Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, laugardaginn 7. maí 1960. Harm andaíHst á sjtifcrafhúsi f Eeykjavík 23. apiál 1. á 90. ald- wsári. Ættingjar, sveitungar og wnir faér syðra kvöddu hamn í Fossvogkkirkju á mánudaginn var, en í dag verður hann jarðsunginn á Skrwnastað við hlið konu sinnar og annarra nákominna, er þar hvfia. Hann var fæddur í Keldunesi í Kdlduhverfi 24. fehráar 1871. For- eidrar hans voru Árni Björnsson þá bóndi í Keldunesi og 'kona hans Rannveig Gunnarsdóttir. Faðir Áma var Bjöm bóndi í Laxárdal í Þistilfirði, Guðmundsson frá Kollavík Guðmundssonar, en móð- ir hans, kona Björns í Dal, var Arnþrúður Jónsdóttir frá Möðru- dal á Fjöllum, sem á sínum tíma var orðlögð fyrir myndarskap og hagleik á ýmsum sviðum. Telja 'kunmugir, að sá hagleikur hafi gengið að erfðum frá henni og geri enn, bæði hjá konum og körl- um. Gunnar faðir Rannveigar, konu Árna, var sonur Sigurðar bónda í' Skógum Þorgrímssonar og síðari konu hans, Rannveigar dóttur Gunnars bónda á Ærlæk, er nefndur var Skíða-Gunnar, en frá honum er kominn fjöldi fólks, ekki aðeins í Norður-Þingeyjar- sýslu, heldur einnig á Austurlandi og raunar víðar. En Skíða-Gunnar var sonur séra Þorsteins á Skinna- stað (f. 1734, d. 1812) Jónssonar lögréttumanns á Einarsstöðum Jónssonar. Móðir Rannveigar yngri Gunnarsdóttur var Guðrún Guðmundsdóttir Árnasonar bónda í Ærlækjarseli. Árið 1874 fluttust þau Árni og Rannveig frá Keldunesi að Arnar- nesi og þaðan að bæ þeim, er nú heitir Bakki árið 1884, og var Ámi við þann bæ kenndur. Hann byggði þar nýbýli, nærri eyðibýli því, er fyrrum hét Áshúsabakki, en þar mun síðást hafa verið búið 1789. Hafði land þessa býlis sem og fleiri býla á þeim islóðum, spillzt nijög af jökulhlaupum fyrr á tímum. Þarna falla kvísiar Jök- ulsár bæði að austan og vestan, og í tíð Árna þurfti að fara í ferju í báðar áttir, ef lengra skyldi hald ið. TJm Árna á Bakka hef ég heyrt að hann hafi verið hreystimenni og víkingur tii vinnu, greiðamaður mikiil, smiður góður, einkum á járn. Gunnar Árnason ólst upp með foreldrum sínum og systkinum. En árið 1899 kvæntist hann frændkonu sinni Kristveigu Björnsdóttur'í Skógum í Öxarfirði. Settust þau ungu hjónin þar að í sambýli við vandafólk sitt en síðar keypti Gunnar hálfa jörðina. Þar bjuggu þau til ársins 1942, en fluttust þá þaðan hnigin að aldri eins og síð- ar verður að vikið. Kristveig lézt árið 1945. Börn þeirra á lífi eru: Rannveig, gift Birni Kristjánssyni, fyrrv. aiþm. og kaupfélagsstjóra á Kópaskeri, nú í Reykjavík; Björn, Kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Víkingavatni, starfsmaður hjá Samb. ísl. samvinnufél. í Rvík; Sigurveig, gift sr. Sveini Víkingi, nú skólastjóra í Bifröst; Arnþrúð- ur, gift Baldri Öxdal, stafsmanni bjá ríkisbókhaldinu í Rvík; Sig- urður, .skólastjóri á Húsavík, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur frá; Seyðisfirði; Þórhalla, gift Sigurði j Jóhannessyni, bankafulitrúa í Rvík | og Óli, sta-ifstofustjóri hjá Kaup-| félagi Norður-Þingeyinga á Kópa-| skeri, kvæntur Þórunni Pálsdóttur frá Ólafsfirði. Tveir synir þeirra eru látnir: Árni, bóndi í Skógum, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur frá Ferjubakka, lézt árið 1937. 27 ’ ára gamall, hafði þá nýlokið við að reisa nýbýli í landi Skóga og Jón Kristján, sem lézt 18 ára gam- all árið 1938. — Tvö fósturbörn ólu þau hjón upp að miklu leyti: Sigríði Guðmundsdóttir, er fyrr var nefnd, sem nú býr í Skógum með síðari manni sínum, Jóni Óla- syni frá Bakka, og Kristveigu Jóns- dóttur frá Klifshaga sem gift er 'Árna Árnasyni bifreiðarstjóra á Kópaskeri. MINNING: Gunnar Árnason frá Skógum í Öxarfirði nema rösblega tveir tugir, drifu ó staðinn úr öllum áttum könur og karlar, ungir og gamlir, sem áheyrnargestir. — Aðalfundurinn ,stóð venjulega tvo til þrjá daga. Var efnt til aimennra skemmtana síðasta kvöldið. Þá voru ræðuhöld í léttum tón, sungin ættjarðarljóð, sagðar kímnisögur og skrítlur, og loks stiginn dans langt fram á Skógar eru stór jörð og land- kostir þar taidir mikiir á sumum sviðum, a- m. k. fyrrum, m. a. flæðiengi við lón, trjáreki og sel- veiði í Jökulsá. Bærinn stendur á sléttiendi niðri í „Sandi“, sem svo er nefndur, austan Jökulsár. Þar biasir við fjaliahringur fagur tii landsins, en í norðri skammt til sjóvar. Þau Gunnar og Kristveig bjuggu þar í rúm-1. fjóra áratugi góðu búi. Heimili þeirra iöngum fjölmennt og með rausnarbrag. Tvíbýli var á jörðinni, og munu þar á búunum stundum hafa verið yfir 30 'hei'milismenn. Mjög var þar gestkvæmt og stundum mann- fundir eða .samkomur, enda húsa- kynni rúm. Nefna mó það dæmi, að iþar gisti eitt sinn fyrir löngu nokfcuð á fjórða tug aðkomufólks i þrjár nætur samfleytt af sérstök- um ástæðum. Mjög voru þau hjón sambent og settu hvort með sin- um hætti svip á hið stóra og fjöl- menna heimili, en börn þeirra mörg og mannvænieg, er þar uxu upp, áttu og sinn þátt í, að þar þótti- mörgum gott að koma. Hús- freyjan sköruleg, glaðvær og bók- hneigð og kunni á mörgu skil, og húsbóndinm sá maður, er hann var. entist honum lengi. Síðustu árin voru kraftar hans að þrotum 'komnir. Síðustu mánuðina, sem hann lifði, var hann í Reykjavík, fyrst á 'heimili dóttur .sinnar, siðan á sjúkrahúsi. Með 'honum er fallinn einn af hinum sterku stofnum frá öldinni sem leið. G. G. Gunnari í Skógum kynntist ég ekki fyrr en á efri árum hans. Hann var fríður maður sýnum, og mun hafa þótt glæsimenni á yngri árum, meðalmaður á hæð eða rúm lega það óg vel á sig kominn, ljós á hár og bjartur yfirlitum. Hann hélt sér lítt fram, yar Ijúfur í við- móti, glaður í bragði jafnan, skipti ekki skapi. Lét ekki á sér sjó, þótt erfiðleika eða raunir bæri að höndum. Umhyggjusamur og nærgætinm við aðra. Þrek- maður var hann og iðju- maður mikill, slapp sjaldan verk úr hendi, nema þegar gesti •bar að garði. Hagieikinn hafði hann erft í ríkum mæli og gerðist snemma smiður á tré og járn. Stundaði hann jafnan smíðar sam- hliða bústörfum, og var almennt til hans leitað úr sveitinni, ef ein- hver þurfti einhvers með £ þeim efnum. AMtaf var hann reiðubú- inn til að liðsinna þeim, er ein- 'hvers þurfti með í þeim efnum, 'hvernig sem á stóð, og faef óg heyrt það haft á orði. Bær hans og heim- iii bar og verkum hans vitni. Margs konar hluti smíðaði hann úr tré, svo_ -sem hirzlur ýmis konar og húsmuni, auk áhalda til búskapar- starfa, síðari árin, t. d. vefstóla, en fékkst einnig allmikið við jórn- smíði eins og áður var sagt. Allt viidi hann vanda sem bezt. Ýms opinber störf voru faonum falin um ævina. Hann var t. d. um langan tíma oddviti 'Öxarfjarð rrhrepps, átti sæti í stjórn Kaup- félags Norður-Þingeyinga og var í yfirkjörstjórn sýslunnar. Og ýmis- legt fleira hafði hann með hönd- um fyrir sveitunga sína, þótt ekki verði það talið hér. Eins og áður er sagt brugðu þau hjónin búi árið 1942, nokkru; eftir lát sona sinna tveggja. Gunn-; ar var þá kominn yfir sjötugt. Þau: fluttust þá til Kópaskers, en þar; voru þá fyrir elzta dóttir þeirra j og tengdasonur. Þar missti Gunn-j ar konu sína þremur árum síðar j eftir 46 ára ástríka sambúð. Eftirj það var Gunnar fyrst hjá dóttur sinni á Kópaskeri og síðar hjá syni sínum þar. Á Kópaskeri vann hann að smíðurn og hélt iðjusemi sinni meðan kraftar leyfðu. Ævi hans varð löng og dagsverk hans mikið. Hann naut þar góðrar um- hyggju og ástúðar vandamanna sinna og starfsgleðin, sem jafnan hafði verið ríkur þáttur í lífi hans, í dag fer fram að Skinnastöðum £_ Öxarfirði jarðarför Gunnars Árnasonar fró Skógum og mun fjölmenni ættingja og vina fylgja bonum til grafar. Kosið hefði ég að vera með í þekn hópi, ef ástæð- ur hefðu leyft. En' þótt ég sé í fjarlægð, vaka í huga mínum í dag fjölmargar ógleymanlegar og kær ar minningar frá samskiptum okk- ar Gunnars á langri samleið heima í átthögum okbar beggja. Gunnar andaðist á sjúkrahúsi hér í Reykjavik, þrotinn að heilsu og kröftum eftir langt og farsælt ævistarf, 89 ára að aldri. Andlótsfregn hans kom engum á óvart. Ég hryggðist og gladdist 1 senn, — gladdist yfir því að þjáð ur og þreyttur vinur minn og frændi hafði hlotið langþráða hvíld, en minntist jafnframt með döprum huga og söknuði hins góða, mæta manns. Við Gunnar ólumst upp í sömu sveit, KeldUhverfi í Norður-Þing- eyjarsýslu. Hann var níu árum eldri en ég. Ég leit altaf upp til hans. Hann bar af öðrum ungum mönnum. Frfðleiki hans, háttprýði og karlmennska, heilluðu huga minn. Honum vildi ég líkjast og engum öðrum. Orð var á því gert, að unguj stúlkurnar í sveitinni renndu' hýru auga til hins glæsilega manns. j En hann kaus sér konu úr næstui sveit: Kristveigu dóttur bænda-! höfðingjans Björns Gunnlaugsson-i ar í Skógum 'í Öxarfirði; þóttij hinn álitlegasti kvenkostur þar íj sveit. Brúðkaup ungu hjónanna var að ‘ heimili brúðurinnar 1. júli 1899. j Var þar fjölmenni mikið viðstatt, og mun það hafa verið einróma álit boðsgesta, að sjaldan hefðu þeir séð eða aldrei glæsilegri og gæfulegri btúðhjón. Og heillaósk- ir til þeirra rættust. Þau bjuggu saman í Skógum í ástríku hjóna- bandi næstu fjörutíu og tvö ár, og var heimili þeirra rómað að verð- leikum fyrir rausg og höfðings- brag. Ég var svo lánsamur að eignast vináttu þessara' ágætu hjóna og njóta hennar öll þessi ár. Ég var tíður gestur þeirra. Og eftir að börn þeirra stálpuðust var ég fenginn til þess að veita þeim til- sögn heima í Skógum tvo vetur, nök'krar vikur í 'hvert sinn. Ekki gat óg státað af kennara- prófi. Og áreiðanlega hefði lítill reynzt árangur af kennslunni, ef börnin hefðu ekki verið elskuleg og góð, niámfús og greind. En — sjólfur lærði ég mikið af dvöl minni á heimiiinu. Höfðings- bragur, reglusemi og snyrti- mennska, utanbæjar og innan, var fyrirmynd, sem hvatti til eftir- breytni. Á kvöldvökunum, þegar aðal önnum dagsins var lokið, ræddi ég við ungu hjónin mér til ánægju og uppbyggingar. Húsbóndinn fyl'gdist vel með tímanum og bar margt á góma. Oftast sveigðist þó talið að sveitar- og héraðsmálum. Hann var einiægur samvinnumað- ur alla ævi, og var sannfærður um, að leysa mætti hvert vanda- mái og hrinda í framikvæmd fjöl- mörgum málum til hagsbóta, ef samhug og samtök skorti ekki. Dómar hans um menn og móiefni voru mildir og sanngjarnir og alit vi'ldi hann færa til betri vegar. Þess vegna naut hann almennra vinsælda. Og hógværð hans og geðprýði, bjartsýni og lífsgleði var sdík, að öllum leið vel í ná- vist hans. — Kærustu umtalsefni húsfreyjunnar voru bækur og bók- menntir. Hún las mikið bæði ís- lenzkar og útlendar bækur. Þótt hún væri óskólagengin, var hún vel fær í Norðurlandamálum. Hún var skarpgáfuð og fjölfróð. Og ef okkur greindi á um mat á höfund- úm og skoðunum þeirra á viðfangs efnum og vandamáium hins dag- lega lífs, vafðist mér oft tunga um tönn; ég dáðist að skarpskyggni hennar, rakfestu og heilbrigðu dómgreind. — Þessar ánægjulegu kvöldstundir geymi ég í minninga- sjóði, sem óg vil efcki glata. Seinni veturinn, sem ég var í Skógum, féll myrkur skuggi þján inga og sorgar yfir þetta glað- væra og góða heimiii. Þangað barst þá hin skæða landfarsótt — mislingar. í Skógum var tvíbýli. Á annarri hálflendunni bjó elzti bróðir Krist- veigar, húsfreyju á hinu búinu, Jón, ásamt konu sinni Kristrúnu Þórarinsdóttur, mestu myndar- konu í sjón og raun. Bæði voru þau á bezta aldri og bjuggu blóma- búi. Heimilisfólkið á báðum búun- um var um þrjátíu manns. Á fá- um dögum laáðist fflestallt fólkið í rúmið — eða tuttugu og tveir; voru sumir sjúklingarnir svo sárþjáðir, að vaka varð yfir þeim hverja nótt. Heimilið varð ósjálf- bjarga. En hjálpfúsar hendur ná- granna og vina bættu úr brýnustu þörf. Afleiðingar þessara veikinda urðu hörmulegar. Á öðru búinu öóu bæði hjónin Jón og Kristrún í sömu vikunni og vinnumaður, sem hjá þeim var, Tryggvi Níels- son búfr. á þrítugsaldri. Aðrir á heimilinu náðu fullum bata — sumir ekki fyrr en eftir fjórar eða fimm vikur. Öll él bitrir um síðir. Og enn átti óg margar glaðar stundir í Skógum. í mörg ár voru bæði sýslufundir og aðaifundir Kaupfélags Norður- Þingeyinga haldnir í Skógum; þar voru miklu meiri húsakynni en annars staðar í sýslunni. Var ég oft á þessum fundum. Kaupfélags- fundirnir voru í raun og veru hér- aðsfaátíðir, sem beðið var með eft- irvæntingu og tilhlökkun. Þangað var fjölmennt á hverju ári. Þótt reglulegir fulltrúar væru ekki nótt. Eitt sinn, þegar skemmtun stóð sem hæst, brast á þreifandi stór- hríð. Karlmenn af næstu bæjum brutust þó faeim í óveðrinu um nóttina og höfðu streng á milii-sín til þess að tapa ekki hver af öðr- um í faríðinni og náttmyrkrinu, því að þarna á sléttlendinu er vand- ratað. Þetta gekk þó slysalaust. Um fimmtíu manns, sem lengra átti heim að sækja, urðu að bíða þess að veðrinu slotaði. Næsta daig var sama stórhríðin og ekki fært út úr bæ. Voru allir um kyrrt þann dag allan og næstu nótt. Einhver gestanna hafði orð á því um daginn, að þetta væri óþolandi átroðningur og vildi að karlmennirnir freistuðu þess, með an bjart væri af degi að komast eitthvað í áttina heimleiðis, þótt ekki þætti fært fyrir kvenfólkið. Gunnar eyddi þessu skrafi og sagði brosandi: „að ekki þyrfti að kvíða vistaskorti á meðan öll fjár- húsin væru full af fé í hausthold- um“. Var svo ekki meira um þetta rætt. Leið svo þessi dagur með glaum og gleði, þótt hríðin lemdi húsaþekjur. — Næsta dag komust a'liir heilu og höldnu til sinna heima. Geta má nærri hvað þessir fjöl- mennu fundir hafa bakað heima- fólkinu mikið erfiði og óþægindi. Varð það að hreiðra um sig í faiöðu og annars staðar, þar sem friður var til þess að njóta hvíld- arstundar einhvern tíma sólar- ihringsins. En aldrei- heyrðist um- kvörtun eða æðruorð. Það Var eins og húsbændur og heimafólk gledd- ist meira af því að þjóna gestun- um og láta þeim líða vel en hinir sem þáðu. Og það er óhætt að fullyrða, að þessir fundir, eða rétt ara .sagt héraðshátíðir hafa stór- aukið félagsþroska, samhug og samvinnuáhuga, fyrst og fremst á kaupfélagssvæðinu. Verður það ekki metið að verðleikum. Gunnar í Skógum missti konu sína 17. marz 1945. Harmaði hann ’hana mjög meðan hann lifði, þótt 'hann nyti ástar og umhyggju barna sinna ti dauðadags. Ég þakka, vinur minn og frændi langa samleið og einlæga vináttu þína — þakka „eins og ,sá, sem aidrei fær fullþakkað“ á þessari síðustu kveðjustund. Skammt mun að bíða endurfunda, því kvelda tekur, og senn kemur minn „mikli háttatími“. Þá hittumst við aftur, ungir í annað sinn, í morgunroða annars heims, handan við takmörk tima og rúms. Þór. Gr. Víkingur. Sveit Óska eftir að koma 9 ára dreng í sveit á gott heimili. Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. þ. m merkt „Sveit“. Stúlkur Tvær vanar stúlkur óskast til afgreiðslustarfa í veit- ingasal. Hótel Tryggvaskáli Brynjólíur Gíslason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.