Tíminn - 28.08.1960, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, sunnudaginn 28. ágúst 1960.
Svar frá stjórn Sjómannadagsráðs
Vegna bréfs 29 vistmanna
i Hrafnistu, Dvalarheimili
aldraðra sjómanna. um kjör í
beimilinu, er birtist í Alþýðu-
blaðinu 23. þ. m. og í Þjóðvilj-
anum 24. þ m., vil! stjórn Sjó-
mannadagsráðs taka fram
eftirfarandi:
Frá því fyrsta hefur það
verið takmark Sjómannadags
ráðs að búa sem bezt að öldr
uðum sjómönnum á ævikvöldi
þeirra. Nú þegar njóta 124
gamalmenn dvalar og 1. fl.
aðbúnaður í Hrafnstu, en 90—
100 eru á biðlista. Er lokið verð
ur við byggingu næstu álmu,
sem hafnar eru framkvæmdir
við, munu 60—70 komast aö
til viðbótar.
Forráðamenn SJómanna-
dags hafa ekki vænzt .þakk-
lætis fyrir forgöngu í málum
aldraðra sjómanna, en það
kemur þeim þó á óvart að
tæpur fjórðungur vistmanna
skul láta gamlan deilusegg
leiða sig til opinberra deilna
og kasta þar með allri sann-
girni fyrir borð.
19 af þessum 29 vistmönn-
um greiða 65—85 kr. á dag,
3 eru á sjúkragjaldi, en dag-
gjöld hinna 7 eru 90 krónur.
Daggöld þessi taka yfir i’lar
þarfir og aðbúnað vistmanns
ins, en fœði og þjón-ust-a er
\ œðeins um helmingur dag-
| gjalda-, eins og sézt á rekst-
j ursreikningi, sem birtur er
hér á eftir.
Mismunur daggjalda í
Hrafnistu stafar af því, að
þegar framfærslukostnaöur
stórhækkaði (og framlög
j tryggingastofnunar og bæj-
j ar- og sveitafélaga einnig)
jhlífðist stjórn Sjómannadags
ráðs við að hækka á þeim vist
mönnum er mánaðarlega taka
út úr bókum sínum mismun-
andi lífeyri og mánaðar-
gjaldi í heimilinu, og var á-
kveðið að gjöld þessara manna
skyldu haldast óbreytt, enda
þótt það auki reksturshalla
heimilisins um nærri 200 þús.
kr. á ári.
Á s. 1. ári nam reksturs-
halli heimilisins kr. 369.669.91,
sbr. eftirfarandi reksturs-
rekning:
GJÖLD:
Kaup v/eldhúss, borðstofu, þvottahúss, ræstingar,
ar, læknis, framkv, stjóra, skrifstofu og
vinnu vistmanna
Fæðiskostnaður Kr.763.647.60
— selt fæði — 119.623.20
Ljós og hiti
Sími og póstur
Lyfjakostnaður
Ritföng
Hreinlætisvörur
Viðhald áhalda
Vorhreingerning
Akstur og bíileiga
Blöð, tímarit og auglýsingar
Lífeyrissjóðsgjöld fastra starfsmanna
Jólahátið (að frádregnu framlagi Sjdráðs)
Skemmtiferð vistmanna og risna
Endurskoðun
Slysatryggingagj öld
Fasteignagjöld og brunatrygging
Viðhald faSteigna
Ýms kostnaður
Afskrifað af áhöldum
hjúkrun-
Kr. 1.726.281.68
TEKJUR:
Vistgjöld
Seldur bvottur
Leiga á geymsluherbergi
Styrkur v/bókasafns
REKSTURSHALLI
Til samanburðar viljum viðj
geta daggjalda á Hrafnistu
annars vegar, og Elliheimil-
inu Grund og Sólvangi í Hafn
arfirði hins vegar:
Daggj. í Hrafnistu (einbýli)
me$t Kr. 90.00.
Daggj. á Grund (tvíbýli)' |
mest Kr. 95.00 j
Daggj. á Sólvangi (fjölbýli)
mest Kr. 90.00
644.024.40
— 232.523.57
— 42.179.40
— 71.976.64
— 17.754.88
— 53.701.35
— 22.758.88
— 32.232.80
— 26.724.00
— 12.523.00
— 14.121.43
— 9.159.54
— 13.332.52
— 6.600.00
— 30.982.00
— 64.399.45
— 153.038.03
— 10.492.42
— 149.831.61
.Kr. 3.334.637.60
Kr. 2.943.711.50
— 19.626.19
— 300.00
— 1.330.00
— 369.669.91
Kr. 3.334.637.60
Megin innihald bréfs þess-
ara 29 vistmanna er því hrein
og bein hártogun, svo ekki sé
meira sagt.
Allur dvalarkostnaður á
elliheimilum er miklu meiri
en hinn beini fæðisþjónustu j
kostnaður, eins og reksturs- j
yfirlitið ber með sér, og allir j
þeir til þekkja er reka sam- j
svarandi stofnanir.
Annað í bréfi þessu er vart
svaravert. Endurskoðaðir
reikningar allra stofnana Sjó
mannadagsráðsins voru lagð
ir fram á seinasta aðalfundi,
í febrúar s. 1., eins*og venja
er, enda mun a. m. k. einn
þeirra er undirritaði bréfið
eiga eintak af þeim.
Um fjarvistarreglur í heim
ilinu teljum við ekki ástæðu
til að rekja hér. Athugasemd
in um þær eru byggðar á
hártogun óg áður er útskýrð.
Að sjálfsögðu er engum
haldið nauðugum í Hrafnistu.
Þeir, sem ekki vilja sætta sig
við reglur um dvöl í heimilinu
er frjálst ag fara annað. En
hafi óánægja sumra bréfrit-
ara byggst á rangtúlkun og
ruglingi, vonum við að slíkt sé
hér með úr sögunni og þeir
taki aftur gleði sina í hópi
hinna 95 vistmanna í Hrafn
istu, sem þakklátir eru fyrir
góð húsakynni og góðan að-
búnað.
Þegar byggingum í Hrafn-
istu er lengra á veg komið og
Laugarásbíó nær að verða
arðbært fyrirtæki, er það enn
sem fyrr yfirlýstur vilji Sjó
mannadagsráðs að lækka dag
gjöld í heimilinu um leið og
vismönnum fjölgar og rekst
urshalli tekur að lækka til
muna.
Forráðamenn Sjómanna-
dagsráðs vona, að svar þetta
sé fullnægjandi, enda munu
þeir ekki ræða mál þetta frek
ar á opinberum vettvangi.
í stjóm Sjómannadagsráðs:
Henrý Hálfdánarson
Gunnar Friðriksson, Guð-
mundur Oddsson, Tómas Guð
jónsson, Garðar Jónsson. Sig
urjón Einarsson, framkv.stj.
Hrafnistu. Ba'ldvin Jónsson,
Auðunn Hermannsson frkv.-
stj. Happdrættis D.A.S.
Leiðrétting
Blaðið biður afsökunar á
þvi að ekki var tilgreint rétt
nafn frú Önnu Stefánsdóttur
ekkju Ottós Wathne, þeg-
ar útfarar hans var getið í
blaðinu í gær.
500
i
ÞAKKARAVÖRP
í
Þakka hjartanlega sveitungum mínum og öliumi
hinum mörgu nær og f jær er sýndu mér vinsemd
með heimsóknum. gjöfum og kveðjum á sjötugs-:
afmæli mínu 3. ág s. !. i
Ágústa Guðmundsdóttir,
Gemlufelli,
Dýrafirði.
,»V»V*V*V*V*V»V»V*V»V ■ v»v*v •v»v«v»v»v*v»v»v»v»v»v*,»
bílar ti> sölu ð sama staS.
BÍLAMIÐSTÖÐIN VAGN
Amtmannsstíg 2C
Símar 16289 og 23757.
Bílaeigendur
Haldið. iakkinu á bílnum
við.
Bílasprautun
Gunnars Júlíussonar
B-göru 6, Blesugróf
Sími 32867.
Matráðskona
Okkur vantar stúiku til matreiðslustarfa og hús-
halds að Rauðalæk 1. október. Sjálfstætt starf.
Nánari upplýsingar gefur ísak Eiríksson útibús-
stjóri Rauðalæk.
KAUPFÉLAG RANGÆINGA.
,»v»v»v*v*v<
Laugardalsvöllur
ÍSLANDSMÓTIÐ i DEILD
í dag kl. 16.00 keppa
!§! 8j M Sá.U
Dómari: Haukur Óskarsson.
Mótanefndin
Klæðskeri
óskast sem fyrst að stórri saumastofu utan Reykja-
víkur.
Nánari uppl. um kaup og kjör veitir starfsmanna-
halds S.Í.S. Sambaadshusinu
Starfsmannahald S.Í.S.
Orðsending
frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.
Börnin, sem dvalið hafa á sumarheimili S. L. F.
að Reykjaskóla koma til Reykjavíkur að Sjafnar-
götu 14 miðvikudaginn 31. ágúst kl. 6.
Harðviður - Krossviður
Nýkomið:
Danskt brenni 1”—1%,”
li/2”—2”—2%”—3”.
Dcnsk eik iy2”—2”—
2i/2”—3”.
Furukrossviður 4 m/m. —
5 m/m
iirennikrossviður 4 m/m.
Harðtex 1/fe”, olíusoðið og
venjulegt.
Wisa-plötur plasthúðaðar.
Veggspónn, Peroba 0. fl.
Finnskt GABOON
Borðplast
Staðarfell
Enn geta nokkrar stúlkur ferigið skólavist í Hús-
mæðraskólanum að Staðarfelii, Dalasýslu.
Umsóknir ber að senda sem fyrst til forstöðukon-
unnar Kristínar Guðmundsdóttur, Fífuhvamms-
vegi 5, Kópavogi