Tíminn - 28.04.1960, Síða 5

Tíminn - 28.04.1960, Síða 5
1 ff* INN, ftmmtndaglnn 28. api-fl 1960. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Miklu fleiri en 24 Það ber þegar á því, að fylgismenn nýlenduréttar- ms eða „sögulega réttarins“ svonefnda í landhelgismál- inu, telji það óbeinan sigur fyrir sig, að bræðingstil- laga Bandaríkjanna og Kanada fékk 54 atkvæði á sió- réttarráðstefnunni og mikinn meirihluta atkvæða, þótt ekki næði hún tilskildu atkvæðamagni til þess að ná samþykki. Þá hefur einnig verið hlerað, að þeir telji það ávinning fyrir sig, að tillaga íslands um undanþágu ríkja, sem eru mjög háð fiskveiðum, hafi verið felld með miklum atkvæðamun. Það beri vott um að sérstaða íslands njóti ekki viðurkenningar. Hvort tveggja er þetta byggt á útúrsnúningum og röngum forsendum. Varðandi stuðning þann, sem bræðingstillaga Banda- ríkjanna og Kanada fékk, er það fyrst og fremst að at- huga, að hann var fengin með óvenjulegum þvingunum og áróðri, svo að slíks muni ekki hafa þekkzt dæmi áður. Bandaríkin hafa orðið sér til mikillar vansæmdar með því háttalagi, sem þau beittu í þessu sambandi. Svo langt var gengið, að sum tólf inílna ríkjanna voru ýmist þvinguð til þess að greiða bræðingnum atkvæði eða til þess að sitja hjá, enda þótt þau lýstu jafnhliða yfir 'því, að þau myndu ekki hafa tillöguna að neinu, þótt samþykkt yrði. Hefði ekki þessum ósæmilegu og óeðlilegu starfshátt- um verið beitt, myndi bræðingurinn hafa fengið stórum færri meðatkvæði, en fleiri mótatkvæði. Þá er og þess að gæta, að gerfinefnd íór með umboð Kína og greiddi atkvæði gegn hinni ríkiandi stjórn þar. Fimm ríki. sem ekki eru aðilar að sjálfum Sameinuðu þjóðunum, greiddu atkvæði með bræðingnum, en þátttökuréttur þriggja þeirra, Páfaríkisins, Mónacós og San Marinós, byggðist einvörðungu á því, að þau gefa út sérstök frímerki og eru því aðilar að Póstmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þátttökuréttur hinna ríkjanna tveggja, en hér er átt við Suður-Kóreu og Suður Vietnam, var hins vegar ekki óeðlilegur, en þá átti ekki heldur að útiloka Norð- ur-Kóreu og Norður-Vietnam, sem líkt stendur á um og áðurnefndu ríkin tvö. Varðandi tillöguna um sérstöðu íslands er það að segja, að miklu fleiri ríki styðja tólf mílna fiskveiðiland- helgi íslands en þau 24 ríki, sem greiddu henni atkvæði. Tillöguna bar hins vegar svo óheppilega að, að mörg ríki, sem hafa lýst fylgi sínu við 12 mílna fiskveiðiland- helgi íslands, ýmist greiddu atkvæði gegn henni eða sátu hjá. T. d. greiddu a.m.k. ellefu ríki (kommúnista- ríkin níu, Norégur og Danmörk) atkvæði gegn henni, er hafa lýst stuðningi við tólf mílna fiskveiðilandhelgi íslands, og svipað gildir um ýms ríki, er sátú hjá Full- yrða má því, að undir öðrum kringumstæðum. hefði til- laga um sérstöðu íslands fengið ríflegan meirihluta. Það var því mjög óheppilegt, eins og Hermann Jón- asson varaði svo eindregið við, að tillagan yrði flutt undir þessum kringumstæðum. En þrátt fyrir það, er ekki hægt að halda því fram, að ekki nema 24 ríki styðji sérstöðu íslands. Þau ríki eru miklu fleiri og þar við bætist, að málstaður íslands nýtur einnig vaxandi skiln- ings hjá þjóðum þeirra ríkja, sem enn vilja ekki veita fLskveiðilandhelgi Islands viðurkenningu. íslendingar geta því haldið áfram baráttunni í landhelgismálunum i fullu trausti þess, að málstaður þeirra nýtur mikils og vaxandi sta'mings cg ‘'eJwbiar i he.iminum. Skyldulán'n til Seðlabankans ViðreisnartMögur ríkisstjórnar- innar eru svo margþættar og um- fangsmiklar, að eðlilegt er að þær verði mikið ræddar og frá ýimsum Miðum. í sambandi við sum atriði þeirra mála má gera ráð fyrir að komi fram héraðaviðhorf. Svo er um það að s'kylda sparisjóði og inniánsdeildir kaupfélaga til að lána seðlabankanum fé. Nú er ærinn munur á spari- sjóði og innlánsdeiid, svo að það eru engan veginn sambærilegar stafnanir. Sparisjóður er peninga- stofnun, sem rekur almenna lána- starfsemi en innlánsdeild ávaxtar fé í rekstri kaupfélagsins ein- göngu. Sparisjóðir eru háðir ýms- um reglum, sem gerðar eru til öryggis. Þeir eiga sameiginlegan tryggingarsjóð í vörzlu ríkisins og eru undir opinberu eftirliti. Allt er þetta gert viðskiptamönnum þeirra til öryggis. Jafnframt er það lögfest að sparisjóðir greiði hvorki útsvar, tekjuskatt né eignarskatt. Sparisjóðir mega ekki reka at- vinnu, ekki ganga í ábyrgð vegna neins konar aitvinnureksturs, og ekki eiga neinar eignir umfram það, sem þeir þurfa til að reka starfsemi sína, aðrar en peninga og verðbréf. Kaupfélög eru fyrirtæki, sem reka þjónustu, sem almenningi og atvinnulífi héraðsins er bein nauð syn og reka auk þess oft atvinnu sjálf. Innlánsdeild er ekki lánastofn- un. Það eru til í þessu landi margir lífeyrissjóðir og eftirlaunasjóðir, sem eru það skyldari sparisjóðum en innlánsdeildir, að þeir reka lánastarfsemi. Það hefðu ráðunaut ar ríkisstjórnarinnar átt að muna. Fiestir þessir Sjóðir ávaxta fé sitt í veðlánum til sjóðfélaga, enda mega þeir yfirleitt lána út á hús 60% af verði þeirra. Eru þessar lánastofnanir skyldaðar til að lána seðlabankanum? Bjarni Benediktsson ráðherra sagði í útvarp að þar sem inn- stæða í innlánsdeild væri skatt- frjáls eins og innstæða í spari- sjóði, yrðu eigendur þeirra að lána seðlabankanum. Eru þá ekki lífeyrissjóðirnir skattfrjálsir? Engum á aS vera frjálst að lána kaupfélagi Til tryggmgar þvi fé, sem inn- lánsdeild ávaxtar, er ekki annað en ábyrgð kaupfélagsins. Þar er raunverulega um að ræða lán til kaupfélagsins. Meginþorri þeirra manna, sem eiga þar fé, leggja það þar inn af því að þeir vilja efla kaupfélagið og rekstur þess. Þetta nýja valdboð segir hins veg- ar, að engum skuli frjálst að lána kaupfélagi í þessu formi nema hann láni seðlabankanum jafn- fraimt. Er þetta ekki fordæmalaust ný- mæli í löggjöf á íslandi? Hvað myndu t. d. samtök prent- ara segja við því, ef alþingi ákvæði með lögum hvar þeir geymdu og ávöxtuðu lífeyrissjóð sinn? Ef alþingi lögfestir að ríkis- stjórnin megi ákveða að Jón Jóns- son verði að lána seðlabankanum 15 krónut fyrir hverjar 85 sem hann lánar kaupfélagi sínu, hvað er þá því til fyrirstöðu að á næsta alþingi verði stjórninni fengið v.aAd til að skylda tein til að !ij)a seðiabankanum 30 krónur af hverjum 100, sem hann ætlaði að lána syni sínum eða bróður? Þar er enginn eðlismunur á. Næsta sporið gæti orðið það, að ógilda öll skuldabréf manna á miili nema fyrir liggi að lánveitandi hafi jafnframt lánað seðlabankanum í tilskildu Mutfalli. Sú ríkisstjórn, sem opnar slíka leið, og stígur þar fyrstu sporin, ætti ekki að tala margt um aukið frelsi í viðskiptum. Hverjir skyldu það vera, sem einfcum eiga fé í innlánsdeildum kaupfélaga? Börn og unglingar eiga þar margar innstæður þótt smáar séu. Kaupfélagsmenn geyma oft í inn- lánsdeild fé það, sem börnum þeirra áskotnast. Langoftast fer þetta fé svo í námskostnað á æsku- árum eigendanna. í öðru lagi ber svo nokkuð á öldruðum mönnum, sem hafa selt bú sitt og eiga nokkurn afgang. Þeir geyma oft þennan ellilifeyri sinn í innlánsdeild kaupfélagsins. Það eru menn, sem ekki eiga aðild að neinum lifeyrissjóði eða eftir- launasjóði. Þeir eru engir sjóð- félagar. En ef til vill gera þeir sér grein fyrir því, að kaupfélagið hefur skapað þeim sæmilegt verzl- unarárferði á liðnum árum. Ef til vill muna þeir líka að kaupfélagið hjálpaði þeim um stundarsakir þegar þeim lá á og önnur úrræði lágu ekki fyrir til að gera nauð- synlegt verk, og þess vegna finnst þeim að þeir séu með vissum hætti að greiða gamla skuld þegar þeir geyma fé sitt einmitt á þessum stað. Það er ekki aukið frelsi að skerða sjálfsákvörðunarrétt manna um það hvar þeir geyma fé sjtt og hverjum þeir lána það. Þarf enga milligöngu Seðlabankans Mbl. hefur eftir einum ráðherr- anum að þessi skyldulán til seðla- bankans eigi að vera trygging fyr ir því að þetta fé sé lánað til at- vinnuveganna. Þetta eru vanhugs- uð orð og ekki skynsamleg. Það þarf enga milligöngu seðlabank- ans til þess að það fé, sem í inn- lánsdeildunum er, komizt til at- vinnuveganna. í fyrsta lagi er verzlun þjónusta og atvinnurekstur, þó að efcki sé framleiðsla. Flest kaupfélög lands- ins hafa bundið meira og minna fé í ýmiss konar mannvirkjum og framkvæmdum, sem auka og tryggja verðmæti framleiðslunnar og eru henni þannig stoð og stytta, auk þess sem allur atvinnurekstur er háður verzlunarárferði. Auk þess eru svo kaupfélögin víða bein ir þátttakendur í atvinnurekstri. Vitanlega á það sér stað að kaup félög eigi fé hjá viðskiptamönnum eins og aðrar verzlanir, sem hafa reikningsviðskipti. Segja má að kaupfélögin láni þeim mönnum fé, en það gera þau sem verzlanir en ekki sem lánsstofnanir. Þessar reikningsskuldir eru að langmestu leyti í beinum tengslum við at- vinnulífið. Kaupfélag'sstjórarnir greiða oft fyrir mönnum, sem standa í framkvæmdum vegna at- vinnureksturs síns svo að bændur, Smáútvegsmenn og iðnaðarmenn skulda þar stundum. Þau við- skipti eru stuðninlgur við atvinnu- lífið. Greiðvikni og hjáipsemi verður sjaldan að slysi, því að menn eru yfirleitt skilsamir og heiðarlegir í viðskiptum og mæta hjálpsemi og fyrirgreiðslu með drengskap auk þess, sem kaupfé- lagsstjórarnir yfirleitt læra að þekkja viðskiptamenn sína. En vitanlega eru tafcmörk fyrir því hve mikið kaupfélögin geta leyft sér í þessum efnum. Vera má að einstakir auðmenn, sem eru útsmognir skuldakóngar, hafi stundum lag á að láta fyrir- tæki sín skulda kaupfélögum, en trauðla mun þeirra hlutfall hærra þar en hjá bönkunum. Sízt er fyrir það að synja, að einstakar reikningsskuldir hjá kaupfélögum megi rekja til fbúða bygginga. Þær íbúðir munu þó vera jafn-hóflegri og nær hæfi S'kuldugrar þjóðar með háan vaxta fót en sumar þær íbúðir, sem bankarnir sjálfir og eftirlaunasjóð irnir láná sitt fé í. Sparisjóðir eru opinberir pen- ingastofnanir og miklu nær að alþingi lögbjóði þeim starfsreglur og kvaðir en frjólsum félögum al- mennings. Hins vegar er það sam- eigiMegt með sparisjóðum og kaupfélögum að safna fjármagni og binda það í héraði. Þess vegna er það mjög vafasaant tiltæki að skylda sparisjóðina til að lána •seðlabankanum í vaxandi mæli. Æskilegast að dreifa peningavaldinu í því sem hér er sagt, liggur ekkert vantraust á seðlabankanum eða getsakir um að hann fari ilia með vald sitt. En hvað sem um það er, liggja mörg rök og sterk til þess, að heppilegt sé að dreifa valdinu — líka peningavaldinu — og hið nýja valdboð, sem hér er um að ræða, ber á sér svip of- stjórnar, sem gæti verið mjög hættuleg. Kjami þessa máls er sá, að al'lt það fé, sem kaupfélag hefur undir höndur, er bundið héraði þess og viðskiptasvæði. Engin trygging er fyrir því, að lán úr innlánsdeild kaupfélags til seðlabankans verði ekki fjárflutningur úr héraði. Svo mikið er víst, að seðlabankinn get ur á engan hátt betur gert í þeim efnum en að skila þessu fé aftur til atvinnul'ífsins í heimahéraði þess, og því væri bæði eðlilegast og einfaldast að sú ágæta stofnun sparaði sér allt ómak við þetta fé. Sé hins vegar tilgangurinn sá, að draga þetta fé úr atvinnulífi við- komandi héraðs til að lána það mönnurn eins og Einari Sigurðs- syni, Eggert Kristjánssyni og Magnúsi Víglundssyni, þá er stefn an ekki líkleg tilað vinna sér al- mennir.gsihylli, Þá stefnu samþykk ir almenningur aldrei öðruvísi en svikinn og blekktur. Það er margt, sem togar fjár- magnið úr héruðunum til Reykja- víkur. Flest annað er þarfara en að stuðla að þeim fjárdrætti. Það mætti færa ýmis rök að því, að seðlabankinn lánaði sparisjóðun- um til mótvægis því öfugstreymi, sem löngum hefur átt sér stað. Hið nýja valdboð um skyldulán úr sjóðum héraðanna til seðlabank- ans, getur á engan hátt orðið hér- uðunum styrkur, en gæti leitt til blóðtöku úr þeim. Þess vegna mæta þessi á'kvæði tregðu og and- úð meðal manna á Vestfjöraum H. Kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.