Tíminn - 06.02.1960, Page 12
12
T í M I N N, laugardaginn 6. íebruar 1960.
RITSTJORl. HALLUR SIMONARSON
Frábær árangur náðist í 200 ra. bringu1
sundi á Sundraeistaramóti Reykjavíkur |
fr*
1 Guðmundur Gískson, sem keppti í fyrsta skipti í bringu-
| sundi, náði öðrum bezta tíma íslendings í greininni. - Allir
I fimm keppendurnir í sundinu syntu innan við 2:50:0 mínútur
Sundmoistaramót Reykja-
víkur fór fram í Sundhöllinni
á miðvikudagskvöld Nokkrir
gestir frá Akranesi. Hafnar-
firði og Keflavík kepptu á
mótinu, og setti það mjög
svip á það. í 200 m bringu-
sundinu gerðust stórtíðindi,
þar sem fimm menn syntu
innan við 2.50.0 mín. og sig-
urvegarinn, Guðmundur Gísla
son, sem nú keppti í fyrsta
skipti í þessari grein náði öðr
tim bezta tíma íslendings í
henni. Guðmundur er nú bezti
sundmaður íslands á öllum
sundaðferðum.
í 200 m. bringusundinu voru
keppendur fimm, en mestur spenn
ingur var auðvitað í sambandi við
þátttöku Guðmundar, sem nú
synti hér i fyrsta skipti í keppni
í bringusundi, eins og áður segir.
Auk hans kepptu Akurnesingarnir
Guðmundur Samúelsson og Sig-
urður Sigurðsson, Hörður Finns-
son frá Keflavík og Einar Krist-
insson, allt þrautreyndir bringu-
sundsmenn, sem náð hafa góðum
árangri.
Og hinir alltof fáu áhorfendur
urðu ekki fyrir vonbrigðum með
sundið, sem var mjög skemmti-
legt, því keppnin var mikil — og
þegar tímarnir voru gefnir upp,
trúðu áhorfendur þeim varla, því
allir höfðu synt innan við 2:50
mín., og sennilega getur engin
Norðurlandaþjóð önnur stært sig
af því að eiga fimm sundmenn,
sem ná þessum árangri.
Annar bezti tíminn
Guðmundur Gíslason synti ágæt-
lega og sigraði nokkuð örugglega,
þótt munurinn væri ekki mikill á
honum og Guðmundi Samúelssyni,
sem kom nokkuð á óvart með því
að ná öðru sætinu. Hins vegar
hefur Guðmundur með þessu
sundi og reyndar áður sýnt, að
hann er maður, sem miklu má bú-
ast við af. Ekki fyrir löngu síðan
setti hann nýtt Akranesmet í 100
m. baksundi og sýnir það, að
að hann er fjölhæfur vel.
Árangur í sundinu varð þessi:
1. Guðm. Gíslason, ÍR, 2:46.7
2. Guðm. Samúelsson, ÍA, 2:47.9
3. Hörður Finnsson, ÍB&, 2:48.8
4. Sig. Sigurðsson, ÍA,^ 2:48.9
5. Einar Kristinsson, Á, 2:49.6
Af þessum tímum má vel sjá
hve keppnin hefur verið hörð.
Guðmundur Gíslason náði eins og
áður segir öðrum bezta tíma ís-
lendings á vegalengdinni, og Guð-
mundur Samúeleson þeim fimmta
bezta. Sex beztu íslendingarnir á
þessari vegalengd eru nú þessir.
1. Sig. Jónsson, Þingeyingur,
2:42.6
2. Guðmundur Gíslason, ÍR,
2:46.7
3. Sig. Jónsson, KR-ingur, 2:46.9
4. Sig. Sigurðsson, ÍA, 2:47.5
5. Guðm. Samúelsson, ÍA, 2:47.9
6. Einar Kristinsson, Á, 2:48.0
Aðrar greinar
í öðrum greinum mótsins var
keppnin ekki eins skemmtileg og
í flestum þeirra var um litla
keppni að ræða. Guðmundur Gísla-
son varð einnig Reykjavíkurmeist-
ari í 100 m. baksundi og 100 m.
skriðsundi og náði ágætum tima í
báðum þessum sundum. Ágústa
Þorsteinsdóttir náði góðum tíma í
100 m. skriðsundi — og sigraði
auðvitað með yfirburðum.
í 200 m. bringusundi kvenna
var mikil keppni milli Hrafn-
hildar Guðmundsdóttur, ÍR, og
Sigrúnar Sigurðardóttur, Hafnar-
firði, Sigrún var á undan eftir
100 m. (millitími 1:29.8 mín.) en
undir lokin tókst Hrafnhildi að
komast framúr og varð á undan
í mark. Hún var hins vegar dæmd
úr leik, þar sem hún tók tvö
sundtök í kafi. Sigrún varð því
sigurvegari á hinum ágæta tíma
3:07.0 mín.
í drengjakeppninni vakti Þor-1
steinn Ingólfsson, ÍR, mikla at-
hygli og sigraði með yfirburðum |
í 50 m skriðsundi og 50 m. bringu
sundi. Fékk hann ágæta tíma í
báðum sundunum, og þar er
greinilega mikið efni á ferðinni.
Úrslit í sundunum urðu sem hér
segir:
100 m. skrðsund karla.
1. Guðm. Gíslason, ÍR, 58,8
2. Siggeir Siggeirsson, Á, 1:05.7
100 m. skriðsund kvenna.
1. Ágústa Þorsteinsd., Á, 1:08.8
2. Hrafnh. Guðmundsd., ÍR, 1:25.2
50 m. bringusund drengja.
1. Þorst. Ingólfsson, ÍR, 37.7
2. Ól. B. Ólafsson, Á, 39.8
3 Sigurður Ingólfsson, Á, 40.0
4 Jóhannes Atlason, Á, 40.2
50 m. bringusund telpna.
1. Svanhildur Sigurðardóttir, Á,
44.8
2. Sigrún Sigvaldadóttir, KR, 46.1
3. Ólöf Ólafsdóttir, Á, 46.4
50 m. skriðsund drengja.
1. Þorst. Ingólfsson, ÍR, 28.7
2. Jóhannes Atlason, Á, 30.7
3. Þröstur Jónsson, Ægi, 32.8
4. Guðmundur Harðarson, Á, 34.1
50 m. skriðsund telpna.
1. Guðfinna Sigurþórsdóttir, ÍBK,
37.5
2. Jóhanna Sigunþórsdóttir, ÍBK,
41.5
100 m. baksund karla.
1 Guðmundur Gíslason, ÍR, 1:12.8
2 Guðmundur Samúelsson, ÍA,
1:20.5
Jernberg sænskur
meistari í 30 km.
skíðagöngu
Skíðakóngur Svía, Sixten Jern-
berg, sigraði með miklum yfir-
burðum í 30 km. göngu á sænska
meistaramótinu, en það hófst um
síðustu helgi. Jernberg fékk tím-
ann 1 klst. 45 mín. og 30 sek. og
var um tveianur mínútum á undan
næsta manni, Allan Andersson.
Þetta var í ellefta skipti, sem Jern-
berg er sænskur meistari í skiða-
göngu.
Svíar gera sér miklar vonir um,
á Reykjavíkurmeistaramótinu I sundl var einnig keppt i sundknattleik milli NorSur- og Suðurbæjar og sigr-
Norðurbær með 4—3 I skemmtilegum leik. Guðjón Einarsson tók þessa ágætu mynd af Guðjóni Ólafssyni,
-’-arkverðl, á þvi augnabliki, sem Guðjón sló knöttinn yfir markið. Markvarzia í sundknattleik er mjög erfið, því
larkverðlrnir eru stöðugt á sundi. Guðjón Ólafsson er einnig kunnur úr öðrum greinum m. a. hefur hann varið
íslenzka landsliðsmarklð í handknattleik.
Guðmundur Gíslason
— beztur í öllum sundaðferðwm
Handknattleiks-
mótið í kvöld
í kvöld heldur HandknatUeiks-
meistaramót íslands áfram að Há-
logalandi. Fara þá fram fjórir
leikir. Tveir verða í þriðja flokki
karla milli Ármanns og íþrótta-
bandalags Keflavíkur í a-riðli, og
ÍR og ÍBK í b-riðli. Sömu lið, ÍR
og ÍBK, keppa einnig í 2. flokki
karla, a-riðli. í meistaraflokki
karla 2. deild, leika Víkingur og
Akranes, og má búasl við skemniti-
legum leik milli þessara liða.
Á sunnudagskvöldið heldur mót-
ið svo áfram, og fara þá fram
þrír leikir- Fyrsti leikurinn er
milli Fram og Víkings í 3. flokki
karla, a-riðli. Akurnesingar leika
aftur í 2. deild og mæta nú liði
Þróttar. Að lokum verður einn
leikur í meistaraflokki karla 1.
deild, og leikur bá Ármanr, gegn
KR. Er það fvrsti leikur meistara-
flokks KR í mótinu.
Nokkurrar forvitni mun gæta í
sambandi við það hvernig utan-
bæjarliðin standa sig í þessari
keppni. Keflvikingar eru að ná
upp ágætum liðum í flesta flokka
— og áhugi þnr íyrir handknatt-
leik er mjög mikill. Þá hafa Aktir-
nesingar hvað eftir annað sýnt, að
þeir ná alltaf góðnm árangri í
flokkaíþróttum.
i
að Jcrnberg vcrði ntjög stgu.rsæll
á Vetrar-ólympíuieik’inum i Sqt*
aw Valley, c.nda ekki að áijtæðu-
lausu, þar sem Jernberg hsf-.'- sr
að í h'-’crrj kopp.ni, cem han: 'fur
tekið þátt í að undanföniu
sjaldan, -ða ald-ei verið í betri ?.<-
ingu en einmilt nú.