Tíminn - 06.02.1960, Page 9

Tíminn - 06.02.1960, Page 9
T f M I N N, laugardaginn 6. febrúar 1960. 9 Óðinn genguí um 19 mílur t--------------------------------------s Óðinn hinn nýi er fríður á stefni og þegar hert er á vélum falla öldur og freyða hátt frá bógi. Varðskipsmenn gerSu „hon- or“ þegar Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunn- ar, gekk um borð í Óðinn skömmu eftir hádegi á fimmtu daginn. Samtímis gall við rödd skipstjórans í brúnni: — Hart i stjór! Bátsmaðurinn við stýr- ið endurtók skipunina og lagði á. — Miðskips! — Hart í bak! Óðinn þokaðist frá bryggjunni og skreið út á milli hafnargarðanna. Hann var að leggja upp í fyrstu reynsluferð héðan. Gunnar Gíslason frá Papey, tundurduflacyðir og einn af eldri kapteinum Landhelgisgæzlunnar, var að leggja síðustu hönd á fall- byssu Óðins. Það var meiningin að reyna hana í þessari ferð, hinar aflmiklu vélar skipsins áttu að snúast eins og mögulegt var, svo átti að taka miðunarstöðina í gegn. Byssan Préttamenn sem fóru með skip- inu f boði Landhelgisgæzlunnar, stálust til að líta á fallbyssuna og lásu þar áletrunina „Artileriværk- stederiet, Köbenhavn 1896“. Ár- talið mun vera smíðaár byssunnar, og samkvæmt nánari upplýsingum var hún um skeið höfð sem aftur- byssa á varðskipinu Ægi en mun vera lítið notuð. Byssan er gefin upp fyrir fimm kílómetra skot- lengd, en dregur mun lengra eða allt að tólf kílómetrum. Þvermál kúlunnar er 57 millímetrar, og byssam er sæmilega meðfærileg þótt gömul sé, en hún er franskr- ai gerðar bótt Danskurinn hafi smíðað. Guðmundur Kærnested skip- stjóri á Rán, sem þarna var stadd- ur, sagði íréttamanni, að rakett- ur væru nú meira notaðar sem stöðvunarmerki heldur en i :ur, enda skilja þær eftir eldslóS. sem er miklu greinilegri heldur en skvettan af öyssukúlunni, þar sem hún fellur i hafið. Samt sem áður þykir nauðsyn að hafa byssuna, enda hefur það sýnt sig, að fram- koma landhelgisbrjótanna hefur breytzt eftir að þeir hafa fengið að vita af henni. Finnst því mörg- og fyrrnefndur gaf merki og einn skipverja stóð á brúarvængnum og flutti orðsendingarnar til loft- skeytamanns.ins, sem skrifaði nið- ui og bar saman við það sem stöðin sagði til um samkvæmt út- sendingu frá bækistöðvum Land- helgisgæzlunnar. Þetta tók nokkurn tíma skipið lónaði til og frá á lítilli ferð, op fréttamönnum var boðið til kaff drykkju í hinuir, vistlega borðs; skipsins. Nokkuð hefur verið fja að um það, að skipið væri inr réttað með miklum íburði, en eng an sérstakan óþarfa sá undirrit- aður. Þvert á móti virtist flest látlaust, en vandað. Allt nýtt og fullkomið nema byssan, hún er hálfrar aldar gömul um undarlegt að svo gamalt vopn Full ferð skuli hafa verið sett á hið nýja varðskip. MiS Þegar Oðinn hafði skammt farið var byrjað að reyna miðunina. Einn skipverja tók sér stöðu með kíki uppá brúnni og sigtaði á hús landhelgisgæzlunnar við Seljaveg, loftskeytamaðurinn stóð við mið- unartækin inni í kortaklefanum og blés I flautu með stuttu milli- bili, sá með kíkinn las miðunina af þar til gerðri skífu um leið '-•íkur skipherra Kristófersson í brúnni á Óðni. Þegar fréttamenn voru að Ijúka úr seinni bollanum, kom maður hlaupandi niður í borðsal og sagði, að skipið væri á fullri ferð. Allir ruku frá borðum, sumir framá stefni, aðrir afturá skut, einn missti hattinn sinn, svo mikill var gusturinn á dekkinu þótt vindhrað gusturinn ,1 dekkinu þótt vind hraði væri sama og enginn. Varð- skipið risti sjóinn svo vatnsperl- urnar flugu upp með stefninu, boðaföllin ultu aftur með því á báða bóga og öldudalur myndað- ist aftur af skutnum, kjölvatnið var samfeild ólgandi röst langt út yfir hafið. Báðar 2500 bremsuhestafla véi- ar skipsins voru keyrðar í topp, 300 snúningar á minútu. — Kannske hægt að bæta við tiu, sagði skipstjórinn. Hraðamæiirinn sýndi 18,6 sjó- mílur. — Og ef þú bætir tíu við, Eiríkur? — Þá fer hann kannske upp í nítján. Það merkilega við alla þessa ferð og tröllaukin átök vélanna var, að hristingurinn var svo að segja enginn, svo lítill að enginn okkar veitti breytingunni athygli meðan við vorum að drekka kaffið. Óðinn hefur því í fullu tré við hvaða togara sem er. Þeir hrað- skreiðustu komast upp í 17 míl- ur, en mcðalskipin aðeins 15. Brezku tundurspillarnir aftur á móti ganga 36—40 mílur og frei- gáturnar um 27 (Russel). Skotæfing — Hvar er nú Gunnar? sagði skipstjórinn, hann verður að fara að skjóta, ef hann ætlar að reyna vopmð. Gunnar kom fljótlega í leitirn- j ar. Hann kallaði í Óla Val, tilvon- andi skotmeistara Óðins og þeir fóru að undirbúa stríðið. — Þrjú laus fyrst, sagði Pétur. — Svo megum við til með eitt fast. — Þetta er í lagi, það er ekkert framundan í stjór? — Ekkert nema Skagamenn, gði einhver. — Fast á Þormóðssker, sagði íkur. Þeir höfðu hlaðið byssuna og pshöfnin fylgdist með úr brú- duggunum Pétur lyfti hendi og ið reið af. Fenguð þið hellu fyrir eyrun? Nei, sógðu allir. ’úðurrevkurinn þyrlaðist frá -sunni. — Skjóta aftur! Annað skotið reið af, þungur tíynkur, eldur og reykur fram úr hlaupinu, og þeir skutu í þriðja sinn. — Nú er það fast. Gunnar sneri byssunni og mið- aði í sjóinn skammt frá stjórn- borða. Hann skaut og sjórinn gus- aðist upp, þar sem kúlan féll, um 200 metra frá skipshlið. — Nú skýtur hann lengra. Annað fast skot reið af og kom niður langa vegu frá skipinu í átt á Þormóðssker. Gunnar skaut í þriðja og fjórða sinn. Fjórða skot- ið kom þrisvar upp úr sjó á mjög löngu færi. — Það fieytir kellingum. — Og beygir til hægri, segir Eiríkur. Það gera rastirnar í hlaup inu. Kúlan er alltaf að snúast. Skotæfingunni var lokið Byss an var smurð og yfirbreidd eins' cg þær eru oftast í viðureigninni við Bretann. Enda hefur það verið sagt, að íslendingar vinni stríðið með fallbyssurnar undir yfir- breiðslum. Samanburðartæki Á heimleið sýndi Pétur Sigurðs- son fréttamönnum sérstakt tæki ti! samanbuiðar á korti og radar. Myndinni af radarskífunni er varp að á kortið með sérstökum útbún- aði og sés’ þannig nákvæmlega hvar skipið er statt. Þá er hægt r.ð teikna kort eftir radarmyndinni, og er þessi úbúnaður mjög nýstár- iegur og tullkominn. bama er að segja um öl! siglinga og stjórntæki skipsins, þar er allt vel og hagan- ltga úr garði gert, að yfirmanna sógn. Skipshöfnin virðist og mjög ánægð með allan útbúnað. Varðskipið Óðinn fer sennilega út í dag í nýja reynsluferð og til að gæta réttar okkar við strendur íslands. B.Ó. Mikið ura byggingar Sauðárkróki, 27. jan. — Hér er allt með ró og spekt og lífið gengu rs>inn vanagang. Mönnum er efst í huga veðurblíðan en hún er með eindæmum, lengst af logn og frostlítið Sauðfé er að sjálf- sögðu beitt og hross hafa ekki komið í hús. - Héðan róa nokkrir tátar en afl' mætti vera meiri. Næg atvinna er þó hér á staðn- um og hefur fátt manna leitað burtu. Nokkuð af ungum mönnum úr sveitinni mun þó hafa farið á vertíð. Byggingavinna er óvenju mikil á þessum tíma árs Kaupfélag Skag firðinga er með stórt verzlunar bús í smíðum og er búið að steypa það upp. Þá eru og mörg íbúðar- hús í smíðum í kaupstaðnum. G.Ó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.