Tíminn - 06.01.1960, Side 4

Tíminn - 06.01.1960, Side 4
TÍMINN, miðvikuðaginn 6. janúar 19». Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til vélritunarstarfa. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist í pósthólf 1297 fyrir 10. þ. m. OSTA OG SMJÖRSALAN S/F Snorrabraut 54. Námsflokkar Reykjavíkur Kennsla hefst á morgun 7. jan. Bætt verður við þremur nýjum byrjendaflokkum, 1 dönsku, í spænsku og í véiritun. í málaflokkunum verður megináherzla lögð á talæfingar. Innritun í Miðbæjarskólanum í kvöld og annað kvöld kl. 7.30—9 síðdegis. Upplýsingar í síma 34148 daglega kl. 6—7 síðd. Skólastjóri. Blaðburður Tímann vantar unglinga til blaðburðar í eftirtaliu hverfi: Lindargötu Hverfisgötu AFGREIÐSLAN. „Síðasti dans“ í dag er þrettándmn, og í kvöld ! verður framsóknarvist í Framsókn arhúsinu. Þar imun væntanlega verða fjölmennt og skemmtun góð, enda stjórnar Vigfús samkomunni. Það sést, að margir hugsa til skemmtunar með Vigfúsi, og í gær barst blaðinu smákvæði frá ,,ónafn greindum" utan af landi, og er það helgað Vigfúsi og þrettándavistinni í Framsóknarhúsinu. Ónafngreind- ur kallar vísurnar: Síðasta dans: Þeir sögðu nú „Síðasti dansinn" og sveiflumst í hraðri för. Konurnar blíðlega brosa. Vér bjóðum þeim koss á vör. En allt er með ýmsum litum, og engin er vissan þar. Hamingjustjörnurnar hallast, og horfið, sem áður var. Já, svona er oft okkar saga, þá sáiin er heit og ör. Og daganna minnast hér margir, því mikið er líf og fjör. Vonir og óskir svo verða að velta um örlagahjól; það eru dýrðlegir dagar og draumar við norðurpól. Hann Vigfús hér vegina ruddi og vald’ okkur Framsóknarvist, og síðan höfum við sungið saman, spilað og íkysst. — Hann var í heitari löndum og heillaði ikáta mey. — í túrista töfraböndum en traustur samt vorri ey. 1. jan. 1960. Með vinsemd og virðingu. Óþekktur hagyrðingur. b(iiifiiifii+iif+iifi',',', 'i'SitXXitSififititifi'SitiiSitstSSSifSS, I ÖKUMENN! [ Veri'8 varkárir — | varizt slysin. Fá eru þau seglskip, er sjást á siglingu um Norðurhöf. Tími segl skipa er liðinn, en í staðinn kom- in vélskip, knúin með kolum, olíu eða kjarnorku. Þau seglskip, scm enn eru á floti, eru annað hvort i eigu mitljónamæringa eða skóla- skip fyrir sjóliða. Skip þetta sem hér er á myntíinni, er 4 eigu danska flotans og þjáifar það sjó- liða, sem fara síðan á herskip „hans hátignar' Friðriks IX. Seglskip þessi eru að mörgu frá- brugðin þeim gömlu, og nú hafa þau hjálparvélar, sem grípa má til, ef veður eða segl bregðast, einnig hafa þau öll tæki, sem nauðsynleg eru talin til siglinga nú á dögum. Ein lítil tillaga’ g Ein af jólakveðjunum í Útvarp inu, erlendis frá, á jóladaginn, var flutt af konu frá höfuðstað Islendinga í Vesturheimi, og sú kona er ritstjóri eina íslenzka vikublaðsins, sem gefið er út ut- an íslands. iEtli það séu ekki fleiri en sá , er skrifar, sem fundið hafa til kinnroða undir ræðu konunnar, yfir að við hér hcima skuliun ekkj kaupa þetta eina blað frænda okkar í Vestur- heimi meira en við gerum? Ætt- um við nú ekki að taka okkur saman og senda Heimskringlu — Lögbergi svona eíns og hundrað! nýja áskrifendur að blaðinu, ( liérna frá gamla landinu, í ný- ársgjöf? Við myndum gera þar gott verk fyrir blaðið og ennþá betra verk fyrir okkur sjálfa, að styðja samlanda okkar vestanhafs í ís- lenzkri þjóðræknisbaráttu. Hysginn bóndl tryggir dráttarvél kina — Opnaðu helv . . . dyrnar, heyrirðu það . , . hún heyrði það. DENNI DÆMALAUSI )&'i'Si'S+fi'+'iiifi'i-'ifiiiiif+'+f+fi','+'ifsf,'ifi'^i!i'*fi'+'iiSi','i'r'ifiiif±fiiiii& Fréttatilkynning frá orðuritara: Á nýjársdag sæmdi forseti ísalnds að tillögu orðunefndar þessa menn heiðursmerkjum hinnar íslenzku fálkaorðu: Guðjón Guðmundsson, bónda og hreppstjóra, Eyri, Ingólfsfirði, ridd- arakross, fyrir féLagsmálastörf og búskap. Ekkjufrú Hjaltalínu Guðjónsdóttur, Núpi, Dýrafirði, riddarakross, fyrir kennslu- og garðyrkjustörf. Jón Magnússon, fréttastjóra, rikis- útvarpsins, riddarakross, fyrir emb- ættisstörf og störf að upplýsingamál- um. Jón Gauta Pétursson. bónda og oddvita, Gautlöndum, Mývatnssveit, riddarakross fyrir félagsmálastörf og búskap. Kristjan L. Gestsson, verzlunar- stjóra, Eeykjavík, riddarakross, fyrir stcrf í þágu iþróttamála. Kristján Kristjánsson, borgarfó- geta, Keykjavík, riddarakross, fyrir embættisstörf. Kristján Jóhann Kristjánsson, for- stjóra, Reykjavík, fyrrv. formann Félags íslenzkra iðnrekenda, riddara- ikross, fyrir störf í þágu íslenzks iðn- reksturs. Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstj., Reyðarfirði, riddarakross, fyrir fé- lagsmálastörf. Reykjavík, 4. janúar 1960. Orðuritari. A gamlárskvöld opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Kristín B. Helga- dóttir og Rúdolf Axelsson lögreglu- þjónn í Reykjavík. - K AUPI ísléni’lí _frlniertcí Jh'iíta vértli. , yériikrí >end ókeýpis.* crí l«Br y n jó I fss on, ^ . Pórthóll 734, ReykjaVik. Skipadeild SÍS:s’ Hvassafell er í Stettin, fer þaðan á morgun áleiðis tii Rvíkur. Amar- fell er í Kristiansand. Jökulf-ell fer í dag frá Borgarnesi til' Skagastnand- ar, Eyjafjarðar- og Austfjarðahafna. Dísarfell fer í dag frá Rvík til IBöndu óss, Skagastrandar og Austfjarða- hafna. Litlafell fer í dag frá Rvík til Austfjarðahafna. Helgafell átti að fara í gær frá Sete til Ibiza. Hamra- fell fór framhjá Gíbraltar 4. þ. m. á leið til Batumi. Skipaútgerð ríklsins. Hekla er væntanieg til Rvíkur ár- tíegis í dag. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðubreið fór frá Rvík gær austur um land tii Borgarfjarð- Skjaldbreið fór frá Rvk í gær- kveldi vestur um land til Akureyrar. Þyril'l er á leið til Fredrikstad. Herj óifur fer fró Rvik kl. 22 í kvöld til Vestmannaeyja. Fiugfélag íslands: Millilandaflug: Millilandaflugvélin Gullfaxi fer tU Glasgow og Kaup- mannahafnar 1. 8k,30 1 dag. Væntan- leg aftur til Rvíkur kl'. 16,10 á morg- un. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavlkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akur eyrar (2 ferðir), Bíldudais, Egilsstaða, ísafjarðar,. Kóþaskers, Patreksfjarð- ar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Loftleiðir. H-jkla er væntan’eg kl. 7.15 frá New York. Fer tU Stafangurs, ICaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 8,45.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.