Tíminn - 29.07.1960, Page 8

Tíminn - 29.07.1960, Page 8
8 TÍMINN, föstudaginn 29. júlí 1960. Þar má enn sjá hvernig fornmenn byggðu hús Jón Stefánsson i Skaftafelli sýnir okkur rokkinn sem mamma hans fékk 11 ára gömul (Ljósmyndir: TÍMINN JJ). Frá ómunatíð hefur Skafta- fell í Öræfum þótt góð jörð og kostarík enda hafa fylgt henni margs konar hlunnindi auk þess sem veðursæld er þar meiri en á öðrum bæjum. í Njálu er Skaftafell lagt til jafns við Vorsabæ þegar Flosi býður Höskuldi Hvítanesgoða að flytjast austur þangað svo hann megi vera óhultur fyrir þeim Njálssonum. Höskuldur vildi þó ekki hopa og því hlaut hann að lúta í gras fyrir þeim Skarphéðni í stað þess að una sér undir ilmandi björkum austan við Skeiðará. Túnin brött Landgæði Skaftafells hafa rýrn- að þó eftir þá byltingu í atvinnu- háttum og landbúnaðartækni sem orðið hefur síðustu áratugi á ís- landi. Túnin eru ærið brött og illt að koma við vélum þar sem áður var staðið v:ð sláttinn. Þá mun Skeiðará hafa brotið land fyrir Skaftfellingum svo nú er þar ekki undirlendi utan grjót og aurar. Ágangur vatna Bæjarhús hafa áður staðið á sléttlendi þar sem jökulfljótið ryðst fram í leysingum, en hafa verið færð ofar í hlíðina og tróna r.ú hátt í hlíðinni, óhult fyrir ágangi vatna. Enn má sjá í brekku- fætinum rústir gömlu bæjarhús- anna, grasi grónar á þá hlið er að brekkunni snýr en flakandi mold- ■arsár þeim megin sem áin beljar. FegurS og frægð Jakob bóndi Guðlaugsson stóð á hlaðinu þegar okkur bar að garði cg fagnaði okkur vel. Skaftafell er einhver afskekktasti bær á fslandi en þó er gestagangur þar stöðugur að sumarlagi og veldur því nátt- úrufegurð og frægð. Þar hafa fjöl- mennir ferðamannahópar viðstöðu, þangað sækja útlendir fjallaklifr- aiar og náttúruskoðarar. Þrátt fyrir þessa gestanauð er gestrisn- in í Skaftafelli í fullu gildi; við j i komum einmitt að í því að þrír,' fjallamenn úr Reykjavík sem legið; höfðu þarna dögum saman í tjaldi, fengu ekki fyrir nokkurn j raun að borga mjólkina sína. - Og gestabókir. er falandi vitni um j þakklæti þeirra er hafa notið1 j skjóls þessa agæta fólks í Skafta-i feíli, þar getur að líta löng lof- kvæði og fsgnaðarbragi. — En j ið er raunar sammælt um Öræf- j inga alla að þeir eru allra manna gestrisnastir. Gljúfur og klettaklungur Jakob Guðlaugsson er Mýrdæl- ingur að uppruna en bjó lengi í Keykjavík, tólf ár, áður en hannj fluttist með konu sinni austur í Öræfi og hóf búskap á Skaftafelli. Hann er því kunnugur bæjarlífi er.gu síður en sveitalífi, en segir okkur þó að hann uni sér betur austur í Skaftafelli en í bænum. Þó er vart hægt að ímynda sér erf- iðari aðstæður: á báða bóga ólg- andi jökulvötn, svartir sandar og skriðjöklar, hrikaleg gljúfur og klettaklungur í miðju heimatúni. j ; En ilmandi björk ræður þar einnig jrikjum og fé gengur nær sjálfala j um heiðatunguna að vetri, svo er veðursældin mikil og gróskan. Selveiði á Skaftafellsfjöru Meðal þeirra hlunninda sem fylgja Skaftafelli er selveiði á Skaftafellsfjbrum. Selskinn eru í háu verði sem stendur og er eink- um sótst eftir skinninu af vor- kópnum. Bændur í Skaftafelli hafa því lagt allt kapp á að veiða sel- inn, einkum þar sem þröngt er vm vik að nytja jörðina sakir landiþrengsla, og skinnin ákjósan- leg búbót. En það eru ekki hæg heimatök- ir. á því að ná selnum. Bændurnir tveir í Skaftafelli urðu í vor að ltggja leið sina langt til norðurs til þess að komast suður á fjör- una. Þeir urðu að bijótast á hest- um fyrir upptök Skeiðarár á jökli og ríða síðan langa leið suður sandinn. Þar var legið við í viku á fjörunum og lítið sofið. Þeir hafa þann háttinn á að læðast að kópnum og rota hann svo skinnið spillist ekki af skotum. Það þarf bæði hröð handtök og fljóta fætur ao elta kópinn uppi og koma á hann höggi. Síðan verður að flá hann á staðnum en engin tök eru á því að nytja annað en skinnið. Litið inn í heyhlöðu á Skaftafelli. í Öræfum hefur varðvetzt byggingar- aðferð fornmanna. Langbönd hvíla á stoðum og þakið er skarað hellum, reft og tyrft. Skaftafelli um 70 kópa og höfðu! si'innin heim með sér á hestum h;na löngu og torsóttu leið. Ylurinn af Búkollu Á Skaftafelli er tvíbýli, heitir annar bærinn Bölti en hinn í Hæð- urn. Mótbýlismaður Jakobs er Kagnar Stefánsson, mör'gum kunn- ur. — Jón bróðir hans var einn manna heima og sýndi okkur gömlu bæjarhúsin. Þau eru hlaðin úr grjóti og torfi og rekaviður í sperrum, þakið skarað grjóthell- um. Baðstofan er höfð uppi yfir fjósinu, það var hitaveita þeirra tíma og þótti góður ylurinn af Bú- kollu engu siður en nytin sem hún gaf. Þar stendur í göngunum gamall rokkur, vandaður gripur og ur að þenna rokk hafi smiðað Sveinn, faðir Einars Ólafs próf- essors. Rokkurinn er úr mahóní og það er ekki einu sinni kast á hjólinu. Og þá er rokkurinn smíð- aður á ofanverðri öldinni sem leið, móðir Jóns fékk hann að gjöf 11 ára gömul og spann á hann alla tíö. Hús fornmanna Jón leiðir okkur einnig í hlöðu og sýnir ikkur byggingarlagið, þannig var byggt í Öræfum allt fram á okkar daga. Það eru heim- ildir fyrir því að hér í Öræfum hefur varðveitzt nær óbreytt bygg- ingaraðferð landnámsmanna. Land námsmenn notuðu ekki_ nagla í byggingar sínar og Öræfingar Heimsókn að Skaftafelli í Öræfum Skaftafell í Öræfum séð úr lofti. Neð'st á myndinni sér í austustu kvíslar Skeiðarár, þá taka við skógarbelti neðst J J í KtíSinrtk fjöll og jöklar í saksfn -‘■{taxa.t norrt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.