Tíminn - 04.05.1960, Page 8

Tíminn - 04.05.1960, Page 8
8 T f MIN N, miðvikudaginn 4. maí 1960. UNDIR VERTÍDARLOK í Og það fer allt af stað með aðkomufólkinu. Drykkju- skapur unglinga á dansleikj um virðist fara nokkuð í vöxt. Annars er fullorðna fólkið litlu betra. — Þá er það mjög bagalegt hvernig búið er að fólkinu. Því er staflað saman í verbúðun- um eins og fé í rétt, greiður aðgangur milli karla og kvenna og af því spinnast ýmis óþægindi. Annars má segja sumum stöðvunum það til hróss, að þær hafa ráðið sérstaka húsverði til að gæta aga. Þó er hér lítið af alvar- legum afbrotum. Þetta eru mest drykkjulæti. Það er lít ið um innbrot til dæmis, og langt frá því að það sam- svari fjölguninni sem verið hefur á fólkinu. Við höfum fjóra fanga- klefa hér í lögregluvarðstof unni. Síðan um áramót höf um við orðið að setja inn hátt á fjórða hundrað manns. Það hefur stundum orðið þröngt á þingi. Hér hafa verið 17 inni þegar mest var. Og þó hefur ekki nema einu sinni komið fyr ir að slegist hefur verið inni í klefunum. Og flest af HELGI skipstjóri við stýrið. f Eyjum eru um það bil 4000 íbúar, og aðkomufólk hefur verið í meirihluta á vertíðinni. Þa^ er fólk af öllum landshornum, nokk- uð um útlendinga en þó minna en verið hefur und- anfarin ár, því Færeyingar sitja heima. Það gefur því auga leið að ekki hefur ver ið með öllu tiðindalaust þar sem slíkt fjölmenni kemur saman nokkra mán- uði og misjafn sauður í mörgu fé. Það hefur gengið vonum betur að koma fólki í húsa Frásögn JÖKULL JAKOBSSON Myndir: KRISTJÁN MAGNÚSSON skjól. Það hefst við í ver- búðunum, karlar og konur, og dvelst margt saman í hverju herbergi. Það hafa einnig verið tekin á leigu hálfbyggð hús í kaupstaðn um, slegið upp kojum handa stúlkunum. Þar dvelj an í einu herbergi og stund um eru þeim gerðár fjöl- ast þær, ef til vill tíu sam- mennar næturheimsóknir. Ef gestirnir gera sig heima komna um of, neyðast þær til að kalla á lögregluna. Það kemur fyrir að lögregl an þarf að skerast í eik- inn 3—4 sinnum eina nótt. í frystihúsi Einars Sig- uxðssonar vinna tvær út- lendar stúlkur sem sögðust hafa komið til Eyja í von um „plenty money“ en nú væri svo komið að þær þyrftu að fá lánað fyrir far gjaldinu til Reykjavíkur. — Það er svo lítill fisk- um, sagði Kirsten frá Rand- ers, — það er bara aldrei eftirvinna. Svo þurfum við að borga 1000 krónur í fæði. — Já, og svo fáum við aldrei mjólk, bætti Anita við. Hún er frá Tromsö í Noregi og hefur unnið á sjúkrahúsum í Reykjavík áður en hún kom hingað. Hún segir að það hafi oft verið mikil læti j Eyjum í vetur. Annars bætir hún því við að henni líki miklu bet ur við íslenzku strákana en þá norsku. — Sumir eru alveg draumur, segir hún. Við hittum einnig að máli Stefán Árnason yfir- lögregluþjón og spurðum hann hvemig löggæzlan hefði gengið. Það gefur að skilja að í slíku fjölmenni er ekki árekstralaust. — Við erum fastir 7 lög- regluþjónar, sagði Stefán, — en um vertíöina höfum við fengið 3 til viðbótar frá Reykjavík. Það hefur verið okkur ómetanlegur styrkur og án þeirra hefðum við aldrei getað annað þessu. Hér hefur verið svo sífelld fjölgun og stóraukin að erf itt hefur verið fyrir lögregl una að sinna öllu sem þarf að gera. Áður fyrr var einn lögregluþjónn á hvert þús und manns og þá var við ofurefli að etja ef eitthvað brá út af- En þetta hefur mikið lagast. Þó hefur aldrei verið eins mikið að gera og í vetur. Valur Gíslason, leikari: Leikhilsþankar Eg hef einhversstaðar les ið það, að hinn mikli gríski heimspekingur, Aristoteles, hafi kallað manninn „póli- tíska veru“. Á öðrum stað hef ég lesið það að maður- inn sé fyrst og fremst „dramatísk vera“. Það fer varla milli mála að við get- um viðurkennt sannleiks- gildi orða hins gríska spek- ings, að minnsta kosti hvað okkur íslendinga snertir. Hin staðhæfingin liggur kannske ekki eins ljóst fyrir, en þó held ég, að þegar vel er að gáð þá felist mikill sannleikur í henni líka. Öll þekkjum við það, hve erfitt okkur reynist að lýsa atburðum, sem við annað- hvort höfum upplifað eða verið vitni að, nákvæmlega eins og þeir raunverulega gerðust. Tveim eða fleirum, sem lýsa sama atburði, ber sjaldnast nákvæmlega sam an. Þetta orsakast ekki ein göngu af mismunandi at- hyglis- og eftirtektargáfu, heldur einnig, og kannske meira, af mismunandi frjóu ímyndunarafli. Það virðist alltaf vera einhver freist- ing eða löngun til að stækka atburðinn, gera hann annað hvort skemmtilegri eða al- varlegri en efni stóðu til. Við reynum að færa hann í búning, svo frásögnin verði áhrifameiri en ellu. Við ým ist fellum úr eða bætum við, allt eftir því, sem okkur finnst betur fara. Og í flest um tilfellum gerum við þetta óafvitandi. Stundum er þetta kallaðar ýkjur, en réttara væri kannske að segja að hér væri okkar „dramatíska" eðli að verki. Hjá sumum mönnum er þessi eðlisþáttur ríkari en með öðrum. Hann er þá ekki lengur aðeins einn þáttur af mörgum í eðli þeirra, held ur meginþátturinn og allt inntak lífs þeirra. Þá menn köllum við skáld og lista- menn. Fyrir tilveru þessa eiginleika mannsins hefur tilorðið það, sem við köllum leikhús og leiklistarmenn- ing, á hvaða stigi sem hún stendur, eða hefur staðið, á hverjum tíma og með hverri þjóð. Leiklistarsaga íslands er ekki ýkja löng, í þeirri merk ingu sem við leggjum í orð- ið leiklist, en hún er þó að ýmsu leyti merkileg. Það er ekki á mínu færi að rekja hana hér, allt frá því að Sigurður Guðmundsson list málari hóf merkið og fram á þennan dag. Þar hefur ekki verið um stöðuga og jafna þróun að ræða, það er það sjaldnast í listum, þar skiptast á hæðir og lægð ir eins og í veðurfarinu. En á þessari leið hafa verið vissir áfangar, sem rísa hærra en aðrir og kalla má tímamót. Einn þessara áfanga, og sá, sem að mínu viti markar dýpri spor og hefur haft, og mun hafa mikilvægari áhrif á þróun og þroska leiklistarinnar hér á landi pn nokkur annar, var opnun Þjóðleikhússins fyrir réttum tiu árum. Það er oft erfitt að gera sér ljósa þýð- ingu atburða á þeim tíma, sem þeir gerast, og ég býst við að tiltölulega fáir hafi þá gert sér fulla grein fyrir

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.