Tíminn - 15.05.1960, Blaðsíða 12
12
TÍMINN, sunudaginn 15. maí 1960.
Skyggnzt niður í regindjúp hafsins
Niðurl.
f síðasta lestri var ég að
minnast á dýr í djúpum hafs-
ins, sem geta ekiki notiS birt-
unnar að ofan og eru því blind.
Hvernig geta slík dýr aflað sér
viðurværis? Til þess hafa þau
ýmis ráð. Þið hafið heyrt það,
að tilfinninganæmi eykst til
muna hjá mönnum, sem missa
sjónina. Því er eins farið meðai
dýra, tilfinningalíf þeirra fer
langt frgm úr því að þroska,
sem venjulegt er. Og ekki nóg
með það, ýmis furðusamleg
tæfcni kemur til sögunnar í því
sambandi. Margir djúpfiskar
hafa t.d. langa, afar tilfinninga-
næma þræði fram úr hausnum;
geta þræðir þessir jafnvel ver-
ið mörgum sinnum lengri en
sjálfur búkurinn á fiskinum.
Það er því gefið mád, að engin
leið er að koma að þeim óvör-
um. Aðrir hafa einn langan
„tilfinninga'geisia“ í einhverj-
um ugganum. Hjá krabbadýr-
um, sem lifa á grunnsævi eru
fálmaramir tiltölulega stuttir
og aidrei lengri en skrokkurinn
á dýrinu. En á hinn bóginn
verða fálmararnir hjá ýmsum
djúpkröbbum margfalt lengri
en búlkurinn; hjá rækjutegund
einni jafnvel 12 sinnum lengri.
En svona tæki gagna ekki öll-
um þarna niðri í baráttunni
fyrir lífinu. En þá grípur nátt-
úran ti'l annarrar tækni. Það er
kunnara en frá þurfi að segja,,
að á kolkrabbategundum þeim,
sem eru á landgunnunum, eru
armarnir (sem eru 8 eða 10)
lausir hver frá öðrum, en á
nokkrum djúptegundum eru
aliir armarnir tengdir saman
með húð nema bláendarnir;
kemur þarna fram poki, ekki
ólíkur hálfopinni regnhlíf. Þeg-
ar dýrið syndir hratt í gegnum
vatnið með opinn pokann, safn-
ast í *hann heilmikið af smá-
um lífverum. Þegar kolkrabb-
anum þykir nóg komið, dregur
hann saman pokann og gæðir
sér á fengnum afla. En nátt-
úran fer nokkuð öðruvísi að við
suma fiskana, til að viðhalda
þeirra kyni, hún gerir þá ægi-
Iega kjaftvíða og tannhvassa,
og jafnvel svo hressilega, að
allur hausinn er lítið annað en
einn hræðilegur kjaftur. Og til
er það, að bolur fisksins er orð
inn að svolitlum spena, sem laf
ir við hausinn.
En eru þá allar verur, fiskar
sem annað, sem lifa í hinum
myrku djúupm hafsins, alger-
lega blindar? Svo er ekki. T.d.
hafa ýmsir fiskar á sér lýsandi
bletti eða alveg sér.stök tæki,
sem gefa frá sér ljós. En þessi
ljósfæri virðast ekki alltaf vera
til þess, að fiskurinn geti horft
í kringum sig, heldur eru þau
líka veiðigiidrur. Sum þeirra
dýra, sem lifa á tatomörkum
ljóss og myrkurs í djúpunum,
hafa geysilega stór augu. Þetta
er hliðstætti því, sem á sér
stað á meðal sumra landdýra,
er veiðar stunda á næturþeli.
Augun í ýmsum krabbadýrateg-
undum eru t.d. svo stór, að
mestur hlutinn af yfirborði höf-
uðsins er: augu. Augasteinninn
í svona augum er oft mun
stærri en venjulegt er, og kúlu
lögun augans hefur breytzt
þannig, að það líkist nú mest
stuttum sívalningi, sem verkar
ekki ósvipað og stjörnukíkir.
En það er fleira én myrkrið,
sem skilur á milli grunnsævis
og djúpsævis. Þegar niður í
djúpin kemur, hafa hinar
styrku íhreyfingar hafsins misst
mátt sinn, og botninn er víða
silkimjúkur, klæddur smá-
gerðri eldfjallaösku, sandi og
leir. Enda er líkamsbygging
dýranna þar niðri öll viðkvœm-
ari en þeirra, sem landgrunnið
byggja. Líffærin eru meyrari,
beinagrindin stökkari og skel-
dýrin brothættari.
Sem dæmi um þennan mis-
mun get ég nefnt svampana,
sem er mjög fjölbreytileg dýra
fylking og útbreiddir um öll
höf á margs konar dýpi. Þvotta
svampurinn og frændur hans
liía á tiltölulega grunnu, enda
er líkamsbygging þeirra þann-
ig, að þeir þola vel sjávarrótið.
Aftur á móti eiga glersvamp-
arnir heima niðri í hinum
myrku djúpum sjávarins. Þess-
ir svampar eru oft a'lsettir
löngum og hárfínum kísilnál-
um, sem stundum mynda eins
og stjörnuþyrpingar g yfirborði
líkamans. Þeir eru bókstaflega
hrein listaverk að allri bygg-
ingu.
Ef þessi dýr ættu að búa við
strendur landanna, mundu þau
ekki verða einum deginum leng
ur í tölu hinna lifenda, þau
mundu ekki láta annað eftir
sig en óásjálegt kísilduft.
Þá hafa margir djúpfiskar
mjög sveigjanlega beinagrind
og slyttulega vöðva, og þýddi
lítið fyrir þá að etja kapphlaup
við. þorskinn eða laxinn.
Á þeirn mörg hundruð miil-
jónum ára, sem lífverurnar
hafa þokað sér áfram til æ
meiri fjölbreytni og meiri
þroska, hafa þær orðið að móta
sig í samræmi við umhverfið
og lífsmöguleikana á hverjum
tíma. Það skeður aldrei öfugt,
að umihverfið lagi sig eftir eðli
og aðstæðum hinnar lifandi
náttúru. Þau dýr, sem haft haf»
litla eða enga aðlögunarhæfni,
þurrkast því miskunnarlaust út
af yfirborði jarðar. Má þar til
voru á miðöld jarðar. En þau
voruá Miðöld jarðar. En þau
voru flest landdýr; sjávardýrin
höfðu nokkru betri aðstöðu.
Þau gátu með stuttum fyrir-
vara og án mikillar útlitsbreyt-
ingar flutt .sig úr hlýjum sjó í
kaldan eða öfugt. Þau gátu líka
flutt sig af grunnsævi niður á
djúpsævi eða af djúpsævi og
upp að ströndum landanna.
Samt hafa ótal mörg fomaldar-
dýr sjávarins liðið undir lok.
Önnur, sem þá voru algeng,
hafa nú flúið niður í regin-
djúp hafsins, og eru orðin fá-
gæt. Sem dæmi get ég nefnt
álfasmokkinn, og hina undur-
fögru pappírssnekkju, sem er
talin náskyld smokkfÍ9kum.
Stundum er okkur bent átakan
lega á það hve fáfróð við eigin
lega erum um það líf, sem djúp
hafsins varðveita, svo sem þeg-
ar fiskategundir, er vísinda-
mennirnir héldu að væru búnir
að liggja í gröf sinni í 60—70
mi'Ujónir ára, koma allt í einu
fram á sjónarsviðið. En slíkt
bar við árið 1938, þegar undar-
lega skapaður fiskur (Lati-
meria), er talinn var hafa dáið
út síðast á Krítartímanum,
veiddist í fullu fjöri við Suður-
Afríku.
Það verður áreiðanlega enn
langt í land, þangað til við vit-
um skil á öllum þeim lífverum,
sem hafdjúpin geyma.
Ingimar Óskarsson.
Bændur
Öxlar með vöru- og fólks-
bílahjaxum vagnbeizli og
beizlisgrindur, kerrur með
sturtubeizli án kassa.
Gamla verðið hiá
Kristjáni Júlíussyni,
Vesturgötu 22, Reykjavík.
Sími 22724.
Sigurðu' Olason
o?
Þorvaldur Lúðvíksson
Má Iflutningsskrifstof a
Ansrurstræti 14
S>mar 15535 oe 14600
,.'V*‘V»V*V*‘V*V*V*V*V*V*V*‘V*‘V*V*'V*'V*N.*'V»‘V*,V*‘V«'V»X*,>
fbúð óskast
Eins til tveggja herbergja íbúð óskast. Tvennt full-
orðið í heimili. Uppl. í síma 19523 á mánudag kl.
10—12 og 1—3.
Laxveiði
Vil leigja laxveiðdagnir fyrir Öndverðarneslandi í
sumar.
Halldór Guðiaugsson,
Öndverðarnesi.
KAHLA-postulínsvörur
Höf.um venjulega
á lager hinar eftir
KAHLA-postulinsvorur
SÝNISHORN
ÁVALLT
FYRIRLIGGJANDl