Tíminn - 24.02.1960, Side 10

Tíminn - 24.02.1960, Side 10
10 T í MIN N, miðvikudaginn 24. febrúar 1960. henni. Var hún að velta þvi fyrir sér, sem komið hafði fyr ir hana þá um daginn, og þá fyrst og fremst samtali' sínu við mann sinn, og glotti hún hæðnislega þegar hún minnt ist þess. Því næst komu henni í hug samfundir sínir við Guy Fielding og að síðustu slysið með vagninn. Henni fannst þetta vera æði viðburðarikur dagur, en í stað þess að iðrast mótgerða þfeirra, sem hún hafði auðsýnt öðrum, þá hugs aði hún um það eitt hvernig hún gæti komið fram hefnd sinni við þann mann sem hún hafði gengið að eiga. Þóttist hún umfram allt þurfa að koma þeirri hefnd i fram- kvæmd. Þó sá hún ekki neina leið til þess að svo stöddu. Fyrst og fremst varö hún að afla sér fjár, og það með skyndingu. Hún átti að svara til skulda á næstu vikum, þar á meðal kvenmönnum, sem ekki mundu hlífast við að troða mannorð hennar ofan í skamið, er hún stæði ekki í skilum. Þó að hún hefði' það á orði við mann sinn, að vera sér í útvegmi með peninga á ein hvem hátt, sem honum kæmi ekki við, þá var það ekki ann að en bragð, sem hún beitti í þann svipinn. En hann hafði ekki látið ginnast af því, og varð hún að kannast við, þó henni væri' það nauðugt, að að ekki væri jafnauðvelt að vefja manni hennar um fing ur sér og hún hafði búizt við. Þá beindust hugsanir henn ar skyndilega í aðra átt, og fór hún að hugsa um með mestu rósemi, hvort meiðsli þau, sem maðurinn hafði orð ið fyrir mundu draga hann til dauða, og ef svo bæri til, hvort treysta mætti þá á þag mælsku vagnstjórans. Það gxeip hana einhvers konar forvitni' og löngun til að sjá þennan mann, sem hún hafði bakað llkamsmeiðitngar eða dauða ef til vildi. Henni' varð eins og hálf- ósjálfrátt reikað eftir gangin um að herberginu, sem mað- urinn iá í. Beið hún stundar- korn fyrir utan dyrnar og hlustaði eftir því, hvort hún heyrði nokkra hreyfingu fyrir innan, en að öllum líkindum var sjúklingurinn ekki lakari, því að allt var kyrrt og hlj ótt. Hún tók þá hægt í snerilinn og gekk inn. Inni í herbergi þessu ríkti kyrrð og þögn eins og annars staðar í húsinu, og var dauf Ijóstýra hjá rúminu, svo að Charlotta gat ekki séð neitt greinilega hvernig umliorfs var þar inni. Sjúklingurinn virtist vera í fasta svefni, og þar sem læknirinn lét ekki vaka yfir honum, þá dró hún af því, að hann mundi ekki hafa meiðzt eins mikið og læknirinn ætlaði í fyrstunni. Þessi sofandi maður virtist seiða hana til sin með ein- hverju töframagni, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir, og vissi' hún ekki fyrri til en hún var setzt fyrir framan rúmið og starði á hið föla and lit á koddanum. Hann var á- reiðanlega ekki Englendihgur um það var engum blöðum að fletta. Hárið var mikið og hrokkið, og hafði verið greitt frá enninu, sem var mjög Iágt, en andlitið var dimm- leitt, næstum dökkt, og bar vott um slægð, jafnvel í svefn i'num. Gat Charlotta ekki haft augun af því. Þarna sat Charlotta um stund og leit ekki af mannin um, en næturkyrrðin og þreyt an, sem fyrir var gerðu það að verkum, að augu hennar lukust smám saman aftur, þó að hún ætlaði sér ekki að sofna. Brátt gleymdi hún mannin um í rúminu gersamlega, en samt sem áður hélt heili henn ar áfram að starfa. Hún ætl- aði að launa Tom Gregson það, hvað hann var eigin- gjarn og ófús að hlaupa und ir bagga með henni, og varð hann að fá einhverja ráðn- ingu fyrir það. Hún var svo þreytt, að þetta var eina hugs unin sem hélt sér skýrt og grelnilega innan um aðrar ó- ljósar og draumkenndar hugs ani'r. Rúmfötin hreyfðust eitt- hvað til, svo að hún lauk upp augunum og varð glaðvak- andi um leið, því að maðurinn fór að tauta eitthvað fyrir 44 munni sér í einhverju óráðs- móki, og heyrðist Charlottu það helzt líkjast ítölsku, en ekkert samhengi var í orðun- um, og ekki hægt að fá neina meiningu út úr þeim. Charlotta lét aftur augun á ný, en hugsaði nú ekki lengur um Tom Gregson. í stað þess var hún að velta því fyrir sér, hvernig hún gæti komizt aft- ur til borgarinnar sem fyrst, og ætlaði hún að reyna að græða þar peninga í spilum. — Eg held að það sé bezt, að ég fari' að komast í rúmið,1 sagði hún við sjálfa sig og geispaði. — Það er hlægilegt að sitja hér og rorra, þar sem ég á nú kost á að sofa út og hvíla mig. Hún rei's á fætur og var í þann veginn að læðast fram að dyrunum, þegar hún varð þess vör að maðurinn fór að umla eitthvað aftur, og nam hún þá staðar og lagði við hlustirnar. Augu hennar leiftr uðu þegar hún heyrði hvað maðurinn var að segja, og færði hún sig ósjálfrátt nær rúminu. Gat þetta virkilega átt sér stað? spurði hún sjálfa sig. Var það hugsanlegt? Herra trúr! Hvílíkt leyndarmál op- i'nberaðist þarna fyrir henni! Þá þagnaði maðurinn allt í einu, en Charlotta hafði heyrt nóg. Hún leit upp því að dyrnar opnuðust og inn kom læknis frúin með einhverja hress- ingu handa sjúklingnum. — Eg gat ekki sofnað frú Brownwood, sagði Charlotta, því að hún sá að læknisfrútn horfði íorviða á sig. — Eg var svo skelfing hrædd við aum ingja manninn, og langaði til að vita hvernig honum liði. — Hann er mjög i'lla hald- inn, frú Gregson, svaraði læknisfrúin, og ég er hrædd, um að hann lifi ekki nema íj einn eöa tvo daga í mesta' lagi. 1 Charlotta virtist taka sér þetta mjög nærri. — Veslings, maðurinn sagði hún, og reyndi að láta hlut- tekningu sína i ljós, þó að hún hugsaði raunar ekki um aðra en sjálfa siig. — Vesli'ngs maðurinn! Þær skiptust síðan á nokkr um orðum í hálfum hljóðum; og sagði Charlotta þá: Eg held ég fari nú að leggja mig, ég er svo framúr skar- andi' þreytt. — Það held ég væri lang réttast af yður, sagði læknis frúin og gekk burtu brosandi. En ekki fór þó Charlotta í rúmið, þegar hún kom inn til sin heldur náði hún sér í vindl ing úr tösku sinni og kveikti í honum. Að svo búnu settist hún aftur í hægindastólinn við arininn. Sökkti hún sér nú niður í hugsanir sínar, og beindust þær nú allar að einu og sama markinu, þvi aö hún hélt sig hafa fundið leiðina til að koma fram hefndum á manni sínum. Hún hafði vitanlega heyrt, eins og aðrir, um sök þá, sem borin var á Martein Dungal, og var það henni sérstakt á- Inægjuefni, að hann var sak- aður um morð á ítalskri konu einni, Della Barbarossa að nafni. — Henni var orðið illa við Rósamundu, og gladdist af því, að hún skyldi vera gift morðingja, og hefði þó s/álf sagt verið enn ánægðari ef hefði þekkt alla málavöxtu, en bæði þeir Fieldings-feðgar og Tom Gregson höfðu gert allt sitt til að bæla það niður, að hin myrta kona hefði í raun og sannleika verið kona Marteins. En nú hafði hún af tilvi'lj- un komizt að mikilsverðu launungarmáli, sem mundi valda dauða þess manns, sem hún hataði, og baka öðrum sorg og svívirðingu, ef hún léti það uppskátt. Þá hug- kvæmdist henni það, að með al þessara manna var einnig maður sá, sem hún unni hug ástum, og var þar með undir stöðunni kippt undan öllum hefndarhug hennar. Henni var aðeins einn veg ur opinn til að geta haldið virðingu Guy Fieldings, þó ekki væri annað, og hann var sá að fá Tom Gregson til að & .Eoilli mfligra. verzlíxnh*- OÓWWöL Ó ÓUUM «tWl! - Austurstræö, Handsetjari - vélsetjari óskast nú þegar F ramhaldssagan Charles Garvice: ÖLL ÉL BIRTIR UPP UM SÍÐIR EIRIKUR víöförli Töfra- sverðið 69 Óttaslegin tekur Winonah á móti hinum kvenlega riddara. — Er Eiríkur víðförli lagður af stað? spyr hún. Aðeins eitt getur frelsað hann frá dauða. Þú Win- onah getur siglt á eftir honum og bjargað honum. Winonah þekkir völvuna Völu. Hún gefúr Svitjod strax skipun um að ferðbúa skip. Á sama augnabliki var spádóm- ur Völu nærri því búinn að ræt- ast. Mikil alda braut farkost Eiríks. Erwin æpti hátt og faðmaði Rolf að sér. Erwin sér skipiö hverfa í hafið með manni og mús. Brátt lokast sjórinn yfir höfði hans . .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.