Tíminn - 29.07.1960, Blaðsíða 2
ra
TÍMINN, föstudagini> 29..júlí*
Fundur norrænna
yfirkennara
5. fundur norrænna yrkis-
kennara frá iðnskólum verzl
unarskólum, húsmæðraskól-
um o.fl., var haldinn í Reykja
vík dagana 11.—16. júlí. —
Fundarefni var iðnnám og
sveinspróf málara.
Mættir voru 4 fulitrúar frá
Sviþjóð, 3 frá Finnlandi, 3
frá Noregi og 12 frá íslandi.
Oanir höfðu boðið þátttöku
6 fulltrúa, en rétt áöur en
fundurinn átti að hefjast til
kynntu þeir, að þeir sæu sér
ekki fært að senda neinn. —
Gestur fundarins var Helgi
Hermann- Eiríksson, fyrrum
skólastjóri Iðnskólans.
Fundurinn var settur mánu
daginn 11. júlí í nemenda-
sal Iðnskólans í Heykjavík
af Þór Sandholt, skólastjóra,
sem ásamt sérstakri undir-
búningsnefnd hafði undirbú-
ið fundinn. Þess má geta, að
á s.l. hausti var haldinn fund
ur í Reykjavík með fulltrú-
um frá Norðurlöndunum, og
á þeim fundi var efni kenn-
arafundarins ákveðið og fyrir
komulag í aðalatriðum.
Viðstaddir setningar-
athöfnina voru nokkrir gest
ir, þ.á.m. borgarstjóri, frú
Auður Auðuns.
Að því loknu voru fundar-
stjórar og ritarar kosnir.
Umræðufundir um dag-
skrárefni voru alla daga vik-
unnar kl. 9.00 f.h. og kl. 2.00
e.h., nema fimmtudag, en þá
bauð Reykjavíkurbær fundar
gestum í ferðalag austur að
Hveragerði, Gullfossi og Þing
völlum, og var Jónas B. Jóns
son, fræöslustjóri fararstjóri.
Tveir fyrirlestrar voru
fluttir á fundinum: ,,Dekora
tiv opplæri'ng í malerfaget",
sem Lie Davidsen yfirkennari
flutti og ,,Udvendig malings
bestandighed m.m.“ sem Guð
mundur Guðmundsson verk-
fræðingur hjá málningarverk
smiðjunni Hörpu hér í bæ,
flutti.
í umræðunum kom greini-
lega fram, að of lítil tengsl
eru milli kennara í sérgrein
um hinna ýmsu atvinnu-
greina, bæði innan hvers
lands fyrir sig og milli land-
anna. Mikill áhugi var fyrir
samræmingu á kennsluaðferð
um, námsefni og jafnvel
framkvæmd á sveinsprófum.
Reyndist fundur þessi heppi
legur vettvangur til að koma
hinum mismunandi sjónar-
miðum á framfæri, eins og
jafnan hefur verið á slí'/um
fámennum kennarafundum.
Fundarmönnum gafst kost
ur á að skoða málningaverk
smiðjumar Málning h.f. og
Harpa h.f., auk þess, að þeim
var sýnd málningavinna á
ýmsum stöðum í bænum.
Landsamband iðnaðar-
manna og Iðnaöarmannafé-
lagið í Reykjavik höfðu boð
inni fyrir fundargesti mið-
vikudagskvöldið og stýrði þvi
Björgvin Frederiksen, forseti
> andssamb. ásamt Gísla
Ólaíssyni bakarameistara, rit
ara Iðnaðarmannafélgsins.
Sömuleiðis efndu Málara-
meistarafélagið í ReykjaVik
og Sveinafélag málara til
veizlu föstudagskvöld undir
stjórn Jóns Ágústssonar mál-
arameistara. Sama dag var
Hitaveita Reykjavíkur skoð-
uö í boöi hitaveitustjóra.
Á lokahófi, laugardagii'in
16. júlí voru fundarmenn
gestir iðnaðarmálaráðuneytis
ins og voru Páll Pálmason,
ráðuneytisstjóri og Brynjólf-
ur Ingólfsson stjórnarráðs
fulltrúi, fulltrúar ráðuneytis
ins við það tækifæri.
Hinir erlendu gestir létu i
ljós óblandna ánægju yfir
dvölinni hér, bæði hvað
snerti beinan árangur
af viðræðum fundanna og
kynni af landi og þjóð, en
enginn þeirra hafði komið
hér áður.
Forsaga þessara kennara-
móta er i sem skemmstu máli
sú, að frá því árið 1924 hafa
verið haldin svoköiiuð yrkis
skólaþing til skiptis á Norður
löndunum með 5 ára milli-
bili. — Tilgangur þessara
þinga er, og hefur frá upp-
hafi verið sá, að gefa fólki
sem starfar við hina ýmsu
skóla atvinnulifsins tækifæri
til að ræða sameiginleg á-
hugamál, læra hvert af öðru
og auðvelda framkvæmdir og
samvinnu á sviði yrkisskól-
anna.
Vegna þess mikia fjöida
sem starfar orðið að þessum
málum á Norðurlöndum hafa
þingin orðið æ fjölmennari,
og með þvi að þörfin fyrir
nána samvinnu og samstarf
hefur frekar aukizt en minnk
að, var eftir tillögu direktors
Arvas á þinginu í Kaup-
mannahöfn 1954 samþykkt,
að haida á árunum milli
þinga, fámennari kennara-
mót eða fundi, þar sem 5—6
kennurum í einni og sömu
sérgrein frá hverju Norður-
landanna gæfist kostur á að
hittast og ræða sín sérstöku
vandamál. — Hinn fyrsti
slikra kennarafunda var hald
inn i Finnlandi 1955, og var
efni hans húsgagnasmiði. —
Næst var fundur kennara i
múraraiðnum í Reykjavík
1956, síðan í Sviþjóð 1957, en
þar var raunar um tvo fundi
að ræða. Var annar fyrir
málmiðnaðarmenn, aðallega
vélvirkja og hinn fyiúr kjóla
saumakonur. — 1958 var fund
ur fyrir rafmagnsvirkjakenn
ara i Stenkjer í Noregi. —
1959 var svo haldið allsherjar
skólaþing í Osló, þar sem þátt
takendur skiptu hundruðum.
Næsti kennarafundur á,
samkvæmt regiunum að
verða í Svíþjóð sumarið 1961,
sá þar næsti i Danmörku 1962
og í Finnlandi 1963, en alls-
herjarskólamót þar 1964, 25
árum eftir seinasta þing þar.
Ástæöan fyrir því að aðeins
20 ár líða, samkvæmt áætl-
uninni, milli þinga á íslandi,
er sú að fyrsta þingið, sem
halda átti hér 1944 féll niður
Ðönsk ögrun
Rúsar hafa nýlega kvartað yfir þvi, að flugvélar ýmissa þjóða hafi leikið þann leik nú hvað eftir annað að
renna sér lágt yfir rússnesk skip á höfununi, m.a. hafa þeir sakað Dani um ögranir á áreitni í garð rússneskra
skipa á Eyrarsundi. Danir hafa svarað því til, að ef um slíkt hefði v&rið að ræða, væru hér sennilega á ferðinni
litlar einkaflugvélar, sem tilið gætu gert af sér og hefðu ekkert illt í hyggju. Þessi mynd birtist nýleg^í Khafn-
arblaðinu POLITIKEN teiknuð af Mogens Juhl með eftirfarandi texta: Sjáið þið félagar, enn önnur svívirðileg
ögrun gegn hinni friðelskandi Sovétþjóð. Skipið á að vera kjarnorkufleyið LENIN.
Gefiai saman aö nýju
eftir 14 ára skiinað
Fimmtíu og sex ára gamall1
bifreiðakennari í Englandi ætl
ar nú að Uvænast á nýjan leik
konu, sem hann skildi við
fyrir 14 árum. Herramaður
þessi heitir Frederick Gilbert
og sú gamla og nýja drauma-
prinsessa hans Dorothy
Það var á stríösárunum að
Gilbert neyddist til þess að
vera langdvölum að heiman
og kom þá slík ólukka upp
í hjúskapnum að þau hjón
slitu samvistum. Son áttu
þau er Brian heitir, og nú
er sá kvæntur og á tvö börn.
Það voru eiginlega rollingar
Brjáns, sem áttu mestan þátt
í því, að þau gömlu tóku
saman aftur eftir svo langan
aðskilnað. Ungu hjónin
þurftu nefnilega við og við
að bregöa sér út á kvöldin
að skemmta sér og fengu þá
karl og kerlingu til að sitja
yfir börnunum.
Þótti þeim sú i”ðj a, óskap-
lega skemmtiieg, svo að þau
urðu ástfangin á nýjan leik.
Reyndar heldur tengdadóttir
þeirra því fram, að þau hafi
allan tímann síðan þau
skildu, verið ástfangin hvort
af öðru, en bara ekki gert
sér það ljóst. Styður það henn
| ar mál, að eitthvað hafði
Dorothy verið farin að kjá
utan í Gilbert karlinn aftur,
'áður en barnapössunin hófst,
en hann lét engan bilbug á
sér finna fyrr en hann sá,
hvað henni fór vel ömmu-
hlutverkið.
Er nú allt í lukunnar vel
standi í fjölskyldu þessari og
mikið. tilstand og tilhlakk hj á
þeim gömlu. Þó kveðst herra
Gilbert ekki treysta sér í aðra
brúðkaupsferð, og verður end
urminningin um þá gömlu að
duga í því efni.
Stjórnar- og fultrúaráðsfundnr
Framsóknarfélags Mýrasýslu
verður haldinn aS Hóte! Bifröst sunnudaginn 7 ágúst
n.k. bg hefst kl. 6 e.m.
HéraSshátíS sömu félaga hefst á sama stað og degi
kl. 8,30 e.m.
SkemmtiatriSi.
Ávörp.
Einsöngur og tvísöngur: Kristinn Hallsson og
GuSmundur Guðjónsson
GóS hljómsveit. Nánar auglýst síSar.
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN
Héraðshátíð Framsóknarfélaga
Vestur-Skaftafellssýslu
verSur haldiS aS Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 6.
ágúst n.k, Hefst kl. 9 e.m.
Fjölbreytt skemmtiatriSi. — GóS hljómsveit.
Nánar auglýst siðar.
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN
!