Tíminn - 06.02.1960, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, laugardaginn 6. febrúar 1960.
fslenzkur vatnagróður er
fremur fátæklegur. Tjarnir eru
víða brj'ddar gulstör og úti í
vatninu vex blástörin hans
Indriða, fergin, vatnsnál, lófót-
ur, nykrur o. fl. Gulstörin er
ein bezta fóðurjurt landsins og
á flæðiengjunum á Hvanneyri
og víðar er farið að auka
grózku hennar með áburði.
GRÖÐUH OG GARÐAR
INGOLFUR DAVIÐSSON
Fenjaskógar
Ferginið þykir örva mjólkur-
myndun kúnna. Hefur það jafn-
vel verið slegið á ísilögðum
tjörnum. Gulvíðir teygir sums
staðar greinar sinar út yfir
vatnið, sbr. hið forna nafn
hans slútur. Slútnes er þá
sama sem víðines. — íslenzk
fjörutré eru aðeins rekaviður,
kominn langt að með hafstraum
um úr austri og vestri. Greni-
og furubolir, lerki (rauðavið-
ur), selja, þ.e. ösp og víðir,
munu komin að austan, en dá-
lítið berst líka að vestan á
fjörurnar, t.d. bambus, mah-
ony, lausnarsteinar o. fl. En
skógar eru viða eyddir og trjá-
reki fer minnkandi. Engin tré
vaxa heldur í leðjunni við ís-
lenzka sjávarvoga. Strandfitj-
ar eru vlða algrónar sjávarfitj-
ungi, lágvaxinni grastegund,
sem þo’ur seltuna og sem fé er
sólgið i.
Til þess að finna fenjaskóga
og lifandi fjörutré, verður að
fara langt suður í lönd — og
skyggnast þar um í fenjum og
sjávarlónum. —
í mókolalögum í Mið-Evrópu
og víðar finnast leifar ýmissa
fornra rrjáa, t.d. risafuru, eini-
tegunda og fenja„kýprusviðar-
trjáa“. Enn lifa afkomendur
þessara milljón ára gömlu mó-
kolatrjáa á strjálingi í heim-
inum. Skal hér minnzt lítillega
á fenjarréð Faxodium distich
um, sem myndar skóga í suð-
austanvcrðum Bandaríkjunum.
Þetta merkilega tré vex ágæt-
lega í 2—3 metra djúpu vatni,
bæði í strandfenjum og þar
sem ár flæða yfir marga mán-
uði á ári, t.d. í Flórída. Geta
þessir fenjaskógar orðið 30—
50 m háir og eru mörg trén
500—700 ára gömul. Trjábol-
irnir geta orðið 2—3 m í þver-
mál, en verða oftast holir inn-
an með aldrinum. Faxodium er
barrtré, sem fellir barrið á
haustir. líkt og lerkið hér á
norðurslóðum. Álíta sumir
þetta barrfall Faxodium, sem
nú lifir í hlýju loftslagi og
nógum raka, vera áhrif eða
menjar frá fornum kuldatímum
er forfeður þess áttu við að
stríða.
Upp af rótum Faxodium-
trjánna vaxa angar eða teinung
ar upp á við og geta náð allt
að einum metra upp úr vatn-
inu. Þetta eru eins konar loft-
rætur, sem afla súrefnis úr loft
inu, en á því vill verða skort-
ur niðri í vatninu. Ekki hafa
þó öll irén slíkar rætur, þótt
þau vaxi í vatni. Trén eru
harla einkennileg með alla
Mangrótré með loftrótum
þessa smástólpa kringum sig
og svo cru þau oft mjög dig-
ur neðst, e.t.v. til að standa
betur föst í leðjunni.
Faxodium eða fenja-sýpris-
skógarnir exu grózkumiklir í
ferskvatnsbleytunni, en það
dregur úr þeim ef landið þorn-
ar og líka þar sem mikillar
sjávarseltu gætir. Sumar teg-
undir vaxa bezt við ár, en
aðrár mynda kraga af skógi
kringum stöðuvötn og djúpar
tjarnir. Faxodiumtré eru rækt-
uð í Evrópu og eru til allt að
20 m há í Danmörku. Þar þríf-
ast þau skást á þurru, því að
vatnið er of kalt. Viðurinn
þykir góður og er mikið not-
aður í stengur, stólpa, þvertré
undir iárnbrautarteina o.s.frv. '
Gaman væri að eiga svona^
tjarnatre hér úti á íslandi/
Hver veit nema einhvern tíma1.
verði hægt að breyta blástörí
eða fergini í tré, t.d. með geisH
unum! (
Allvíða í hitabeltinu vaxaj
skógarbteiður alveg út í sjóV
<
Það eru Mangrove tré og runn-
ar, allmargar sígrænar tegund-
ir, sem vaxa í leðjunni í sjáv-
arlónum og lygnum fjörðum.
Leðjan er mjög blandin lífræn-
um efnum, en fremur suauð af
súrefni. Þess vegna verða ræt-
ur Mangrovetrjánna að vera
gljúpar með nægum loftgöng-
um. Vaxa margir rótarendar
upp úr leðjunni og ná þessar
loftrætur í súrefni handa sér
og öðrum rótum trésins.
Einkennilegt er það, að fræ-
in byrja að spíra áður en þau
losna af móðurtrénu. Frá ung-
um mangrovetrjám vaxa enn
fremur loftrætur niður úr grein
unum og niður í leðjuna.
Standa loftrætur að lokum
eins og súlur umhverfis trén,
styðja þau og hlífa við sjávar-
róti.
Banyantréð (Ficus bengal-
ensis) vex á þurru, en er frægt
fyrir „súlumyndun" sína. Það
á heima í hitabeltislöndum SA-
Asíu. Vaxa loftrætur frá sum-
um gre’.nunum til jarðar, festa
þar rætur og mynda smám sam;
an heila lundi trjástofna. í
grasgarðinum í Kalkútta á Ind-
landi vex hundrað ára gamalt
banyantré, sem. byrjaði að
vaxa sem gestagróður uppi í
toppi döðlupálma (sbr. flug-
reyni). Nú er pálminn fallinn,
en banyantréð hafði áður skot-
ið loftrótum til jarðar, og vex
í hans stað, þar sem hann stóð.
Er aðalbolur þess nærri 4 m
í þvermál og tvö hundruð nýir
og furutré
bolir vaxa í kring og mynda
lund sem er um 300 m að um-
máli. Þannig er tréð orðið að
Iundi eða skógi. Gömul þjóð-
saga hermir að AÍexander
mikli hafi slegið herbúðum
undir banyantré, sem var svo
mikið orðið ummáls að það gat
skýlt öllum her hans — sjö
þúsund manns.
MINNINGARORÐ:
Anna ióhanmdóttir
fyrrv. Ijósmóðir
í dag verður til moldar borin að
Hraungerði í Árnessýslu Anna
Sigríður Jóhannsdóttir fyrrver-
andi ljósmóðir. Hún var fædd í
Hjálmholti 10. október 1875- For-
eldrar hennar voru hjónin Jóhann
Eiríksson og Björg Eiríksdóttir.
Þau voru bæði úr norðurlandi, en
fluttust suður í Árnessýslu um
1870 með Ásmundi bónda Bene-
diktssyni er hann kom að norðan
og tók til ábúðar jörðina Haga í
Gnúpver j ahreppi.
Jóhann var sonur Eiríks bónda,
er bjó á Völlum og síðar á Botni
í Eyjafirði, en Björg var dóttir
Eiríks bónda í Litlu-Tungu í Bárð-
ardal. Þau hjón munu alla sína
hjúskapartíð hafa verið annað-
hvort í húsmennsku eða vinnu-
mennsku, og skömmu eftir að þau
voru komin til suðurlands, vistuð-
ust þau í vinnumennsku hjá Ólafi
Þormóðssyni hónda í Hjálmholti
og voru þar í mörgf ár. Þar óstl
Anna sál. upp að mestu leyti, en
þó mun hún hafa verið með for-
eldrurn sínum og enn á bernsku-
aldri er þau settuzt að hjá Illuga
syni sínum, en hann bjó fyrst í
Oddgeirshólahöfða og síðan á
Laugum í Hraungerðishreppi.
Eftir að Anna varð fulltíða að
aldri fór hún í vinnumennsku og
var í því starfi á ýmsum bæjum
í Hraungerðishreppi fram yfir
scxtugsaldur. Hún var vinnukona í
Hjálmhblti, Stóru-Reykjum og víð-
ar, en lengst var hún í Oddgeirs
Briem og Árna Árnasyni, og var
hólum hjá þeim hjónum Elínu St.
mjög kært milli hennar og þeirrar
fjölskyldu.
Anna lærði Ijósmóðurfræði þeg-
arar hún var hálfþritug og tók að
námi loknu við ljósmóðurstörfum
í Hraungerðishreppi. Mun hún
hafa haft þann starfa á hendi í
háifan fjórða áratug og var mjög
farsæl í starfi sínu. Hún lagði fram
krafta sína til líknar og lét aldrei
standa á hjálp sinni þrátt fyrir
mjög tæpa heilsu. Hún færðist öll
í aukana þegar hún vissi að á hjálp
hennar þurfíi að halda og hraðaði
för sinni sem mest hún mátti.
Konurnar sem nutu hjálpar henn-
ar virtu hana vel og báru alla ævi
til hennar þakklátan vinarhug.
Anna var að þeirra dómi sem
bezt þekktu hana, dugandi kona og
mikilhæf til líkama og sálar. Hún
var mjög vel vinnandi á öll kven-
leg störf, en einnig var hún af-
kastamikil við útivinnu. Hún lét
sér annt um allt sem minnimáttar
var. og áttu dýrin í henni traustan
vin. Anna var greind kona, fróð
og minnug og hafði mjög góða frá
sagnarhæfileika. Gæddi hún frá-
sögn sína slíku lífi og litum í með-
ferð móðurmáls og efnis, að yndi
þótti á hana að hlusta. Hún var
bókhneigð mjög og las mikið. Ekki
lét hún sér nægja, að lesa bækur
á sínu eigin móðurmáli, heldur
las hún einnig bækur á danskri
tungu, og hafði hún lært það án
tilsagnar.
Anna giftist ekki, en eina dóttur
eignaðist hún. Er það Jónína Krist
jánsdóttir húsfreyja í Grímsfjós-
um á Stokkseyri, gift Andrési
Markússyni bónda þar. Hjá þeim
dvaldi Anna á þriðja áratug, og
þar andaðist hún eftir langa legu
á Pálsmessu 5. j2anúar s.l. Hún
naut hjá dóttur sinni og tengda-
syni ástúðlegra samvista og ágætr-
ar umönnunar og varð ævikvöldið
henni þar friðsælt og fagurt. Anna
var traust kona og trygglynd og
trú yfir öllu er henni var á hendur
falið. Hún fór mildum líknanhönd-
um um margan hvítvoðung og hún
hagræddi og hjúkraði margri
þreyttri móður á sjúkrabeði. Megi
hún nú sjálf að leiðarlokum hér
eiga í vændum nýrri tilveru endur
gjald trúrrar þjónustu og fórnar.
á tívnivrn ta tgi -si i W7M 771 1H
Nauðungarupphoð
verður haldið að Síðumúla 20. hér í bænum, miðviku-
daginn 10. febrúar n. k. kl. 1.30 e. h. eftir kröfu toll-
stjórans i Reykjavík, bæjargjaldkerans í Reykjavík o. fl.
Seldar verða eftirtaldar bifreiðar:
R—199, R—262, R—364, R—1218, R—1947, R—1950,1
R—1961, R—2042, R—2066, R—2278, R—2332, R-
2586, R—2605, R—2610, R—2646, R— 2940, R—3021,
R-*-3070, R—3095, R—3116, R—3125. R- 3164. R—
3553, R—3609, R—3654, R—3704. R—3741, R—3980,
R—4021, R—4246, R—4557, R—4601, R—4884, R—
4930, R—5420, R—5538, R—5618, R—5676, R—5774
R—5857, R—5931.
R—5947, R—6153. R—6306, R—6335, R—6509, R—
6674, R—6778, R—6901, R—7154, R—-7396, R—7459,
R—7800, R—7933, R—8221, R—8240, R—8356, R-
8494, R—8513
R—8843, R—8875, R—9001, R—9148, R—9504, R—
9507, R—9553, R—9626, R—9626, R—9691, R—9835,
R—10135, R—10211, R—10228, R—10319, R_10374,
R—10488, R—10647, R—10724. fi- 10840, R—10953,
G—1239, G—1793, H—432, H—468.
Ennfremur loftpressa.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík
Stúdent hefur sent mér eftirfar-
andi bréf um álit sitt á ráðstöfun-
um þeim, sem ríkisstjórnin boðar.
Ræðir hann þar um, hvemig þær
muni koma niður á námsmönnum,
einkum þeim, sem stunda nám er-
lendis. Greinarstúf sinn nefnir hann
HVERS EIGA NÁMSMENN AÐ
GJALDA?
Það er helzt
að skilja á málgögnum stjórnar-
flokkanna, að sáralítil og jafnvel
engin kjaraskerðing muni verða af
ráðstöfunum ríkisstjómarinnar í
efnahagsmálum. Pjölskyldubæturn-
ar vega fyllilega þar upp á móti.
Hér er um miklar blekkingar að ræða
og ef ríkisstjómin og þeir flokkar,
sem að henni standa, trúa þessu í
raun og veru, þá hafa þeir gert sig
seka um að gleyma stórum hluta
þjóðarinnar eða ganga algjörlega
fram hjá honum. Þar er átt við
æskufólk, sem komið er yfir 16 ára
aldur, ungt fólk, sem er í skólum.
Stór hluti þess æskufólks er að reyna
að afla sér menntunar af miklum
vanefnum. Sem betur fer hefur
þjóðfélagsmálum verið svo háttað
hér undanfarandi ár, að segja má,
að allir þeir, sem hug og dug hafa
haft, hafa getað kostað sig til
mennta, þótt af fátæku foreldri
væru komnir.
Þelr eru ekkl
svo fáir námsmennirnir, sem brot-
izt hafa til mennta af eigln ramm-
leik. Tekjur þeirra yfir sumarmán-
uðina eða í námshléum hafa nægt
til framfærslu yfir námstímann, ef
ráðdeildarsamlega er á haldið. Hið
opinbera hefur einnig reynt að hlúa
að námsmönnum eftir föngum og
veitt þeim ivilnanir. Þeir hafa yfir-
leitt enga skatta til ríkisins þurft að
greiða. vegna þess námsfrádráttar,
sem þeir hafa orðið aðnjótandi við
skattframtal, og bæjarfélögin hafa
greitt fyrir þá tryggingargjöld og
horft í fingur við þá með greiöslu
útsvara, ef ástæða hefur þótt til.
Þeir íslenzkir námsmenn, sem hleypt
hafa heimdraganum og leitað út fyr-
ir landsteinana til náms, hafa einn-
ig notið mikilla fríðinda umfram
aðra við gjaldeyrissölu. T. d. var
þeim ekki gleymt, þegar vinstri
stjórnin setti á 55% yfirfærslugjald-
ið, þá var mun lægra yfirfærslu-
gjald sett á námsmannagjaldeyri,
enda fyllilega réttmætt og sjálfsagt
í ráðstöfunum
núverandi ríkisstjórnar er hins
vegar hvergi tekið tillit til náms-
manna og sérstöðu þeirra. Þær ráð-
stafanir, sem gera á og stjórnar-
flokkarnir leggja svo ríka áherzlu á
í áróðri sínum, munu ekki koma að
notum, og verðhækkanir þær, sem
af hinum nýju álögum og gengis-
fellingunni munu leiða, munu ] ví
koma með fullum þunga niður á
þessa þjóðfélagsborgara. Ekki mun
i tekjuskattslækkunin hjálpa þeim.
Þeir hafa engan tekjuskatt greitt.
Aðeins örfáir þeirra munu njóta
; f jölskyldubóta. Hins vegar verða þeir
l að greiða söluskatt af framfærslu
sinni eins og allir aðrir og kaupa
gjaldeyri vegna náms erlendls á
sama verði og aðrir. Hér er þvl öxin
reidd að því tré, sem talið hefur ver-
ið vaxtartré hinnar íslenzku þjóðar.
Allir hafa keppzt um að prédika að
æskan væri fjöregg þjóðarinnar og
það riði á að koma henni vel til
manns og mennta hana sem bezt —
framtfð þjóðarinnar væri sem sé
undir því komin að sem bezt væri
að æskunni og þá fyrst og fremst
námsmönnum búið. Þetta er áreið-
nnlega rétt.
A sama tíma
og ráðamenn allra annarra þjóða
reyna að hlúa sem bezt að náms-
mönnum sinum ætlar ríkisstjóm
okkar að taka upp gagnstæða stefnu.
sé þess gætt, að þrír ráðherranna 1
stjórninni hafa verið prófessorar við
Háskóla íslands og þekkja þvf gjörla
erfiðleika fslenzkra némsmanna, og
menntamálaráðherrann fór beint úr
Háskólanum í ráðherrastólinn og
hefur setið þar í fjögur ár samfleytt
og áreiðanlega kvnnzt því af raun,
hve þröngt er f búi hjá mörgum
námsmanninum.
En innan ríkisstjórnarinnar virð-
ast ríkja þau sjónarmið, að aðeins
þeir, sem af rfkum eru komnir, skuli
geta komizt til mennta. Þeir eru hin-
ir guðs útvöldu. Þvi er hins vegar
gleymt, að það hafa einmitt verið
þeir oft á tíðum, sem sjálfir hafa
borið straum af námi sfnu, sem skar-
að hafa fram úr og verið þjóðfélag-
inu mest til styrktar að námi loknu.
— Stúdeut-