Tíminn - 04.05.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.05.1960, Blaðsíða 11
Meðfylgjandi mynd er af þeim Brynhildi Steingrímsdóttur og Guomundi Magnússyni í hlutverkum Snæfriðar og Arnæusar. Ljósm.: E. Sigurgeirss. Á7&ENPAU/ r á Akureyri Alkureyri, 28. apríl. Allir kannast við íslandsklukku Kiijans. Hún var valin sem eitt af vi-g'SÍlul'eikrituim Þjóðleikhússins fyrir 10 árum og vakti mikla at- 'hygli þar og i útvarpi síðar. En ekkert leikfélag landsins ihefur ráðizt í að sviðsetja þetta mikla verk fyrr en nú, að Leikfél. Akureyrar tók leikritið til með- ferðar. Leitomennt er rótgróin ihér á Akureyri og stendur vissulega á göimlum merg. Leikfélagið hefur mörgum góðum leikurum á að skipa, leikhúsið er gott, ljóstaekni meira en venjulegt er, að Þjóð- leikhúsinu e. t. v. einu undanskildu og húsrými gott bæði fyrir leik- ara og starfsfólk. Og allt þetta reyndist nægilegt til að setja ís- landsklukkuna á svið og það með sóma. Áttunda sýningin var í gær. Bæjarbúar og sveitafólk hafa sótt sýningarnar af áhuga, meðal annars úr mörgum sveitum Þing- eyjarsýslu. Ragnhildur Steingríms dóttir er leikstjóri og hefur Hotið mikið hrós fyrir. Brynhildur Steingrímsdóttir leik ur Snæfríði íslandssól og er einn af beztu leikurum bæjarins. Guð- mundur Magnússon leikur Arnæus, Júlíus Oddsson leikur Jón Hregg- vðisson og Jóhann Ögmundsson fer með hlutverk Magnúsar í Bræðratungu. Allt eru þetta kunn ir leikarar nyrðra. Ennfremur Jón Ingimarsson í hlutverki nafna síns Marteinssonar. Minni hlutverk in eru þó engu að síður athyglis- verð, þótt ekki verði lengur talið, og ekkert hlutverkið varð mjög lítið í meðförum, þótt þau gefij mismunandi svigrúm. E.D. ‘ Tann- skemmdir vanfærra kvenna Fyrir kemur, að tennur skemmast og losna í vanfær- um konum, og er það vegna þess, að líkaminn framleiðir meiri hormóna en ella undir þeim kringumstæðum. Áður var talið, að orsökin væri sú, að fóstrið eyddi kalki úr tönn- um og beinum móðurinnar, en það á ekki við rök að styðjast. Þvi ættu konur að vanda hreinsun á tönnum og munni um meðgöngutímann, varast .sætindi og sterkjumikinn mat, einkum að kvöldi, bursta tenn- ur með mjúkum bursta eftir hverja máltíð, nudda góminn með fingurgóm sínum og fara til tannlæknis á tveggja mán- aða fresti. Sveskjubúðingur. 200 gr. sveskjur, 4 dl. vatn, %—1 dl. sykur, 4 eggjahvítur (möndlur). Sveskjurnar skolaðar og lagð ar í bleyti í nokkra tíma, soðn- ar í 5 mínútur. Steinarnir tekn ir úr, helmingurinn af sveskju- steinunum brotinn og teknir úr þeim kjarnarnir. Sveskjur og kjarnar saxað vel. Eggja- hvíturnar þeyttar, sveskjum og sykri hrært saman við og hrært nökkra stund. Látið í eldfast mót (ekki mjög grunnt). Bakað við vægan hita í 45 mínútur. Varizt að opna fyrstu 20 min. Berist strax fram með þeytt- um rjóma. Búðingurinn fellur, ef hann er látinn bíða. Riddarapönnukaka. 2 egg, 1 dl. hveiti, % 1. mjólk, salt, sykur, 5 sneiðar hveiti- brauð (ca. 70 gr.), sitrónu- börkur, 3 epli, kanel. Egg, hveiti, salt, sykur og rnjölk hrært saman. Brauðsneið arnar lagðar í hræruna og hrærðar í sundur. Börkur af hálfri sítrónu rifinn út í. Deig- inu hellt í smurt, eldfast fat. Eplin sneidd, lögð ofan á deig ið og þrýst ögn ofan í það. Kanel stráð yfir. Bakað í meðal heitum ofni ca. 25 mínútur. Kakan skorin í bita upp úr mót inu um leið og hún er borin fram. ó'&rwm ár/icfa>m Hálfsköllótt kvennagull Það gekk ekki svo lítið á í Pakistan, er ríkisstjórnin útnefndi þekktan hesta- og kvennamann sem ambassa- dor landsins hjá Sameinuðu þjóðunum. En gagnrýnin er hljóðnuð, því að menn hafa komizt að því, að enginn annar maður hefði getað auglýst land sitt betur vestanhafs en hann. Nýlega hélt hann veizlu í tilefni af þjóðhátíðardegi Pakistan. Þar voru ekki færri en 100 gestir saman- komnir og hefðardömurnar slógust um að fá að láta ljósmynda sig með Aly. Þetta má nú kallast kven- hyl'li, og þó er Aly ekki neinn æskumaður lengur og orðinn hálfsköl'lóttur. 64 ár bak við lás og slá Martin Dalton er sá mað- ur, sem setið hefur fleiri ár í fangelsi en nokkur annar maður í Bandaríkjunum. Hann andaðist nýlega í fang elsi í Cranston, Rhode Is- land. Hann varð 91 árs og af þeim eyddi hann 64 bak við lás og slá. Dalton var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð. Það stóð til að náða hann, er hann hafði afplánað 30 ár af refsivistinni, en er hann fékk pata af því, hvern ig heimurinn hefði breytzt, bað hann um að fá að dúsa áfram i fangelsinu. Hann sagðist vera hræddur við fólk, umferðina og öryggis- leysið fyrir utan. Hann sagðist ekki geta hugsað sér betra líf en í fangelsinu. Honum var leyft að dvelja áfram í fangelsinu. Þær eru verst klæddar Við þekkjum öll hinn ár- lega bandaríska lista yfir ebzt klæddu konur í heimi. En nú hefur maður nokkur fundið upp á því að gera lista yfir verst klæddu konur h-eims, en heldur sig ein- göngu við kvi'kmyndaleik- konur. Á þessum lista er Zsa Zsa Gabor efst, en næst henni koma Debbie Reyn- olds, Gina Lollobrigida, Shirley McLaine, Jayne Mansfield, Marilyn Monroe, Janet Leigh og Katherine Hepburn. Ostýrilátur ungdómur Rússnesk yfirvöld hafa mjög horn í síðu þess æsku- fól'ks, sem apar eftir vest- rænum æskulýð. — Úrkynj- uð borgaramennska, hrópa þau. En þetta kemur ekki í veg fyrir að þúsundir æskufólks klæða sgi að fyrir mynd vestræns æskufólks og stæla hina böldnu æsku, sem nefnist „Iæderjakker“ í Danmörku og „beatniks" í Bandaríkjunum. Þess vegna hefur þessi hluti æskunnar fengið sér- stakan dálk í skopblaði Moskvu, Krokodil, og þaðan er þessi mynd tekin, og sýn- ir hún hvernig hinir grömu Rússar líta á hina úrkynj- uðu. Ný stjarna? Jú, hún lifir enn, hin fagra Cleo de Merode, sem gaf Leopold II. Belgíukon- ungi auknefnið Cleopold. Þrátt fyrir það, að hún er orðin 87 ára gömul, er hún athafnasöm mjög, og þessa dagana er hún mjög upp með sér af því að hún hefur gert merka uppgötvun. Hún var nýlega í norður- ítalska hafnarbænum Porto- fino, og í kirkjunni heyrði hún 18 ára gamlan ftala, Graziano að nafni, syngja Ave Maria eftir Schubert svo hreint og skært, að hún sá sig knúða til að heim- sækja hann á eftir. Er hún komst að því, að hann hafði einnig danshæfileifca fékk hún svo mikinn áhuga á honum, að hún kostaði hann til framhaldsnáms. — Ég veit, sagði hún, að ég hef fundið nýja lieims- stjörnu og ég vona inniiega að ég lifi það lengi, að ég sjái hann taká það sæti, sem honum ber í hinum alþjóð- lega leikhúsheimi. Loftpressa á bíl til leigu. Verklegar framkvæmdir h.f. Brautarholti 20 Símar 10161 og 19620. Framsóknar- vistarkort fást S skrifstofu Framsókn arfiokicsms 1 Edduhúsinu Sími 1«066 Hænuungar til sölu dagsgamlir 2 mán- aða og eldri. Prentum fyrir yður smekklega og fljótlega KIAPPARSTÍG 40 SlMI 194 43 Auglýsið í Tímanum Gunnar Már Pétursson, Iteynivöllum, Skerjafirði. Sími 18975. íbúðarhús á Akranesi Jaðarsbraut 7, á meðfylgjandi leigulóð, er til sölu. Húsið er tvær hæðir, 6 herbergi, tvö fullinnrétt- uð eldhús, geymslurými í risi. bílskúrsréttindi. Getur verið einbýiishús eða tvibýlishús eftir hent- ugleikum. — Upplýsingar gefur eigandinn: Ragnar Jóhannesson sími 166.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.