Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 11
gMfojgjjj, sunnudagnm >4. ágúst 1960.
11
1 Hljómskálagarðinum
Hvað skyldu margir eiga leið um garðinn dag hvern?
Fyrir nokkrum áratugum stóð ekki hrísla, þar sem Hljómskálagarðurinn er nú.
Allir Reykvíkingar þekkja
Hljómskálagarðinn. Allir hafa
einhvem tíma se'tið þar, gengið
þar um, gefið öndunum kann-
ske, legið í grasinu og sleikt
sólina, eða jafnvel átt sér þar
stefnumót.
Fyrir uokkrum áratugum var
hann enn kallaður Lystigarður-
inn, og þá var þar varla nokkur
hrísla. Það var um það leyti,
sem Sóleyjargatan varð til, og
Hvað vllt þú mér með þessa
skrýtnu vél?
göturnar þar fyrir ofan byggð-
ust, t. d. Fjólugatan. Svo var
Hljómskálinn byggður, sá, sem
garðurinn er nú kenndur við.
Lúðrasveitin byggði hann og
hefur átt hann síðan. Meðlimir
hennar söfnuðu fé í bygging-
una, sníktu kannske dálítið, og
svo hljóp bærinn undir bagga
og hjálpaði þeim. Þetta gerðist
á árunum 1922—’23. Ekki veit
ég, hver átti hugmyndina að
honum, en sérkennilegur er
hann, og varla hægt að hugsa
sér garðinn án hans. Ekki hef-
ur hann breytzt neitt teljandi,
helzt að utan, það eru komnir
aðrir gluggar, og svo hefur
hann verið málaður.
Hann ber nafn með réttu,
skálinn, því að hann hefur alla
tíð gegnt því hlutverki einu að
hýsa hljóma. Auk Lúðrasveit-
arinnar hefur Tónlistarskólinn
verið þarna til húsa svo árum
skipti, fyrst á öndverðum fjórða
tug aldarinnar, og svo á stríðs-
árunum, eftir að Bretar lögðu
undir sig Þjóðleikhúsið, þar
sem hann hafði verið til húsa í
nokkur ár. Þar var hann þar til
stríði lauk. Karlakórinn Fóst-
bræður leitaði um skeið húsa-
skjóls ínnan átta veggja skál-
ans, og barnalúðrasveií vestur-
bæjar mun einnig hafa átt þar
þak yfir höfuðið. En Lúðra-
sveitin hefur alltaf haldið
tryggð við hann, og gerir senni-
lega um ófyrirsjáanlegan tíma
enn.
En umhverfis sjálfan Hljóm-
skálagarðinn hafa orðið miklar
breytingar, siðan hann reis af
grunni, — að slepptri allri
byggðinni, sem risið hefur aust-
anog vestan garðsins. Garður-
inn sjálfur hefur tekið miklum
stakkaskiptum, þar hefur mikið
verið gróðursett og smám sam-
an myndazt raunverulegur lysti
garður. Heyrzt hafa að vísu
raddir um það, að misráðið
hafi verið að reyna að skipu-
leggja skemmtigarð á einhverju
næðingssamasta svæði bæjar-
ins, en engu að síður virðist
það samt hafa tekizt vonum
framar. Sízt varð það heldur til
að draga úr kostum garðsins, er
álftirnar settust að við tjörnina
og lífguðu upp á fuglalífið, sem
fyrir var. — Nú, og svo hefur
verið kon.ið fyrir höggmyndum
hér og þar í garðinum. Um þær
hefur verið deilt, sumar hverj-
ar, og menn ekki verið á einu
máli um, hvort staðarval fyrir
þær gæti talizt heppilegt, en úr
því verður ekki skorið hér.
Sumardagur í Hljómskála-
garSinum
Endurnar eru árrisulastar.
Þær byrja að stinga sér eftir
fæðu og snyrta sig og snurfusa
með sólaruppkomunni. Það
glitrar á döggina í sólargeislun-
um, þegar þeir fyrstu hraða sér
gegnum garðinn á leið til vinnu
sinnar. Þeir tínast að einn og
einn, svo fjölgar þeim, og allir
eru á hiaðri leið. Þegar af-
greiðslufóik og skrifstofulið er
gengið hjá, breytist umferðar-
svipurinn. Nú fara þær að birt-
ast, barnapíurnar, akandi keir-
um eða með börn í beizil. Kann-
ske líka hvorutveggja. Þær fara
sér að engu óðslega, rölta fyrst
um garðinn, leita sér svo að
góðum stað í skjóli, þar sem
þær geta látið sólina baka sig
svolítið. á meðan Krakkaruir
eru á vappi í kring, skoppandi
bolta eða í feluleik. Grasið er
orðið þur-t, og eftir því sem
líður á morguninn, fer þeim
fjölgandi, sem láta fara vel um
sig þar. Nú eru þær lfloa komn-
ar á kreik, blómarósirnar, sem
hirða biómabeðin og annan
gróður. Þær eru kannske ekk-
ert allt of vinnuglaðar, svona
stundum, en hver getur láð
þeim það, þegar sól skín í heiði
og indæll grasvöllurinn lokkar
mann til að leggjast niður og
teygja úr sér. Svo taka þær
bara skorpur á milli. Þarna
koma tveir gamlir menn, annar
gengur við staf, þeir virðast
vera í djupum samræðum. Þeir
setjast á bekkinn sunnan Hljóm
skálans. Þar situr fyrir kona á
upphlut, nú stendur hún upp
og skimar í kringum sig: ein-
hvers staðar var kallað: „amma,
aaammmaa!" — Um hádegis-
leytið verður enn breyting á.
Þeir hverfa, sem í garðinum
hafa venð um morguninn, og
ungar stúikur koma í staðinn,
og nokkrir karlmenn líka Nokk
ur koma saman, tvö og tvö. Það
teygir iu sér, þar sem börnin
voru að xeik áður sumf er með
brauðpakka, kannske úka öl.
Víst get ég grlpið hann.
Og þarna varð einum á að
henda tómum sígarettupakka
hirðuleysislega í grasið milli
bjarkanna. En hádegið er fljótt
að líða. Seinni hluta dags er
meiri umierð um daginn. Nú
ganga þær um hann, frúrnar á
leið í miðbæinn að gera inn-
kaup, það koma fleiri krakkar,
sum veiða síli í krukkur, önnur
hjóla eftir gangstígunum. Leik-
völlurinn upp við Bjarkargötu
er fullur. Og svo líður að því,
að þeir komi sömu leið til baka,
sem gengu um garðinn uni
morguninn, hinir síðustu verða
fyrstir, og hinir fyrstu síðastir.
Þeim liggur misjafnlega mikið
á núna, stúlkurnar ganga í hóp
saman, eða tvær og þrjár. Börn-
in fara að tínast heim. Um
kvöldmatarleytið er hljótt í
garðinum, ekki nema einstaka
manneskja á ferli. Svo fara end-
urnar að stinga höfðum undir
væng hver af annarri. Það er
rólegt i garðinum um kvöldið.
Þar koma fáir, en láta sér líða
þeim mun betui. Og ekki virð-
ist þeim liggja á, — það er
engu líkara, en þau hafi allt
lífið fyrir sér.
Og svo leggst nóttin yfir.
Stundum er vinnugleðin ekki allt of mikil.
Það er hlýtt i skjólinu, og óhætt að fara úr skónum.