Tíminn - 15.05.1960, Blaðsíða 14
M
TÍMINN, sunudaginn 15. maí 1960. 1
annars leizt henni vel á þessa
tillögu. Þau vissu svo fátt
hvort um annað og þurftu um
svo margt að spjalla. Og hvað
sem öðru leið, ef hún yrði
heila helgi á kóraleyju með
Joe Harman og í sundbol ein
um fata, þá gat ekki farið
hjá því að þau kynntust bet
ur þar en i Cairns.
— Það væri gaman, sagði
hún. ---- Hvernig getum við
komizt þangað?
Hann Ijómaði af gleði og
henni þótti vænt um það.
— Eg skrepp út eftir teið og
finn Ernie, sagði hann. —
— Hann er líklega á barnum
í Hides. Hann á bát og hann
flytur okkur úteftir á morg-
un, það tekur um þrjá tíma.
Bezt væri fyrir okkur að fara
um klukkan átta, áður en
hitnar. Svo gæti ég beðið
hann að sækja okkur á mánu
daginn.
— Ágætt Joe, sagði hún.
— En heyrðu Joe, þetta verða
helmingaskipti. Hann skildi
ekki við hvað.hún átti. — Eg
á við að þú borgir flutning-
inn aðra leiðina og ég hina og
við borgum hvort fyrir sig.
Hann andmælti kröftuglega:
— Ef þú ekki gengur inn á
það, þá fer ég ekki, sagði
hún. — Þá fer ég að gruna
þig um græsku!
Hann glotti. — Þú átt koll
gátuna frú Móra. Við borg-
um þá hvort sinn bita.
Hann fór út og kom aftur
út á svalirnar til hennar eftir
hálftíma. Hann hafði fundið
Ernie og var búinn að semj a
um bátinn og hann kom með
stóra körfu fulla af ávöxtum
til að hafa í nesti. Þau sátu
lengi saman 1 rökkrinu og
töluðu um allt nema Wills-
town. Hann sagði henni margt
um dvöl sína á hinum ýmsu
nautabúum, um ættingja
sína í Cloccurry, vist hans
i hemum og um Midhurst.
— Þar er blessuð úrkoma,
sagði hann. — í fyrra rigndi
þrjátíu og fjórar tommur, í
Alice þykir gott ef rignir tíu
tommur. Eg spurði frú Spears
hvort við mættum ekki byggj a
nokkrar stíflur í giljunum,
til að halda 1 eitthvað af
vatniniu — eina stíflu efst í
Kengúrugili og aðra í Þurá.
— Samþykkti hún það?
— Hún vill borga, en vand
ræðin eru að fá vinnuafl.
Enginn vill vinna í strjálbýl
inu, það er vandinn.
Hvers vegna? spurði hún.
Sjálf var hún búin að skapa
sér allgóða hugmynd um það
1 en hún vildi heyra hvert
hans sjónarmið væri.
— Eg veit ekki, þeir virð
ast allir vilja fara í borgirn
ar.
Hún ræddi ekki það mál
frrrkar að sinni. Þau spjölluðu
um hversdagslega, skemmti-
^ lega hluti. Hún fann að hann
þráði að komast aftur heim
á Midhurrst til hesta sinna
og hunda. — Eg á tík, sem
heitir Lily, sagði hann. —
— Mamman var blágrár fjár
hundur en faðirinn villihund
ur.Lily er ljómandi skepna.
Eg fékk handa henni blágrá
an fjárhund áður en ég fór,
burðina i Kuantan að ég gæti
aldrei haft ánægju af nokkr
um hlut. Hún brosti. — Ekki
einu sinni helgi á Green Is-
land.
Það er ekkert sérstakt við
að vera þar, sagði hann.
----Maður baðar sig og rær
út á sjóinn i bát með fleiri á
botninum, til að horfa á kór
allana og fiskana.
— Eg skil, en við munum
skemmta okkur.
Næsta morgun fóru þau I
með bátnum hans Ernie, sem
Framhaldssaga
— Þú ert hvít á pörtum,
sagði hann og gat naumast
slitið af henni augun. — Þú
hefur látið sólina skína á þig
að ofanverðu.
Axlir hennar og handlegg
ir voru útiteknir, en um brjóst j
in skipti hún snögglega lit-
um. — Eg var í sarong í Mal
aya meðan þeir voru að byggja
brunninn, sagði hún. — Þar
í þorp'inu vorum við vanar að
vefja .saronginn að okkur
undir handarkrikanum. Það
er svalt og gott að vera í þeim
á þann hátt og ver sólbruna.
Auk þess má það teljast mjög
siðsamlegur klæðnaður.
t/wil Studí/
svo að nú hlýtur hún að vera
búin að gjóta og þeir hvolpar
verða þá villihundar að ein
um fjórða. Blendingar af
fjárhundum og villihundum
eru góðir, en maður verður
að sjá til að villihundakynið
verði veikara, annars er ekki
hægt að treysta þeim. Eg átti
hund fyrir stríðið, sem var
villtur að einum fjórða og
hann var indælis hundur.
Hann sagði henni, að hann
hefði um sextíu hesta til reið
ar og áburðar á búinu, en hon j
um virtist ekki þykja eins,
vænt um þá eins og hundana.!
— Hundamir eru inni hjá1
manni á kvöldin, sagði hannj
og hún gat vel ímyndað sér|
hve löng og einmannaleg þau
væru kvöldin, sem hann var
vanastur. — í strjálbýlinu er
ekki hægt að komast af án
hunda. ,
Klukkan tíu fóru þau að
hátta, þar sem ætlunin var
að taka daginn snemma til
ferðarinnar. Stundarkorn
stóðu þau í dimmunni framan
við herbergi hennar. — Hef
ég mikið breytzt, Joe? spurði
Jean.
Hann hló. —Eg hefði ekki
— Eg bjóst ekki við því.
þekkt þig aftur.
— Sex ár eru langur tími.
— — Og þó hefurðu ekki
breytzt, sagði hann. — Þinn
innri maður er óbreyttur.
— Það held ég líka, sagði
hún hægt. — Eftir stríðiið
fannst mér ég vera orðin
gömul. Mér fannst eftir at-
Sigríður Thorlacius
býddi
48.
var vélbátur, en segl strengt
yfir hann. í tvo klukkutíma
sigldu þau yfir spegilsléttan
sjó og höfðu úti færi og fengu
tvo litskrúöuga fiska. Það
fyrsta sem sást af Green Is
land var toppurinn af pálm
um, sem teygðu sig upp fyrir
sjóndeildarhringinn og þegar
nær dró, sáu þau að öll eyjan
var umkringd hvítri kóral-
strönd. Löng bryggja náði út
fyrir grynningarnar. Þar stigu
þau á land og námu staðar
til að horfa á rauða og bláa
fiskana skjótast milli kórall
anna á sjávarbotninum.
Engir aðrir gestir voru á eyj
unni og þau fengu tvo litlu
kofana undir pálmunum að
búa í. Þessir kofar voru að
mestu opnir til að fá svala
aðeins dregin tjöld fyrir dyrn
ar. Þau fóru strax í sjóinn,
hittust á ströndinni. Jean var
í nýjum tviskiptum sundbol
og þótti ekkert skorta á að-
dáunina sem þau vöktu. — Þú
ert bara eins og fallegasta
mynd, sagði Joe.
Hún hló. — Eg verð að gæta
mín að sólbrenna ekki, sagði
hún. — Eg er líklega hvitasti
kvenmaðuriinn sem hingað
,til hefur komið að baða sig
á þessari strönd.
' — Ertu með saronginn
hérna?
i . '
Hún kinkaði kolli. — Já,
ég fer í hann á eftir.
j Þegar þau gengu af stað til
sjávar sá hún bakið á honum
í fyrsta sinn, alsett djúpum
hrukkóttum örum. Meðaumkv
unin braust fram í huga henn
ar. Þessi maður hafði þegar
liðið nóg hennar vegna, hún
mátti aldrei framar valda ■
honum sársauka. Hann leit'
um öxl og sagði: — Það er
vissast að vaða ekki dýpra en 1
í hné, nóg er af hákörlunum.
, Svo leit hann nánar á hana.
1— Er nokkuð að?
Hún hló. — Það er sólin,
jhún er svo björt að mér vökn
1 aði um augu. Eg hefði átt að
hafa með mér sólgleraugu.
— Eg skal sækja þau. Hvar
eru þau?
— Æ, ég þarf þau annars
ekki. Hún varpaði sér í grunnt
vatnið, velti sér á bakið og
strauk framan úr sér. Þetta
er dásamlegt, sagði hún. Hann
kastaði sér líka út í vatnið og
velt sér þar nokkra stund,
síðan settust þau hlið við hlið
í volgan sjóinn í fjöruborð-
inu.
— Er það satt, að hákarlar
komi svona nærri landi?
spurði hún.
— Þeir grípa menn á mittis
djúpu vatni, sagði hann.
— Það gera þeir, maður lif
andi. En ég veit ekki hvort
nokkuð er af þeim núna, en
maður getur aldrei verið ör-
uggur. Voru ekki hákarlar
við Malaya?
— Ætli það ekki, sagði hún.
— Þorpsbúarnir fóru aldrei
dýpra en í hnédjúpt vatn og
við gerðum það ekki heldur.
Svo var fullt af krókódílum
í ánni. Hún hló við. — Þegar
allt kemur til. alls, þá er nú
sundiaug það æskiegasta í
þessum heitu löndum.
Þau byltu sér í blátæru
hafinu og sólin umhverfis
þau.-----Eg hef aldrei komið
í sundlaug, sagði hann. — Er
ekki venjulega annar endinn
grunnur, svo hægt sé að
liggja þar eins og hér?
,— Auðvitað, annar endinn
er grunnur, hinn djúpur og
þar eru dýfingarbretti. Eru
ekki til sundlaugar hér í Ástra
líu?
— Eg held það svari því —
á stöðum eins og Sidney og
Melbourne og ég hef heyrt
getið um bændur, sem hafa
sundlaugar heima hjá sér.
Townsville og Mackay íiggja
En staðir eins og Cairns og
að sjó, svo að þar gerist þeirra
ekki þörf.
— Frú Maclean í Alice
Springs hefur sundlaug sagði
hún.
— Eg veit, sú sundlaug var
búin til fyrir eitthvað tveim
ur árum, eg hef aldrei séð
hana.
Hún velti sér á bakið og
horfði á máva sem lét loft-
straumana bera sig. — Það
væri hægt að gera sundlaug
í Willstown, sagði hún. — Þar
er meira en nóg vatn í bor-
holunni og það rennur út í
sandinn í mttðjum bænum.
Það væri hægt að búa til
yndæla sundlaug á móti
gistihúsinu.
—Vatnið fer ekki til spill
is, sagði hann. Nautgripirnir
drekka það þegar þurrt er.
— Það myndi ekki saka þá,
þó að við notuðum vatnið áð
ur til þess að synda í því.
Bragðið yrði bara betra.
— Ef þú syntir í því, þá
batnaði það kannske, eg er
ekki eins viss um hvaða á-
hrif það hefði, sagði hann.
......eparið yður hlaup
& .milli maigra. verzlajaa1-
DÖHUOöL
ÓöllUM
AuaturstTðetá
EIRIKUR
víðförli
. Töfra-
sverðið
133
Heilbrigður hestur getur einnig
orðið haltur, ef hann er ofkeyrður,
segir Eiríkur. Ég held að Tsaciha
sé í nágrenni við okkur. Bor Khan
brosir sannfærandi og sendir hluta
af mönnum sínum til að taka á
móti varaliðinu.
Þakkarskuld mín við iþið er stór,
segir Eiríkur við Bor Khan. En
má ég bæta svolítið við hana? Ég
vil gjarnan biðja þig um að senda
þrjá hraðboða með boðskap til
konu minnar.
Eirikur gat ekki vitað, að Win-
onah var einmitt í þann mund að
yfirgefa ættlandið með hinum
stóru, velmönnuðu skipum. Hún
stóð sjálf í stafni fremsta skipsins
Hafði spákonan Vala sagt sann-
leikann? » ...__
~