Tíminn - 19.05.1960, Síða 5

Tíminn - 19.05.1960, Síða 5
TÍMINN, fimmtudaginn 19. maí 1960. s Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Frarakvæmdastjóri: Tómas Árnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Fyrstu boðorðin brotin Ríkisstjórnin er nú smám saman að reka sig á það, að stefna hennar er óframkvæmanleg. Jafn- vel þótt allir þeir. sem axarsköft hennar bitna hvað bitr- ast á, tækju aðgerðum hennar með þögn og þolinmæði, myndi kerfi hennar samt hrynja. Framþróun i lýðræðis- þjóðfélagi verður ekki stöðvuð nema skamma hríð, það er lögmál. Ríkisstjórnin hefur nú tekið þann kostinn að hörfa nokkuð að fyrra bragði. Það er skynsamlegasta verkið sem hún hefur gert á sínum ólánsferii. Þegar hún rauk í hina stórfelldu og fljótfæmislegu gengislækkun þóttist hún vera búin að reikna það út, að niðurskurður krón- unnar nægði til þess, að útgerðin bæri sig án allrar opin- berrar aðstoðar. Enda er það tilgangurinn með gengis- fellingunni og við það er hún nákvæmlega miðuð. sagði ríkisstjórnin. Og meira að segja þóttist stjórnin reikna svo ríflega, að útgerðin gæti tekið á sig 5% útflutnings- skatt. Nú er stjórnin hins vegar búin að reka sig á, að þessar áætlanir hennar eru algjörlega óraunhæfar. Hún telur sig tilneydda að lækka útflutningsskattinn um helming. Vitanlega verkar sú ráðstöfun eins og greiðsla á upp- bótum. Þessi ráðstöfun er eins og nýtt uppbótakerfi, enda ekki annað en stigmunur á því og gamla uppbótakerfinu. Með þessu hefur því ríkisstjórnin brotið eitt helzta boð- orðið, sem hún lofaði í upphafi, en það var að hverfa alveg frá útflutningsuppbótum. Annað megin boðorð ríkisstjórnarinnar var það, að hún ætlaði engin afskipti að hafa af kjarasamningum. Nóg væri komið af slíku föndri stjórnarvalda og skyldi því nú steinhætt. Hvernig fór nú með þann fróma ásetn- ing? Hvorki betur né verr en það, að stjómin lýsti því yfir að hún hafi fallizt á lækkun fiskskattsins til þess að greiða fyrir samningum á milli útgerðarinnar og fisk- kaupenda. Hvað er það annað en íhiutun um kjarasamn- inga? Ekki vantaði það, að stjórnin þótvist ætla að vinna öll sín verk eftir einhverju vísindalega útreiknuðu plani. Þar átti engu að skeiká. Tölustafirnir skyldu ráða stefnunni. En lífshræringar þjóðfélagsins vilja ekki alltaf lúta dauð- um stærðfræðiformúlum Það hefur stjórnin þegar rekið sig á og mun þó eiga eftir að gera það betur. Það skal síður en svo lastað, að stjómin beygi sig fyrir staðreyndum. En hún ætti ekki að þurfa að renna oftar á vegginn til þess að átta sig á því, að hún stéfnir út í ófæru. Hún ætti nú að nota tæKífærið og taka alla sína íhaldsstefnu til rækilegrar endurskoðunar áður en staðreyndirnar neyða hana til þess í meira mæli en orðið er. Næsta skref hennar ætti að vera það, að afnema okur- vextina sína. Það myndi draga stórlega úr afleiðingum sumra þeirra óhappaverka hennar, sem ekki verða aftur tekin. Það mundi létta undir með mönnum að ráðast í nauðsynlegar og aðkallandi framkvæmdir. Það mundi örfa framleiðsluna. Og aukin og bætt framleiðsla er sá grundvöllur, sem efnahagsleg afkoma þjóðarinnar hvílir á. Þá gæti hún og, sér að meinalausu, hætt við það á- form, að ræna sjóðum samvinnufélaganna. Það mun engum skína gott af þeim gripdeildum en fyrir þúsundir manna munu þær leiða til ills eins Það er engum til minnkunar að játa yfirsjónir sínar og leiorétta mistök sín og þann kost á stjórnin beztan, að gera sem fyrst það sem hún getur í þeim efnum. / / / / '/ / / / / / i / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / /. / / / / / / / / / / / } / t / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / ERLENT YFIRLIT Mistökin í flugnjósnamálinu Áfall fyrir Bandaríkin, er ekki réttlætir )bó framkomu Krustjoffs FUNDUR æðstu manna er nú farinn út um þúfur vegna þeirrar kröfu Krustjoffs, að Eisenhower bæði opinberlega afsökunar á njósnafiuginu yfir Sovétríkin. Krustjaff vildi ekki láta sér það nægja, að Eis- enhower gæfi loforð um, að þessu flugi skyldi alveg hætt. Þótt ÖU framkoma Bandaríkja- stjórnar hafi verið hin klaufa- legasta og óheppilegsta í sam- bandi við njósnarflugið, var eigi að síður alltof langt gengið hjá Krustjoff að heimta sér- staka fyrirgefningarbeðini af Eisenfaower og niðurlægja hann þannig í augum alls heimsins. Slíkt gat aidrei orðið farsælt uppfaaf að fundi æðstu manna. Vafalaust hefur Krustjoff líka gert sér Ijóst, að Eisenhower myndi aldrei ganga að þessu, og það hefur því verið tilgang- ur hans að láta fundinn stranda á þessu. Þessi framkoma Krustjoffs verður vart skýrð öðruvísi en að hann hafi átt í erfiðleikum heima fyrir vegna njósnamáls- ins og hann því talið nauðsyn- legt að gera það að slíku stór máli. Út á við hefði það verið sterkara fyrir hann að sýna sáttfýsi, þrátt fyrir njósnarmál ið, og látið fundinn heldur stranda á tregðu vesturveldanna til samkomulags um önnur mál. Þar hafði Krustjoff ýms góð spil á hendinni, því að núv. for ustumenn vesturveldanna hafa sett sig í varnarstöðu í flestum þessara mála í stað þess að bjóða upp á jákvæð úrræði og taka forustuna þannig af Rúss- um, eins og t. d. Adlai Steven- son hefur lagt til. Með hinni óbilgjörnu framkomu sinni hefur Krustjoff misst þessi tromp á hendinni og auglýst skort á vilja til þess að reyná að leysa ágreiningsmálin. FRAMKOMA Krustjoffs á fundinum hefur m. a. haft þau áhrif, að Bandaríkjamenn hafa á vissan hátt skipað sér fastar en áður á bak við Eisenfaower vegna þess, að Krustjoff hefur gert augljósa tilraun til að nið- urlægja hann á opinberum vett vangi. Þetta mun þó ekki draga úr því, að gagnrýnin vegna njósnarflugsins og meðferðar stjórnarinnar á því máli mun eiga eftir að færast í aukana, enda nýtur það vaxandi viður- kenningar að þar hafi stjórnin komið rangt fram, þótt það rétt læti hins vegar ekki hvernig Krustjoff reyndi að notfæra HERTER sér það. Þessi gagnrýni mun jöfnum höndum beinast gegn leyniþjónustunni og utanríkis- ráðuneytinu. Óbeint mun hún svo hitta Eisenfaower sjálfan, því að vitanlega eiga mistökin óbeint rætur að rekja til slappr ar stjórnar hans á þessum svið um eins og flestum öðrum. Þó mun nafn hans síður dragast inn 1 þetta vegna þess, að hann er á förum úr forsetaembætt- inu, og því meira verða sótt gegn stjórninni í heild. GEGN leyniþjónustunni hef- ur borið mest á gagnrýni vegna eftirgreindra atvika: Flugmaðurinn, sem Rússar klófestu 1. maí, hefur bersýni- lega verið valinn af handafaóíi og ekki fengið eðlilega þjálfun í starfi sínu. Þetta atriði hafa amerísku blöðin upplýst mjög greinilega og þykir þetta sýna, að leyniþjónustan vandi ekki nægilega val starfsmanna sinna og veiti þeim ekki nægan undirbúning. Njósnarflugjið var ekki nægi- lega grímufclætt, svo að ebki væri hægt að sanna flugnjósn- irnar, þó Rússar næðu í flugvél í slilcum leiðangri. Bandamönnum Bandarikj- anna var komið í mikinn vanda með því að nota bækistöðvar í löndum þeirra, án vitundar við- komandi ríkisstjórna. Vegna þessa hafa stjórnir Noregs og Pakistans nú borið fram form- leg mótmæli við stjóm Banda- ríkjanna. Síðast, en ekki sízt, er svo bent á, að það hafi verið furðu leg yfirsjón að hætta þessu flugi ekki aillöngu fyrir fund æðstu manna o@ fyrirhugaða ferð Eisenhowers til Sovétríkj- anna. GAGNRÝNIN gegn utanríkis ráðuneytinu stafar einkum vegna eftirtaldra atriða: Fyrst eftir að Rússar sögðu frá töku njósnarflugvélarinnar, mótmælti utanríkisráðuneytið því eindregið, að hér hefði ver- ið um njósnarflug að ræða, sn sagði hins vegar, að veðurat- hugunarflugvél hefði týnzt. Nokkrum dögum seinna, þeg- ar Rússar höfðu skýrt frá því, að þeir hefðu náð flugmannin- um lifandi og hefðu vitnisburð og skilríki hans í höndum, játaði utanrikisráðuneytið, að það væri rétt, að hér befði ver- ið um njósnarflug að ræða og að slíkt flug yfir Sovétríkin hefði átt sér stað árum saman. í framhaldi af þessu gaf svo Herter utanríkisráðherra yfir- lýsingu, sem yfirleitt var skiiin á þann veg, að þessu njósnar- flugi yfir Sovétríkin '’rði haldið áfram. Það voru þessar játningar og yfirlýsing Herters, er helltu mestri olíu á eldinn. Það hafði hér gerzt í fyrsta sinn í sög- unni, að ríki hefði játað opin- berlega á sig njósnir og gaf það valdamönnum C .vétríkjanna nýtt tilefni tii að herða áróð- urinn. Hingað til hefur það ver ið föst venja, að þótt flest ríki hafi látið stunda meiri og minni njósnir, hafa þau eindreg ið afneitað þeim og búið þann- ig um hnútana, að ríkisstjórn- irnar gætu aldrei dregizt beiat inn í mál, sem risu út af þeim. ÞVÍ ER vissulega ekki hægt að neita, að nær öll málsmeð- ferð Bandaríkjastjómar á þessu máli, hefur verið hin seinfaeppilegasta. Af þeimi ástæðu eiga vafalaust eftir að hljótast miklir málarekstrar í Bandaríkjunum og hefur því meðal annars verið spáð, að þeir geti leitt til þess, að rnarg- ir yfirmenn í leyniþjónustunni missi stöður sínar. Hins vegar er þetta mál þó ekki þannig vaxið, að það réttlæti fram- komu Krustjoffs á fundi æðstu manna eftir að Eisenhower var búinn að lofa því, að njósn arfluginu yrði hætt. Með því ofnotaði Krustjoff umrædd mis tök Bandaríkjastjómar og leiddi í ljós skort á vilja til að jafna önnur ágreinmgsmál. Þ.Þ. / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / LangholtssöfnucSur er nú að byggja stóra kirkju, sem er nýr áfangi og markar tíma- mót í kirkjubyggingum og starfi þjóðkirkju á íslandi. Kirkjan er bæði safna'ðar- heimili og guðsþjónustuhús og verður þannig stofnun, sem starfar sem menningar- miðstöð hverfis og sóknar. Einn af sölum kirkjunnar hefur nú verið starfræktur nær vetrgrlangt og hafa þar verið fjolsóttar barnasam- komur og messur um hverja helgi, fermingarundirbúning ur og fundir. Nú er næsti áfanginn að Kirkja Langholtssafnaðar I fullgera stóran sal, sem kom j inn er alllangt áleiðis, en hann mun rúma um fjögur hundruð manns og myndar fullgerður nokkurn hluta sjálfs messuhússins. í Ekki þarf mjög mikið fé til að ljúka þessum áfanga, en sem stendur er byggingin í fjárþröng. Þess vegna er nú stofnað til happdrættis á vegum allra félaga safnaðar ins undir forystu safnaðar- | nefndarstjórnar. Verða þessir happdrættis- mfðar seldir bráðlega og kom ið skipulega á öll heimili sókn arinnar. Er þess fastl. vænzt aö safnaðarfólk styðji sem bezt að útbreiðslu þeirra, bæði meö því að kaupa þá og selja. Hlýtur það að vera öllum sóknarbörnum metnaöarmál að þessi menningarstofnun Langholtshverfanna komizt sem lengst áleiðis hið allra fyrsta. Hér geta allir sýnt bæði vilja og viðleitni, hvort (Framhal^ á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.