Tíminn - 04.05.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.05.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 4. maí 1960. Þrjár af Smábókum IVðenn ingarsjóðs komnar út Bókaútgáfa MenningarsjóSs hefur nú sent frá sér fyrstu bækurnar í flokki smábóka, sem afráðið var um útgáfu á á s. 1. ári. Er í ráði að út komi 8'—4 bækur á ári, vor og haust, og hefur bókaflokkur-! inn hlotið nafnið Smábækur Menningarsjóðs. Ritstjóri er Hannes Pétursson, skáld. í flokki þessum verða ýms smærri rit, bókmenntalegs eðlis, mnlend og erlend, gömul og ný. Þar mun jöfnum höndum birtast skáldskapur, bundinn og óbund- inn, ritgeTðir bréf og heimspeki- rit. Hverju riti verður fylgt úr hiaði með nokkurri greinargei'ð um höfundinn eða höfundana, þeg- ar þurfa þykir. Samdrykkjan Ein bóka þessara er Samdrykkj- an eftir Piatón í þýðingu Stein- gríms Thorsteinssonar, skálds. Dr. Jón Gíslason sá um útgáfuna, og ritar hann ýtarlegan og merkan inngang og gerir þar grein fyrir hinu menningarlega baksviði rits- ins. Er þetta eitt frægasta rit grískra fornbókmennta og fjallar 'im ástina, en aðalpersónan er sjálfur Sókrates, Trumban og Lútan Ljóðaþýðingar eftir Halldóru B. Björnsson. Þar er að finna þýðing- ar á kínverskum ljóðum, og kveð- skap eskimóa og svertingja í Afríku. Þessi bók vei'tir innsýn í lmgarheim framandi þjóða og er mekill fengur að henni fyrir alla ijóðaunnenóur. Skiptar skoðanir Þriðja bokin í þessum flokki er Skiptar skoðanir, ritdeila Sigurð- ar Nordals og Einars H. Kvaran, sem fram for í tímaritunum Skírni, Iðunni og Vöku árin 1925—27. Deila þessi upphófst með gagnrýni Nordals á lífsskoðun Kvarans eins og hún kemur fram í s'káldverkum hans. Er þetta í fyrsta skipti, sem bók af slíku tagi er gefin út hér. Væntanlegar bækur Tvær bækur eru væntanlegar í liaust, önnur þeirra úrvai úr bréf- um Konráðs Gíslasonar. Þá er væntanlegt smásagnasafn eftir Tsékov, löng smásaga eftir Franz Kafka, Dauðinn í Feneyjum eftir 'I'homas Mann og æfintýrið Litli prinsin eftir franska skáldið Anto- jne de Saint-Exupéry. Bækur þessar eru snotrar að frá- gangi, upplag lítið, eri verði í hóf stillt. Sólarhringur Þá er komin á markað skáldsag an Sólarhringur eftir Stefán Júlí- usson, en hún var lesin af höfundi sem útvarpssaga í vetur. Engin þessara bóka er send félagsmönn- um, Andvari Andvari, tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Hins íslenzka þjóðvinafélags er og komin út í nýju broti. Ritstjórar eru Helgi Sæmundsson og Þorkell Jóhannes- son. Þrjú hefti af Andvara munu koma út á ári hverju framvegis. Félagsmenn í Rvík geta vitjað hans í afgreiðsluna að Hverfis- götu 21. „Ást og stjérnmál” frumsýnt á föstudag Á föstudaginn verður frum- rýndur í Þjóðleikhúsinu gam- anleikur sem nefnist „Ást og stjórnmár og er hann eftir brezka leikritaskáldið Terence Rattigan. Þýðinguna gerði Sig- nrður Grímsson, en leikstjóri er Benedikt Árnason Leikur- inn gerist i síðustu heimsstyrj- öld í Englandi. Eftir Terence Rattigan Með aðalhlutverk leiksins fara þau Rúrik Haraldsson, Inga Þórð- ardóttir og Jóhann Pálsson. Aðrir leikendur eru þau Herdts Þorvalds dóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Anna Guðmundsdóttir og Bryndís Pétursdóttir. Lárus Ingólfsson málaði leik- tjöildin. Rattigan Terence Rattigan er fædduk árið 1911, og er eitt frægasta leikritaskáld vorra daga. Fyrstu leikrit hans voru eingöngu gaman- leikrit. Fyrsta leikrjt hans var „Frönskunám og freisting“, sem hann skrifaði árið 1936. Það gekk þúsund sinnum í West Erid. „Ást og stjórnmál“ skrifaði hann árið 1944 og „Meðan sólin skín“ árið 1943. Fimmta vsrkið Seinna sneri hann sér að alvar- legri viðfangsefnum. Árið 1946 skrifaði hann „Winslowdrenginn" og „Browning'þýðinguna" árið 1948 og „Seperate Tables“ árið 1954. Þetta er fimmta verk Ratti- gans, sem sýnt er eftir hann hér á landi. Þetta er síðasta leikritið, sem .sýnt verður í Þjóðleikhúsinu á þessu leikári. „Tengdasonur óskast“ verður sýndur úti á landi í næsta mán- uði, en óperan „Selda brúðurin" verður frumsýnd 4. júní, n.k. Frá nemenda- sambandi Kvennaskólans Aðalfundur Nemendasambands Kvennaskólans í Reykjavík var haldinn 88. marz s.l. í Tjarnar- kaffi. Fundurinn var mjög vel sóttur. í stjórn voru kjörnar: Frú Ásta Björnsdóttir form. Frú Reg- ína Birkis varaform. Fr. Guðrún Þorvaldsd. gjaldkeri. Frú Margrét Sveinsdóttir ritari. Fr. Sigríður Rögnvaidsd. meðstj. Ákveðið var, að Nemendasambandið tæki upp þann sið að halda hóf ár hvert fyrir þær stúlkur, sem útskrifast hverju sinni. Verður fyrsta hófið haldið í Lídó miðvikud, 25. maí n.k. Gefst þá hinum ýmsu árgöng- um ákjósanlegt tækifæri til að hittast og minhast skólans. Hádegisklúbb- urinn Hádegisklúbburinn kemur saman kl, 12 á hádegi, mið- vikudag -á morgun). Venjuleg- um stað. ^Framsóknar- menn í Suður- landskjördæmi Framsóknarménn í Suður- landskjöræmi halda kjör- dæmaþing að Selfossi n. k. laugardag og hefst það kl, 2 e h. FuMrrúar eru beðnlr að mæta stundvíslega. — V — Rúrik Haraldsson og Inga ÞórSardóttir í hlutverkom sínum. Vinsælasti gamanleikur, sem leikinn hefur verið á íslandi, DELERIUM BUBONIS, verður sýndur 94. sinn í Iðnó á miðvikudagskvöldlð kl. 8. — Myndin sýnir Siggu vlnnukonu og Gunnar Hámundarson leigubílstjóra (Nínu Svelnsdóttur og Árna Tryggvaspn). Fjórir flokkar i sumarbúðum Eins og undanfarin ár mun verða efnt til sumarbúða fyrir börn að Löngumýri í Skaga- íirði. Hófst þessi starfsemi á vegum þjóðkirkjunnar sum- arið 1954 og þótti þá strax gefa góða raun, svo að starf- inu hefur verið haldið áfram. Að þe&su sinni munu verða fjór- ir flokkar í Sumarbúðunum, tveir fyrir drengi og tveir fyrir telpur. Sá fyrsti hefst 28. júní og er fyrir drengi, stendur hann til 11. júlí, næsti drengjaflökkur hefst svo 13. júlí og stendur tii 26. júlí. Fyrri telpnaflokkurinn hefst 29. júlí og er til 11, ágúst, en síðari telpna- flokkurinn hefst 13. ágúst og sum- 'arbúðunum lýkur þá 26. ágúst. Ýmis sýslan Sumarbúðastjóri verður að iþessu sinni séra Lárus Halldórs- son, en með honum til aðstoðar verður svo annað starfsfólk. Hver dagur hefst með fánahyllingu og morgunbæn, en að öðru leyti er deginum varið tii þess að fara í leiki og synda, sýsl-a við alls konar föndur, syngja undir bandleiðslu fcennara, kynnast jurtum og trjám, og verður m. a. eitthvað gróður- sett af trjápiöntum. Þá verður einnig farið í ferðalög um Skaga- fjörð, komið að Hólum í Hjaltadal og viðar. Góð aSsókn Aðsókn að Sumarbúðunum hef- ur verið mjög góð undan farin ár, og er foreldrum því ráðlagt að tilkynna þátttöku barna sinna sem fyrst, en þátttökutilkynningum er veitt móttaka í Biskupsskrifstof- unni, sími 15-0-15, í Æskulýðsráði Reykjavíkur, síma 15937 og hjá öllum sóknarprestum úti á landi. Aðalfundur Framsókn- arfélags Borgarfjarðar Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar verður hald- inn í Félagshejmili Skilmannahrepps sunnudaginn 8. maí n. k, og hefst kl. 3. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Verðlagsmál landbúnaðarins. Framsögumaður Sverr- ir Gíslason, form. Stéttarsambands bænda. 4. Stjórnmálaviðhorfið. Framsögumaður Halldór Ás- grímsson alþm. v,5. Ýmis mál. Framsóknarmenn í Borgarfirði og á Akranesi eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.