Tíminn - 06.02.1960, Page 5

Tíminn - 06.02.1960, Page 5
T í MI N N, laugardaginn 6. febrúar 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstj6ri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar 18 300, 18 301. 18 302. 18 303 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingasími 19 523. • Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf. Aldre? framar vinstri stjornarán Tvær ástæSur eru það ekki sízt, sem okkar fjöl- menna ríkisstjórn og hið nánasta fylgilið hennar færir fyrir nauðsyn þeirrar stórfelldu byltingar, sem boðuð er nú í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Önnur er sú. að erlend skuldasöfnun hafi orðið svo gífurleg á undan- förnum árum og þó einkum í tíð vinstri stjórnarinnar eins og nærri má geta að lengra verði með engu móti haldið á þeirri braut, heldur skuli nú snúið við hið snarasta. Hin er, að svo mikill halli og væntanlega vax- andi, sé á útflutningskerfinu, að velta verði því um hrygg í einum rykk, ef ekki eigi allt að kaffærast. Enginn mun neita því, að uppbótakerfi það. sem við höfum notað hér að undanförnu er mjög gallað Vinstri stjórnin ákvað að þoka því til hliðar smátt og smátt. Með efnahagsaðgerðunum frá vorinu 1958 var tekið verulegt skref í þá átt. Hins vegar voru allir ábyrgir menn sammála um, að ef söðlað yrði algerlega um í éin- um svip, myndi það valda stórfelldari röskun en svo, að við yrði ráðið. Enginn var þá fjölorðari um það en núverandi dómsmálaráðherra að fara yrði þessa leið í áföngum, ekkert allsherjar bjargráð væri til, sem öllu gæti kippt í lag í einu vetfangi. Trúin á pennastrikið var nefnilega mjög tekin að dofna i þeim herbúðum. Þrátt fyrir þetta beitti dómsmálaráðherrann öllu sínu liði, af blygðunarlausri óskammfeilni og blindu ofstæki. gegn þessum aðgerðum. Hér var ekki um neina venju- lega stjórnarandstöðu að ræða heldur raunverulega þjóð- arandstöðu. Afsökun fyrir framferði sínu höfðu þeir enga. því óhappaverk og skelmisbrögð verða ekki afsökuð með valdagræðgi einni saman. Og þeim tókst að herða svo að hnútnum, að þegar þeir velta honum nú sjálfir fyrir sér, treysta þeir sér ekki til að leysa hann heldur höggva. Annað er ekki hægt, segja þeir, hailarekstrinum verður ekki lengur haldið áfram. En hvað sögðu þeir i haust? Afkoma ríkissjóðs ágæt, Útflutningssjóður aldrei staðið betur. Og þjóðinni var ætlað að þakka þessa fyrirmynd- ar stjórn. Og sumir trúðu og þökkuðu En hvað mega hinir trúuðu hugsa nú. þegar allt, sem þeim var sagt í haust reyndist fals og ósannindi? Og svo eru það „eyðslulán“ vuistri stjórnarinnar. Lánin. sem „eytt“ var til raforkuframkvæmda til sem- entsverksmiðju, til ræktunar, til bvggingaframkvæmda í sveit og við sjó, til fiskiskipa- og bátakaupa, til byggingai fiskiðjuvera o. s. frv., lánin, sem ýmist skapa gjaldeyri eð: spara gjaldeyri, lánin, sem samkvæmt allra hæstum úr skurði ríkisstjórnarinnar eru að gera Islendinga að ánauð ugum þrælum erlendra lánardrottna Það er ekki að furð þótt þvílík reyfaramennska vinstri stjórnarinnar gang' fram af ríkisstjórninni og hún telji tímabært að spyrn við fótum á þessari háskabraut. Hitt er svo annað mál. r erlendar lántökur fordæmir hún ^kki ef lánunum e varið á réttan hátt. Þess vegna ráðgerir hún nú 800 mil! kr. erlenda lántöku. miðað við breytí gengi, til stutts tím: og segir okkpr að ekki ætti að vera örðugleikum bundi? að endurgreiða þá óveru á nokkrum árum bara ef v'” fáum nógar vörur 4 búðirnar. Þar hafa menn þá stefnu ríkisstjórnarinnar í lána málum: Lán til arðbærrs framkvæmda eru stórhættuleg fjárhagslegu stjálfstæði þjóðarinnar. Lán til kaupa á alls konar varningi handa þessum fáu verzlunum i landinu er það bjargráð, sem okkur hefur vantað. Aldrai framar vinstn stjórn, aldrei framar vinstri stjónar lán. ERLENT YFIRLIT Mikojan heirasækir Castro Heimsókn, sem er líkleg til a<S valda áhyggjum í Bandaríkjunum EINS og sikýrf hefur verið frá í blöðum og útvarpi, kom Mikojan, fyrsti viaraforsætisráð herra Sovétríkjanna, við á Keflavíkurflutvelli í fyrradag á leið til Kúbu. Þetta er í ann að sinm á skömmum tíma, sem Mikojan heimsækir vesfurálf- una, án þess ag för bans sé heitið til Bandaríkjanna. í fyrra skiptið fór hann til Mexíkó og opnaði þar rússn- eska sýnihgu. Sú för hans vakfi athygli í amerískum blöðum og var túlkað sem merki þess, að Rússar ætluðu að láta sig málefni himnar laitn esku Ameríku mun meira skipta hér eftir en hingað til Mörg bandarísku blöðin ræddu um þetta í áhyggjutón, þar sem andúð hefur farið heldui vaxandi gegn Bandaríkjamönn um í þessum löndum I seinni tíð, m.a. vegna þess, að banda- rísk fyrirtæki eru talin arð- ræna almenning þar, en stjórn Bandaríkjanna þykir hafa van rækt að veita þar aðstoð til efnahagslegrar viðreisnar. Sá ótiti hefur því skapast hjá ýms um framsýnum mönnum í Bandaríkjunum, að Rússar kunni að reyna að grípa hór tækifærið, og bjóða ríkjum Mið- og Suður-Ameríku efna hagslega aðstoð og viðskipti. sem væru þeim hentug. I kjöl farig myndi svo fara undir róður til eflingar kommúnisma og ands'öðu gegn Bandaríkj unum í þessum löndum. För Mikojans til Mexícó sem hefur víðtæk skipti við Mið- og Suður-Ameríku, var mjög sett í samband við þess- ar fyriræflaniir Rússa í skrif um bandarískra blaða ÞÓTT Bandaríkjamenn teldu för Miikojans til Mexíco vera þeim áhyggjuefni, er för hans til Kúbu, þó vafaiaust stórum meira aivöruefni fyrir þá. Fram vinda mála á Kúba getur ve) orðið sú, ag Rússar fái tæki- færi til að koma þar ár sinni fyrir borð. Síðan byltingarstjórn Castr- ós hófst til vaida á Kúbu fyrir rúmu ári síðan, hefur sambúð in miili Bandaríkjanna og Kúbu sívens'nað, einkum þó seinustu vikurnar. Stjórn Castrós hefur látið gera upp- tækar miklar eignir bamda- rískra auðhriaiga á Kúbu, eink um landeignir, án þess að greiða enn nokkrar bætur fyr ir,- þótt hann hafi heitið þeim Þá hefur stjórn Kúbu mjög ásakað Bandaríkin fyrir það ið þau stæðu fyrir tilraunum il að steypa stjórn Castrós úr tóli og hafa blöð stjómarinn r jafnvel ráðist á Eisenhower- þessu sambandi og líkt hon- ;m vig Franco, einræðishcrra, Ipánar. Það bætti ekki úr. er/ "r Nixon varaforseti lét ný-/ !ega liggja að þvi, að Banda-/ ríkim yrðu að grípa tii sérstakra/ ráðstafana. ef Castró héldi/ uppi óbreyttu háttaiagi. Eftir/ 'iað hófu blöðin á Kúbu mjög/ -orðar árásir á Nixon. ) '/ ÞÆR gagnráðstafanir, sem / Nixon hefur haft í huga, eru/ vafaiítið þær. að Bamdaríkin/ dragi úr sykurinnflutningi frá Kúbu, en sykur er helzta út / flutningsvara Kúbu og fer lang/ Castro gerir mjög að því að halda sjónvarpsræður. Sá atburður gerðist nýlega, er hann deildi fast á Franco í sjónvarpsræðu, að spánskl sendiherrann, er var staddur i húsinu, braust inn til hans, og rifust þeir í sjónvarpinu góða stund. Castro vísaði sendiherranum siðan úr landi. Myndin er frá einvígi hans og sendiherrans ( sjónvarpinu. mestur hluti hans til Bandaríkj anna. Mörg bandarísk blöð, — einkum þau, sem eru hliðholl oandarísku auðhringunum ,er hafa orðið fyrir barðinu á Castró, — hafa sett fram á kveðnar kröfur um þetta. Það gæti hins vegar orð mjög varhugaverg ráðstöfu fyrir Bandaríkin, ef þau grip. til slíkra viðskiptaþvingar. gegn Kúbu. Það myndi mæla mjög illa fyrir ' í Suður-Amt riku og ýta undir þanrn áróður að þau ætluðu sér að drottna yfir þjóðum Mið- og Suður- Ameriku meg þvingunum og ofríki. Þetta myndi einnig geta haft veruleg áhrf í Asíu og Afríku. Þá hafa Bandaríkin fleiri hagsmuna að gæta á Kúbu en efnahagslegrar. Bandar. hafa þar eina stærstu flotastöð sína Castró hefur enn ekki am- ast neitt við henni. Það myndi hann vafalaust gera, ef viðskiptastríð yrði milli land- anna. Herforingjar Bandaríkj- anma hafa iýst yfir þvi, að þau mættu ekki láta þessa herstöð af hendi, þvi ag hún væri eins og lykillinn að bakdyrum Bandaríkjanna. Það yrði samt mjög óhagstætt áliti Bandaríki anna, ef þau yrðu að halda þessari herstöð með valdi gegn vilja Kúbustjórnar. SENNILEGA mun Banda- rikjastjórn kjósa þá vinnuað- ferð fyrst um sinn að fara mjög gætilega í viðskiptum sínum við Castró. Jafnframt mun hún reyna að kappkosta af öllu megni að bæta sambúð ua við ríki Suður-Ameríku, og ér Eisenhower í heimsókn •mgað næstu daga í þeim til- angi. Von suiiira Bandaríkja lanna er sú, að hægt verði að :á einhverjar ríkisstjórnir S- Ameríku til ag beita sér fyrir bættri sambúð milli Kúbu og Bandaríkjanna, Til þess að för Eisenhowers beri tilætlaðan ár angur, þarf hann þó áreiðan- lega að gera miklu meira en að sýna sig og hið fræga bros sitt. Bamdaríkin þurfa að veita þessum lönduim miklu meiri aðstoð til viðreisnar en þau hafa gert hingað til, og láta sjást á þann hátt og ann an, að þau hafi önnur og betri skipti af málum Mið- og Suður-Ameríku en að vemda bandarískra auðhringa og styðja afturhaldsklíkur beint og óbeint til valda. Því miður hafa afskipti Bandaríkjanna alltaf mikið einkennst af slíku. Það væri vel. að það vekti nú verandi forráðamenn beirra til umhugsunar og stefnubreyting ar að sjá Milcojan kominn í bakdvr Bandaríkianna. Þ. Þ. Próf við Háskóia islands >\.\*V,\.\.\.\,\.' Embættispróf i guðfræði: Ingiberg Hannesson Embættisnróf í læknisfræði: Bogi Melsted Einar Baldvinsson Guðmundur Georgsson Jón Jóhannesson Jónas Oddsson Kjartan Kjartansson Kandídatspróf i tannlækningum: Guðjón Aelsson Hörður Sævaldsson Sigurður Jónsson i .bættispróf í lögfræði: Benedikt Blöndal Hjörtur Torfason Jóhann Níelsson Þorkel! Gíslason Kandídatspróf í viðskipta- fræðum: Sigurpáil Vilhjálmsson B.A.-próf: Haukur Melax Hörður r.árusson Ólöí Benediktsdóttir Fróf i ísienzku Kai A. Saaaila

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.