Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 6
6
TIMIN N, smumdagmn 14. ágýst 1964
NMMMMM
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Ísiensíka þj-óðm var einu
sinni stórauðug í aHri sinni fá-
tælct. Hún var rík af gulli heið-
arleiíkans. Það var hið sama
igullgentgi, sá myntfótur, sem
ekki brást, 'hvað isem öliu ytr'a
gengi leið. Drengur, sem fékk
lánaðan snærisspotta upp í hest,
skilaði snærinu örugglega aft-
ur, þótt það væri trosnað í báða
enda og margar vikur liðu tii
þess tíma er fundum eiganda
og lántakanda bar næst saman.
Þingmaður og embættismað-
ur', sem tóku laun sín að meira
eða minna leyti af airr-'.nning.s-
fé, ferðuðust á þriðja farrými
HeiSarleiki
skipa eða með sem ódýrustum
hætti á landi til að eyða sem
minnst. Þeir báru jafnvel meiri
virðingu fyrir sjóðum almenn-
ings en eigin peningum.
Auðvitað voru til undantekn-
ingar, en þetta var reglan, sem
vitund þjóðarinnar fylgdi, sam-
vizka fólksins ef svo mætti
segja.
Nú er öldin önnur, og það
svo kunnugt, að vart þarf að
lýsa. Þú gætir fengið yfirlýs-
ingu um greiðslu á skuld, sem
lánuð var til að bæta úr miH-
um vanda undirskrifaða með
drengskaparheiti, án þess að
lánþiggjandinn láti sér til hug-
ar koma að borga eða standa
við beit sitt og nafn, jafnvel
svo mánuðum skiptir. Og þetta
gæti svo sem verið eitthvert af
vel metnum borgurum, sem
þannig breytti, embættismaður
eða stórmenni í augum fjöld-
ans. Kannske borgar hann
aldrei, en stendur þó uppréttur
og gengur um sjálfumglaður
eins og ekkert hafi í skorizt og
kann ekki að sjá skugga né
bletti óheiðarleikans í vitund
sinni og vild.
Jafnvel á æðstu stöðum ríkir
þessi sami óheiðarleiki í hugs-
un, orðum og viðskiptum. Dag-
lega hafa blöðin eitthvað um
slíkt að segja og það svo að
smávegis hnupl og þjófnaður,
sem þó er básúnað um, hverfur
í baksýn stórra fyrirsagma um
fjárdrátt og pretti hjá forystu
og leiðtoguim, ekki sízt á sjálfu
sviði viðskiptanna.
Þetta er eitt hið mesta af-
hroð, sem íslenzk þjóð hefur
goldið. 0*g hvað er gengisfell-
ing peninga hjá slíkr’i gengis-
fellingu í sjáifri sál, innsta
lífsmagni heillar þjóðar? Að
ógleymdum vinnusvikum á
verkstæðum og hangsi eða
dingluskap við verk bæði utan
dyra og innan.
Engar ,;ráðstafanir“ engin
„bjargráð" munu duga, meðan
ekki tekst að kippa þessu gul-
gengi manngildisins í lag að
svo miklu leyti sem unnt er.
Heiðarleiki er þar númer eitt.
Sú ráðstöfun fæst eingöngu
framkvæmd með því að efla
anda kristins dóms í dandinu
með ráðum og dáð á heimilum,
skólum, kirkjum og vinnustöðv
um. Og þar verður að ganga
fram án alis undansláttar með
samkvæmni og alvöru, krefjast
skilyrðislausrar ábyrgðar á
starfi og umsjá, hvort heldur
arkitektsins eða verkamanns-
ins, hvort heldur meistara eða
þjóns. Engin undantekning
skal veitt í skjóli uphefðar eða
mannvirðinga.
Stærsti heiður og glæsileg-
asta heiðursmerki hér á landi
er að vera kristinn íslendingur.
Það merki skyldi borið sem
kóróna, hvað sem mæta kann í
smáu sem stóru, Ieynt sem
Ijóst.
Sagt er að Nelson hershöfð-
ingja hafi einu sinni verið ráð-
lagt að dylja heiðursmerkin á
brjósti sér með því að fara í
kápu utan yfir, þar eð harin
væri í sífelldri hættu fyrir
skotum óvinanna, með allt
þetta stjörnuskrúð.
En hann svaraði:
„Nei, ég hef unnið mér
þau með heiðri og með
heiðri skal ég deyja með
þau, ef með þarf.“
Heiðursmerki kristins dóms
eru öllum öðrum heiðursmerkj-
um æðri. Þau eru hin einu, sem
eru nokkurs virði, og þau má
aldrei hylja hvorki af ótta né
eigin hagsmuna von.
Árelíus Níelsson.
MBNNING:
Frú Sigríður Kjartansdóttir,
frá Holti undir Eyjafjöllum
Hún andaðist hér í Reykjavík,
hinn 31. júlí og var útför hennar
gerð frá Fossvogskapellu, laugar-
daginn 6. ágúst s. 1-
Frú Sigríður var dóttir Kjart-
ans prófasts Einarssonar í Holti
og fyrri konu hans, Guðbjargar
Sveinbjarnardóttur, sem prestur
var í Holti næstur á undan séra
Kjartani.
Fædd var Sigríður norður á
Húsavík í -Þingeyjarsýslu hinn 6.
febrúar 1885 síðasta og fimmta
prestsþjónustuár séra Kjartans
þar, en þetta sama ár fékk séra
Kjartan veitingu fyrir Holts-
prestakalli og þjónaði þar alla
æfi síðan enda úr byggðarlag-
inu upp runninn, af hinni kunnu
Skógaætt.
Loks átti það fyrir frú Sigríði
Kjartansdóttur að liggja að
verða sjálf prestsfrú í Hollti, þeg
ar hún hinn 27; september gift-
ist séra Jakob Ó. Lárussyni, sem
fengið hafði veitingu fyrir Holts
prestakalli 28. júní 1913 og var
vígður til þess þegar næsta dag.
Á æskualdri var frú Sigríður
árlangt í Danmörku við nám og
dvaldi þá á heirriili Sveinbjarnar
Sveinbjörnssonar yfirkennara
við latínuskóla í Árósum, en
Sveinbjörn var albróðir frú Krist
ínar, stjúpu frú Sigríðar.
Systkyni tvö átti frú Sigríður.
Sveinbjörn og Elínu, sem bæði
fluttust til Vesturheims og ílent-
ust þar. Er Sveinbjörn nýlátinn
en frú Sigurlína ekkja hans er
komin heim, og /dvelzt. nú hjá
dóttur sinni, frú Guðbjörgu, son
ar og fósturdóttur séra Kjartans
og frú Kristínar, en frú Guðbjörg
er búsett á Akureyri, kona
Arnþórs Þorsteinssonar forstjóra
Gefjunnar.
Ekki er unnt að hugleiða æfi-
atriði frú Sigríðar Kjartansdótt-
ur án þess að minnst sé á eins-
konar fósturbróður hennar.
Kristján Jóhannes Sigurðsson,
tökudreng, sem stálpaður dreng
ur kemur á vegu séra Kjartans
norður á Húsavík og flyzt með
honum suður og alla tíð dvaldi
í hans brauði síðan, meðan báðir
lifðu, og fylgdi staðnum samfellt
í 60 ár. „Kunningi" eins og Krist
ján var kallaður mun í bernsku
hafa fengið minnisgáfu laskaða
svo, að hann nam aldrei til hlýt
ar móðurmálið, tók því seint út
þroska, en reyndist vaxa að
manndómi og manngöfgi æ meir
eftir því sem árunum fjölgaði,
alla æfi hugmaður og dyggur
þjónn, sem hlýtur æ meiri ást
og virðing samferðamanna eftir
því sem kynni aukast. og skiln-
| ingur á því hvað undir stakki
bjó hjá þessu kynlega fatlaða
göfugmenni. Kristján lifði til
hárrar elli, og í lokin dáður
sem hállf-heilagur maður.
Eftir mína fyrstu langferð,
svaraði ég því aðspurður um,
hvaða byggð ég teldi fegursta,
að það mundi vera Eyjafjöllin.
Og nú þegar ég má teljast að
hafa ferðast um landið allt, eru
Eyjafjöllin enn í hópi hinna al-
fegurstu byggðarlaga landsins
að mínu viti.
Það átti fyrir mér að liggja að
flytjast í þessa fögru byggð og
setjast þar í bú. með þeim prests
hjónunum frú Sigríði og séra
Jakob. Þau þrjú ár sem ég átti
bú með þeim góðu hjónum, hefi
ég löngum lofað, slík er birtan
yfir þeim, sveitin fögur. jörðin
öndvegis höfuðból, og kynni við
sveitunga og sveitalífið yfirleitt,
allt varð þetta mér eins og opin-
berun en þá jafnframt skóli og
er þá ekki undan að telja
mesta undrið, útræðið á vetrar-
vertíð frá brimströndinni.
Einhverju sinni á þessum ár-
um mínum í Holti kom það fyrir
í mikilli þurrkatíð, að búið var
aö hirða undan og ég að leysa
úr síðustu böggunum, en þeir
séra Jakob og vinnumaðurinn
báðir úti í Djúpósum að slá,
sinn með hvorri sláttuvélinni,
að heyskaparáhuginn varð það
mikill að ég fer á næsta bæ, fæ
lánaða sláttuvél og beiti fyrir
hana reiðhestum, sem hvorugur
hafði komið fyrir sláttuvél áður,
og vísast saknað þess, svo státn
ir gegndu þeir þessu nýja hlut-
skipti- Þegar ég kem í nánd við
teiginn, þar sem þeir eru að vél-
slættinum, heyri ég að prestur
segir: „Mikil helv . . . læti eru
þetta!" Eg fann að upphrópun-
in var ekki tilefnislaus, svaraði
engu, en beitti nú þriðju vél-
inni á hinn óslegna hómla, sem
skófst nú fljótlega niður, og mun
þarna í fyrsta sinn hafa verið
sleginn eins konar hælasláttur
með sláttuvélum á íslandi- En
þvi segi ég frá þessu, að þetta
var í eina skiptið í okkar sam-
eiginlega búskap, sem okkur sam
býlsfólkinu féll styggðarorð af
vör.
Vorið 1914 þegar ég fluttist
að Holti, hafði ég aldrei séð
sláttuvél, en þetta sumar gengu
þær níu á Holtsengjum, enda
margar jarðirnar, sem þama
áttu heyskaparítök. Að vísu byrj
aði slátturinn þetta sumar með
fimm vikna rosa, en þá breytti
til og heyskapurinn þá fljóttekn
ari fyrir vélakostinn.
Séra Jakob beittist fyrir stofn
un Kf. Hallgeirseyjar, og fyrir
(Framhald á 13. síðu).
Þér fáið Ijúffengan og nærandi drykk
ef þér notið hið nýja INSTANT
(5comalt
Auðnofað, bragðgott og hreinlegt.
Jafnvel börnin geta blandað sér
án þess að óhretinka eldhúsHS.
Heit eða köld miólk og INSTANT
COCOMALT inniheldur mikið af
vítamínum og öðrum nauðsynleg-
um næringarefnum.
Reynið INSTANT COCOMALT
strax í dag.
YMSIR HAFA VIKIÐ að því undan-
farna daga, og spurt í forundran,
hvernig á því gæti staðið, að upp
er tekinn sá slður hér á landi að
skíra stofnanir eftir lifandl mönn
um í fullu fjöri. Er þá vltnað til
Steingrímsstöðvar við Efrafall.
Þyklr flestum, sem þetta hugsa
svo fjarstæð smekkleysa, að þeir
standa orðlauslr. Hvað boðar þetta
eiginlega, spyrja menn? Á að fara
að taka upp persónudýrkun hér
á landi með sama hætti og í Rúss
landi? Á að fara að skira ýmis
helztu mannvirkl þjóðarinnar, jafn
vel borgir og bæi eftir lifandi úr-
valsmönnum á sama hátt og Stalin
grad. Og það sem furðulegast verð
ur að kalla er það, að frumkvæði
til slíkra nafngifta kemur frá íhaid
inu i landinu, þeim mönnum, sem
mest hafa forðast manndýrkunar-
nafngiftir Rússa.
ÞETTA UPPÁTÆKI, sem ekki á sér
fordæmi um slíkt alþjóðafyrir-
tæki sem orkuver, hefur vakið
menn til hugleiðinga um það,
hvar við lendum, ef við höldum
áfram á þessari braut. Englnn vafi
er á því, að embættismaður sá,
sem hið nýja orkuver er við kennt
er hinn mesti sómamaður, frábær
embættismaður og á að baki stór-
merkt starf í þágu þjóðarinnar.
Hann á bví neira en skilið þann
heiður, sem á að felast í nafngift
inni — og alla aðra sæmd og við-
urkenningu fyrir starf sltt. En það
breytir engu um þann ósóma, sem
framinn er með skírn orkuverslns.
Spurningin er aðeins sú, hvort
við eigum að taka upp þá persónu
dýrkun, sem felst í þessu, og ef
við byrjum á þessu, þá er betra
að skoða i upphafi, hvar við lend-
um.
ÞAÐ ERU "flL FLEIRI ágætir emb-
ættismenn en Steingrímur raf-
magnsstjóri, sem ættu eins mikla
heimtingu á heiðursviðurkenningu
í þessum nýja stil. Það má nefna
ýmsar stofnanir í bæjum og ríki,
sem þeir hafa öðrum fremur byggt
upp og jafnmikil ástæða væri til
að skíra eftir þeim. Má nefna
banka, skóla, skrifstofur — og svo
alls konar mannvirki önnur —
brýr, vegi, sima og hvers konar
byggingar. Látum vera þó að ein-
staklingar og félög kalli hús sín
eða báta eftlr elnhverjum ætt-
mennum eða forgöngumönnum, en
fyrirtæki þjóðarinnar allrar á
ekki að skíra eftir einstökum
mönnum í landi þar sem persónu
dýrkun er ekki viðtekln lífsregla.
HVAÐA TRYGGINGU höfum við
líka fyrir því, að ekki verði gengið
enn lengra á þessari braut, ef haid
er út á hana á annað borð — t.d.
að farið verði að skíra upp götur
og bæi eftir núlifandi ráðamönn-
um eða forgöngumönnum á ýms-
um stöðum.
Það er ekkert við því að segja,
þótt staðir og stofnanir séu kennd
við fornmenn eða aðra öndvegis-
menn, sem gengnir eru og hafa
hvílt um sinn undir grænni torfu,
en að kaila eftir bráðiifandl og
starfandi mönnum er ómenguð og
ógeðsleg persónudýrkun, sem
frjálsir menn fyrlrlita — og ekk-
ert annað.
Það er huggun gegn þessu níð-
höggi, að almenningur lætur sig
auðvitað slíkar fyrirskipaðar nafn
giftlr engu sæta, svo litil hætta er
á að þetta festist við stöðina. Fólk
mun halda áfram að kalla hana
Efrafali eða Efrafallsstöð eins og
áður, og eins og hún heitir að
réttu íslenzku örnefni.
Og fólk mun elnnig brosa í
kampinn að því, að miklir fyrir-
menn skull einmitt hafa verið svo
seinhe£» nir að ríða á vað persónu
dýrkunarinnar með því að skíra
í höfuð bráðlifandl íslendlngi
mannvirki, sem íslendingar hafa
ekki einu sinni getað byggt af
eigin rammieik sjálfir, heldur
hafa þurft til erlendra tækniað-
stoð og annað fulltingi.
— Hárbarður.