Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.05.1960, Blaðsíða 7
Engar ráðstafanir vegna afnáms sérbóta Umr. um fyrirsp. Gísla Guðmundssonar ogSigurvins Einarssonar Ríkisstjórnin hefur engar ráðstafanir gert vegna niSur- falls sérbóta á einstakar fisk- tegundir, smáfisk og fisk veiddan á vissum árstímum. Þetta upplýsti sjávarútvegs- málaráðherra í fyrradag við umræður um fyrirspurnir frá Gísla Guðmundssyni og Sigur- vin Einarssyni. Gísli Guð'mundsson mælti fyrir fyrirspurnunum. Pyrsta spurningin var um hvort stjórnin hefði eftir áramót ákveðið að auka uppbætur á sjávarafurðir ársins 1959 eða rekstrarstyrki til útgerðar á því ári og þá hve mikið. Spurn ingin væri fram borin af því að heyrzt hefði að ákveðið hefði verið að verja fé úr út- flutningssjóði til togaraútgerð arinnar í þessu skyni, eftir að efnahagslögin gengu í gildi. Væri eðlilegast að Alþingi fengi vitneskju um þetta beint frá ríkisstjórninni. Ef slík greiðsla væri innt af hönd um, hlyti hún að breyta þeirri áætlun, sem birt var í greinar gerð efnahagsmálafrumvarps- ins um afkomuhorfur sjóðsins. Væri æskilegt að stjórnin gæfi almennar upplýsingar um þær áætlanir, sem gerðar kynnu að hafa verið um væntanlegt uppgjör sjóðsins, síðan efna- hagsmálafrumvarpið var til umræðu, a. m. k. áður en þingi yrði slitið. í öðru lagi væri spurt hvað ríkisstjórnin hyggðist gera til að bæta úr erfiðleikum við sjávarsíðuna vegna niöurfalls sérbóta á smáfisk o. fl. í grein argerð efnahagsmálafrum- varpsins var sagt að hækkun sú á skráningarverði erlends gjaldeyris, sem samþykkt var, miðaðist við, að þorskveiðar bátanna í heild bæru það sama úr býtum og var á með- an útflutningsuppbætur voru greiddar. En bæturnar voru 94,5% af útflutningsverðmæti bátafiskjar. Sérbætur voru greiddar á steinbít, ýsu, kola, smáfisk og sumarveiddan fisk. Ef sérbótafiskurinn er tekinn út af fyrir sig, þá voru upp- bæturnar miklu hærri en 94,5%. Af niðurfellingu sér- bótanna hlaut því að leiða mikla verðlækkun á þeim afla, sem þeirra naut og bitnar það tilfinnanlega á þeim sjáv arplássum, þar sem sérbóta- fiskurinn var og er mikill hluti heildaraflans, en þeir staðir eru einkum á Norður- Austur- og Vesturlandi. Tvisv ar sinnum á þessu þingi hafa veriö bornar fram tillögur um að afstýra þeim áföllum, sem afnám sérbóta hlýtur að hafa í för með sér en þær tillögur hafa verið felldar og gefið í skyn, að málið væri ekki tíma bært. Sýnist þó langt síðan að það hafi verið tímabært í sambandi við steinbítsaflann á Vestfjörðum. Og nú er vor- og sumarútgerð að hefjast um norðan- og austanvert land, svo að varla má seinna vera að stjórnin sjái sér fært að gefa upplýsingar um, hvað hún ætli að gera. Þriðja spurningin er um, hvort ríkisstjórnin ætli að létta undir með þeim, sem fiskiskip eiga í smíðum er- lendis eða skulda verulegan hluta af andvirði fiskiskipa í erlendum gjaldeyri. 1. janúar s. 1. voru, samkvæmt skýrslu skipaskoðunar rikisins 57 fiski skip í smíðum erlendis. Auk þess er kunnugt, að á undan- förnum árum hefur verið flutt inn mikið af fiskiskipum, sem standa að veði fyrir lánum, sem eigendur skipanna verða að greiða í erlendum gjald- eyri. Hætt er við, að þau vandamál, sem gengisbreyt- ingin skapar verði erfið þeim mönnum, sem hér eiga hlut að máli, torleyst fyrir marga og óleysanleg fyrir suma, nema einhvers konar fyrir- greiðslu megi vænta umfram það, sem ráð var fyrir gert í öndverðu. Á þessu stigi þykir okkur fyrirspyrjendum ástæða til að grennslast eftir því, hvort ríkisstjórnin telji sér fært eða geri ráð fyrir því nú, að hafa hér einhverja for- göngu, enda gerum við ráð fyrir að marga hlutaðeigend- ur fýsi að vita hvort þess sé að vænta. Sjávarútvegsmálaráðherra kvað það ætlun stjórnarinnar að greiða uppbætur á togara- fisk. En engin ákvörðun hefði enn verið tekin um að greiða uppbætur á smáfisk. Leitað hefði verið til Fiskiveiðasjóðs um að hann hækki lán til þeirra, sem eiga í skipakaup- um og vænzt er að nefnd sú, er úthlutar atvinnubótafénu, taki við úthlutun þess tillit til erfiðleika þeirra, sem eru að afla sér skipa. Bankar hafa Iimflutningsfrumvarp til efri deildar 3. umr. lauk í n. Frv. stjórnarinnar um inn- fiutnings- og gjaldeyrismál var enn til 3. umr. í n. d. í gær og lauk umr. á 5. tímanum. Fór þá fram atkvgr. Till Þór- arins Þórarinssongr um a3 fella niður 10 gr. frv en hún kveður svo á, að innheimta megi allt að 1% leyfisgjald af gjaldeyris- og innflutnings- leyfum, míðað við fjárhæð þá, sem leyfið hljóðar um, — var felld með sameinuðum atkv. stjórnarliðsins gegn atkv. stjórnarandstæðinga. Frv var síðan samþ. með sömu atkv. skiptingu og fer nú til E d. Athygli vakti, aö erfiðlega gekk að smala saman nægi- lega mörgum þingmönnum stjórnarliðsins til þess að óhætt þætti að láta atkvæða greiðslu fara fram, en að lok- um tókst það þó eftir hring- ingar og hlaup. Allmargir tóku til máls í gær, en aðalræðuna af hálfu Framsóknarmanna flutti Ey- d. í gær steinn Jónsson. Vék hann máli sínu einkum að Jóhanni Hafstein, sem talað hafði dag inn áður og auðvitað lýst blessun sinni yfir stefnu stjórnarinnar. Sú afstaða Jó- hanns er skiljanleg, að vera á móti aðstoð ríkisins við ýmis konar smærri atvinnurekstur! og íramkvæmdir einstaklinga! og félaga, sagði Eysteinn, enda: er það kjarni stjórnarstefn- unnar, að fésterkir einstakl-- ingar séu einir látnir um framkvæmdir. Yrðj þetta bert þegar þess væri gætt, að ekki þyrfti nema lítið brot af þeim aðgerðum sem nú væri verið að framkvæma, til þess að rétta við þjóðarbúskapinn. Okkar þjóðfélag er ekki byggt upp af fáeinum fésterk um einstaklingum, sagði ræðumaður, heldur hvílir það á efnalegu sjálfstæði al- mennings og margháttuðum smáatvinnurekstri fjölda manna um allt land. Fram- sóknarmenn mega vera hreyknir af þvi að liafa átt mikinn og afgerandi þátt í að móta þróun þjóðfélagsins í þessa átt. Jóhann Hafstein sagði, að við yrðum að vera liðtækir í hinum efnahagslega heimi Vesturlanda. Hver trúir að taka þurfi upp slíka ííhalds- stefnu til þess? Hafi slíkar ráðleggingar komið einhvers staðar að, þá er það skylda stjórnarvald- anna að hafa þær að engu, því það er okkar mál að á- kveða hvernig við búum í okk ar húsi. Jóhann komst aö þeirri nið urstöðu, að sterkara væri fyrir Sjálfstæðisfl. að hafa ekki hreinan meirihluta, til þess að framkvæma stjórnarstefnuna, sem væri þó stefna Sjálfst.fl. Þetta er nánast yfirlýsing um, að Alþ.fl, sé algerlega genginn íhaldinu á hönd. En e.t.v. grun ar Jóhann, að þjóðinni þyki , stefna Sjálfstæðisfl.“ ekki svo þokkaleg í framkvæmd að hún uni henni til lengdar og gæti þá verið betra að hafa lélegan ábyrgðarmann á víxl- inum en alls engan. En hætt er við að svo fari þó sem fyrr, að Alþ.fl. reynist of lítill til þess að Sjálfst.fl. fái skýlt sér á bak við hann. Rúm er ekki til að rekja fleiri ræður að sinni. einnig verið beðnir um að veita aðstoð í þessu skyni. Gísli Guðmundsson þakkaði svörin, þótt þau hefðu um sumt mátt vera á annan veg. Menn töluðu um jafnvægis- stefnu í byggð landsins og flestir virtust í orði kveðnu vera henni hlynntir en ekki væri niðurfelling sérbótanna í hennar anda. Gísli benti á, að í lögum um Fiskiveiðasjóð væri ekki heimilt að lána út á skip smíðuð erlendis nema % af kostnaðarverði þeirra og gæti verið til athugunar að breyta því. Sigurvin Einarsson spurði í hverju aðstoð bankanna ætti að vera fólgin. Sjávarútvegsmálaráðherra kvað ýmsa, sem ætluðu að kaupa skip fyrir gengisbreyt- inguna hafa haft til þann % verðsins, sem ekki fengist að láni. Við gengisbreytinguna varð þessi upphæð ekki næg og á aðstoð bankanna að vera í því fólgin að lána upp í þenn an mismun. Stjórnin bannar aö lána út á framleiðsluaukningu Umr. um fyrirspurinir frá Eysteini Jónssyni Fyrir nokkru bar Eysteinn Jónsson tram fyrirspurn til viðskiptamálaráðherra um hvaða reglur hafi verið settar um lán út á landbúnaðar- og sjávarafurðir og að hvaða leyti þær væru frábrugðnar þeim reglum sem um þetta c?iltu fyrir gengisbreytinguna. Fyrirspurn þessari svaraði ráðherrann í fyrradag og í svari hans kom það fram að ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því að ekki yrðu endur- keyptir hærri afurðavíxlar sjávarútvegs- og landbúnaðar- afurða en i fyrra, þrátt fyrir hækkað verð vegna gengis- breytingarinnar. Eysteinn Jcmsson sagði að auðséð væri að ríkisstjórnin hefði gert alvöru úr þeim hótunum, að takmarka lán út á afurðir. Þó að ráðherr- ann bæri bankana fyrir sig vissu allir að þessi ákvörð- un væri tekin að undirlagi ríjkisstjórnarinnar, enda í samræmi við þá stefnu henn ar, að þrengja að atvinnu- lífinu á öllum sviðum. Lækk unin út á fiskinn næmi 1/3 samkvæmt endurkauparegl- unni. Gagnvart landbúnaðin um væri þó enn lengra geng ið, þvj bókstaflega ekkert ætti að lána út á hugsanlega framleiðsluaukningu hans. Lýsti Eyisteinn eindreginni andstöðu sinni við þessar ráð stafanir, sem raunar væru óframkvæmanlegar. ViðsJciptamálaráðh. taldi að útlán bankanna yrðu að miðast við innlög og þeir sem væru þessum ráðstöfunum andvígir hugsuðu um annað en að varðveita gildi pen- inganna. Síðan 1953 hefðu hin „sjálfvirku" afurðalán til landbúnaðarins aukist um 50 millj. kr. á ári og gæti ekki svo til gengið. Taldi að síð- ustu tölur sýndu, að gjald- eyrisaðstaða þjóðarinnar hefði batnað um 170 millj. kr. á síðustu tveimur mánuð um. Skúli Guðmundsson benti á, að afleiðingin af þessari ákvörðun hlyti að verða sú, að útilokuð væri aukning framleiðslunnar nema svo mikil aukning yrði á sparifé, að það gæti fulnægt þörf framleiðslunnar fyrir rekstr arlán. Kvaðst Skúli ekki sjá neina hættu í því, að auka lán til aukinnar framleiðslu á gjaldeyrisvörum eða nauð synjavörum til innlendrar neyzlu. Framleiðslukostnað- urinn hefði aukizt gífurlega og væri torséð hvemig unnt yrði að komast hjá því t. d. að lána ekki meira út á hvert tonn af fiski en í fyrra. Ekk- ert væri óeðlilegt við það, þó að aukist hefðu lán til land- búnaðarins, því framleiðsla hans hefði aukizt stórlega. Mætti þó ekkert út af bera þörf þjóðarinnar, sbr. danska til þess að hún fullnægði ekki smjörið. Stefna stjórnarinn- ar væri bersýnilega sú, að koma í veg fyrir að fram- leiðslan gæti aukizt. Slík stefna gæti ekki staðist. Eysteinn Jónsson bað enn um orðið en var synjað um það af forseta og á vafasöm- um grundvelli. 181 milljón kr. skuld við Seðlabankann Annari fyrirspurn frá Ey- steini Jónssyni, um hvernig reikningar ríkisins við Seðla bankann stæðu, þegar við- skiptin samkvæmt efnahags löggjöfinni hefðu verið gerð upp, var einnig svarað i fyrradag. Viðskiptamálaráðherra svar- aði fyrirspurninni og af svari hans varð Ijóst, að ríkissjóður hefur nú stofnað til 181 millj. kr. skuldar við Seðlabankann vegna gengistaps, sem leiddi af efnahagslöggjöfinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.