Alþýðublaðið - 10.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.04.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið tit af Alþýðuílokknum. 1920 Laugardaginn 10. apríl Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Húsnæðiseklan. Á hún að stöðva atvinnuvegi Reykjavíkur? Á síðari árum hafa orðið ýmsar •atórfeldar framfarir hér í borginni, avo sem vatnsveita, gasveita, ■skolpræsagerð, gatnagerð og gang- •stétta, höfn bygð og nú byrjað á rafveitu. Botnvörpunga og mótor- iiáta hafa menn keypt, og einkum 'hafa botnvörpungarnir orðið happa- sælir, bæði fyrir eigendurna og t»æjarfélagið í heild. Á þessum árum hefir bæjarbú- >um fjölgað míkið, því margt fólk þarf til að leysa af hendi alla þá vinnu, sem þessi fyrirtæki hafa í för með sér, og hingað til heflr •ekki verið skortur á verkafólki. Nú eru menn sem óðast að kaupa nýja og gamla botnvörp- unga, og telst svo til, að með vorinu verði þeir orðnir 30 talsins. Jáikinn fjölda manna þarf á öll þessi skip og mikinn mannfjölda þarf til að verka og hirða aflann, sem þau flytja á Jand, og gera iiann að góðri verzlunarvöru. Stór geymsluhús, þurkhús og stakkstæði hafa verið bygð, og íbúðarhús éru reist á verkunar- stöðvunum fyrir fólk, sem vinnur 'þar á sumrum og hingað flyzt víðsvegar að, sem flest mun vera ■einhleypt fólk, er að mestu leyti aíðar tekur sér bólfestu í borginni. Ýmiskonar iðnaður, atvinnu- rekstur og verzlun heflr aukist og margfaldast á þessum árum, og iteykjavík er orðin borg — þó ekki sé hún stórborg. Þótt þetta hljómi nú alt saman íagurlega og lýsi dugnaði og fram- takssemi borgara Reykjavíkur, þá er hér samt einn höfuðgalli á öllum framförunum, og hann er aá, að mikill hluti af verkafólki borgarinnar er sama sem hús- næðislaus, og fjöldi fólks alveg húsnæðislaus. Pað fólk, sem at- vinnurekstur borgarinnar þarfn- ast til viðbótar héðan i frá, hefir hvergi höfði sínu að að halla. Bæjarstjórnin heflr gert tilraun til áð bæta úr húsnæðiseklunni með því að byggja Suðurpólinn svo kalláða, láta mönnum í té lóðir á leigu, leggja vegi um þetta lóðasvæði og að ýmsu leyti létt undir með mönnum, sem hafa ætlað að byggja ný hús eða breyta gömlum húsum til aukningar á húsnæði. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna heflr gengist fyrir stofnun Bygg- ingarfélags Reykjavíkur, og hefir það félag þegar komið upp fjölda íbúða, og heflr bæjarstjórnin stutt það félag, bæði með því að láta það fá lóðir undir húsin með góð- um kjörum, og eins með því að ábyrgjast lán til að byggja fyrir. Nú er svo komið, að einstakling- um er um megn að byggja sér hús, vegna dýrleika á byggingar- efni og óhagstæðra lánskjara, og sem stendur er algjör þurð á efni til bygginga, og horfir því til stór vandræða, ef ekki verður bætt úr þessu hið bráðasta, eða réttara sagt á komandi sumri. Tveir aðilar, bæjarstjórnin og fulltrúaráð verklýðsfélaganna, hafa reynt að bæta eftir megni úr hús- næðiseklunni, og er nú komið að þriðja aðilanum í þessu máli, að gera skyldu sína, en það eru at- vinnurekendur bæjarins. Frá mínu sjónarmiði séð, er það ekki hættulaust fyrir þá, að láta þetta mál lengur afskiftalaust, því það getur orðið til þess, að atvinnufgrirtœkin stöðvist vegna fólkseklu. Engin heimilislaus fjölskyldu- maður ræður sig á skip né getur stundað aðra atvinnu, og einhleypir menn og konur leita sér annar- staðar atvinnu, þegar ekkert útlit er fyrir að það geti fengið húsa- skjól í borginni, og alveg útilokað 79. tölubl. frá því að geta gift sig og stofn- sett eigið heimili. Atvinnurekendur í Regkjavik þurfa að leggja fram eina miljón króna með góðum lánskjörum, til bgggingar ibúðarhúsa handa verkamönnum. Ef bæjarstjórn og atvinnurek- endur tækju höndum saman í þessu máli, þá má vera að mikl- um voða yrði afstýrt. En haldi þeir, sem peningaráðin hafa, áfram að leggja fé sitt í vaxtabréf, botn- vörpunga og geymsluhús, getur farið svo, að þeir fái lítinn arð í aðra hönd innan ekki mjög langs tíma. Og, ekki veldur sá, er varar. Agúst Jósefsson. Ii dagim 09 vegim. Eafmagnið. Ætlast er til að rafafl úr Elliðaánum verði á boð- stólum hér næsta ár, og verður það þá lang ódýrasta ljósmetið sem hægt verður að fá. Ættu menn sem fyrst að láta undirbúa hús sín til þess að taka á móti rafmagninu, því skeð getur að það verði erfiðara að fá það gert seinna. Vill Alþbl. því benda lesendum sínum á augl hér í blaðinu frá „H.f. Hiti & Ljós.“ Dýrt blað. Eitt eintak af Morg- unblaðinu frá í fyrradag, fyrri prentun, keypti maður nokkur í gær fyrir io krónur. Athygli skal vakin á fundi þeim um uppeldismál, sem Umdæmis- stúkan heldur annað kvöld. Unig-ling'ssttillia 14 til 16 ára óskast á fámennt heimili nú þegar. Gott kaup. Upplýsing- ar á Bræðraborgarstíg 10 b.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.