Tíminn - 30.12.1959, Síða 9

Tíminn - 30.12.1959, Síða 9
T í MIN N, miSvikndagíim 30. ðesember 1059. CCmdáa^a ejtir ^JCára Svein: BRIMHLJÓÐ þrífætta grind. Hann var mál ari, sagöi presturinn. Hann þreifar í vasa sinn, tekur upp í sig tölu, stendur á fætur og dæsir viö. Eins og sjálfkrafa tekur hrífan að hreyfast í höndum hans. Reyndar þótti það. varla til siös lengur að hreinsa túnin. Betur kunni hann því nú samt að krafsa mesta skítinn, ha,nn skerpti ekki bitið í lján um blessaður, þó góður væri til síns brúks. Annað var, þar sem allt var eggslétt og slegið með vélum. En seint yrði þessi hóll vélunninn, þótt ekki væri' hann eins grýttur og nafnið benti til og grösugri en flestir blettir aðrir 1 tún- inu. Vélar — þetta var öld vélanna sögðu menn. Nýrækt ir voru gerðar með ýtum og herfum og traktorum, og hvað það nú allt hét, þetta nýtízku jarðvinzludót. Suður- skákina og Norðurrimann siéttaði hann á sinni tíð með járn’kalli og spaða. Meðan hann var og hét. Þaö þóttu rétt laglegar jarðabætur í þá tíö. Mælingamaðurinn drakk vanalega kaffi og spjallaði góða stund, áður en hann hélt lengra inn í sveitina. Hann hugsar um það, meðan hann hreinsar hólinn. Hugs- ár margt, meðan hrífan renn ir sér li'ðlega á ská ofan í lautir og skorninga og krafs- ar stærstu kögglana saman í hrúgur. Mulningurinn varð eftir, mundi rigna niður í moldina, næra gamlar rætur og gefa vorinu angan af kjarngresi og blómum. Nú leigði hann út helming túns- ins og næstum allar engjarn ar. Skyldi hann annars fara að væta úr þessu? Veðurstofan spáir bjartviðri áfram. En sjávarhljóðið vissi á breyt- ingu, dynmyrkt og þungt. Heyrn hélt hann óskertri enn svo var forsjóninni' fyrir að þakka. Öræfajökulinn sá hann ekki lengur. En þegar svanirnir flugu að norðan með söng, og hann grillti blik hvítra vængja skára him inblámann, þá kenndi hann tilvi'st jökulsins, lit hans og firrð. Heymæðin hvarf, og brjóstið hófst þögult í fang þessa tæra kliðs, sem líkt og þreifaði á sjálfri víðáttunni. Þegar sjónin fór, nú þá var það búið. Það yrði aldrei' bú- ið, þó svo hann yrði blindur. gteinblindur. Þegar útlendi maðurinn fór gaf hann honum pappír og liti. Seint á kvöidin stalst hann stundum út um Jóns- messuleytið, þegar aðrir voru gengnir til náða. Hérna út á hólinn. Og hann blandaði lit- ina, deif penslinum í með var Úð og horfði, þangað til mó- jjnn, holtin, hafið og fjöllin vörpuðu af sér hversdagsleg- um óhagganleik og urðu lif- andi. Svo lifandi, að hönd hans náði aðeins daufum Skuggum, þess sem hann sá. Heima fékk hann ávítur fyrir næturgöltrið og faldi mynd- irnar. Þá lá nærri' að hann öfundaði útlenda manninn af þvi, að vera málara. En hann Öfundaði hann ekki, daginn sem hann fór. Fór burt, af því að hann átti hvergi heima og fjöllin, sem hann málaði' urðu minningar sem hann seldi ríku fólki fyrir peninga. Þannig lifðu málarar, sagði presturinn. Ferðuðust, bjuggu þessa milli í borgunum, héldu sýningar og seldu málverk sín. Hann hafði séð máílvfcrk hjá kaupfélagsstjóranum. Það var sagt að nýi prest- urinn og hreþpstjórinn ættu líka málverk. Það var langt, síðan menn fóru að mála á íslandi. Sumir sögðu, að son- ur kaupfélagsstjórans væri að iæra. Farinn var hann úr þorpinu, víst var um það. Framtíðarstaður þorpið, sögðu menn. Ki'rkja, skóli, kaupfélag og verksmiðja. Gildir bændur höfðu flutzt þangað búferlum. Margir gengu uppábúnir á virkum dögum og bílaumferð linnti ekki daglangt. Sjávarhljóð- ið heyrðist ekki lengur og ekki' lóan á vorin. Kannske á kvöldin, þegar allir voru sofnaðir. En það var víst til siðs að vaka fram eftir í þorp inu. Kannske heyrðust þar ekki önnur hljóð en skvaldur og vélagnýr nótt með degi. Þau stóðu í dæld, umgirt klett um, nýleg hús, hituð með hveravatni. Mörg og ópersónu leg. Þaðan sá ekki' til fjalla. Grasblettina kring um þau kölluðu menn garða og girtu vandlega. Hann var annálaður garð- urinn kringum elliheimilið, sagði presturinn. Fullur af útlendum blómum. Gamla fólkið sat þar á bekkjum í góöviðrinu á sumrin. Að sitja á bekk um sláttinn og lykta af útlendum blómum, það var ekki fyrir þá, sem aldrei höfðu aðra garða ræktaða en kálgarða. Þá, sem mundu ilm töðunnar á þurrkdegi. Klaufaskapur — þarna braut hann tind. Hann vó hrífuna ósjáfifrátt í annari hendi, þreifaði í sárið með hinni. Aluminíumtindur. Var hún eitthvaö utan við sig, hrífutetrið. Kannske hafði hún heyrt út á vegg, það sem hreppstjórinn sagði. Sumir halda, að allir hlutir séu dauð ir. En hrífan, sem sumar eítir sumar hefur lei'kið i sömu höndum, hvílzt við skemmu- vegginn í hádeginu og þyngzt í rigningu eins og lund manns hún er gerð af öðrum viði en þeim, sem notaður er í girð- Framhald. giiSjagjH ik i»iísia']KigHKiigi;gi)iiigiisig;fgiisiiaiH'Rgi!»w»< rwih [giaiimiHigigigBngiisPiKi'igKiMBiBiciB Ámerísk AC- kerti Jörð til sölu Eignarhluti minn (um helmingur) í jörðinm Kornsá í Vatnsdal, er til sölu eða leigu, eftir því sem um semst. Laus til ábúðar 20. maí 1960. Þormóður Runólfsson ! Hlíðarvegi 44, Siglufirði 1 i . Auglýsing frá Innflutningsskrifstofunni um endurútgáfu leyfa o. fl. MniiHiiKiig|g|gígigiig|glHWWKBiaSiaiMHlMglBBll§IP^»B»ga^MM Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar eru leyfisveitingum, svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu, falla úr gildi 31. desember 1959, nema að þau hafi verið sérstaklega árituð um, að þau giltu fram á árið 1960, eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári. Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar, en vekur athygli umsækjenda, banka og tollyfirvalda á eftir* farandi atriðum: 1. Eftir 1. janúar 1960 er ekki hægt að tollafgreiða vörur, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyfum, sem fallið hafa úr gildi 1959, nema að þau hafi verið endurnýjuð. 2. Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óloknum bankaábyrgðum þótt leyfi hafa verið árituð fyrir ábyrgðarfjárhæðinni. Endurnýjun þeirra mun skrifstofan annast í samvinnu við bankana,. séu leyfin sjálf í þeirra vörzlu. 3. Engin innflutningsleyfi, án gjaldeyris, verða framlengd nema upplýst sé að þau tilheyri yfir* færslu, sem þegar hafi farið fram, eða þegar samþykktri gjaldeyrisráðstöfunarheimild. 4. Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má nota eitt umsóknareyðublað. Þetta gildir þó ekki um bifreiðaleyfi. 5. Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir fást á Inn- flutningsskrifstofunni og hiá bankaútibúum og tollyfirvöldum utan Reykjavíkur. Eyðublöðin ber að útfylla eins og formið segir til um. Allar beiðnir um endurnýjun leyfa frá innflytjend- um í Reykjavík, þurfa að hafa borizt Innflutnings- skrifstofunni fyrir 20. janúar 1960. Sams konar beiðnir frá innflytjendum utan Reykjavíkur þarf að póstsenda til skrifstofunnar fyrir sama dag. Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun þeirra hefur farið fx-am. Reykjavík, 29. desember 1959. \ Innflutningsskrifstofan. ' BTOSiBiagngiRiaB^^ :; - .»■. -1 a in-rmfXBm

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.