Tíminn - 29.01.1960, Page 6

Tíminn - 29.01.1960, Page 6
» Úfflefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Kitstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skriístofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302,18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13 948 Veldur hver á heldur ÞAÐ mun nú naumast iengur neinum efa undir- orpið að ríkisstjórnin hygg- lur á nýjar erlendar lántök- ur í stórum stíl. í því skyni (var för þeirra Gylfa Þ. Glsla sonar, ráðherra og Jónasar Haralz, ráðuneytisstjóra gerð til Parísar fyrir nokkru. Lánbeiðni þessi hefur vakið liina mestu undrun meðal al mennings í landinu og kem- ur tvennt einkum til. Alla stund frá upphafi vi'nstri stjórnarinnar lagðist sá flokkur, sem nú fer meö stjórnarforystuna, á móti öll um erlendum lántökum, sem ríkisstjórn Hermanns Jónas sonar stóð að. Gilti einu ti'l íhverra framkvæmda lánun- um skyldi varið. Svo langt var jafnvel gengið í undir- málsmennskunni að fólsku- legur áróður var hafinn á erlendum vettvangi' til þess að reyna að torvelda láns- útveganir ríkisstjórnarinnar. Eru slík óþokkabrögð ein- stæð í sögu íslenzkra stjórn mála. 1 TIL ÞESS að reyna að milda þessa framkomu í aug um almennings hefur íhald- ið jafnan haldið því fram, að umræddar lántökur hafi orðið eyðslueyri'r og því að- eins fjötur um fót fjárhags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Sá áróður er þó jafn áhrifa- iaus og hann er heimskuleg ur. Allir vita, að lánunum var varið til arðbærra og að- kallandi framkvæmda, sem leitt hafa og leiða munu af sér stórfelldan gjaldeyris- sparnað. Þar vi'ð bætist svo það, að öðru hvoru hefur það gloppast upp úr grunn- færustu glömrurum í áróð- ursliði íhaldsins, að það hefði sjálft getaö útvegað þessi lán og gert það, ef að- eins það hefði fengið að vera í ríkisstjórn. Vaknar þá spumingin: Til hvers ætlaði íhaldið aö verja lánunum? Væri ánægjulegt ef málgögn þess vildu svara þeirri spurn ingu við fyrstu hentugleika. VERA MÁ að fæstum sé það undrunarefni þótt íhaldið gangi í hring, en af- staða Alþýðuflokksins fær mönnum meiri furðu. Alþýðu flokkurinn var þátttakandi í vinstri stjórninni þótt hann virti'st þar lengst af í líku sálarástandi og maðurinn, sem átti sjö börn á landi og sjö á sjó. Hann studdi, sem stj órnarflokkur, að marg- nefndum lántökum og varð ekki annars vart, en hann teldi þær sjálfsagðar. Ekki minnast menn þess heldur, að hann hafi gert neinar at- hugasemdir við það, til hvers lánunum var varið. Nú bregð ur hins vegar svo við, að flokkurinn er skyndilega farinn að gagnrýna harð- lega sina fyrri framkomu, rétt ei'ns og maður, sem af vellandi trúareldmóði stend ur upp á samkomu og vitnar hástöfum fyrir viðstöddum um sína syndum spilltu for- tíð'. Auðvitað stóðum við fyr ir eyðslulántökum í vinstri’ stjórninni, segja Alþýðu- flokksmenn, við sjáum það allt saman núna þegar við höfum öðlast þá náð, að augu okkar hafa upplokist. En íhaldið klappar á kollinn á kratadrengnum sínum og segir: Hertu upp hugann stúfur minn, syndir þínar eru fyrirgeínar. Þegar kem- til alls, skiptir ekki máli til hvers ‘erlenduim lánum eu' varið, heldur hitt, hver tekur þau. Lánin, sem vinstri stjórnin tók voru slæm lán, af því að hún tók þau og skiptir engu til hvers þeim er varið. En ef vi'ð tökum lán, þá eru það góð lán af þvi að við tökum þau og gildir einu til hvers þau ganga. Okkar lán fara auðvitað ekki til arð bærra framkvæmda, þeirri staðreynd verður ekki ieynt til lengdar. En hafðu mitt ráð, haltu því bara nógu á- kveðið fram, að vinstri stjórn in hafi lika tekið eyðslulán, svo talsmönnum hennar far ist ekki að tala um okkar. Þú skalt ekki hætta þér út í neinar rökræður um þetta, það er varhugavert, en ef við leggjumst báðir á eitt uin að tala nógu mikið um „eyðslulán“ vinstri stjórnar- i'nnar þá er ég illa svikinn, ef ekki gerast margir til að trúa okkur. Þess vegna skul um við óhræddir taka okkar lán og þó að það kunni að stinga eitthvað í stúf við lán tökur vinstri' stjórnarinnar og alþýðan kannske skræmti eitthvað, þá er um að gera að hafa þá voldugu ánægða, Mundu það. Þegar menn frelsast Það er víst ekki vafi á því, að íhaldið hefur frelsast. Ný lega segir Mbl.: „En á síðustu árum hefur þjóði'n gerzt sek um þá höf- uðvillu að gera meiri kröfur á hendur hinum nýju og f.ull komnu framleiðslutækjum en þau geta risið undir. Þetta hefur leitt til stór- felldrar verðbólgu og kapp- hlaups mi'lli kaupgjalds og verðlags, sem stefnt hefur afkomuöryggi landsmanna í bili í stórkostlega hættu“. Já, „á síðustu árum“ segir hið fróma blað. Það er nú að vísu dálítið ónákvæmt orðalag og ekki.gott að vita hvað blaðið muni vilja teygja sig langt til baka. En e.t.v. má hafa það til hlið- sjónar því, hvað við muni átt, að blaðið vill jafnan setja vi'nstri stjórnina sér- staklega í samband við verð- bólguna. Flestir munu þó hafa það fyrir satt, að verð bólgufyrirbrigðið sé allmiklu eldra en vinstri stjórnin. TUIINN, föstudaginn 29. janúar 1960, ERLENT YFIRLIT______ í Venezúela Tekst henni a'ð nota olíugróíann til hagsældar almenningi EINS og kunnugt er, hefur lýðræðið reynzt ótraust stjórn- skipulag í ríkjum Suður- Ameríku. Þegar einræðisherra hefui' verið steypt úr S'tóli, hefur of.tast verið sett upp lýð- ræðisstjórn ifyrst á eftir, en henni verið vikið frá eftir stundarsaikir af nýjum einræðis herra. Heldur hefur þetta þó færzt 'í þá ótt S'einustu árin, að lýðræðið 'hefur reynzt traustar í'sessi í þes'sum löndum en áður. í engu þeirra er þó hægt að se.gja að lýðræðið standi sæmi- lega traustum f'ótum, að Uru- guy undanskildu. I tveimur þessara ríkja er um þessar mundir gerðar at- ihy.glisverðar tilraunir til að treysta þar iýðræðisstjórn. Þessi riki eru Columbia og Venezuela. í þeim báðurn var einræðisherra steypt úr stóli fyrir fáum misserum síðan. Síð- an hefur verið reynt að byggja þar upp lýðræðislegt stjórnar- far með samstarfi allra lýðræð isflokka. Áður hafði þetta ekki tekizt, .heldur hafði veikleiki lýðræðisins ek.ki sízt falizt í því, að flokkarnir gátu ekki komið sér saman og grófu hver undan öðrum. 'Enn ©r ekki komin full reynsla á það, hvort þessar til- raunir muni heppnast. Fyrir nokkrum dögum var t. d. gerð by'Itingartilraun í Venezuela, en hún var kveðin niður í fæð ingunni. Þrátt fyrir það er þó ástandið þar talið ótryggt. ÞAÐ var fyrir réttum tveim- ur árum síðan, að Perez Jimen- ez, seim hafði verið einræðis herra um nær 10 ára skeið, var steypt úr stóli. Herforingjar stóðu á bak við þá uppreisn og varð einn þeirra, Larrazabal, forseti til bráðabir.gða. Tak- rnark þeirra var að koma upp lýðræðisstjórn í landinu og stóðu þeir við þá ákvörðun sína. Forsetakosningar fóru' 'fram síðari hluta árs 1958 og^ tóku þátt í þeim þrír flokkar.^ Kommúnistar, sem eru allöflug^ ir í Venezuela, huðu ekki fram: sérstaklega, heldur studdu; Larrazahal. Hann náði þó ekfci kosningu, iheldur féll sigurinn í 'S'kaut Romulo Betancourt, foringja vinstri flokksins- Eftir að 'hann tók við forsetastörfum, vann hann að því að mynda samstjórn allra þeirra flokka þriggja, er ihöfðu haft frambjóð endur í forsetakosningunum. Þett-a tókst honum, enda er hann sagður samningamaður góður, og hefur þessi samsteypa haldizt síðan. Það er von lýð- Betancourt ræðissinna, að hún haldist áfram, en skipulögðum undir- róðri er beint gegn stjórninni bæði af hálfu kommúnista og 'fylgismönnum fyrrv. einræðis- herra. Það voru þeir síðar- nefndu, er stóðu að bylt'ngar tilraunmni á dögunum. Senni- lega er það ekki sízt sameigin leg hætta, er sameinar stjórnar flokkana. BETANCOURT forseti er maður vinstri sinnaður í skoð unum og hefur því reynt að koma fraim róttækr-i stjórnar- stefnu, m. a. skiptingu stór- jarða. Þá hefur hann beitt sér fyrir víðtækum ráðstöfimum it.il að auka iðnað í landinu. Nokkuð hefur það torveldað þessar fyrirætlani.r hans, að hann hefur orðið að hafa sam- vinnu við .hægri sinnaða flokka. Meðal annars hefur það valdið nok.kurri óánægju í flokki háns. Þrát-t 'fyrir það er allmikill vinstri brag'ur á stjórnarstefnu Betancourts og stjórn hans vafalaust mesta vinstri stjórnin, sem nú er í Suður-Ameríku. Batancourt og fylgismenn hans gera sé.r það vel Ijóst, að framtíð stjórnarinnar byggist mjö'g á þyí, hve athafnasöm. hún verður og. hve fljót henni tekst að bæta hag almennings. í þau 130 ár,- sem Venezuela hefur verið sjálfstætt ríki, hef- ur landið oftast lotið stjórn einvalda, er imeira hafa hugsað um 'hag nánustu gæðinga en heildarinnar. Almenn fátækt er því imikil og fræðsla á lágu stigi. Einkum er léleg . aðbúð þess verkafólks, er vinnur við landbúnaðinn. Á seinustu árum heíur Venezuela hlotnasf mikill gróði vegna hinnar sívaxandi olíuvinnslu þar, en Venezuela er nú annað mesta olíuvinnslu land í 'heimi, næst á eftir Bandaríkjunum. Stjórn Betan- cou-rts he'fur mikinn hug á að nota olíugróð-ann til almennra framfara, en hingað til hefur fámenn yfirstétt notið hans að mestu. Venezuela getur tvímælalaust át glæsta fraimtíð fyrir hönd- um, ef þar skapast farsælir stjórnarhættir- Landið er stórt og getur búið miklu fleira fólki 'góð skilyrði en þeim 6—7 milj., sem nú búa þar. Þótt mikið sé nú skrifað um Asíu og Afrí'ku, 'bendir margt til þess, að Suður-Ameríka geti orðið mesta framtíðarálfan, ef nýir og farsælir stjórnarhættir ná að þróast þar. Þ. Þ. t Verðþenslunnar fór fyrst að gæta hér upp úr 1940. Framsóknarmenn gerðu þá þegar tilraun til að stemma á að ósi. íhaldið brá fæti fyrir þá viðleitni. Nokkru síðar tókst Ólafi Thors að hækka vísitöluna um 89 stig á nokkr um mánuðum og verða þar með eini heimsmethafi ís- lendinga. Aftur úr því mynd aði methafinn ríkisstjórn með meiri fyrirgangi og há- vaða en fyrr eða siðar hefur þekkst við slíka athöfn. Sú ríkisstjórn setti sér þegar í stað það takmark, að gera ekkert í dýrtíðarmálunum og afleiðingar þeirrar ákvörð unar urðu sem vænta mátti. Lengst af isíðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn og frammistaðan verið í fullu samræmi við hina fyrstu göngu hans á dýrtíðarbrautinni. Og hafi honum ekki þótt nóg ganga hefur hann bejitt áhrifum sínum til þess að ýta undir verkföll. Þetta er sóðaferill og það er rétt hjá Mbl. að með atferli' sínu hefur íhaid ið „'— stefnt afkomuöryggi landsmanna í bili í stórkost lega hættu“. Það er ekki nema von að blaðið tali um „svikastarfsemi“. Safnar fé í sjóð uppreisnarmanna Bæjarstjórn Algeirsborgar biíur alla styrkja „Hiiiia heilögu, þjóÖIegu hreyfingu til verndar frönsku Alsír” NTB—París, 27. jan Bæj- arstjórn Algeirsborgar sendi í dag frá sér áskorun til Alsír- búa og biður um stuðning og fjárhagsaðstoð fólksins við ,,Hina heilögu þjóðlegu hreyf |ingu“ eins og komizt er að | orði, sem berjist fyrir „frönsku Alsír“. Sjálf gekk bæjarstjórnin á undan og lagði fram um 800 þús. ísl. krónur í sjóð, sem stofnaður j hefur verið og standa á undir , hernaðaraðgerðum uppreisn- I armanna. í dag gengu vopnaðir menn frá uppreisnarmönnum um götur Al- geirsborgar og gættu þess að alls- herjarverkfallinu væri framfylgt. De GauIIe á mikið fylgi Á hinn bóginn steyma stöðugt samþykktir frá stjórnmálaflokkum og félagasamtökum til Elysée-hall- ar, bar sem lýst er stuðningi við Alsírstefnu de Gaulle og öfga- menn í Alsír fordæmdir. Gaullista fiokkurinn hefur ákveðið, að þing flokkurinn skuli kvaddur til fund- ar. Segir í yfhdýsingu, að síðustu atburðir í Alsír séu fyrs't og fremst runnir undan rifjum pólitíska braskara í hliða'rherbergjum franska þingsins. Stærsta blað Frakklands „France Soir“, birtir í dag leið- ara undir nafninu: „Við stönduni að baki de Gaulle“ og er hann undirritaður af aðalritstjóra blaðs- ins, sem annars varla nokkurn t;ma skrifar um daglega atburðí. Leiðari af þessu tæi er algert eins dæmi í þessu blaði. „Deyja fyrir de Gaulle" Mustafa Chelha, Serki, sem er fulltrúi á franska þinginu, kom frá Alsír til Parísar í dag. Hann kvað Serki standa fas't að baki de Gauile og þeir væru reiðubúnir sð devja fyrir hann. Enginn Mú- hameðstrúarmaður hefði tekið þátt í uppreisn Evrópumanna í Alsír. Frá því er skýrt, að 1200 Serkir hafi farið hópgöngu að ráðhúsi borgar einnar í Alsír og iirópað: „Lifi de Gaulle“. Kom tit vopnaðra átaka við Evrópumeun og voru sex Serkir særðir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.