Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 9
9
['BtlflimT'frN, sujmudaginn 14. ágúst 1960.
* ■■aww................ * — 111
ÁriS 1930 verSur ætiS tal-
iS eitt hiS merkasta í sögu
íslendinga vegna Alþingishá-
tíSarinnar og tilefnis hennar.
ÞaS verSur líka lengi í minn-
um haft vegna þess. aS þá
komst ísland eiginlega í
fyrsta sirvn í augsýn heims-
ins, ef svo mætti segja. Hing-
aS kom þá meiri fjöldi er-
lendra gesta en nokkru sinni
áSur á sama tima, og þá var
í fyrsta sinn ritaS um ísland
svo nokkru næmi í heims-
blöSunum. Margur erlendur
maSur hefur þá fengi'ð fyrstu
vitneskju sína um ísland.
En sú heimsókn sem mest var Þessi mynd sýnir Graf Zeppelin svífa yfir Vestmannaeyjar. Margt báta var í höfninni og einnig nokkur erlend
tekið eftir þetta srimar á íslandi sk'P- Vestmannaeyingar nutu hinnar tignarlegu sjónar ekki síSur en Reykvíkingar.
Á lognkyrrum og sólríkum júlímorgni
sveif risaloftskipið inn yfir bæinn
Þrjátíu ár liSin frá heimsókn Zeppelins greifa til Is-
lands, - Atburður, sem er einstæSur í sögu þjóðarinnar
fyrir réttum þrjátíu árum, gerð-
ist þó nokkru eftir hátíðina, eða
fimmtudagmn 17. júlí. Það var
koma þýzka loftskipsins Graf
Zeppilin. Hún hefur orðið ís-
lendingum minnisstæð, og víst er
um það, að hún fékk Reykvíkinga
og fólk um meginhluta Suður-
lands til þess að líta til himins
þennan sólfagra og kyrra sumar-
morgun.
Skeyti frá Hornafiríi
Það hafði heyrzt á skotspónum
nokkru áður, að Þjóðverjar
hyggðust senda hið nýja og vold-
uga loftskip sitt Graf Zeppilin,
sem athygli vakti um allan heim,
í flug norður yfir höf þegar hag-
stæð veðurskilyrði fengjust þetta
sumar, og vegna alþingishátíðar-
innar ætti það að fljúga yfir ís-
land í heiðursskyni við íslend-
inga. En enginn vissi með vissu,
hvort af þessu mundi verða, eða
hvenær þess væri von. Menn
hugsuðu töiuvert um flug þetta
sumar, því að hér voru tvær flug-
vélar, og það var í frægðarsögur
íært af..Jjíúlunni, að hún hefði á
eihum 'degi flogið frá Reykjavík
austur til Seyðisfjarðar og þaðan
til Akureyrar, ails rúma 1400
km. að því er talið var.
En fimmtudagsmorguninn 17.
júlí var sólskin og kyrra í Reykja
vík — afbragðs þurrkur. Verk-
stjórarnir kölluðu fólk sitt í
skyndi til að breiöa saltfiskinn á
stakkstæðunum á Skólavörðu-
holti og víðar, og Önn ríkti í
• bænum. Þá barst allt í einu sú
fregn með símskeyti austan frá
Hornafirði, að þar sæist mikið
loftskip fara yfir og stefna vest-
ur á bóginn. Auðsætt virtist, að
hér væri „Zeppi“ á ferð og
mundi ætla til Reykjavíkur.
Nokkru siðar kom önnur fregn
sama efms frá Vík í Mýrdal, að
þar færi ioftskipið yfir.
'.V.V.V.W.
I ■■■■■■■■■■■■■
■ ■■!■■■!
ji Safnrit danskrar Ijóðagerðar alltíj
í frá 1800 gefið út í haust \
í haust byrjar að koma
út á vegum bókaútgáfu
Hans Reitzel í Kaupmanna
höfn mikig safn danskra
ljóða, og nefnist það Den
danske lyrik. Fyrstu tvö
bindin geyma stórt úrval
danskra ljóða frá tímabil-
inu 1800—1870, og verður
þar að finna ljóð skálda
eins og Staffeldt, Oehlens
clager, Ingemann, Blicher,
Poul Möller, Heiberg, Chr.
Winther, Hauhc, Grundt-
vig og Aarestrup. Þessi bindi
verða 640 blaðsíður og ljóð
in þétt sett í tveim dálk-
um á síðu.
F. J. Billeskiov Jansen
sér um þessa útgáfu og
verður verð beggja bind-
anna í kápu 57 kr. d.
Það hefur verið erfitt
fyrir danska Ijóðavini að
afla sér yfirgripsmikilla
safna danskra ljóða. Jan-
þessu, og eiga bindin alls
son prófessor hyggst nú
bæta úr því með safni
að verða fjögur, tvö hin síð
ari um danska ljóðagerð
eftir 1870. Nokkur styrkur
frá hálfopinberum sjóðum
mun veittur til þessarar út
gáfu. Myndin sem hér fylg
ir er kápumynd fyrsta bind
is hins danska ljóðasafns.
rffc ' ,Í-V.VWAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V,.,.V.V.V.V.V.V.V.V.V.,.V.V.V.VV.,.V.V.V,
Síminn hríngir
Nú reið á að koma fregnunum
um bæinn til þess að fólk væri
viðbúið, þegar risinn svifi yfir.
Ekki var tími til að gefa út fregn
miða fyrir dagblöðin, og ekki var
gripið til þess ráðs að senda kall-
ara um bæinn, heldur var brugð-
ið á harla óvenjulegt ráð. Ólafur
Kvaran bæjarsímastjóri var feng-
ínn til að láta símastúlkur sínar
hringja í sem allra flest númer
bæjarbúa og tilkynna beim, að
loftskipið væri að koma. Það var
annríki á stöðinni, og ekki vannst
tími til að hringja til allra, en
fregnin flaug auðvitað, og innan
lítillar stundar var þetta á flestra
vörum, Menn tóku að horfa til
iofts og safnast saman uppi á
Skólavörðuhæð og víðar. þar sem
hátt bar, einnig kom fólk út á
svalir eða kleif upp á núsþök, og
börn, konur og karlar góndu upp
í loftið gangandi með fiskbörurn-
ar, fengu hálsríg eða hrutu um
steina.
yfir Reykjavík
Ekki leið á löngu þangað til
þeir, sem stóðu á Skólavörðuhæð
með sjónauka, sáu sólina blika á
eitthvað : loftinu sunnar. Vífil-
fellsins. Þerta hvar. sem snöggv-
ast bak við Vífilfellið en kom
brátt í Ijós aftur norðar. við það.
og fór bá ekk? milli mála, að
þetta var otffarið og stefndi til
rorðurs. Hélctu menn fyrst, að
það ætlaði að fljúga yfir Þing-
völl, en brátt breytti bað stefnu
og sveif inn yfir bæinn yfir Rauð-
hólana og lækkaði flugið veru-
lega.
Þótti mönnum þetta tilkomu-
mikil sjón, og þessa stundina var
ekki unnið í Reykjavík. Skrif-
stofufólkið henti frá sér penn-
um og bókum og þaut út, hús-
mæður og börn sömuleiðis. Brátt
beyrðust dunur vélanna. Þegar
loftfarið sveif lágt inn yfir bæ-
inn var kiukkan 15 mínútur yfir
ellefu, segja þeir sem mundu eft-
ir því að líta á klukku. Fólk þótt-
ist sjá opna glugga og fólk innan
við þá horfa yfir bæinn. Yfir
miðbænum var þýzkum fána
varpað niður úr lof'tfarinu, og
þandist hann út og sveif hægt til
jarðar.
Loftfarið sveif síðan lágt út
yfir flóann, stefnu á Akranes. En
brátt sneri skipið við og kom aft-
ur inn yfir bæinn Voru þá flest-
ir saman komnir á Arnarhóli.
Loftfarið flaug enn tvo hringi
yfir bæimi en hélt síðan suð-
austur yfir Skerjafjórð og hvarf
áður en langt leið Það flaug þó
yfir Vestmannaeyjar lágt og vak'ti
svipað uppþot þar og í Reykja-
vík og þó öllu meira, þar sem
menn voru óviðbúnir komu þess.
Þegar ioftskipið kom inn yfir
Reykjavík öðru sinni, lyfti Súlan
sér til flugs af Reykjavíkurhöfn
og flaug tíl móts við risann að
fgana honum. Þótti það skrífið að
sjá litlu „fluguna" sveima um-
hverfis Graf Zeppelin. Fánar
blöktu viða um bæinn. einnig
þýzki fánirn á nokkrum stöðum.
Skipin flautuðu ákaft í höfninni.
Skipzt á skeytum
Tryggvi Þórhailsson forsætis-
íáðherra sendi flugforingjanum á
Graf Zeppelin, herra Lehmann,
eftirfarandi skeyti:
„f nafni hinnar íslenzku þjóð-
ar býð ég yður, herra kommand-
ant, velkominn til fslands. Ég
bið yður að flytja stjórn Þýzka-
lands alúðarþökk fyrþr þá miklu
.-æmd, sem hún sýnir íslandi með
því að senda Graf Zeppelin til
Islánds til þess að bera enn nýja
kveðju frá Þýzkalandi á þúsund
ára afmæli íslenzka ríkisins.
Hin fámennasta af hinum germ
önsku þjóðum tekur fúslega
kveðju frá hinni fjölmennustu.
Heill fylgi íör yðar herra komm-
andant, hingað til fslands og
heim aftur til Þýzkalands. Berið
bróðurkveðiu frá íslandi til
Þýzkalands".
Lehmann foringi fararinnar
svaraði þegar með öðru skeyti:
„í nafni farþega og skipshafn-
ar á loftskipum þakka ég yður,
herra forsætisráðherra, hinar vin
samlegu og hlýju kveðjur yðar,
og sendi yður hinar beztu ham-
ingjuóskir í tilefni af alþingis-
hátíðinni og óskir um farsæla
framþróun og framtíð íslands.
Hinar hlýju kveðjur yðai mun-
um við srmvizkusamlega flytja
þýzku þjóðinni".
Alexander Jóhannesson, próf-
essor, formaður Flugfélagsins,
sendi foringja loftskipsins einnig
heillaskeyii og þakkaði honum
komuna.
Þessi atburður, sem er þrjátíu
ára um þessar mundir verður ís-
xendingum jafnan minnisstæður,
enda var hann einstæður. Þetta
var í fyrsta og er í eina skiptið
sem íslendingum hefur gefizt
kostur á að sjá slíkt farartæki
fljúga yfir ísland, og litlar líkur
eru til, að það eigi eftir að ske,
því að saga loftskipanna í þeirri
mynd, sem einna glæsilegust varð
í gerð Graf Zeppilins varð ekki
löng, og aðrir loftfarar tóku við.
Á þotuöld er ekki líklegt, að tign-
arlegir og hægfara loftrisar svífi
yfir höf og lönd í iíkingu við ferð
Graf Zeppiiin. Það verða því að-
eins þeir íslendingar, sem áttu
þess kost að líta til lofts þar sem
ferð loftskipsins bar yfir þennan
sólríka júlímorgun sem geta frá
því sagt, að þeir hafi séð risaloft-
skip svífa yfir ísland.