Tíminn - 15.05.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.05.1960, Blaðsíða 9
N", sunudaginn lð. maí 1960. 9 ★ . v. ASfaranótt hinis sjötta dags septembermánaðar árið 1713 svafu 'tveir svipmestu m-enn simn- ar áldar imdir sama þaki á Narf- eyrt — hús'bóndinn Odduir vara- iögmaður Sigurðsson, einn hinin mosti óeirðanmaður og gestur- inn Jón biskup Vídalín, hinn mikii kennimaður. Annar þeirra reisti sér með vcrkum sínum þann minnisvarða, sem gnæfir hátt yfiir haf aldanna, þrátt fyrir áberandi bresti í fari sínu. — Andlát hans í tjaidinu í Biskups- brekku hefur fram á þennan dag vakið angurværan söknuð. Hins hefur að sönnu verið minnzt sem stórbrotms manns, en skugg- amir yfir minningu hans eru svo dökkir, að menn átta sig ekki einu sinni á því, hversu þar hef- ur mikið m'annsiefni orðið spilttu aldarfari að hráð. Ógæfa hans var sú, að hann átti sér ekkert markmið, nema auð og völd sjálfs sín, og skirrðist ekki við að þeita sérhverju því þragði, er VÍSITASÍA Á NARFEYRI II. Brennivín til frúkosts eftir Jóbi Helgason ritstjóra honum virtist þjóna að því mark- miði. Þjóðsaga hermir, að þjónn hans hafi kyrkt hann drukkinn í rekkju suður á Leirá. Þannig hafa þeir verið leiddir íil sætis í vitund þjóðarinnar, mennirnir tveir, er sváfu þessa nótt í hinum prúðu híbýlum á Narfeyri. VI. Þessir tveir menn lifðu á ein- hverjum hinum mestu róstutím- um, þegar heita mátti, að all'ir fyrirmenn landsins ættu í lát- lausum ófriði áratugum saman og menn vonu til skiptis sviptir heiðri og embætti eða hafnir til æðsta vegs og virðingar. Lög og réttur var á hverfanda hveli, og flestir æðstu valdsmenn landsins báru meiina svip ræningjaforingja en embættismanna. Auk þess er ástæða til að ætla, að drykkju- skapur á þingi 'hafi verið með þeim hætti, að varla hafi af mönnum runnið á meðan þeir dvöldust þar og áttu að sækja og verja mál og kyeða upp dóma. Alþingi það, sem háð var vitf Öxará samsumars og Jón Vídalín gisti á Narfeyri, var eitt hið sögulegasta margra óróasamra þinga um þetta leyti. Oddur Sig- urðsson og Páll landfógeti Beyer fóru þar með umboð stiftamt- manns og vísuðu Páli lögmanni Vídalín frá lögmannsverkum með mestu vanvirðu, en Þórður Þórðarson, staðarráðsmaður í S'kálholti, vildi vísa Lárusi lög- manni Gottrup úr lögmannssæti fyrir þær sakir, að hann hefði ekki hreinsað sig af ámæli, sem Páll Vídalín veitti honum. Lárus Gottrup tók þessa frávísun ó- stinnt upp og heimtaði, að Skál- holtsráðsmaður væri tekinn fast- ur fyrir slíba svívirðu. Oddur og Páll Beyer skipuðu Vigfúsi Hannessymi, sýs'lumanni Árnes- inga, a@ verða við þeirri kröfu, e£» Þórður lægði ekki seglin. Þórður vildi hins vegar ekki siá- undan, og var hann þá tekinn höndum. Óvinir Odds höfðu lostið upp þeim orðrómi, að hann hefði ei'tt sinn sætt miklum hrakningum í útlendu skipi við Snæfellsnes og gengið þaðan vanaður á land. Færðu þeir það til, að hann átti hvorki konu né börn, en Páll Vídalín orti um þetta beinakerl- ingarvísur. Þær voru nefnilega mjög í tízku á þingreiðum höfð- ingjanma um þetta leyti. Nú þeg- ar Oddur hafði beygt hann á þessu þingi, kas’taði hann háðs- yrðum að honum og sagði, að nú skyldi hann yrkja. Páll varð við áskoruninni og kvað: Login held ég sagan sé sögð af geldingunni, liggur þetta last og spé Ijóst í hvers maninis munni Meðal smærri tíðinda á alþingi 1713 var það, að þar stefndu sýslumenn og lögsagnarar hver öðrum hópum saman, og loks var klykkt út með því, að Sigurður lögmaður Bjömsson, sem Páll Vídalín og Árni Magnús'son höfðu áður dæmt af æru og embætti, kom úr siglingu á þingið með konungsbref, sem ónýtti dóm þeirra. VII. Þótt fyrirmenn landsins stæðu þannig í hmum mestu stórræð- um á þessu þingi, höfðu þeir alls ekki látið það aftra þvi, að þeir gerðu brennivíninu rækileg skil. Þar höfðu Oddur Sigurðs'son og Jón Vídalín ekki verið eftirbáfar nernna, og er þó sú saga af þeim því aðeins kunn, að hún var síðar dregin fram í dagsljósið til þess að nota h-ana í þeim deilum, sem spuninust út af gistingu biskups á Narfeyri. Aninars hefði hún legið í þagnargildi og alls ekki þótt í frásögur færandi, frekar en ölæði annarra valdsmanna landsins á þessu þingi og öðrum. Jón biskup Vídalín hafði að sjálfsögðu verið á öndverðum meiði við Odd á þinigimu, en það vamaði því alls ekki, að þeir sætu saman að drykkju dag eftir dag. Oddur vildi þó síðar láta sem sér hefði verið það nauðugt og aðeins þolað heimsóknir og þrásetu biskups í búð sinni fyrir sakir tignar bans og embættis. En vafalaust hefur það verið fyrirsláttur einn og hitt miklu líklegra, að biskup hafi aðems verið einn margra gesta, er sátu þar að sumbli, jafnvel bæði kvölds og morgna. Það er kunnugt, að biskup var stundum narla ilila til reika, er iiann kom úr oúð Odds á kvöld- in, og eitt kvöldið, er hann var kominn á hesthak við búðar- dyrnar, kas'taði hann upp yfir Odd sjálfan. Var það síðar afsak- að með því, að biskupi væri klígjugjarnt eins og mörgum hans ættmennum. í annað skiptið missti hann bæði flauelshettu sína og parruk af höfðinu, er hann reið yfir Öxarárhólma, og enn einu sinni stökk einn sveina hans á bak á hestinn fyrir aftan hann og ætlaði með þeim hætti að reiða hann eða styðja hann á hestinum Mun það hafa verið fá- títt á þeirri tíð, að sveinar bisk- upa gerðu sér svo dælt við herra sinn. Dag þann, sem Þórður staðar- ráðsmaður var iýstur fangi, flengreið biskup með fjölda manna fram og aftur um þing- staðinn milli andstæðinganna, unz Þórð-ur var seldur honum í hendur. Þó fer ekki sögum af bví, að til hamdalögmáls hafi komið á þessu þingi. og engar sögur eru kunmar af drykkjulát- um Odds bá, en kunmugt er, að Á sunnutbginn var birtist fyrsti kafli af bætti Jóns Helvaso'nar, ritstjóra, um vísitasíu Jóns biskups Vídalíns aí Narfeyri til Odds Stgur'ðssonar, vara- lögmanns Urðu ýmsar væringar með þeim höfði’ngjum, aðallega vegna þess, að hiskup heimtaði að hvíla í rekkju Odds og hafði sitt fram. Hér heldur áfram frásögnin um skipti þeirra þegar dagur rann. hann átti á öðrum þingum í á- flogum drukkinn, og eitt sinn greip hann til korða sínis við and- stæðimg á alþingi og hjó til hans, svo að af varð sár aftan frá eyra fram í munnvik. Þessar myndir nægja til þesis að sýna svipmótið, þegar höfð- ingjar styrðu málum á þessum árum. VIII. Það ætti því ekki að koma á óvart, þót't tíðindasamt yrði á Nairfeyri, er þeir vöknuðu að morgnd, bis'kup og varalögmaður. Þeir höfðu eldað saman grátt silfur fyrr, og stríðnd biskups kvöldið áður hefur vafalaust æst vanstillta stoapsmuni Odds. Oddur fékk ekki heldur að sofa ölvímuna úr sér þenrnan morgun. Litlu eftir sólarupp- komu bar að garði séna Jón Árnason á Stað í Steingrímsfirði, er seinna varð eftirmaður Jóns Vídalínis í Skálhotti. Átti hann erindi við Odd, svo að hann hlaut á fætur að fara, og ræddi hann lengi við séra Jón Fer vart hjá því, að banm hafi hresst sig nokk- uð þá begar. Um hádegisbilið gekk hanr inn til biiskups „og trakteraði hann þá .. með nokkru frönsku brennivínii til frúkosts". Eftir þessa hressingu komst biskup á fætur og gekk til kirkju, og var þá séra Þórður Jónsson á Staðarstað, mágur biskups, par kominn. Um þessar mundir var prestur sá í Breiða- víkurþingum, er hét \ Gissur Bjarniaison. Var hann ófriðsamur í meira lagi og hafði eitt sinn verið dæmdur frá kjól og kalli. Hamn hafði einnig unnið sér það til ágætis að spilla hvamnatekju og rótatekiu í hólmum í Hvítá, er hann bjó að Arnarbæli í Grímsnesi. í prestafæðinni eftir stórubólu hafði hann svo fengið prestsembætti á Snæfellsnesi, rr.est fyrix tilstilli Odds Sigurðs- sonar, en var nú kominn i ósætti við prófast nn, séra Þórð. Erindi séra Þórðar að Narfeyri hefur vafaiaust verið að ræða um þessi mái við biskupinn. Seinma hemti það þenman prest að nota pappír í staðinm fyrir oblátur við sakramenti. og var þá með öllu sviptur prestsembætti. Flæktist hamm síðan til Dammerkur og liifði þar um hríð á betli og flakki, en drukknaði að Tokum í Kaupmamnahafmargröfum. Eftir- mæli hans voru þau. að hanm hafði hvorki „hrós af lærdómi, lifnaði né lumderni“. Virðist Odd- ur hafa dregizt á það við biskup að ríða á fund séra Gissurar og knýja hann til sætta vifl prófast. Þegar þeir höfðu þingað um þessi og önrnur efná í kirkjunni, var gengið ti‘1 stofu, þair s-em Oddur veirti te og brennivín. Fór biskup þá að impra á hestakaup- um við Odd. en þegar hanm tók líklega í það, kvaðst biiskup ætla að láta Iiiann fá alla meidda og uppgefna hesta, er hanm væri með. Ekki mun Oddi hafa getizt vel að þvi. Nú barsl talið líka að séra Gissuri. „Þú færð að reisa suður yfir Jökul og láta séra Gissur Bjarna- son biðja sera Þórð fyrirgefmimg- ar“, sagði biskup. Því neitaði Oddur algerlega, og var nú sýnc. að svipaðar stæl- ur voru i aðsigi og Kvöldlð áður. Virðist brátt hafa tekið að þykkna í þeim, því að biskup sagði: „Vísilögmaðurinn heldur aldrei orð“. Ekki hlutust þó stór- vandræði af að simmi, enda átti Oddur orðið bágt með að halda sér uppi, „af svefni og þreytu yfirkominn" að því er hamn sagði sjálfur. Líklega hefur þó brennivínsdrykkja frá því snemma um morgumimn einnig átt þátt í þessum vanmætti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.