Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 14
 m — Æ, þsð er náungl, sem á að' koma hingað tvisvar í mánuði og sýna myndir í Shixe Hall, húsinu héma á móti. Hún sá lágt hús, líkast hlöðu. — Hann hefur ekki komið í heilan mánuð, en herra Carter segir að hann muni koma í næstu viku. Haldið þið aldrei dans- leiki? spurði Jean. Hæðnishlátur kvað við I hópnum. — Stundum er það reynt, en það gengur heldur erfiðlega- Það vantar stelpur. Pete Plethcer sagði — Við komum til WiUstown einir fimmtíu hjarðmenn, ungfrú Paget, og hér eru tvær ógiftar stúlkur til að dansa við okk- ur, þær Doris Nash og Susie Anderson. Það er nú kvenna valið hér á aldrinum sautján til tuttugu og tveggja, og þar að auki eru börn og giftar konur. Einn pilturinn hló — Susie er nú meira en tuttugu og tveggja ára. Jean spurði. — Hvað verð ur um allar stúlkurnar? Það hljóta að vera fleiri stúlkur hér heimilisfastar? — Þær fara allar í horgina að fá sér vinnu, sagði ein-J hver. í Willstown er engin vinna fyrir stúlkur. Þær fara til Townsville og Rockhamp ton — jafnvel til Brishane. — Þangað ætla ég — til Brisbane, sagði Pete Plethc- er. —Kanntu þá ekki vel við þig á búgarðinum? spurði Jean. Henni varð hugsað til Joe Harman og ást hans á strjálbýlinu. — Búgarðurinn er ágætur, sagði Pete. Hann hikaði við, vissi ekki hvernig hann ætti að lýsa tilfinningum sínum fyrir ensku stúlkunni, án þess að viðhafa ruddalegan munn söfnuð. — Eg á við, á maður ekki rétt á að ná sér í kven- mann og kvænast eins og aðr ir menn? Hún starði á hann. — Er málinu þannig varið? — Þetta er hábölvað, hraut út úr einhverjum. — Eg segi þér satt maddama góð, það er ekkert spaug. Tvær ógiftar stúlkur á móti fimmtíu strák um. Hér er enginn möguleiki á að ná sér í konu. Annar útskýrð málið nán- ar. — Sjáðu til, ungfrú Paget stúlka, sem er með öllum mjalla og eitthvað er varið í — segjum stúlka eins og þú — hún heldur ekki kyrru fyr ir hér. Strax og þær hafa ald ur til, þá fara þær að heiman1 á einhvern þann stað, þar sem vinnu er að fá, svo að þær^ geti staðið á eigin fótum og þurfi ekki að liggja uppi á foreldrum sínum. Einu stúlk urnar, sem eru kyrrar í Wills town eru flónin, sem ekkert komast áfram annars staðar eða þær, sem finnst þær vera skuldbundnar til að annast foreldra sína. — Sú tegundin fer með for eldra sina í borgina, eins og Elsie Freeman, bætti einhver við. j Jean hló. — Þið eigið við, það, að ef þið verðið kyrrir lille, svo sem hundrað mílur' héðan. Sú blakka er konan hans, þau eru í verzlunar- ferð. — Eru þau gift? — Ójá, hann kuæntist henni í alvöru. Einn af um- j ferðarprestunum var hér á1 ferð í fyrra, séra Copeland,' hann gifti þau. Þau komaj hingað öðru hverju og ég verð að segja, að hún er aldrei til ama. Hún er auðvitað ólæs og óskrifandi og talar fátt. En alltaf er hún með kettling Framhaldssaga frísk. Pabbi lemur úr mér j tóruna þegar hann fréttir það. Jean tók í hönd hennar og leiddi hana inn til sín. — Komdu og segðu mér frá þessu. Annie sagði. — Eg veit að maður getur étið eitthvað, eða farið á hestbak og eitt- hvaðsvoleiðis. Eg hélt kann- ske að þú hefðir sjálf þurft að 1 gera það og vissir hvern ig maður á að fara að því. — Eg hef aldrei þurft á því að halda, Annie mín, og veit ekkert um það. Því bið ur þú hann ekki að kvænast p/evU SíudC í Willstown, muni það enda með því, að þið kvænist stúlk um, sem eru ekkert sérleg-a spennandi. Þeir litu undan og urðu feimnislegir. — Æ, mann lang ar nú til að sjá lífið .... — Hver á að starfrækja bú in, ef þið farið allir í borg-j irnar til að sá lífið? spurði Jean. I — Bustjórarnir verða að sjá fyrir því, sagði Pete. Eg hef nóg með að sjá um sjálf an mig. Skömmu áður en drekka átti te þetta kvöld, ók eld-, gamall bílskrjóður upp að gisthúsinu, gamall Chevrolet og pallur yfir afturhjólunum. Bílstjórinn var maður um fertugt fínlegur og grannur. Við hlið hans sat þeldökk ( stúlka, á að gizka tvítug, ( múk á hörund og kyrrlát. Hún var ekki hrein blökkukona, sennilega var hún hvít að ein um fjórða. Hún var í hárauð um kjól og hélt á kettlingi, sem auðsjáanlega var henni til mikillar skemmtunar. Þau gengu inn í gistihúsið, maður inn hélt á farangri þeirra, það var auðséð að þau ætluðu að gista um nóttina. Við mál tíðina sá Jean að þau sátu til borðs með karlmönnunum, sem fyrir voru, en virtust þó ekki mikið skipta sér af öðru fólki. Eftir teið spurði Jean frú Connor hver þau væru. — Þetta er Eddie Page, sagði hún, — bústjóri á Car- Sigríður Thorlacius býddi 42. eða hvolp með sér, þeir eru hennar yndi. Jean sá fyrir sér viðkvæmnj islegt andlit mannsins. — Hvað skyldi hafa komið honum til þess arna? Frú Connor yppti öxlum, — verið einmana, hugsa ég. Þegar Jean fór upp til að hátta þetta kvöld, sá hún ein hvern standa við svalagrind urnar. Hún vissi, að herbergi hennar og Annie voru þau einu, sem vissu að þessum svölum og sagði. — Góða nótt, Annie. Stúlkan kom til hennar. — Mér líður svo illa, hvíslaði hún. — Má ég spyrja þig að svolitlu, ungfrú Paget. Jean nam staðar. — Gerðu svo vel Annie mín Hvað er það? — Veizt þú hvernig maður á að losa sig við barn? ung- frú Faget. Jean hafði búizt við þess ari spurningu eftdr samtal þeirra um morguninn og fyllt ist samúð með þessari bam- ungu stúlku. — Því miður Annie mín, það veit ég ekki. Eg held líka að það sé nokkuð sem bezt er að láta ógert. — Eg fór til ungfrú Douglas og hún sagði að ég væri ó- þér? og elur svo þitt barn. — Hvernig á maður að vita hver þeirra það er? sagði Annie. — Þeir mundu allir segja að það væri einhver annar, heldurðu það ekki? Jean hafði aldrei stlaðið — Líklega gerðu þeir það. andspænis slíkum vanda. — Eg ætla að spurja Bessie •systur. Hún átti tvo krakka áður en hún giftist. Ekki virtist vitneskja Bessie hafa komið að miklu gagni. — Vildi hjúkrunarkonan ekki hjálpa þér? spurði Jean. —Hún sagði bara að ég væri vond stúlka og það hjálpaði nú ekki mikið. Eg býst við að ég sé vond, en hvað annað getur maður gert í svona holu? Jean reyndi að hugga hana, en orð voru léttvæg í þessu máli. Annie hafði engar á- hyggjur af siðgæðinu, heldur af staðreyndum. — Pabbi verður kolvitlaus þegar hann fréttir það, sagði hún. Hann lemur mig í klessu. Jean gat ekkert gert til að hj álpa vesalings stúlkunni, svo þær fóru báðar fljótlega í rúmið. Jean vakti lengi og hugleiddi mannlegar þján- ingar. Næstu tvo daga hélt hún áfram að sitja á stólnum á svölunum og spjalla við hjarð mennina, milli þess sem hún heimsótti hinar ýmsu stofn anir bæarins. Ungfrú Kenroy sýndi henni skálann og hjúkr unarkonan, ungfrú Douglas sýndi henni sjúkrahúsKf. HEr. Carter sýndi henni samkomu húsið, og hinar sorglega fáu bækur, sem kallaðar voru bókasafn. Herra Watkins Haines lö.greglustóri sýndi henni lögreglustöðina. í viku lokin vissi hún býsna margt um Willstown. Jim Lennon kom í bæinn á laugardag, eins og spáð hafði verið til að fá sér hress ingu. Hann kom akandi í bíl, sem Jean var sagt að Joe ætti. Það var feiknastór vöru bíll með varageymum, sem tóku sjötíu gallons af benz- íni og fimmtíu gallons af vatni. Jim Lennon var grann vaxinn maður, útitekinn og fámáll. — Eg fékk bréfkom í gær, sagði hann með Queensland- hreimnum. — Joe er lagður af stað heim með skipi. Hann halda að hann komi um miðj an október. — Einmitt það, sagði Jean. — Eg þarf að hitta hann áð ur en ég fer aftur til Eng- lands. Eg hef pantað mér far til Cairns á miðvikudag og bíð þá eftir honum þar. — Rétt er það. Það er lík- lega fátt við að vera hér fyrir þig. Eg hefði boðið þér að koma og búa á Midhurst, ef þar væri ekki enn meiri fá- breytni. — Hvað var Joe að gera til Englands, Lennon? Sagði hann þér til hvers hann fór? Hjarðmaðurinn hló. — Eg vissi ekki einu sinni að hann ætlaði þangað. Það eina, sem ég vissi, var að hann ætlaði til Brisbane. Svo fékk ég bréf, sem 1 stöð að hann væri farinn til Englands, en ég hef ekki hugmynd um hversvegna hann fór. í bréfinu sem ég fékk í gær segir hann, að hann hafi séð íorláta kúa- kyn, sm einhver Sir Dennis Frampton eigi. Kannske hann ætli að láta senda hingað naut til að bæta kynstofninn. Hann nefndi það ekki við mig. ... r uparifi yöur Waup A .roiííi margra. vertslanu1- tfÓkUOðl iii -Auaturstxseci EIRÍKUR víðförli Töfra- sverðið 127 Tsacha skipar föngunum að tala en Ormur og Halfra bölva honum. Allur lí'kami Roriks byrjar að skjálfa. — Komdu með vitnisburð þinn, segir Tsacha við hann. — Hvor segir satt, Eirikur eða ég? — Þú segir sannleikann, herra, starnar Rorik og lítur niður. Sigri hrósandi leysir Tsacha af honum böndin, hann er laus. En Bor Khan rís öskureiður á fætur. — Stanzaðu, Tsacha, þú tekur þér of mikil völd. í deilu eins og þessari segja lögin að úr henni skuli skorið með einvígi. Viðurkennir þú það? — Já, herra. Víkingurinn skal deyja fyrir hendi minni. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.