Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 13
T í M.I N N, sunnudagiiui 14. ágúst 1960.
13
Sextugur: Kristinn Amgrímsson,
bóndi Bakkagerði, Hlíðarhreppi
hafa eignast þrjú börn, tvö'vel hlutgengur á þvj sviði.
eru gift en eitt í fööurgarði. Birzt hafa kvæði eftir Krist-
Þeir sem þekkja búskap í in í Eimreiðinni og viö nokkur
sveit, vita að einyrkja bónda! tækifæri, sem öll þola vel dags
skortir eigi verkefni alla daga birtuna. Annars fer hann dult
ársins, enda þótt tækni hafi ^ með kveðskap sinn og vill
Hinn 11 júlí s. 1. átti Krist
inn Arngrímsson bóndi, Bakka
gerði, Hlíðarhreppi sextugsaf
mæli. í tilefni af þessum
merkisdegi var Kristinn heim
sóttur af sveitungum sínum.
Þar var einnig mætt allmargt
venslafólk Kristins og Hreinn
sonur hans, allt búsett í
Reykjavík.
Kristinn Arngrímsson er
Svarfdælskur að ætt og upp
runa. Það atvikaðist svo, að
hann kemur rúmlega tvítug-
ur að aldri, austan á Fljóts-
dalshérað og sezt í Eiðaskóla.
Að námi loknu stundaði Krist
inn kaupavinnu að sumri en
barnakennslu að vetri. Um
þessar mundir giftist svo
Kristinn, Jónu Gunnarsdótt
ur frá Fossvöllum í Hlíðarhr.
Var hún lærð yfirsetukona
og þjónaði í Hlíðarhreppi og
gerir enn.
Ungu hjónin komu fljótt
upp bústofni og hófu búskap,
fyrstu árin á Mið-Héraði en
fluttust brátt i Bakkagerði
og hafa búið þar síðan.
Kristinn Arngrímsson hefir
verið kvaddur til ýmissa op-
inberra starfa i Hlíðarhreppi. j
Hann hefur verið í hrepps-
nefnd um nálega 20 ára skeið,!
þá hefur hann verið umsjónar !
maður sjúkrasamlags Hlíðar-
hrepps frá st.ofnun þess. Einn
ig má geta þess aö Kristinn
hafði á hendi barnakennslu
um árabil í Hlíðarhreppi en
varð að hætta sökum' þess,
að btiskapurinn krafðist allr
ar starfsorku hans. Öll þessi
störf sem nú eru talin, hefur
Kristinn rækt af alúð og sam
vizkusemi, jafnframt því, að
hann hefur ávallt hugsað vel
um sína fjölskyldu. Þau hjón
aukizt við ýmiss landbúnað
arstörf. En þrátt fyrir sífelld-
ar annir við búskapinn hefur
Kristni tekizt að sinna fleiri
hugðarefnum sínum um æv-
na. Hann er bókavinur og fylg
ist vel með samtíð sinni en
áróðri stjórnmálaflokka gefur
hann lítt gaum, en fer sínar
eigin götur í þeim efnum.
Þegar rætt er við Kristin
um bókmenntir, kemur fljótt
í Ijós að Ijóðskáldin eru hon
um hugstæðust enda er hann
ekki um hann ræða.
Að lokum vil ég geta þess,
að afmælisveizlan, fór hið
bezta fram, sungin voru mörg
lög og ræður fluttar, svo sem
venja er við slík tækifæri.
Segja má, að gestrisni og
alúð þeirra hjóna héldust í
hendur. Að slðustu vil ég á
^þessum merku timamótum í
lífi Kristins óska honum og
hans nánustu gæfu og geng
is.
Björn Guðmundsson.
Minning
Holtsheimilið var mann-
margt hin fyrstu búskapar-
ár, eftir að frú Sigríður tók
við bústjórninni úr hendi stjúpu
sinnar, frú Kristínar Svein-
bjarnardóttur, síðari konu séra
Kjartans, og þá einnig þeim
gamalmennum, sem skjól höfðu
átt hjá föður hennar og stjúpu.
En svo var sem bústjórn öll
léki henni í höndum, enda lund-
in létt og lífsfjörið mikið.
Bóndi hennar varð brátt .dáð-
ur af sveitungum sínum og sókn-
arbörnum, sakir manndóms og
mannkosta.
Börn eignuðust þau Jakob og
Sigríður níu og komust átta til
aldurs, fimm synir og þrjár
dætur.
En þar kom, aö mikið reyndi
á þrek og létta lund frú Sigríðar,
þegar bóndi hennar, gáfu- og
göfugmennið séra Jakob, missti
heilsuna-
Sakir dáleika sóknarbarna á
séra Jakobi og frú Sigríði, héldu
þau hjónin um árabil jörð og
kalli, í von um afturbata prests-
ins, sem því miður ekki kom.
Var það í fardögum 1935 að frú
Sigríður fluttist til Reykjavíkur
með barnahópinn, og þá sum
enn í bernsku. Öllum börnunum
kom hún vel til manns. En tvo
sonu uppkomna lifði hún. Ragn-
ar fórst sem skipverji á Detti-
fossi þegar það skip var skotið
niður á stríðsárunum, en Lárus
bankafulltrúi, sonur hennar
hneig örendur við undirbúnings
vinnu að framtíðarheimili fjölsk
yldunnar.
Kom sér að frú Sigríður var
bjartsýnismaður og trúkona.
Enda- hélt liún andlegu þreki
til hinztu stundar, þótt líkam-
legt þrek hennar yrði fyrir á-
falli, enda var trú hennar og
traust á æðri máttarvöld kjöl-
festan í lífi hennar á hverju sem
gekk, allt til enda. En þetta
bjarta viðhorf hennar nærðist
við yndislegt umhverfi byggðar-
innar sem ól hana og alið hafði
ættmennum hennar og sveitunga
sem allir umvöfðu hana ást-
semd og hlýhug til hinztu stund
ar. Guðbrandur Magnússon.
Og því Tiákvæmar,
sem þið athugid,
því betur sjáið
þið — að
OMO ið skilar hvítasta
þvotti helmsins.
OMO þveginn þvottur stenzt aila athugun og gagn-
rýni — vegna þess aS Omo hreinsar burt hvern
snefil af óhreinindum, meira aS segja óhreinindi,
sem ekki sjóst með berum augum Og Omo er
engu síSur gagnlegt fyrir litað lín, því eftir Omo-
þvottinn verSa litirnir fegurri og skýrari en
nokkru sinni fyrr —
OMO FRAMKALLAR FEGURSTU LITINA
X-OMO 97/EN-8860-50
(Framhald af 6. síðu).
hans orð fluttumst við Matthild-
ur austur að Hallgeirsey til þess
að veita því forstöðu. Hófst þá
að nýju samstarf við Holtshjón-
in, þareð séra Jakob var frá upp-
hafi formaður þessa félags, sem
nú hefur stækkað athafnasvæði
sitt, flutt aðalbækistöðvar sínar
í Hvolsvöll, og ber nú nafpið
Kaupféiag Rangæinga.