að reyna að leyna þvi fram yfir kosn- ingar, hyernig ástatt væri með því að fleygja í hinn gífurlega greiðslu halla, sem til var stofnað þegar á þessu ári, öllum greiðsluafgangin- um frá árinu 1958, láta lúxsusvör- ur ’sitja fyrir gjaldeyri vegna há- tolla, en nauðsynjavörur sitja á hakanum og safna skuldum til við- bótat eftir þörfum. Eftir kosningarnar mundi svo koma fram, að tekna hefði all® ekki verið aflað upp í hinar gífur- lagu auknu uppbætur og niður- greiðslur, oig að verðbólguhjólið sneri'st raunveruiega með meiri hraða fyrir þessar aðfarir en ncfc'kru sinni fyrr. Talsmenn Alþýðuflok'ksins og Sjálfstæðisflokksins sögðu þetta allt helber ósannindi. Þeir héldu því blákalt fram, að þeir hefðu stöðvað verðbólguna ,og menn skyldu kjósa þá vegna þess, því þeir hefðu með því sýnt hvernig taka ætti á dýrtíðarvandamálunum. Óttinn við reikn- j ingsskilin Þá sagði Eysteinn ennfremur: „Forustumenn stjórnarflokkanna hefur skort kjark til þess að segja Alþingi frá því, hvernig komið er og standa hér rei'kningsskil á framkomu sinni í þessum málum. Fj'ármálaráðherrann hefur neitað að flytja fjárlagaræðuna, en krefst þes.s í stað að þingmenn verði taf- arlaust sendir heim, án þess að h-afa fengið nokkra skýrslu um efnahag'smálin. Er það algert eins dæmi í þingsögu íslendinga. Forsæ'ti'sráðherra hefur 'heldur ekki þorað og efciki aðrir ráðherrar að efna til nokkurra umræðna um efnahagsmál á þessum dögum, sem þinigið hefur setið og marg- spurðir hafa þeir efcki fengizt til að gefa hér neinar upplýsingar um þau mál. En hæstv. forsætisráð- herra hefur talið sér það sæma að fara á fund í stjórnmálafélagi hér í bænum og ségja þar frá því, að það sé fyrirsjáanlegur 250 millj. króna halli á ríkissjóði og útflutn- ing'Ssjóði á næsta ári að óbreyt'tumi uppbótum og niðurgreiðslum. Með öðrum orðum, staðfest það, semi FramsÓiknarmenn sögðu fyrir kosn- ingar, að það hefði ekfci verið aflað neinna tekna til þess að standa und'.r þeim greiðslum, sem fyrrver- andi ríkisstjórn efndi til. En ekki (Framhald i 8. tiBu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.