Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 9
Þeim, sem eiga heilbrigð börn, ber skylda til að Seggja vangefnum lið Á morgun efna konur úr Styrktarfélagi vangefinna til bazars í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Konurnar sem unnið hafa ag undirbúningi bazarsins, hafa haft orð á því, hve gott væri að fara bónarveg til fólks fyrir þetta félag. Svo rikur væri skilningurinn á nauð- syn starfsins, sem það beytir: sér fyrir, að hvergi hefðu þær gengið bónleiðar til búðar. Má með sanni segja að gefið hafi verið af góðhug og unn- ið högum höndum að undir- búningi bazarsins. Starfssviðið sem Styrktar- félag vangefinna hefur kjör ið sér, er að stuðla að stofn- un og rekstri hæla og ann- arra nauðsynlegra stofnana fyrir vangefið fólk, og styrkja þá til mennta, sem starfa vilja við þær stofnanir. Fé- lagið er aðeins tveggja ára gamalt, en hefur þegar unnið furðu mikið starf. Fyrir þess atbeina voru sett lög um styrktarsjóð vangefinna og er sá sjóður í vörzlu heilbrigöis1 málráðuneytisins. í hann rennur tíu aura gald af hverri gosdrykkjarflösku og öls, sem seld er í landinu. Fyrir fé úr þeim sjóði var hægt að flýta að miklum mun byggingar- framkvæmdum við ríkishæl ið í Kópavogi. Þar er nú ver ið að hefja byggingu íbúðar húss fyrir starfsfólk hælis- j ins, mikla byggingu sem verð ur að verulegu leyti kostuð ( af þessum sjóði. Þegar þvíi húsi er lokið, losnar rúm fyrir j a. m. k. 25 starfsmenn á hæli inu. Félagið sjálft hefur styrkt' starfandi hæli fyrir vangefið| fólk, hafið smávegis leikskólal starfsemi í Reykjavík og er nú að undirbúa byggingu dag heimilis fyrir vangefin börn. Verður sú bygging væntan- lega tilbúin í haust. Einnig hefur félagið veitt námsstyrk til f ramhaldsmenntunar í ■ gæzlu vangefinna barna, beitt! sér fyrir skýrslusöfnun um vangefið fólk á öllu landinu, gert tillögur til ríkisútgáfu J námsbóka um gerð sérstakraj námsbóka fyrir vangefin börn og minnt á þær skyldur, sem ríkisvaldið ber lögum sam- kvæmt um kennslu vangef- inna barna. Þetta eru stærstu drætt- imir í starfi Styrktarfélags vangefinna þessi fyrstu ár, en fleira hefur félagið látið til sin taka, þó ekki sé talið hér. Síðustu áratugi hefur orð ið ör þróun hérléndis á flest um sviðum heilbrigðismála, en að vissu leyti hefur þeim sjúklingum verið minna sinnt sem eru andlega vangefnir en flestum þeim, sem eiga við aðra sjúkdóma að stríða. Til þess geta legið ýmis rök. Eng ir sjúklingar eru vanmegn-1 ugri að bera sjálfir fram sín Fyrir alllöngu birtist hér í blaðinu skýrsla Kára Guð- mundssonar, mjólkureftirlits- manns ríkisins, um mjólkur- magn mjólkurbúanna hér á landi s.I. ár svo og flokkun mjólkurinnar. — Skýrslunni fylgdu ýtarlegar leiðbeiningar um meðferð mjólkur og mjólk- u.vara, en með skýrslunni birt- ist hér í blaðinu aðeins fyrsti kafli þeirra, en hitt birtist hér, og hefur orðið allmikll dráttur á því. þau skulu vera þannig gerð, að auðvelt sé að hreinsa þau. Til lok- • unar eða þéttunar á ílátum og tækjum má ekki nota efni, sem sjúga í sig mjólk. Á ílátum, sem mjólk eða mjólkurvara er geymd eða flutt í, skal vera lok, sem tek- ur út yfir barmana. Um meðferð mjólkur og rajólkurvöru í mjólkur- búðum 1. Mjólk og mjólkurvörum skal haldið vel köldum, þar til sala fer fram, og að minnsta kosti fyrir neðan 15 stig C. Mjólk, geril- Reglur og leiðbeining- ar um meðferð mjólkur vandamál og oft er aðstand endum súkdómurinn svo við kvæmt tilfinningamál, að þeir skyrrast við að ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir hagsmunum þessara sjúklinga. Þó dylst engum, sem nokkra reynslu hefur haft af högum vangefins fólks, að mikið nauðsynjamál er að búa svo að því, að hægt sé fyrst og fremst að veita hverjum ein staklingi þann þroska, sem geta hans leyfir, og í öðru lagi, að þeir, sem bera svo þung örkuml, að þeir eru al- gerlega ósjálfbjarga, geta átt vísa nauðsynlegustu aðhlynn ingu. Hér eru ekki til full- nægjandi skýrslur um tölu vangefins fólks, en áætlað er að það sé um tvö þúsund á öllu landinu og þar af muni vera um fimm hundruð fá- vitar og örvitar, sem telja megi í brýnni þörf fyrir hæl isvist. Ekki eru til hæli nema fyrir lítið brot af þeim fjölda. Það er óþarfi að fara mörg um orðum um tilfinningar foreldra, sem sjá þá fram- tíð bíða barna sinna, að þau geti aldrei orðið sjálfbjarga manneskjur, hvort sem orsök in er meðfædd eða sjúkdóms áföll og slys síðar á lífsleið- inni. Augljóst er hver áhrif það getur haft á heilbrigð börn að alast upp með van- gefnum systkinum og þá munu allir fara nærri um tilfinningar aldraðra foreldra sem horfast í augu við það, að þeim endist ekki aldur til að annast og vernda börn sín, sem aldrei fá að þroskast and lega. Enginn megnar að af- stýra því, að vangefin börn fæðist í heiminn og enginn veit hvort hann eða fjöl- skylda hans veröur fyrrtur þeirri sorg að þeim fæðist vangefið barn. Þó væri það ! líkn með þraut, ef hægt væri að koma málum í það horf, að hverjum þeim sem aðstoð ar þarfnast vegna andlegs vanþroska, væri tryggður j samastaður, góð aðbúð og ! kennsla, að því leyti, sem þroskastig hans leyfir. Mörg um væri raunaléttir að því, að vita að öllum væri tryggð 1 hælisvist, sem hennar þyrftu j með vegna slíkra veikinda, ekki síður en t. d. hverjum berklasjúklingi er nú tryggð hælisvist og góð umönnun, ef hann þarfnast hennar. Ung kona sagði á fundi kvenna í Styrktarfélagi van gefinna: — Eg er svo lánssöm að eiga heilbrigð börn og ein mitt þess vegna finnst mér, að mér beri skylda til að leggja þessu félagi lið. Eg geri það í þakkarskyni fyrir það, að mér skuli hafa verið hlýft við þeirri þungu raun, sem ég veit að margar ykkar, sem hér eruð inni verðið að bera. Á bazarnum í Skátaheim- ilinu á morgun gefst ekki einasta kostur á að kaupa góða og fagra muni vægu veröi. Þar verða einnig til sýnis munir, sem unnir eru á starfandi hælum vangef- ins fólks. Þar getið þið séð með eigin augum hvað má kenna því fólki, ef kunnátta og alúð haldast í hendur Bazarinn verður opnaður klukkan 2 og samtímis hefst kaffisala í Skátaheimilinu til ágóða fyrir Styrktarfélag van gefinna. Við höfum þegar reynslu fyrir því, að leiðin er greið að hjörtum samborg- aranna þegar við komum til þeirra í liðsbón vegna félags ins og við treystum því, að ekki bregðist þeir síður vel við, þegar við bjóðum fólki góð kaup og gott kaffi. S. Th. Um meðferð mjólkur og mjólkurvöru í mjólkur- búum 1. Mjólkurbú skulu flokka alla mjólk frá framleiðendum að minnsta kosti einu sinni í viku. Mjólkin skal flokkuð í fjóra flokka eftir litprófun Barthels og Orla- Jensen, og skal flokkunin logð til grundvallar við greiðslu mjólkur- innar til bænda. Hæst verð skal greiða fyrir 1. flokks mjólk og svo stiglækkandi fyrir 2., 3. og 4. flokk. Sé ógerilsneydd mjólk, sem ætluð er til neyzlu, flutt á milli mjólkurbúa skal það mjólkurbú, sem síðast tekur við henni, flokka hana á ný. 2. Fjórða flokks mjólk og mjólk, sem líkur eru til að sé í 4. flokki, má ekki selja sem neyzlumjólk, hvorki gerilsneydda né ógeril- sneydda. 3. Tæki, seiti notuð eru við ger- ilsneyðingu mjólkur og mjólkur- vöru, skulu viðurkennd af heil- brigðisst j órninni 4. Áður en mjóik er gerilsneydd skal hún síuð vandlega eða hreins- uð í skilvindu. Það sama gildir um mjólk, sem mjólkurvörur eru unnar úr. 5. Ekki má gerilsneyða mjólk og selja sem neyzlumjólk, ef hún er meira en eins og hálfs sólar- hrings gömul. Ráðherra getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði, ef nauðsyn krefur. Mjólk, sem bú- ið er að gerilsneyða, má ekki geril sneyða aftur. 6. Strax, að lokinni gerilsneyð- ingu skal kæla mjólkina niður í 8—1 stig C. og geyma hana við j 10—1 stig C. Það .sama gildir um j gerilsneydda mjólkurvöru ! 7. Mjólk og mjólkurvörur, sem | seldar eru í flöskum, skulu greini lega auðkenndar með heiti vör- unnar. Ef það er gerilsneydd mjólk, skal einnig tilgreina hvaða dag hún var gerilsneydd. Það sama gildir um gerilsneyddan rjóma og gerilsneydda undan- rennu. Ef það er rjómi, skal einn- ig tilgreina, hve mikið er í hon- um af fitu. Mjólkurvörur, sem seldar eru í dósum, skulu auð- kenndar með heiti vörunnar. Ef það er seydd mjólk, .skal einnig tilgreina, hve miklu af vatni þarf að blanda í innihald dósarinnar, til þess að það samsvari nýmjólk. Þess skal getið á umbúðum, ef mjólkin er sykruð. 8. Seydda mjólk, dauðhreinsað- an rjóma og dauðhreinsaða mjólk má ekki geyma, bjóða til sölu eða selja nema í ílátum, sem eru al- gerlega loftþétt. 9 Ekki má geyma eða flytja mjólk eða mjólkurvöru í tréílát- um eða ílátum, sem gefið geta frá sér efni, sem menga vöruna, og ekki má nota slík áhöld eða tæki við vöruna. ílát og tæki mega ekki vera döluð eða beygluð, og sneydda eða ógerilsneydda, rjóma eða aðrar mjólkurvörur, sem þola illa geymslu, má ekki geyma 1 mjólkurbúðum yfir nóttina til að selja þær næsta dag, nema þær séu geymdar þar í kælis'káp eða kæliklefa. 2. Ógerilsneydd mjólk má ekki vera eldri en 18 klukkustunda og gerilsneydd mjólk ekki eldri en 36 klukkustunda, þegar hún er seld. 3 Þar sem afgreidd er mjólk eða rjómi úr opnum ílátum skulu mæliausurnar þannig útbúnar, að hendurnar snerti ekki mjólkina eða rjómann, þegar mælt er. Mæli ausurnar skulu þannig gerðar, að hægt sé að koma þeim fyrir innan í íláti því, sem úr er mælt, þótt lok sé lagt yfir. Mæliausurnar má ekki leggja frá sér annar.s staðar á milli þess sem þær eru notaðar. 4. Ekki má afgreiða ógeril- sneydda mjólk í lausu máli í búð- um, þar sem gerilsneydd mjólk eða gerilsneyddur rjómi eru af- greidd í lausu máli. 5. Heilbrigðisnefnd er heimilt að ákveða, að í mjólkurbúðum skuli mjólk einungis afhent í lok- uðuin flöskum. 6. í mjólkurbúðum má, auk mjólkur og mjólkurvöru, þar með talið smjör, skyr og ostar, ekki hafa aðrar vörur á boðstólum en brauð, kökur, .smjörlíki, öl, gos- drykki, sælgæti, niðursuðuvörur og egg. 7. Til íláta og áhalda, sem not- uð eru í mjótkurbúðum við sölu mjólkur og mjólkurvöru, ber að gera sömu kröfur og þær, sem um er getið í 9. tölulið hér að framan. 8. Afgreiðslufólki í mjólkurbúð um er óheimilt að veita viðtöku tómum flöskum, sem ekki hafa verið vandlega skolaðar, áður en þeim er skilað, eða sýnilega hafa verið notaðar undir óhreinleg, lit- sterk eða bragðmikil efni. 9. Heilbrigðisnefnd gefur út nánari reglur um stærð og merk- ingu umbúða um mjólk og mjólk- urvörur. Um húsakynni, sem notuð eru fyrir mjólk og mjólkurvörur 1. Mjólkurbús eða mjólkurklef- ar, þar sem mjólk er síuð, kæld og geymd, og mjaltavélar og mjólkur- ílát þvegin og geymd, skulu vera björt og veli loftræst. Gólfin skulu vera vatnsheíd og veggir og loft að minnsta kosti kölkuð, og skal þessum húsakynnum haldið vel hreinum. Þau skulu varin rottum, músum og flugum, og ekki má geyma þar aðra hluti en þá, sem notaðir eru við hirðingu mjólkur og mjólkuríláta, sem að ofan greinir. Vatn, sem þarna er notað til kælingar og hreinlætis skal vera hreint og émengað. Mjólkurhúsin skulu þanmg sett, að ekki berist í (Framhald á 15. síðú).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.