Tíminn - 29.07.1960, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstudaginn 29. júlí 1960.
7
VETTVANGUR ÆSKUNNAR
RITSTJÓRI: DAGUR ÞORLEIFSSON
ÚTGEFANDi: SAMBAND UNGRA • FRAMSOKN ARMAN NA
Smíðaði rafstöðina sjálfur
Bæjarlækurinn hefur um aldir
gegnt margháttuðu hlutverki í
lífi bóndans og sve'itafólksins,
enda oft reynt að reisa bæi ekki
fjarri lækjum og giljum. Þar
voru skoluð plögg, þar var skepn
um brynnt og þangað var sótt
allt það vatn, sem heimilið þarfn
aðist.
En þó að bæjarlækurinn hafi
um aldir verið þýðingarmikill lið-
ur í sveitabúskap, hefur margt
breytzt, — lækurinn er ekki eins
þýðingarmikill og áffur, því að ný
tækni hefur víða breytt þörfum
manna og viðhorfum. Þó er bæjar-
lækurinn víða í fullu gildi, og hef
ur bætt á sig fjölmörgum hlut-
verkum, ekki veigaminni en að
sjá heimilinu fyrir vafcni, núna hit-
ar hann víða heilu húsin, sér fyrir
rafmagni til allra hluta og um
leið léttir’ hann fólkinu störfin.
Heimagerð rafmagnsstöð.
Á bænum Heggsstöðum býr ung
ur maður, Guðmundur Albertsson,
sonur bóndans þar, Alberts Guð
mundssonar, er þar hefur um all
langt skeið búið búi sínu í Hnappa
dal, sem er sérkennilegur og fræg
ur fyrir náttúrufegurð og fjöl-
breytni í landslagi. Guðmundur á
Heggisstöðum er einn þeirra, sem
komið hefur beizlinu á bæjarlæk-
inn — og sem er fágæfcara, hann
hefur' algerlega einn unnið að
þessari virkjun, reiknað fallhæð,
smíðað túrbínu, og yfirleitt gert
alla skapaða hluti, sem til þarf —
og múna eru Heggssfcaðir raflýstur
bær fyrir tilstilli bóndasonarins.
Fx'éttamaður frá SUF notaði tæki-
færið til þess að forvitnast um
þessa heimagerðu virkjun, þegar
hann átti leið um Hnappadal nú
fyrir skömmu.
Þetta er tilrami.
— Það tekur nú ek-ki að vera
að taka mynd af kofanum, segir
Guðmundur, þegar við hófum
myndavélina á loft. Þetta er bai'a
tilraun og fi'kt.
Þetta er önnur virkjunin, sem
ég geri. Fyrsta túrbínuhjólið, sem
smíðaði ég eftir að hafa reiknað
falihæðina. Rafallinn er úr gam-
alli vindrafstöð, 32 volt, og rnn
það bil 500 vött. Þeir' snúast hægt
þessir vindrafstöðvamótorar, en
eru góðir. Annars er ókostur að
vera með 32 volta spennu, því að
erfitt er að fá útvarpstæki fyrir
'hana. Hins vegai' fást nægar Ijósa-
perur, því að margir bátar nota
32 volt.
Guðmundur Albertsson á HeggsstöS-
um. Hann smiðaði sér rafstöð sjálfur.
ég smíðaði, var alltof .stórt, þetta
Rörin í virkjunina sótti ég í
ónýta vatnsveitu niðri á Akranesi,
gróf þau upp sjálfur og flutti hing
að í dalinn. Annars er lækurinn
of lítill, svo að ég er byrjaður að
viða að mér í nýja virkjun, stærri.
Nýja stöðin.
Við höfum eins og ég sagði not-
að rafmagnið frá þessari til ljósa.
Bærinn er raflýstur, svo og fjósið,
hlaðan og fjárhúsin, en hins vegar
getum við ekki notað það til fleiri
;;
Rafstöðin er i þessum kofa. Sést móta fyrir vstnsleiðslurörunum upp brekk-
una. Nýja rafsföðin verður annars staðar. Þó mannvirkið láti ekki niikið
yfir sér, hefur það þó framieitf nægilegt rafmagn til Ijósa úti og inni á
Heggsstöðum.
starfa, segir Guðmundur. Þess
veg-na hef ég undirbúið stærri
virkjun þarna -niðurfrá, í lækn-um
þar. Ég er þegar farinn að viða
að mér ý-msum hlutum. Keypti
jarðkapal af manni úr Reykjavík,
túibínu af manni úr sveitinni hér
fyrir sunnan, rafal keypti ég svo
af kunnin-gja mínum og rörin gróf
ég upp á sama stað. Leiðslan úr
stíflunni verður 130 metra lön-g
og fallhæðin 18 metrar. Ég geri
ráð fyrir', að þarna fái ég 6—7 j
kílóvött og er það nægilegt til að
hita -upp bæinn og til allra hei-m-
ilisþarfa, segir Guðmundur. Stíflan
er ódýrust, heldur hann áfra-m.
Ég bý hana nú úr torfi, svo að hún
'kostar mig ekkert, segir' hann að
loku-m, þegar við spurðum um
kostnaðarhliðina.
Hæfileikar.
Barátta fyrir nútímaþægindum'
-cr oft falin í kröfum -um rafmagn,
því að rafmagnið er frumskilyi'ði j
þæginda. Venjulegast f á menn raf-1
magn frá rí-kisveitum eða einkaraf-
veitum. Guðmundur á Heggsstöð-
u-m er ei-nn þeirra íslenzku sveita
manna, sem -hafa lagt á sig vökur
til að raflýsa bæinn sinn og um
leið einn þeirra, er hafa með
þrautseigju komið máiinu í fram-
k,væmd af ei-gin ram-mlei-k. Raí-
v-eita þessi er mjög merkileg. Ekki
kannske sérstaklega fyrir það, að
hún veitir fólkinu á bænum auk-
in þægindi, heldur fremur vegna
þess, að ósk-ólagenginn maður í
sveit leysir í frístundum sínum
flókin sérfræðiatriði, og hri-ndir
van-dasamri hu-gmynd í fram-
kvæmd.
Vera má, að ein-hver, sem þess-
ar lín-ur les, fari að dæmi Guð
mundar á Heggsstöðum og reyni
að virkja bæjarlækinn sinn fyrir
heimilið. —jg.
Rannsókriir og heyskapur
Fréttamaður SUF hitti ,að máli
þá feðga Stefán Sigurðsson,
bónda í Akurholti og Hinrik
Stefánsson, son lians.
Bændur eru eins og allir vita
meira og minna háðir veðurfarinu.
Þurrkuri-nn er mikil bless-un í sveit
unum, hins vegar má ekki vera
alltaf þurrkur, því að þá sprettur
gra-sið ekki. Fyrir1 borgarbúa er
sólskin fyrst og fremst þægilegt,
gefur hraustlegt útlit, en engin
áhrif hefur það á efnahaginn, nema
fyrir þá, sem selja sólkrem, þó
rigni á su-mrin.
Óþurrkurinn — Hrakið hey.
Það var mígandi rigning, þegar
við komuni að Akurholti. Þar -sem
undirritaður vildi fræðast nokkuð
um óþurrkinn, þá spurðum við
þá feðga, hver munur er á hey-
skap í góðri tíð og slæmri.
Sleíán varð fyrir svörum:
— Þó ótrúlegt sé, þá renna
flestir bændur nokkuð blint í sjó-
in-n með fóðuröflun og fóðrun,
sagði Stefán. Þegar heyið hefur
lengið lengi á túninu, mar'gblotnað
cg 'hálfþornað, fer úr því mikil
næring. Já, í raun og veru getur
skolazt svo mikið af efnum úr
heyinu, að það verður gagnslaust
fy-rir .skenpurnar. Ef hins vegar
heyið þor'nar fljótlega eftir að
slegið er, þá helzt næringin í gras
inu og skepnurnar þrífast vel. Eng
in úrræði eru á takteinum fyrir
bændur til að vita hversu gotf tóð
ur heyið hans er. Þetta er' þó mjög
bagalegt, því að ef heyið er gott,
-þarf minni fóðurbæti. Þetta má
segja á ljósari hátt. Hugsum ok-k
ur að þú hafir gott hey, en telur
einhverra hlufca vegna, að það sé
snautt af efnum. Þú mokar fóður
bæti í skepnurnar fyr’ir þúsundir
króna, en hefðir getað -sparað þér
það, því að a-furðir aukast ekkert.
Skepnurn-ar vinna ekki úr meiru
en var í heyinu.
[ Rannsóknir á heyi.
Eins og ég sagði áðan, hafa
bændur ekki ráð á neinum aðferð-
um til að rannsaka heyið sitt á
haustin og verða því að gizka á,
hvað heyið er gott. Ég veit ekki,
hvort það sfcendur undir sér, að
láta rannsa-ka þetta. á hverjum bæ, ’
en ón-eitanl-ega væri það þægilegt.
Þó væru jarðvegsrannsóknir í
túnu-m ennþá nauðsynlegri. Jar'ð-
vegurinn á hinum einstöku túnum
er afa’- ~:-isfn. Jafnvel misjafnt
á eir '’ændur bera hins
veg: trð á túnin eftir
Bóndinn í Hrossholti er með yngstu bændum á Snæfellsnesi.
Einar Tenry Gíslason, bóndi í Hrossholti, er aðeins rúmlega tvítugur. Einar
lá á spítala í allan fyrravetur eftir bifreiðarslys, on hefur ekki enn ná3
fullri heiisu. Sarnt hefur honum tekizt með ódrepandi dugnaði að ná inn
miklu heyi f sumar, þótt hann hafi ekki annað manna sér tii hjálpar við
heyskapinn en tvo unglinga innan við fermingu. Hér sjáið þið Einar á
traktornum sínum við heyskapinn.
ágizkun. Þarna er sömu söguna
að segja. Mikið fé mætti spara, ef
jarðvegsranrisókni-r væru frarn-
kvæmdar, því að þá væri hægt að
bera þau efni ein á túnin, sem
skortur er á í jarðveginum. Mistök
hjá okkur bændum eru því miður
algeng í báðum þessum þýðingar-
miklu liðum, sa-gði Stefán. Við
verðum að verja meira fé til r-ann
sóknarstarfa, en það verður ekki
nema m-eð öflugri bænd-asamtök-
u-m.
Félagslíf unga fólksins.
Þegar við höfðum þegið ágætar
veitingar, hætti að rigna. Við
gengum út á túnið í áttina að bif-
reiðinni, því að við vildum ek-ki
tefja fólkið lengur frá heyinu.
Notuðum við tækifærið til að
spyr'ja Hinrik nokkuð um unga
fólkið í sveitinni.
— Það er nú lítið félagslíf hjá
okk-ur núna um h-eyskapinn. Allir
eru svo önnum kafnir. Annars má
segja, að heilbrigt félagslíf sé
nauðsyn í fá-mennum sveitu-m, svo
nauðsynlegt, að fátt er meira
virði. Eg er t. d. viss um það, að
flóttinn frá sveitunum hefði
stöðvazt fyrr, ef byggð hefðu verið
nægilega mörg samkomuhús.
B§frei5asalan
Sala er örugg hjá okkur
Símar 1909? o° 18966
Ingólfs.-træti 9
BÍLASAL.INN viS Vitatorg
Sími 12500
Rússajeppi ’60 fæst undir
kostnaðarverði Dodge
Weapon ’53 fæst á goðu
verði.
v
BÍLASALINN við Vitatorg
Simi 12500