Tíminn - 24.02.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1960, Blaðsíða 1
Vegna pappírsskorts verS- ur blaðið ekki nema tólf siður nú i nokkra daga. 44. árgangur — 44. tbl. Fylghct meS breytlngunnl á blaöinu, hringiS f tlma 123 23 og gerizt áskrlf. endur. Miðvikudagur 24. febrúar 1960. Frumv. Framsdknarmanna um að leysa vanda- mál fjárfestingasjdðanna án vaxtahækkunar Dagskipun stjórnarinnar til póstmanna Skulu gera sitt ýtrasta Felur í sér aðdróttun um að póstmenn séu ekki nógu trúir í starfi Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin sent út um lands byggðina áróðursrit, sem kall- ast „Viðreisn“ en ýmsir kalla ómerkinginn, af því að það sést ekki einu sinni á því hvar það er prentað. Svo mikiS kapp hefur verið lagt á að koma áróðurspésa þessum út. að ríkisstjórnm sendi það með eins konar forgangshraði um landið og skipaði yfirstjórn póst- mála að senda öllum póstafgreiðsl um á landinu eftirfarandi sím- sk.eyti, sem felur í sér aðdróttun um að póstmenn séu ekki nógu trúir í starfi: „Nú er verið að póstleggja hvíta bók um efnahagsmálin sem ríkis- stj. hefur falið pós’tinum að senda á öll heimili á landinu stopp. Póst og símamálastjórnin leggur ríka áherzlu á að póstafgreiðslumenn, bréfhirðingarmenn og aðrir sem flytja póstinn geri sitt ýtrasta til að tryggja að bókin komi með fyrstu ferð örugglega til skila stopp Yfirleitt mun verða utaná- skrift til sveitabæja í strjálbýli en engin utanáskrift til heimila í þétt býli Póstafgreiðslumenn eru vin- samlega beðnir að sima póst- stjórninni þegar þeir telja að lok- ið sé skilum bókarinnar hjá þeim c-g bréfhirðingum á þeirra vegum. Póst og símamálastjórnin Níu flöskur af áfengi hurfu úr íbuðinni þar sem skip stjórinn svaf Á aðfaranótt mánudags gekk maður nokkur um borð í erlent skip sem Já í Reykja- vikurhöfn, inn í íbúð skip- stjórans, sem svaf þar svefni hinna réttlátu og uggði ekki að sér, braut upp innsigli og hafði áfengi á brott með sér. Þegar skipstjóri vaknaði af nætursvefni sínum um morgun- inn, tók hann fyrst eftir því, að innsiglið fyr'ir áfengisgeymslu hans hafði verið rofið. Þegar hann gætfi nánar að, sá hann að teknar höfðu verið tvær flösk- ur af viskíi og sjö af spíritus. Skipstjóri kærði þegar til lög- reglunnar í Reykjavík, en hann hafði gefið þessar vínbirgðir upp vig komuna til Reykjavíkur, og fengið innsigli á geymsluna til þess að tryggja það, að vínið kæmist ekki í hendur íslending- um. Þjófurinn frakki hafði skilið heldur lítið eftir sig sem benda mætti til þess hver eða hvaðan hann væri. Þó fannst flaska und- an íslenzkum gosdi'ykk í íbúð- inni, sem ekki er talin hafa verið þar, þegar skipstjóri gekk til náða. Málið er nú í rannsókn. i Hér birtum við sögulega mynd. Hún er tekin siðdegis i gær og sýnir þá Kanyama Chiume frá Nyassalandi og Ches- worth ganga stíginn upp að dyrum Stjórnarráðsins. Sól skein í heiSi. Reykvískar húsmæður stikuðu eftir Banka- stræti með fullar innkaupatöskur, hnarreistir kaupsýslumenn stóðu í hnapp við Útvegsbankann og gerðu að gamni sínu, lúxusbílar liðu um Austurstræti eins og í draumi. Enginn gaf gaum hinum erlendu gestum og annað ofar í huga en erindi þeirra. — Eitt sinn bjuggu íslendingar við erlenda áþján og kúgun, og fulltrúar erlends valds höfðu búið um sig í þessu húsi. Eflaust hafa margir átt þung spor að þess- um dyrum. — Nú höfum við tækifæri til að opna sjálfir þessar dyr fyrir kúgaðri þjóð og styðja málsstað hennar á alþjóðavettvangi. Og vonandi gengur hinn ferðlúni maður Afríku ekki bónleiður til búðar og fær meiri fyrirgreiðslu en kurteisisbros og sultutau. — Nánar á baksíðu. Stunda enn ofbeldisverk Framsóknarmenn hafa lagt fram í efri deild frumvarp um að leysa vandamál fjárfesting arsj. landbúnaðarins, með því að láta ríkissjóð taka á sig greiðslu á erlendum lánum þessara sjóða. Greiðslubyrði þessara sjóða á erlendum lán- um hefur aukizt um þriðjung vegna gengisfellingarinnar, og árlegar greiðslur af erlendum lánum sjóðanna nema nú sam tals 13.9 milljónum króna. 1953 og 1957 hljóp ríkis- sjóður undir bagga, og létti skuldum af þessum sjóðum, sem námu samtals rúmum 65 milljónum. — Það er ekki að undra, að halli skuli verða á þessum sjóðum, því að þeir hafa lánað féð út með lægri vöxtum, heldur en þeir verða að borga fyrir féð, sem handa þeim er afiað — og lána það einnig oftast út til lengri tíma. Til a<S koma í veg fyrir vaxtahækkun Allmikili rekstrarhalli var á báðum sjóðunum á s.l. ári og er því kominn tími til að ríkssjóður hlaupi undir bagg- ann til þess að koma í veg fyrir vaxtahækkun — eins og venja hefur verið og skylda hans er, þar sem sjóðirnir eru stofnanir ríkisins. — Þessir sjóðir hafa staðið undir rækt- un og framförum í landbúnaði siðustu áratugi og gert það kleift, að unnt hefur verið að fullnægja sívaxandi eftirspurn eftir landbúnaðarvörum vegna hinnar mklu fólksfjölgunar í landinu og fækkun þeirra handa, sem að landbúnaðar- íramleiðslunni vinna Fólks- ijölgunin mun enn halda á- fram í landinu og er það vel — en jafnframt verður land- námið að halda áfram og því verður þjóðfélagið að sjá til þess, að þeir sjóðir,' sem undir því standa geti gengt hlut- verki sínu — og tryggja við- unandi lánskjör. Sagt er frá framsöguræðu íyrir frumvarpinu á bls. 3. bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.