Tíminn - 14.02.1960, Page 10
10
T í MIN N, sunnndaginn 14. febrúar 1960.
Lífið í kringum ...
(Framhald af 6. síðu).
hann verður alvarlega
hræddur, bregður hann
hart við og syndir þá svona
nokkurn veginn á borð við
stéttarbræður sína. Ekki er
fyllilega kunnugt, á hverju
lungnafiskurinn lifir mest.
í vatnabúrum hefur verið
hægt að halda honum lif-
andi með því að gefa hon-
um að eta fisk, froska og
hrátt kjöt. í maga þeirra
fiska, sem aflast í heima-
landinu, er mikið af jurta-
fæðu. En hvort jurtirnar
hafa borizt niður í þá með
dýrafæðu, eða þær eru
fæða, sem þeir eru vanir
að neyta, er enn óráðin
gáta.
í Mið- og Vestur-Afríku
eru 3 tegundir lungnafiska
af ættkvislinni Protopterus.
Þeir lifa í Kongó-fljóti,
Hvítu Níl og Zambesi. Lifn-
aðarhættir þeirra eru líkir
háttum Ástralíu-lungna-
fisksins. Um regntímann
ha’da þeir mikið til í fenj-
um og tjörnum og eta
krabbadýr, froska og fleiri
vatnadýr. Á vorin, þegar
þurrkatíminn fer í hönd,
grafa fiskarnir sig y2
metra niður í eðjuna og búa
þar um sig. Þarna eru þeir
svo hálft árið hreyfingar-
lausir og kemur þá lungna-
öndunin þeim að góðu
haldi. Svertingjunum þyk-
ir lungnafiskarnir hið
mesta hnossgæti, og nota
þeir nú heldur en ekki
tækifærið og grafa þá upp
úr leirnum meðan þeir eru
ósjálfbjarga. Piskar þessir
geta lifað í vatnabúrum, og
er athyglisvert að sjá,
hvernig þeir haga sér gagn-
vart öðrum fiskitegundum,
sem hjá þeim eru í búrinu.
Pyrir mörgum árum var
látinn lungnafiskur í
vatnabúr ásamt nokkrum
gullfiskum. Þetta var i
Lundúnum. Fyrst lengi vel
lá lungnafiskurinn hreyf-
ingarlaus í búrinu, en gull-
fiskarnir þutu fram og
aftur í vatninu uppi yfir
honum. Allt í einu spratt
hann upp og náði taki á
kvið eins gullfisksins um
brjóstuggana, og beit þar
stórt stykki úr honum. Að
því búnu lagðist hann aft-
ur niður á botninn, en gull-
fiskurinn flaut upp og var
þegar dauður. Þessari sömu
aðferð hélt svo kauði áfram
með nokkru millibili, unz
enginn gullfiskur var eftir
í búrinu.
Eina tegundin af lungna-
íiskum Afríku, sem á heima
við Gambíufljótið, nefna
þarlendir menn Cambona.
Hún hrygnir um regntím-
ann á botneðjuna í djúpum
pyttum. Þegar seiðin eru
komin, tekur karlfiskurinn
að sér að sjá um þau.
Stendur hann þá á höfði í
pyttinum og veif&r sporð-
inum fram og aftur til þess
að fá hreyfinu á vatnið.
En bezt er að gera sem
minnst að því að erta karl-
inn við fóstrustarfið, því að
hann hefur það til að bíta
KROSSGÁTA nr. 104
Lárétt: 1. kýrnafn. 5. setja þokurðnd
í fjallshlíðar. 7. rómversk tala. 9.
mannsnafn. 11. kassi. 13. . . gjöf.
14. ísland. 16. tveir samhljóðar. 17.
stuttnefni (þf.). 19. á húsi.
Lóðrétt: 1. laut. 2. tímabil. 3. dauði.
4. dýr. 6. ílát (flt.). 8. stuttur. 10.
stuttnefni. 12. víðfrægja. 15. á jhóli.
18. fangamark (þekkt kona).
Lausn án r. 103:
Lárétt: 1. Hannes. 5. sef. 7. lá. 9.
flot. 11. efa 13 ata 14. Nara. 16. RR.
17. argar. 19. armari
Lóðrétt: 1. Helena. 2. NS. 3. nef.
4. efla. 6. starri 8. áfa. 10. otrar. 12.
arar. 15 arm. 18. G.A. (Guðm. Ara-
son).
menn svo um munar.
Framan af eru seiðin af-
ar ólík foreldrunum; líkj-
ast þau mest salamöndru-
seiðum. Anda eingöngu
með tálknum, sem þau
bera utan á sér, og þau
tálkn hverfa fyrst, þegar
lungnaöridunin hefst. Pisk-
ar þessir geta vaxið býsna
ört. Vitað er, að þeir hafa
vaxið á 3 árum úr 25 sm.
lengd upp í einn metra. Og
vega þá full 3 kílógrömm.
Ingimar Óskarsson.
I dag er sunnudagurinn
14. febrúar
Tungl er í suðri kl. 1,42.
Árdegisflæði kl 6,29.
Síðdegisflæði er kl. 18,45.
Morgun-
spjall
Okkur varð eldur en ekki á í
Valentínusarmessunni í gær.
Valentínusardagur er nefnilega
ekki fyrr en í dag og af því að
hér er um svo örlagaþruniginn
dag að ræða, verður ekki hjá því
komizt að birta á ný hið helzta,
sem um hann er að segja.
Þessi dagur var frægur snemma
á miðöldum, og fékk sérstaka þýð-
ingu fyrir ungt fólk í Englandi og
Skotlandi. Forskrift dagsins þar
er á þessa leið:
Þegar maður vaknar á Valentín-
usardag og gengur út í bæinn, skal
hafa á því sérstakar gætur, hverj-
um maður mætir fyrst af and-
stæðu kyni og á svipuðum aldri,
eða svo að ekki muni áratug. Sá
eða sú, sem viðkomandi mætir
þannig fyrst, verður Valentinus
manns á þessu ári. Ekki er þó þar
með sagt, að úr þessu eigi endi-
lega að verða ástastand umsvifa-
laust, enda væri slíkt nærri því
ósiðlegt, en sambandið milli þess-
ara persóna á að vera sem líkast
því sem á miðöldum var milli ridd
ara og kjörmeyjar hans.
Nú er sagt, að lítið sé eftir af
þessum ágæta miðaldasið í Bret
landi annað en þ'að, að siðvenja
er þar enn í dag, að ungt fólk
notar daginn umfram aðra daga
til þess að skrifa ástarbréf og
senda vinargjafir, og þykir dag-
urinn heiliavænlegur tími til þess.
— Sjáðu mamma, askoti er hann
ánægður með sjálfan sig þessi.
DENNI
DÆMALAUSI
Úr kvölddagskránni
f kvöld kl. 21 er þátturinn
Spurt og spja'ltað í útvarpssal,
umræðufundur, undir stjórn
urðar Magnússon
ar, fuUtrúa.
Þessi þáttur
hefur notið vax-
andi og verðugra
vinsæld, enda má
segja, að hann
hafi tekizt mjög
vel, og einkum
er stjóm Sigurð-
ar á honum með
ágætum. Tekst honum oft vel að
leiða umræðurnar að kjaraa með
heppilegum spurningum og hnit-
miðun, þegar umræður vilja
drepast á dreif.
f kvöld eru kappræðendur
Björn Þorsteinsson, sagrifræðing-
ur, dr. Broddi Jóhannesson, Gísli
Halldórs'son, verkfræðingur og
Hákon Bjarnason ,skógræktaistj.
'funu þeir fjalla um spurninguna:
Hvað mun sagan segja um sam-
tíð okkar árið 2060?
K K
I A
D L
D D
I I
Jose L.
Salinas
10
En ég veit hvemig hægt er að fara með
kalla eins og þig.
— Mér líkar ekki að hlegið sé að mér.
Ég skal sýna þér hvernig ég fer með
flugur.
Nei, Pankó lemur ekki kvenfólk.
Allt í lagi. Við skulum bara sjá . . .
Töfralæknamir eru enn í
þorpunum, en þeir eru hrædd
ir við að ráðast ó spítalann
minn núna.
Eftir að hann hefur rekið
þá á flótta, setur hann merki
silt upp.
Merkið er á öllum klæðum
okkar og dyrum. Þetta þýðir
það að við njótuni verndar
Drekans.
Og enginn í frumskóginum
þorir að vanhelga það.