Alþýðublaðið - 10.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ j-lörmulegt marintjóri. Tuttugu og níu menn á bezta aldri bíða bana í baráttunni Yið Ægi. 21. febrúar síðastl. lagði flski- skipið „Valtýr", eign H. P. Duus hér í bæ, út til flskjar. Prá þeim tíma hefir ekkert spurzt til þess, og eru menn nú úrkula vonar um, að það sé lengur ofansjávar, þár eð slík stórviðri hafa gengið undanfarið, hvað eftir annað, að skip hafa með herkjum afborið þau. Fyrirspurnir hafa verið send- ar í allar áttir, en árangurslaust. Skipið hafði hjálparvél. Þessir voru skipVerjar, og er aldur þeirra og heimilisfang sett aftan við nafn sérhvers þeirra: Pétur M. S.gurðsson, skipstjóri, Evík, kvæntur. Vilhjálmur Gíslason, stýrimaður, 48 ára Bræðrab.st. 4, kvæntur, 4 börn. Guðmundur Jónasson, mótoristi, 27 ára, Stýrim.st. 7. Böðvar Jónsson, matsv., 25 ára, Bjargarst. 6., kvæntur, 1 barn. Pall Júníusson, 30 ára, Stokks- eyri. Lárus Elíasson, 25 ára, -Ber- serkjaeyri, Snæfellsn.s. Brandur Sigurðsson, 27 ára, Ól- afsvík. Vigfús Hansson, 21 árs, Sandi. Fiiðrik Jónsson, 24 ára, Einars- lóni, Snæfellsn.s. Ólafur Jónsson, 27 ára, s. st. Andrés Gestsson, 18 ára, Keidu- dal, Dýrafirði. Einar Gestsson, 25 ára, s. st. Gísli Kristjansson, ]8 ára, Núpi, Dýraf. Guðmundur Guðjónsson, 2J. árs, Arnarnúpi, Keldudal. Andrés M. Eggertsson, 33 ára, Haukadal, Dýraf. Guðmundur ísleifsson, 39 ára, Bergst.str. 32, ógiftur. Sig. Guðmundsson, 33 ára, Bi eiðuvík, Barðastr.s., giftur, 3 böm. Vaidimar Ólafsson, 23 ára, Vest- urg. 34, ógiftur. Jóhann Gíslason, 27 ára, Sel- árdal, Arnaifirði. Kristján Jónsson, 32 ára, Njáls- götu 19, giftur, 2 börn. Stefán Guðmundsson, 24 ára, LitlaKambi, Snæf.n. Guðmundur Eymundsson, 33 ára, Hólmavík. Jón Guðmundsson, 23 ára, Mjóafirði. Sig. Bjarnason, 20 ára, Þingeyri. Peder Andersen, 40 ára, Mjóa- firði (Norðmaður). Guðmundur Pálsson, 24 ára, Sandi. Jón Árnason, 21 árs, Hafnarf. Jósep Sigurðsson, 28 ára, Akra- nesi. Kristófer Bjarnason, 25 ára, s. st., giftur, 3 börn. Blaðið hefir enn ekki getað fengið upplýsingar um það, hverjir af utaubæjarmönnum voru giftir, eða hvort þeir hafi verið fyrir- vinna heimilis, en þess mun síðar getið. Mikið má" það vera, ef nokkur er sá, sem ekki fyllist sorgar- blandinnar skelfingar, er hann sér að svo margir hraustir drengir hafa fallið í valinn í baráttunni við Ægi. Baráttu, sem sjómenn, ekki eingöngu íslenzkar, heldur sjómenn allra landa, eru neyddir til að heyja, tíl þess að sjá sér og sínum borgið. Baráttu, sem þjóðfélagið getur ekki komist hjá að senda úrvalalið til að standa í, ef það á að geta þrifist. Því meiri hvöt ætti það líka að vera fyrir hina, sem í landi sitja, að gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að eftirlifandi ættingjar þurfi ekki að fara á vonarvöl, vegna þess að umhyggjusamur faðir, sonur eða önnur fyrirvinna, hefir orðið að fórna lífi sínu í hvíldar- lausri baráttu sjómannsins fyrir tilverunni. Hvað eru drepsóttir og önnur ósköp, sem yfir mannkynið dynja á þurru landi, hjá þeim þrautum, sem sjómaðurinn verður að þola oft og tíðum, unz hann loks sekk- ur í sæinn, fjarri öllum ástvinum, úrkula vonar um það, að fá hvild í mold feðra sinna? Hvað er missir þeirra, sem fá að aðstoða. vininn sinn í baráttunni við dauð- ann, hjá því að kveðja hann glað- an og hraustan, en sjá hann svo aldrei aftur, hvorki lífs eða lið- inn? Það veit enginn, nema sá, er reynir! Eina huggun eftirlifandi ættingja er sú, að þeir finni sam- úðarölduna, sem að þeim rís á allar hliðar, að þeir finni það, að öll þjóðin syrgi hina hraustu sonu, er gengið hafa til hinztu hvíldar í úrsvölum faðmi Ægisdætra. /. Spánska veikin. Það er rangt, sem altalað hefir verið í bænum, að veikindin í e/s Island séu nákvæmlega eins og faraldur það, sem nýlega hefir gengið hér í borginni. Hefir þetta skraf orðið til þess, að töluvert hefir borið á óánægju meðal þeirra, sem fyrir óþægindum verða við sóttkvíunina, sem er eðlileg af- leiðing veikindanna. Veikin í „Islandi“ er langtum illkynjaðri en sú, sem gengið hefir hér undanfarið, svo sem sjá má af bréfi héraðslæknis til lögreglu- stjóra, sem birt er hér á eftir, og munu allir bæjarbúar telja sótt- varnir sjálfsagðar, er þeir hafa. heyrt hið sanna í málinu. Bréf héraðslæknis. Beykjavík, 9./4. ’20. Formaður sóttvarnarnefndar hefir farið fram á það, að skýrt væri ákveðið hvort sjúkdómur sá, sem fluttist hingað með e/s Islandi, sé sama veiki, sem undanfarið hefir gengið hér í bæ. Eftir upplýsingum sóttvarnar- læknis verð eg að álíta, að veiki sú, sem hér um ræðir, sé illkynj- uð inflúenza, að sumu all lík in- flúenzufaraldrinu 1918. Bar sem engar sannanir eru fyrir því, að veiki sú, sem hér gengur yfir, gefi ósóttnæmi (immunitet) við illkynjaðri tegundum veikinnar, viiðist rétt að sóttvörnum við þessa veiki verði haldið áfram í samræmi við þessa skoðun. Virðingarfylst. Jón Hj. Sigurðsson. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.