Tíminn - 24.02.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, miðvikudaginn 24. febrúar 1960. 3 ♦ •*" 'í! Framsóknarmenn leggja til að ríkissjóður taki á sig greiðslu á eriendum lánum Ræktunar- og Bvggingarsjóðs Gengisfallið hækkar erlendar skuldir Ræktunarsjóðs Ísíands og Ryggingasjóðs sveitabæja um 50 % Á dagskrá efri deildar í gær voru tvö mál: Frumvarp um breytingu á lögum um l-’ramleiðsluráð landbúnaðar- ins, frá neðri deild, 1. umr. Og frumvarp um aS ríkissjóð- ur tak* á sig greiðslu á er- lendum lánum, sem hvíla á RæktunarsjóSi íslands og ByggingasjóSi sveitabæja, sem þingmenn Framsóknarflokks- ins í efri deild flytja. Samkomulag í 6 manna nefndinni Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, mælti fyi'ir frumvarpinu um Framleiðsiuráð. Ásgeir Bjarna son beindi þeim fyrirspurnum til ráðherra, hvoit samkomulag væri orðið í 6 manna nefndinni um verðlagsgrundvöll landbúnaðaraf- urða fyrir árið 1959 o-g 1960, og ennfremur hvort ætlunin væri að hækkun verðlagsgrundvallarins ætti að koma fram í hækkuðu verði til neytenda e'ða hvort ríkis stjórnin hefði í hyggju að greiða. hækkunina niður, þannig að ó- breytt yrði útsöluverð til neyt- enda. Ráðherra svaraði því til, að eftir því sem hann bezt vissi þá væri samkomulag orðið í 6 manna nefndinni, þetta samkomulag væri að vísu ekki or'ðið opinbert ennþá, enda ætti eftir að halda einn fund í nefndinni, en að hon um loknum myndi samkomulagið væntanlega verða geit heyrinkunn ugt. — Um hitt atriðið kvaðst ráðh. ekki geta gefið upplýsing- ar ag svo stöddu. Ríkisstjórnin hefði ekki enn tekið ákvörðun um málið. RíkissjótSur taki á sig erlendar skuldir Rækt- unarsjóðs og Bygginga- sjóc$s Frumvarp þingmanna Fram- sóknarflokks'ins'i efri deild, þeirra Karls Kristjánssonar, Páls Þor- s'teinssonar. Ásgeirs Bjarnason- ar, Ólafs Jóhanness., Sigurvins Einarssonar og Hermanns Jónas- sonar, var til fyrstu umræðu. — Karí* Kr’istjánsson mælti fyrir frumvarpinu og fai'a hér á ef’tir helztu atriði úr ræðu hans: 11 Jiús, lán veitt úr RæktunarsjótSi Lögin um Ræktunansjóð íslands voru sett aldamótaárið, en sjóður inn vax' efldur 1924 og hefur síð- an verið driffjöðrin í ræktun landsins. Frá árinu 1924 hafa ver- ið veitt 11 þúsund lán úr sjóðn- um að upphæð samtals um 300 milljónir króna og þær krónur hafa reyndar verið mjög misstór- ar á þessu tímabili. Lánin hafa verið veitt til 20 ára og vextir hafa verið 4%. (Nú hefur láns- tími lána úr Ræktunarsjóði verið styttur í 15 ár og vex'tir hækkaðir í qkx fiu hálfnn af hiinHraðil 3000 Ián úr Bygginga- sjó’Si sveitabæja Byggingasjóður sveitabæja var stofnaður 1929. Úr sjóðnum hafa verið veitt 3000 lán, samtals að upphæð 110 milljónir króna. Lán in hafa verið veitt til 42 ára og vextir hafa verið þiír og hálfur af hundraði (nú hækkaðir í 6%). Síðan þessir sjóðir tóku til starfa hafa orðið mjög miklar og stórstígar fraimfarir í landinu og segja má, að með þessum sjóð um hafi nýtt landnám hafizt í landinu. Bóndinn, sem ræktar jörð sína og byggir upp, er að vinna fyrir framtíðina og skUar landinu vei'ð- meiru í hendur næstu kynslóða. Hann sjálfur uppsker ekki öll laun erfiðis síns, heimtir ekki full daglaun að kveldi, það mun koma í hlut næstu kynslóða að ná fu'il- um heimtum af starfi hans'. ÞjótJfélagií á bújörftina með bóndanum Þjóðfélagig erfir þá fjár- muni, sem bóndimi leggur í jörð sína. Hann getur ekki selt þær eignir sínar fullu verði og farið með í reiðufé úr sveitinni eins og hann myndi geta, ef hann festi fé sitt á annan hátt. Þjóðin á því bújörðina með bónd anum og því ber þjóðfélaginu skylda til að taka þátt í umbót- um á jörðinni. Svo hefur einnig verið, því að þegar þeir sjóðir, sem 6'taðið hafa undir umbótunum hafa ekki borið sig hefur Alþingi tekið á ríkis- sjóð reksturshaila þeirra. Árið 1953 tók ríkissjóður á sig erlend- ar skuldir Ræktunarsjóðs og Bygg ingasjóðs að upphæð samtals 28.8 milljónir og 1957 samtals 36.6 milijónir. Nú er enn kominn mikill halli á þessa sjóði og sætir það engri furðu, því að þeir lána féð yfir ieitt út með lægri vöxtum held ur en þeir verða að borga fyrir féð, sem handa þeim er aflað — og lána það einnig oftast út til lengri tíma. GengisfalliÖ gerir þörfina brýnni Gengisfallíð hækkar erlendar skuldir þessara sjóða um 50% eða um þriðjung. Ársgreiðslur af þessum lánum myndu nema um 10.8 millj. fyrir Ræktunansjóð og 3.1 milljón kr. fyrir Bygginga- sjóð. Rekstrarhalli Ræktunarsjóðs var um 3 milijónir á síðasta ári og Byggingarsjóðs 1.8 millj. kr. Ef sjóðirnir eiga sjálfir að taka á s'ig afborganirnar á erlendu lán unum myndi varasjóður Rækt- unarsjóðs étast upp á 7—8 árum og varasjóður Byggingasjóðs á 14 árum. Vegna gengisfallsins er það enn brýnna en ella, að ríkissjóður hlaupi undir baggann, og með hessii frnitnvarni er eert ráð fyrir Ræktunarsjóður hefur verlS driffjöðurin í hinum stóru átökum, sem gerð hafa verlð í ræktunarmálum sið- ustu áratugi. Þessi mynd sýnir heyskap á nýrækt á iandi, sem ræst hefur verið fram. að ríkissjóður taki á sig gi'eiðslu eftirstöðva erlendra lána sjóð- anna. Halli s'jóðanna er úr sög- unni um skeið, ef þetta frumv. verður samþykkt og þeir munu geta gegnt hlutvei'ki sínu. Það fer hins vegar ekki milli mála, að sagan hlýtur að endurtaka sig og um það er ekker(; að fást — sú hefur verið Mga hgesara. sjóða. Þjóðinni fjölgar stöðugt með hverju ári, sem betur fer, og landnáminu verður að halda á- fram, um það getur ekki verið deilt. Stunda enn of- beldisverk sin Að veiðum aðeins 3.3 mílur frá landi I gær barst eftirfarandi frétt frá landhelgisgæzlunni: Að gefnu tilefni skal það tekið íram, að undanfarna mánuði hafa brezkir togarar stundað ólöglegar veiðar hér við land eingöngu á svæðinu frá Ing- óifshöfða austur að Langa- nesi og notið til þess verndar 2—3 brezkra herskipa auk birgðaskps. Hafa gæzlusvæðin , alltaf verið tvö, annað norðar- lega en hitt sunnarlega, en sjaldan hafa þó verið fleiri tog arar þar að veiðum en 2—3 í einu, stundum enginn dög- um saman, nema þá að nafn- inu til. Síðustu viku hefur brezku tog- urunum farið fjölgandi og jafn- framt hafa bæði svæði þeirra ver- ig flutt að suða-usturlandi, annað að Ingólfsböfða og hitt að Stokks nesi. Þau hafa þó ekki verið stöð ug á sama stað, heldur verið færð fram og til baka. í morgun var t.d. annað svæðig út af Megal- landsbugt og þar 6 togarar að veiðum innan takmarkanna, en í kvöld var það aftur komið að Ingólfshöfða og þá 4 þar fyr'ir innan og 6 fyrir u'tan. Svæðið við Stokksnes hefur hins vegar veiið lokað siðustu daga, bar sem eng inn togari virtist vilja vera þar, er.da enginn fis'kur. Enn eitt ofbeldisverk Annars staðar við landið var ekki vitað um neina útlenda tog- ara í dag innan eða nálægt fisk- veiðitakmörkunum. Hins vegar voru 21 togari á Selvogsbanka, langt utan takmarkanna, þar aí 11 þýzkir, 9 belgískir og einn brezkur. Síðast liðinn sunnudag kom varðs'kipið ALBERT að brezka togaranum JAMES BARRIS^ H 15. þar sem hann var að ólöglegum veiðum 8,7 sjóm. innan fiskveiði- takmarkanna við Ingólfshöfða. Varðskipið reyndi þegar að stöðva togarann sem tókst, eftir að það hafði beint að honum nokkrum skotum, en þá kom brezka herskipið PALLISER á vettvang og kom í veg fyr'ir frek ari aðgerðir, þrátt fyrir mótmæli varðskipsins. Stikna 108 NTB—BERLÍN, 23. febr. — A- Þjóðverjar berjast nú vonlítilli bará'ttu við eld og eknyiju í Karl- Marx kolanámunni í Zwickau í Austur-Þýzkalandi, til að koma 108 námumönnum, sem lokaðir eru inni rúma 100 m. í jörðu niðri til hjálpar. Við sprenginguna sem vai'ð í námunni á mánud. fór- ust þegar a.m.k. 15 menn. — Björgunarstarfið er mjög erfitt, því hiti er svo mikill í námunni, að björgunarmenn geta ekki ver- ið nema stutta stund í einu við S'tarf sitt. Kampraann forsætisráðherra Miðstjórn danska jafnaðar- 1 mannaflokksins ákvað á fundi sl. ' sunnudag, að Viggo Kampmann fjármálaráðherra tæki við embætti | forsætisrðherra og jafnframt við formanns'störfum í fiokknum, í j stag H.C. Hansens, sem lézt s.l. j laugardag. — Var þessi ákvörð- ! un tilkynnt Friðriki konungi sam I dægurs. Árshátíð Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verður haldin í Framsóknarhús- inu, sunnudaginn 28. febrúar. Hátíðin hefst með borð- haldi kl. 7 e.h. Þorramatur. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.