Tíminn - 15.05.1960, Blaðsíða 11
11
Hann ók frá Jerúsalem
til Kaupmannahafnar
Björgúlfur Gunnarsson við bílinn slnn.
Það skeður ósjaldan að
íslendingar fari í ferðalag
um hálfan eða allan hnött-
inn, með skipum, flugvél-
um og járnbrautarlestum.
Hitt er aftur á móti sjald-
gæft að íslendingur aki
einn síns liðs frá Jerúsaiem
til Kaupmannahfanar, sem
er 5600 km. löng leið.
Fréttamaður frá blaðinu
hitti Björgúlf Gunnarsson,
starfsmann hjá S.þ. í lönd-
unum fyrir botni Miðjarð-
arhafs, en hann er nýkom-
inn heim til sumarleyfis-
dvalar.
Björgúlfur hefur starfað
þar suður frá hátt á ann-
að ár á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Áður en hann
fór starfaði hann hjá Upp
lýsingaþjónustu Bandarikj
anna og er mörgum kunnur
síðan. Hingað til lands kom
hann fljúgandi fyrir viku
síðan og er fréttamaður
ætlaði þá að ná tali af
honum var hann kominn
austur á Eyrarbakka og
auðvitað akandi. Eftirfar-
andi viðtal náðist við hann
í fyrradag er hann leit inn
á ritástjórnarskrifstofuna.
— Gekk ferðin ekki vel
Björgúlfur?
— Jú, það var ekki hægt
að búast við því betra.
— Hvenær lagðir þú af
stað frá „landinu helga“
heim á leið?
— Eg lagði af stað frá
Jerúsalem 13 apríl s.l. og
var kominn til Kaup-
mannaha’fnar 25. apríl.
— Hvernig bíll var þetta
sem þú komst á.
— Eg kom á Fólksvagn
inum mínum og hann hóst
aði ekki alla leiðina hvað
þá meira. Eg er búinn að
eiga hann í eitt ár og það
hefur aldrei sprungið hjá
mér allan þann tíma.
— Þú hefur þó alltaf orð
ið benzínlaus einhversstað
ar á leiðinni?
— Nei, ekki einu sinni
það. í rauninni er þetta góð
auglýsing fyrir Fólksvagn-
inn, hve endingargóður
hann er.
— Bílinn komstu með
þér heim?
— Já, hann kom með
Gullfossi frá Höfn, en ég
flaug.
Ekið um níu lönd
— Um hvaða lönd fórst
þú?
— Eg lagði af stað frá
Jerúsalem og fór um Jór-
daníu, Sýrland, Tyrkland,
Búlgariu, Júgóslavíu, Ítalíu
Sviss, Þýzkaland og Dan-
mörk. Dagleiðin hjá mér
var svona frá 500 uppí 700
km. það eru engin ósköp.
Frá Tyrklandi til Ítalíu var
ég í samfylgd með tveim
öðrum Fólksvögnum. Það
var ágætt að vera með
þeim.
— Eru vegir ekki steypt
ir eða malbikaðir alla leiö
ina?
— Jú, svo til alveg, það
var einstöku sinnum sem
ég ók eftir malarvegum.
Það er mikill munur að
aka eftir þjóövegunum úti
heldur en hér.
— Þurftir þú aldrei að
stytta þér leið með ferjum
eða lestum?
— Jú, yfir Bosborussund
fór ég á ferju. í Sviss þurfti
ég að fara með bílinn í lest
gegnum St. Gottard fjall
garðinn og svo með ferju
frá Þýzkalandl til Dan-
merkur, nú og ekki má
gleyma að bíllinn var ferj
aður milli Danmerkur og
íslands.
— Hvernig datt þér i hug
að fara í bíl alla þessa leið
á öld þotunnar?
— Ja, fyrst og fremst fór
ég nú bara af ævintýralöng
un og svo til að litast um.
Eg gæti vel hugsað mér að
fara þetta aftur i bíl. Ann
ars ætla ég að skilja bíl-
inn hér eftir og fljúga til
baka.
— Hvenær ferðu?
— Eg geri ráð fyrir að
(íramhald á 15 síðu).
Númeraspjaldið á Fólksvagnlnum.
FERRO
(Framhald af 8. síðu).
— Kannsbe er það satíra um
tæknina?
' . — Eða gagnstætt. Ég vil gjarn-
an vinna með tækninni. En það
höfðar til fólksins, sem er orðið
tækninni að bráð á margan hátt.
„Fucky Strike"
Við göngum fram eftir salnum
þangað sem Ferró hefur hornað
með lausum skilvegg; þar er mál-
verk á báðum veggflötum, gert
með þeim ólíkindum að hornið
hverfur, þegar staðið er fyrir
miðju, Ííkt og myndin væri á ein-
um og sama fleti.
— Það er brotið upp hornið,
segir Guðmundur, — það myndast
rúmverkan kringum hana af þessu.
Myndin heitir „auglýsingaskrif-
'stofa „Fucky Strike“. Öðrum meg
in kemur fram mannsandlit, hin-
iim megin apaandlit og undriritað-
ur spurði hvort maðurinn væri
forstjóri auglýsingaskrifstofunnar.
— Þeir geta náttúrlega verið
það báðir. Svo eru þarna nokkrar
auglýsingar, sem eru tekinar beint
up úr tímaritum.
— Þú vilit kannski meina, að
auglýsingabrjálæði nútímans og
allt hans fargan leiði til þess að
mennirnir verði eins og apar?
— Já, hún getur táknað það.
Eins og þessi stóra þarna á veggn
um hinum megin. Þar er nokkurs
konar skipulag eins og við höfum
í dag. Það gæti verið stór skrif-
stofubygging, þar sem veggirnir
eru opnaðir og maður sér í gegn.
— Og þessir, sem maður sér
þarna inni í skápum eða hillum,
eru það einstaklingarnir?
— Það eru einstaklingar. Þeir
eru líkir en hafa þó dálítinn per-
sónuleika. Þeir geta ekki hreyft
sig, hafa ekki svigrúm til þess,
gætu þó ef til Vill hoppað út. En
þeir geta ekki leikið sér sín á
milli, ekki meðan þeir eru þarna
inni.
— Og þetta hér?
— „Lifandi lungu“. Ég hef
notað anatómíu mannsins. Þetta
eru lungu með göngum á milli,
líkist dáldið því, sem þeir kalla
„highways" í Bandaríkjunum,
nokkurs konar metróar eins og
maður hefur líka í cirkusum.
— Eins og þeir gangar sem
liggja um mannslíkamann.
— Já, já, já. Æðarnar eru full-
ar af ýmsum persónugerfingum,
sem vildu gjarnan komast á hreyf-
ingu, en það er allt nokkurn veg-
in' stopp.
— Það er kannske nokkurs kon
ar blóðsegi, blóðseginn í mannlíf-
inu?
— Eða við getum kallað það
heldur: að koma sér fyrir, svona
á réttum stað, ha.
Magaborg
— Hvar eru „magamenn"?
(VISITEURS DES ENTRAILLES)
— Þessi græna, það er maga-
anatómía.
— Magarnir eru alltsvo.... ?
— Þetta er einn magi. ef lapp-
irnar væru hérna að neðan, þá
væri höfuðið hér að ofan.
— Og þetta eru þeir einstakl-
ingar, sem grasséra í þessum eina
og sama .maga?
— Já, en þeir hafa líka mismun
andi persónuleika og stærð. Það
væri líka hægt að byggja borg út
frá maga-anatómíu. Þú getur
ímyndað þér, hvort það væri ekki
stórkostleg borg, þar sem gengið
væri útfrá innri gerð magans. Það
verkar allt rétt í maganum.
— Ef það væri fært út í arki-
tektúr.
'— Þar væri engin misfella. Kerf
ið er fullkomið. Það hlyti að henta
fyrir okkur.
Umsjón með tilfinningum
— Og þetta er?
— „Tilfinningaprófessor“.
— Er það prófessor, sem skil-
greinir tilfinningar eða býr þær
til?
— Já, eða sér um tilfinningar.
Prófessorinn hefur vald á ein-
'hvers konar handfangi.... — og
þá þjappast fólkið saiman eða
tvístrast eftir hans vild, segir Guð
mundur.
— Hann semsagt spilar með
tilfinningar manna.
— Uum, þarna ertu réttur.
— Jæja, loksins.
Sama fyrirtækiS ,
Við höldum áfram.
— Þetta er „Skóli New-par-
York-is“, eða New York — Paris.
Þar eru þrjár fígúrur að verki,
dinosaurus, sem lætur buna úr
málningardós, slettir og skeinir
allt með fótunum á sér, sá geómet
ríski dregur upp vinkla og hálf-
mána í miðið og ultra-tasche-ist-
inn til vinstri. — Hann opnar á
sér magann, segir Guðmundur, og
hleypir úr honum á dúkinn.
— Og hvað er París og hvað er
New York?
— Það er allt það sama. Þess
vegna blanda ég nafninu saman.
Þetta er allt sama fyrirtækið.
Dans and'itspartanna
— Og hér eigum við eftir....
— Já, þú sérð þetta andlit
hérna í miðju, sem er uppleyst,
nokkurs konar höfuðkúpa án
tanna og munns. Þarna eru tenn-
urnar, þetta auga, og munnurinn
hérna. Þetta dansar svona út af
fyrir sig og skemmtir viðstöddum.
— Nú, það hefur einhvern tíma
verið sagt: eftir höfðinu dansa lim
irnir, en eftir hverju dansa þessir
innbyrðispartar höfuðsins?
— Það getur vel verið þeir
dansi eftir þvf að ná saman aftur
og komast á sinn stað.
í eldlínunni
Nú göngum við fram í skálann
og lítum að síðustu á mósafkina.
Þar kennir margs, nýs og gamals.
— Það er alltaf gaman að fást
við mósaík. Það er eins og að fara
í sumarfrí. Ég held því utaf fyrir
sig og geri ekkert annað á meðan.
— Þú notar skeljar og kóral-
greinar.
— Já, þetta eru hlutir, sem ég
hef fundið við Rauðahafið; hér
eru koparsteinar úr námum Saló-
mons konungs og grjót, sem óg
tíndi á landamærum fsraels.
— Varstu þá ekki í eldlínunni
við grjóttínsluna þar?
— Maður er alltaf í eldlínunni
ef hægt er.