Tíminn - 29.07.1960, Blaðsíða 5
TfMIPCtf, fðstodaginn 29. jálí 1960.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdast.ióri: Tómas Amason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egili Bjamason. Skrifstofur
1 Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
■- J
Hvað vakir fyrir
Krustjoff?
Hið þekkta blað enskra vinstri iafnaðarmanna ,,New
Statesman" segir á laugardaginn, að það taki fullkom-
lega undir þau ummæli Macmillans í nýju bréfi hans til
Krustjoffs: Mér er alveg ómögulegt að skilja hvað vakir
fyrir þér um þessar munair?
Blaðið bætir því við, að hin mikla áróðurssókn Rússa
að undanförnu hafi vakið bæði ótta og undrun í Bret-
landi.
Ef menn hverfa eitt ár aftur í tímann, var framganga
Krustjoffs og forustumanna Rússa með allt öðrum hætti.
Þeir ræddu þá málefni mjög í sáttatón og menn byggðu
á því vonir um batnandi friðarhorfur. Nú er þetta alveg
breytt. Nú er haldið uppi hörðustu árásum gegn vestur-
veldunum á öllum sviðum og eins og hvert tækifæri not-
að til að blása að æsingum og árekstrum, sbr. Kongo og
Kúbu.
Slík framganga er vissulega ekki til þess fallin að bæta
samkomulagshorfur og draga úr alþjóðlegum viðsjám,
heldur einmitt hið gagnstæða. Þetta gefur þeim öflum,
sem eru ósáttfúsust vestan tjalds, byr í seglin, því að þau
geta með verulegum rétti bent á, að stefnan hjá Rússum
sé eitt í dag og annað á morgun. Jafnframt veikir þetta
aðstöðu þeirra, sem telja rétt að koma nokkuð til móts
við Rússa.
Hér er því eins og markvisst stefnt að því að skipta
heiminum í tvær harðsnúnar fylkingar í stað þess að
reyna að bæta andrúmsloftið og auka brýrnar milli aust-
urs og vesturs. Hvenær, sem er, getur líka hlotist af slík-
um vinnuaðferðum eitthvert mikið óhapp, þótt það hafi
alls ekki verið tilgangurinn að stuðJa að því.
Það er því von allra frjálslyndra og friðelskandi
manna í heiminum, að þeirri miklu og áhættusömu áróð-
urssókn, sem nú er haldið uppi frá Moskvu, linni sem
fyrst. Ef hún heldur áfram, munu fylgja henni vaxandi
viðsjár, vaxandi vígbúnaður og vaxandi hættur. Á meðan
getur ekki neitt þokað í samkomulagsátt. Þess ber því að
vænta, að rússneskir valdamenn hverfi aftur til þeirrar
s'efnu, sem þeir fylgdu í fyrrasumar, því að hún er leiðin
til bættrar sambúðar. En þá má ekki heldur standa á
vestrænum þjóðum að mæta þeim austrænu á miðri leið.
Vaxtaokrið
Stjórnarblöðin eru nú hætt að guma af þeim árangri,
sem hin gífurlega vaxtahækkun á að nafa borið. Aukning
sparifjárins er nefnilega minni í ár en í fyrra, og eftir-
spurnin eftir lánsfé aldrei meiri.
Slíkt var fyrirsjáanleg afleiðing annarra aðgerða ríkis-
stjórnarinnar og því var vaxtahækkunin ekki annað en
hreint fálm út í bláinn.
Hitt er hins vegar meira en komið á daginn, að vaxta-
hækkunin veldur fjölmörgum einstakúngum og atvinnu-
fyrirtækjum hinum þyngstu búsifjum.
Þess vegna á ríkisstjórnin að afnema vaxtaokrið tafar-
laust.
Með því sýndi hún nokkurn lit á að draga úr þeim
eifiðleikum, sem hinar óþörfu og óviturlegu aðgerðir
hennar hafa valdið, þótt miklu meira þurfi til, ef bæta á
þar úr að fullu.
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
ERLENT YFIRLÍT-
Hinn mikli tækifærissinni
Ver'ður Krustjoff áhrifamesti stuðningsmaður Nixons?
ÞAÐ fór cins og vænta mátti,
að Richard Nixon varaforseti
var einróma kjörinn forsetaefni
republikana á flokksþingi
þeirra, sem hefur staðið yfir
í Chicago undanfarna daga.
Framgainga Nixons í sam-
bandi við flokfcsþingið leiddi
það vel í fjós, að hann er séður
stjórnmálamaður og mikill
tækifærissinni. Það eru fyrst
og fremst hægri öflin, sem
ráða flokksvél republikana, er
hafa lyft honum til valda og
tryiggðu honum fyrir fram út-
nefninguna á flobksþinginu.
Þegar til þings kom, sneri Nix-
on sér hins vegar strax til Nel-
son Rockefelier og samdi við
hann um allrótækar breytingar
á kosnin-gastefnusfcránni, er
hægri menn flokksins höfðu
undirbúið. Þetta kom hægri
mönnum mjög á óvart, þótt
þeir yrðu að láta undan síga,
er þeir Nixon og Rockefeller
stóðu saiman.
ÞETTA ATVIK sýnir, að
Nixon -er mi-klu -meira pólitískur
reiknin-gsmaður en hug-sjóna
maður. Hann varðist að lát-a
það uppi þa-ngað til flokksþing
demokrata var u-m garð gengið,
hvort hann ætlaði heldur að
.sta-nda til hægri eða vinstri í
kosnngabaráttunni. Af þeirn
ástæðu-m hvatti Nelson Rocke-
feller hann til þess að gera
skýra grein fyrir afstöðu si-nni,
en Nixon vék sér jafnan undan.
Blaðamenn, sem eru hliðhollir
Nixon, t-elja að hann hafi fyrst
viljað sjá hverjir yrðu frambjóð
endur demokrata. Ef það yrðu
þeir Kennedy og Humphrey,
eins og búizt var við um -skeið.
hefði það v-erið ætlun hans að
leita sér fyl-gis í Suðurríkjun-
u-m, þar sem Humphrey er illa
þokkaður, og geiði hann sér þá
von u-m að vinn-a a. m. k. þrjá
þeirra, eins og Ei-senhower
1952 og 1956, eða Texas, Florida
og Virginia. Eftir að Johnson
var valinn varaforsetaefni
demokrata, treysti Nixon ekki
á þetta 1-engur, h-eldur ákvað að
reyna að vinna fylgi svertingja
í norðurríkjunum. Til þess
þurfti hann að ná samningum
við Rockefeller og s-etja upp
róttæk-a stefnusfcrá í kynþátta-
málunum, eins og nú hefur ver
ið gert. f kosningabaráttunni
ætlar Nixon svo að tefla, eins
og hér sé nýr Lincoln á ferð-
in-ni.
ÞAÐ SEM hér hefur gerzt,
sýnir það vissul-ega ljós-1-ega,
eins og áður segir, að Nixon
skortir ekki pólitísk klókindi
og getur vel hagað skoðunum
eftir ástæðuim. í þess-u liggur
bæði styrkur han-s og veikleiki
sem stjój|nmálamann.s. Af þess-
um ástæðum er Nixon óragur
við að velja sér þau voon og
baráttu-aðferðir, sem honum
þy-kja sigurvænlegust á hverj-
um tíma. og hefur oft svnt. að
hann er ekfci neitt sérstaklega
vandur að meðulum. Menn. sem
þannig vinna. geta oft náð Tangt
og það hefur Nixon líka tek’zt.
Veikléi-ki hans liggur hins veg-
ar í bví, að menn vita aldrei
fullkomlega hvar beir hafa
hann og hvar honum kann að
skj-óta uno í næsta lei-k Mar.gt
bendir hó til he«s. að Nixon
hafi aukizt ábvrgðartilfinning
og festa með aldrinu-m. en þó
Mynd þessi blrtist í New York Times á þriðjudaginn og sýnir Nixon
vera að svara spurningum um kynþáttamálið á biaðamannafundi í
Chicago.
hvílir enn á honum það álit,
að hann sé einn mesti tæki-
færissinninn á stjórnmálasviði
Bandaríkjanna. Þetta mun bæði
reynast honum og Bandaríkjun-
um til óþæginda, ef hann verð
-ur kosinn forseti, ne-ma honu-m
ta-kist þá að breyta þessu áliti
með verkum sínum. Hætt er
hins vegar við, að -það geti tekið
nok-kurn tíma.
NIXON er 47 ára gamall.
Hann er alinn upp við heldur
lítil efni og mikla trúrækni,
þótti heldur hlédrægur og
ómannblendinn í uppvextinum
og skaraði þá ekki neitt sérstak
lega fram úr. Hann lauk ungur
lögfræðiprófi, var í sjóhernum
á stríðsárunum, en fékk ek-ki
tækifæri til að vinn-a sér sér-
stakan frama. Eftir stríðið hóf
hann lögfræðistörf, unz hann
var valinn til framboðs í kjör-
dæmi til fulltrúadeildar B-anda
rí-kjaþifigs árið 1946. Nixon
hafði ekki sótzt eftir framboð
inu en var fenginn til þess, þeg
ar aðrir höfðu dregið sig í hlé,
þar sem þing-maðurinn, sem
var fyrir, þótti öruggur í sessi.
Nixon vann þó kosninguna, en
áróðursaðferðir hans þóttu
hi-nar óvön-duðustu. Á þin-gi
vann hann sér mikið frægðar-
orð fyrir glöggskyggni, er hann
þótti sýna í hinu svonefnda
Hissmáli, en þar kom í ljós, að
háttsettur embættismaður í
utanríkksþjónustunni hafði
njósnað fyrir komnninista.
Þetta varð til þess, að Nixon
var teflt fra-m s-em öldunga
deiid-armanni fyrir republikana
í Kaliforníu 1950. o,g vann hann
þá kosningu eftir einhverjar
umdeildustu áróðursaðferðir.
sem nokkur frambjóðandi í
Ba-ndarík.iunum hefur beitt.
Tveimur árum seinna var hann
kjörinn varaforseti og hef-ur
verið það seinu-stu 8 árin.
Flokkshr'æður hans segjia, að
h-ann hafi mjög eflzt að reýnslu
og þroska á þessum tíma og sé
því rnanna bezt búinn undir
það að gegna forsetaembættinu.
Það er viðurkennt af öllum,
að Nixon skortir hvorki vits-
m-uni né dugnað. Ræðumiaður er
hann góður. Hann semur jafnan
ræður sínar sjálfur, en siíkt er
ekki algengt hjá handarískum
stjórnmálamönnu-m, o-g oftas-t
talar hann blaðal-au-st. Hann
lcann orðið vel að koma fram
í fjölmenni, en glaðleg fram-
koma hans þykir þó byggjast
m-eira á þjálfun en upplagi.
Hann er s-agður eiga fáa nána
vini og ráðgjafa Margt bendir
til, að hann gæti orðið ráðríkur
í forsetastólnum og því ólík-ur
Eisenhower.
ÞAÐ ER tvimælalaust, að
viðureign þeirra Nixons og
Kenn-edys verður hörð, því að
báðir eru harð-skeyttir baráttu
menn og miklir skipuieggjax'ar.
Nixon á hér undir hög-g að
sækja, því að demokratar eru
miklu fleiri en republikanar.
Hann verður því að treysta á
fylgi óháðra kjósenda. Ef til
vill skiptir það þó mestu fyrir
Nixon, að Krustjoff haldi
áfram að sk-amma hann. Rifrildi
þeirra í Moskvu í fyrra hefur
orðið Nixon meira til fram
dráttar en nokkuð annað, og
síðan hefur Krustjoff haldið
áfram að styðja hann með því
að sbamma hann a-lltaf öðru
hvoru. Krustjoff veit það vel,
hvað hann er að gera með
þessu, því að ha-nn hefur nýlega
sagt í gamni og alvöru, að
hann ætli að ráða úrslitum for
seta-kjörsins í Bandaríkjunum.
Og vilji Krustjoff halda kalda
stríðinu áfram, kýs hann Nix
on, því að ut-an Bandarikj-
a-nna er Nixon miklu meira
tortryggður en Kenn-edy. Þ.Þ.