Tíminn - 29.01.1960, Síða 10

Tíminn - 29.01.1960, Síða 10
10 TÍMINN, föstudaginu 29- jauúar 1960. Körfuknattleikslið IR mætir bezta liði Keflavíkurflugvallar í kvöld — Bandarískir flugvallarmenn leika í Iiíiíiu, en þaí hefur ekki tapaft leik hér á landi Ingo boðnar 2. iiiilljonir Hcimsmeistaranum í þunga- vigt í hnefaleikum, Svíanum Ingemar „Ingo“ Johansson, hafa verið boSnar tvær milljón- ir sænskra króna fyrir leik við Bandaríkjamanninn Archie Mooie, sem er heimsmeistari í léttþungavigt. Ingemar hefur enn ekki ákveðið hvort hann tekur þessu tilboði, en ef af leikniim verður á hann að fara fram á hinum nýja Ullivi-leik vangi í Gautaborg, sem rúmar yfir fiinrntíu þúsund áhorfend ur. I kvöld fer fram að Háloga- landi leikur í körfuknattleik, sem áreiðanlega kemur til með að vekja talsverða at- hygli. Lið íþróttafélags Reykjavíkur, sem sigraði ný- lega á hraðkeppnimótinu hér, rnætir þar bezta körfuknatt- leiksliðinu á Keflavíkurflug- velli, sem nefnist ,,Supply“. í því leika eingöngu Banda- ríkjamenn, sem starfa á vell- inum. Bandarikjamenn á Keflavíkur- flugvelli iðka mjög körfuknaitt- leik og í meistarakeppninni, sem þar er' háð, taka þátt í miJli 20 oS 30 lið. Síðan ,,Supply“ var stofnað hefur það ekki tapað leik þar syðra og er nú meistari þar. Í.R. alendur fyrir þessari keppni Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur um helgina Hin árJega firmakeppni Skiðaráðs Reykjavíkur mun að öllu forfailalausu fara fram laugard. 30. og sunnud. 31. jan. n. k. við skíðaskálann í Bveradölum. I Skíðaráðið er nú sem óðast að safna fé til aðstoðar fyrir reyk- vísku skíðamennina og nýtur þar styi.ðpings fjölmargra fyrirtækja í Reykjavík. Þar sem um 100 fyrir- tæki hafa að undanförnu tekið þátt í keppninni hefur verið ákveðið að þessu sinni, að keppnin standi yfir í tvo daga og verður keppt til úrslita síðdegis á sunnudag og von- ast s'kíðaráðið eftir því að fulltrú- ar frá hinum einstöku fyrirtækjum mæti í skíðaskálanum með kepp- endum til sameiginlegrar kaffi- drykkju, að keppni lokinni. Reykvískir skíðamenn hafa æft af kappi í vetur og hafa sjaldan verið í betri þjálfun. Margir ungir og efnilegir skíðamenn munu keppa að þessu sinni. Ógjörningur er að spá nokkru um úrslitin, þar sem um forgjafarkeppni er að ræða. (Frétt frá SRR) Dómarínn vísaði mark- . dómara af vellinum Á sunnudaginn kom fyrir óvenjulegt atvik í handknattleik milli jforsens egr Silkeborg í Danmörku, því a3 dómarinn Harry Nielsen, rak markdómarann, Bernhard Madsen frá Horens, úr starfi sínu og af leikvellinum og eftir það var aðeins einn markdómari starfandi meö dómaranum. StöSugar erjur höfðu átt sér stað milli hinna tveggja dómara út af ýmsum atriðum, þar til aðaldómarinn í leikn- Um tók hina óvenjulegu ákvörðun sina. Það fylgir sögunni að Horens sigraði í leiknum með 22 mörkum gegn 19. en það er eitt bezta körfuknatt- leikslið hér á iandi, eins og sigur inn í hraðkeppninni bendir 'til. Leikmenn liðsns hafa þegar til afs bera ‘talsverða ikeppnisreynslu, þótt þeir séu flestir ungir að ár- um. Á undan aðalleiknum milli Í.R. og „Supply“ fer fram lei'kur í fjórða aldursflokki, og mun það vera í fyrsta skipti, sem keppt er í þeim aldursflokki í körfuknatí- leik hér. - Bridge - Önnur umferð í tvímenn- ingskeppnl meistaraflolkks Bridgefélags Reykjavíkur var spiluð í Skátaheimilinu á þriðjudagskvöld. í þeirri um ferð fengu þeir Jóhann Jóns son og Stefán Guðjohnsen mjög góða skor, 287 stig — en meðalskor er 210 sti'g —- og náðu þeir við það fyrsta sæt inu. Röð sextán efstu er nú þannig: 1. Jóhann Jónsson — Stefán Guðjohnsen 523 2. Símon Símonarson— Þorgeir Sigurðsson 495 3. Árni M. Jónsson— Benedikt Jóhannsson 490 4. Kristinn Bergþórsson— Lárus Karlsson 475 5. Guðríður Guðmundsd.— Steinunn Snorrad. 469 6. Guðjón Tómasson— Róbert Sigmundsson 461 7. Júlíus Guðmundsson— Þórir Sigurðsson 461 8. Gunnar Pálsson— Sigurhj. Pétursson 459 9. EIís Kristjánsson— Guðjón Kristjánsson 456 10. Einar Þorfinnsson— Gunnar Guðmundsson 452 11. Eiríkur Baldvinsson—- Klemenz Björnsson 447 12. Ásmundur Pálsson— Hjalti Elíasson 440 13. Laufey Þorgeirsd.— Margrét Jensdóttir 436 14. Jakob Bjarnason—■ Jón Björnsson 426 15. Hallur Simonarson— Jón Arason 424 16. Ásbjörn Jónsson— Örn Guðmundsson 422 Þriðja umferð verður spil- uð á sunnudag. Líklegir Ólympíusigurvegarar Fenny Pitou, Bandaríkjunum Nýlega skýrðum við frá ástarævintýri milli austur ríska skíðakappans Egon Zimmermann, sem kenndi hér á landi í fyrravetur, og bandarisku stúlkunnar Penny Pitou. Við munum nú aðei'ns kynna þessa bandarískii stúlku betur hér á síðunni. þar sem hún er álitin mjög líkleg til sig urs í alpagreinum á Olym piuleikunum í Squaw Wailley, sem hefjast ura miðjan næsta mánuð. Það er reyndar ekki nýtt að Bandaríkin eigi mjög góðar skiðakonur eins og reyndar þeir vita, sem lásu grein hér fyrir stuttu síð- an um Andreu Mead Law- rence, sem var hinn mikii sigurvegari' á Ólympíuleik- unum í Osló 1952. Og nú búast Bandaríkjamenn jafnvel við hinu sama af Penny Pitou. Hún hefur að undaníörnu dvalið í Aust urríki og tekið þar þátt i mörgum mótum með góð- um árangri, en meðal kepp enda á þeim hafa verið flestar beztu skíðakonur heims. í Hahnenkan mótinu, var hún í öðru sæti saman lagt á eftir kornungri stúlku, en í sviginu á því móti varð hún í fyrsta sæti ásamt vinkonu sinni og samlanda, Lindu May- ers, þrátt fyri'r það, að Penny varð fyrir því, að detta í annarri umferðinni. Á mörgum öðrum mótum í Ölpunum sigraði hún eða varð framarlega. Eftir að Bud Werner, sá maðurinn, sem Banda- ríkjamenn bundu mestar- vonir við í sambandi við Ólympíuleikana, fótbrotn- aði á æfingu og getur þvf ekki keppt á leikunum, hef ur almenningur í Banda- - rikjunum sett allt sitt traust á Penny Pitou, og er það ekki að ástæðulausu eftir sigurgöngu hennar að undanförnu. Hin 21. árs fallega, Ijós- hærða stúlka þakkar unn usta sínum Egon Zimmer mann, þær framfarir sem hún hefur tekið, enda er hann einn fremsti' skíða- maður heims. Og ef ti'l vi'll verður það því fyrir til-- verknað Austurríkismanns, að bandarísk stúlka sigrar hinar austurrísku í Squaw Wailey? En við bíðum og sjáum hvað skeður um miðjan febrúar. ★ A morgun fer fra'm fjórða umferð bikarkeppniunar ensku. Fara þá frain 16 leikir. Fjórum þeirra verður áreiðanlega veitt mest athygli, en það eru Sheff. Wed. gegu Peterborough, Chelsea gegn Aston Villa, West Bromwich gegn Bolton og Black burn gcgn Blackpool. Erfitt verður að spá fyrir um úrslit í þessum leikjum nema ef til vill þeim fyrsta. Stóru liðin Wolves, Manch. Utd. og Totenliam fá heldur létta andstæðiuga, að því er virðist. Úlfarnir leika lieinia gegn 2. deildarliðinu Charlton, Manch. Utd. leikur á útivelii gegn Liverpool og Tottenharii mætir 4. deildar liðinu Crewe Alexandra í Crewe. Og á mynd inni hér til hliðar sjáum við markmann Tottenham, skozka landsliðsmanninn Billy Brovvn, sem Tottenham keypti s. I. sum ar frá skozka 1. deildar félaginu Dundee fyrir 16.500 sterlings- pund. Nottingham Forest, hand hafar bikarsins, heimsækja Sheffield United, en Brámall Lane hefur undanfarin ár verið happavöllur Forests. Þegar fé- lagið vann sig upp í 1. deild fyrir þremur árum, Iéku leik menn þess sinn síðasta leik á Bramall Lane og unnu 4—0 og tryggðu sér sæti í fyrstu deild. Burnley, sem margir liafa spáð að ná.i langt í keppniniii í. ár, fara til Wales og leika gegu Swansea.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.