Tíminn - 28.04.1960, Page 9

Tíminn - 28.04.1960, Page 9
TÍMINN, thmatndaghm 28. aprfl lMfi. 9 þrammaði í hörkugaddi t-il Bessasfcaða og rak hnefana að nösum yfirvaldsins þar 1 mótmælaskyni við fyrir- hugaðan hreppaflutning á varnarlausum ómaga. Hún var mikill sögusjór, amman sú, og hlúði ræki- lega að listamannsspírunni í sál drengsins, sumt mælti hún af munni fram, annað hafði hún lesið eða heyrt. Sumar þær myndir, sem drengurinn sá þá, hanga nú í víðum hallarsölum víðs vegar um heim. m. Drengurinn byrjaði mjög ungur að teikna. En for- eldrarnir litu raunhæft á málið: Þú átt að verða lög- fræðingur, piltur minn. Þar sem lögfræðin er, þar eru peningarnir. — Þau sögðu ekki: og prettirnir, því að þetta var í gamla daga. Og piltinum var snarað í læri til Finnboga Rúts. Skyldi sá voðamaður búa Jón und ir menntaskóla. Þetta var á þeim árum þegar Finnbogi Rútur var til húsa á baklóð Fálkans við Laugaveg, átti þá í útistöðum við mennta- skólann, las utanskóla og haföi ofan í sig með kennslu, var þrællesinn í heimspeki Nietzche, hafði um sig hirð í húsinu og stundaði kukl á kvöldin, var nokkurs konar Galdra- Loftur þama í hverfinu. Það varð þó ekkert úr kennslunni, þvj að þegar Rútur sá myndir Jóns og heyr'ði framtíðardrauma hans, var hann ekkert að tvínóna við hlutina, skellti bókunum og sagði stutt og laggott: Málaðu þá, mál- verkið, það er alþjóðamál; lögfræðinga er hægt að framleiða eftir þörfum eins og brauðsnúða. Þar við sat, en Jón var tekinn í klíku Rúts í hús- inu á baklóð Fálkans og býr að því enn þann dag í dag. Það voru minnisstæðir tím ar, þeir Bjami Guðmunds- son‘, Sveinn Benediktsson og fleiri inni í húsinu við dul- spekigrúsk og kukl, en yngri bróðir Sveins, Bjarni Ben., þá smápatti, í myrkrinu fyr ir utan, ólmur j kuklið þótt ungur væri — og sótti fast inngönguna. Sagan segir að enn sé reimt í þessu húsi. IV- Málaðu, það var orð i tíma talað. En hálfkák var Jóni fjarri skapi, hann var búinn að fá tilsögn hjá Mugg, en vildi meiri mennt un, og þar sem hann snæld aðist glaðbeittur og léttur á fæti milli borða, ung- þjónn í bíókjallaranum hjá Rósenberg og eftir að hann var kominn á lager inn hjá Jóni Sigurðssjmi, rafvirkjameistara, og far- inn að handfjatla spottana og rafmagnsklæmar, leit- aði hugurinn tíðum til Listaháskólans í Kaup- mannahöfn, en þá vantaði það sem lagt hefur marg- an íslenzkan efnismanninn að velli: peninga. Vafalaust hafa piltinum þá þótt svart ir þeir álar sem skildu að þann hálfdanska kaupstað, Reykjavík, O'g borgina við sundið- Til ríkisvalds þeirra tíma var þá sem nú tilgangs laust fyrir listamannsspíru að renna vonaraugum. í þá daga var lífið saltfiskur og púl; í dag er það enn þá meiri fiskur, og miklú meira .— líka verksmiðjur og ís- skápar og vængjaðir bílar með krómi — og sandur af peningum, í fyrsta sinn í íslendssögunni. En mörgum ráðamönnum þjóðfélagsins, sem mettaðir eru menning ararfi kynslóðanna, blóði, tárum, svita og fórnum þús und ára, kemur ekki í hug sú sjálfsagða kurteisi að sjá um það, með ekki meiri vinnu en handaupprétt- ingu, að arfinum verði skil að með sem minnstum af- föllum, helzt með vöxtum, til næstu kynslóðar. Alsæl- ir dingla þeir hausnum og depla augunum: Getum við étið það? Tími fávitans nálgast risastórum skrefum. En svo ég vindi mér aftur á sporið, og taki hlutina al varlega, þá varð rás viðburð anna Jóni j hag, og á því er enginn vafi að þar hefur verið að verki sá alsjáandi guð sem ku halda sig á svip uðum slóðum og gerfitungl- in. Amman Þuríður gaf drengnum ómælt af viti og lífsreynslu langrar ævi, en það kom í hlut Jóns kaup- manns frá Hjalla að leggja tii þá veraldlegu hluti, sem menntun varð keypt fyrir Sá heiðursmaður, sem á- nafnað hafði frænda sin- um og nafna, Jóni Engil- berts, nokkra skildinga eft ir sinn dag, safnaðist til feðra sinna um þessar mundir, einmitt þegar nafni hans þurfti á farar- eyri að halda, og þannig varð að tonni, pundið, sem merkismaðurinn Jón frá Hjalla hafði varðveitt svo dyggilega mdð ævilöngu vafstri í grænsápu, stein- olíu og sveskjum. V. Leiðin lá til Kaupmanna hafnar, þar sem frægir ís lendingar renndu sér á brjóstkassanum eftir gang stéttunum og hestvagnar, hlaðnir stríðsölinu Tuborg og Carlsberg, þvældust fyr- ir klingjandi sporvögnum, mitt í hinni háturnuðu menningu Danaveldis. Ekki var síður forvitnilegt að hlusta á söngvara hella brennivínsrosta margra nátta yfir angndofa kon- sert-gesti — eða velja milli brauðpakkanna j hvítu vögnunum á Ráðhústorg- inu, silfurpakkann, gull- pakkann og lúxuspakkann eða Tívolipakkann, þessa snyrtilegu pakka, sem segja meira um þjóðarsál Danmerkur en margir lexi- konar, og maula innihaldið meðan heimsfréttimar skunduðu frá austri til vest urs hátt á húsi Politiken, því húsi, sem Fredrik nokkur Flugmann, þekkt- ur maður í Danmörku, byggði á sínum tíma. Tove hét dóttir hans. Henni kvæntist Jón Engilberts, og hefur þessi danska kona síðan verið tungl nátta hans og sól langra daga. En borgin við sundið hafði upp á fleira að bjóða en kostu- legt listamannalíf og við- kynningu við tundurskeyti í mannsmynd eins og Sig- urjón Ólafsson og sam- drykkju með hættulega gáfuðum mönnum á borð við Otto Geldsted, Svavar Guðnason, Sverri Kristjáns son, Hjört Halldórsson, Árna Kristjánsson og fleiri góða menn. Einn bezti myndlistarskóli Norður- landa var staðsettur í Kaup mannahöfn, og þar stund- aði Jón nám um árabil og við þann orðstír, að honum var að námi loknu veittur Van Gogh styrkurinn, þótt útlendingur væri. Um skeið dvaldist hann við nám í Listaháskólanum j Osló og kann málarinn margar sög ur af höfðingslund Krist- manns Guðmundssonar og hjálpsemi hans við íslenzka listamenn í kröggum í Osló. Jón kom heim um Pets- amo 1940 og var þá orðinn frægur málari á Norðurlönd um. Hann hefur verið bú- settur hér síðan. VI. Málarinn býr í eigin húsi og sérkennilegu við Flóka- götu í Reykjavík. Á efri hæðinni er vinnustofan og nær glugginn upp á þak hússins, þaðan má sjá öll djásn Vetrarbrautarinnar þegar húma tekur og heið- skírt er. Þegar maður kemur inn í þetta hús er því líkast að hundrað bollastell séu að brotna, en það er þá varg- urinn Callas, uppáhalds- söngkona málarans, að syngja. Yfir teppið, fram hjá fálátu Búddalíkneski á stalli, svífur kona fislétt- um skrefum og speglast í glerjum frummynda eftir Picasso og Sigurd Winge, Tove, kona Jóns, og fagnar gestum með þeirri hrífandi alúð og þokka sem einkenn (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.