Tíminn - 28.08.1960, Blaðsíða 8
8
T í MIN N, sunaudagmn 28. ágúst 1969.
Anton Tjekhov:
/eikh úá k alífarin h
undir Mtbekknum
Baldur Óskarsson þýddi.
Það var í miðri sýningu.
Klavdia Matveyevna Dols-
kaja-Kautchukova, ung og
heillandi leikkona sem lifði
fyrir listina, skauzt inn í
búningsherbergi sitt og
byrjaði í mesta flýti að af-
klæðast sígaunafötunum til
að snara sér í hússarabún-
inginn. Til að hinn síðar-
nefndi klæðnaður félli eins
slétt og þétt að líkamanum
og mögulegt var, ákvað
þessi einlæga listakona að
varpa af sér hverri spjör og
fara í hússarabúninginn
utanyfir Evuklæði sín. Rétt
þegar hún hafði afklæðst
að fullu og stóð með létt-
um hrolli á gólfinu tilbúin
að fara í hússarabuxurnar,
heyrði hún andvarp. Augun
galopnuðust af hræðslu,
hún hlustaði. Aftur var eins
og einhver væri að and-
varpa og virtist hvísla:
— Þung er þessi synda-
byrði .... vei mér aumum!
Listakonan skimaði ótta-
slegin kringum sig, og þar
sem hún kom ekki auga á
neitt grunsamlegt í bún-
ingsherberginu ákvað hún
að gefnu tiíefni að kíkja
undir setbekkinn, einasta
húsgagnið sem var þar inni.
Og hvað? Undir bekknum
sá hún mannsbúk liggjandi
endilangan.
— Hver er þetta? hljóð-
aði hún og hörfaði óttasleg-
in frá bekknum um leið og
hún reyndi að skýla nekt
sinni með hússarabúningn-
um.
— Það er ég, ég .... var
hvíslað skjálfandi röddu. —
Vert’ ekki hrædd, það er ég
.... uss!
Það var vandalaust fyrir
leikkonuna að þekkja ákafa
rödd Indiukovs leikhús-
haldara í hvíslinu sem
hljómaði eins og snark í
steikarapönnu.
— Þér? hrópaði hún fok-
vond og roðnaði upp í hárs-
rætur. — Hvernig ....
hvernig dirfist þér. Hafið
þér legið þarna allan tím-
ann, gamli þorparinn. Nú er
mér nóg boðið!
— Elskan mín — gullið
mitt! sagði Indiukov og rak
hálfsköllótt höfuðið út
undan bekknum. Ekki vera
reið, yndið mitt! Dreptu
mig, traðkaðu mig eins og
maður traðkar á slöngu en
kallaðu ekki Eg hef ekk-
ert séð, ég get ekki séð neitt
og ég vil ekki sjá neitt. Þér
þurfið alls ekkert að hylja,
óviðjafnanlega yndið mitt!
Hlustið á gamlan mann sem
kominn er á grafarbakk-
ann. Ástæöan, eina ástæð-
an til að ég brölti hér er sú
að ég vildi sjá lífi mínu
borgið. Það er úti um mig!
Sjáðu, hárin rísa á höfðinu
á mér. Hann Pryndin henn-
ar Glashenku minnar var
að koma frá Moskvu. Nú
hringsólar hann hér um
húsið og ætlar að drepa
mig. Hræðilegt! Það er ekki
bara vegna Glashenku,
annað verra, ég skulda
þorparanum fimm þúsund!
— Hvað kemur það mér
við? Þér verðið að fara á
stundinni, annars — hvað á
ég að gera, þér — þér eruð
skíthæll!
— Uss! Elsku .... uss!
Ég bið yður á hnjánum, ég
krýp við fætur yðar! Hvar
get ég falið mig fyrir hon-
um nema hjá yður? Hann
finnur mig alls staðar ann-
ars staðar, hingað þorir
hann ekki að koma. Látið
nú kyrrt, ég bið yður, ég
grátbæni yður. Ég sá hann
fyrir tveimur tímum. Ég
stóð bak við leiktjöld-
in, það var í fyrsta þætti,
og hvað sé ég annað en
hann, hann var á leiðinni
að sviðinu neöan frá áheyr-
endabekkj unum.
— Þér hafið þá legið hér
allan sýningartímann —
hafið þér það? Leikkonan
var óttaslegin. — Og séð —
allt saman?
Leikhúshaldarinn brast í
grát.
— Ég skelf, allur líkam-
inn skelfur! Ég titra, ég
nötra, elskan inín. Þessi
djöfull ætlar að drepa mig.
Hann er búinn að reyna að
skjóta mig, það var í
Nizhni. Það var sagt frá því
í blöðunum.
— O-ohó .... ég þoli
þetta ekki. Farið burt! Far-
ið, ég verð að skipta um föt,
ég verð að komast á sviðið.
Út með yður, annars öskra
ég, ég hendi — ég .... ég
hendi lampanum á eftir
yður!
— Róleg! Þér eruð eina
vonin. Þér eruð líftaug mín.
Þér fáið launauppbót —
fimmtíu rúblur, rekið mig
ekki út! Fimmtíu!
Leikkonan greip ein-
hverja flík sem hún gat
hulið sig með og skundaði
aö dyrunum til að kalla á
hjálp. Indiukov brölti eftir
henni á hnjánum, hann
greip um öklann á henni.
— Sjötíu og fimm rúblur,
bara ef þér rekið mig ekki
út, stundi hann með öndina
í hálsinum. Þar við bæti ég
helmings ágóða af góð-
gerðasýningunni.
— Lygar!
— Ég sver og tek guö
minn til vitnis! Fjandinn
hirði mig ef ég lýg! Helm-
inginn eftir góðgerðasýn-
inguna og sjötíu og fimm í
launauppbót!
Dolskaya-Kautchukova
hikaöi andartak og kom
aftur frá dyrunum.
— Reynið að komast burt,
þér Ijúgið, sagði hún með
grátstafinn í kverkunum.
— Að ég mætti sökkva i
jörð niður! Og ekki komast
til himna eftir dauðann!
Hvers konar þorpari haldið
þér ég sé?
— Jæja, en mundu þetta,
sagði leikkonan. Skríddu þá
aftur undir bekkinn.
Indiukov stundi þung-
an og skreið másandi
undir bekkinn en D ols-
kaya-Kautchukova klædd-
ist í skyndi. Hún var hrædd
og skammaðist sín fyrir að
vita af ókunnugum manni
undir setbekknum í bún-
ingsherberginu hjá sér. En
fullvissa hennar inn að
hún hafði látið það við-
gangast sakir heligrar list-
ar gladdi hana svo mjög
að hún var hætt að vera
pirruö og meira ag segja
vingjamleg þegar hún af
klæddist hússararbúningn
um skömmu síðar.
— Þér óhremkið yður
þama, kæri Kuzma Aleksy
itch! Að hugsa sér að ég
skuli láta yður liggja þarna
undir bekknum!
Sýningunni var lokið.
Leikkonan var kölluð fram
ellefu sinnum, og hún fékk
blómvönd með borða, sem
á var letrað: Ver með oss!
Að tjaldabaki á leiðinni til
búningsherbergisins mætti
hún Indiukov skítugum,
krympuðum með úfið
hár. Leikhúshaldarinn ljóm
aði eins og sól og hann neri
hendurnar ánægjulega.
— Ha, ha, þér ættuð
bara að vita, elskan mín!
sagði' hann um leið og
hann kom til móts við
hana. Nú hlægið þér að
gamala kjána-karlinum.
Nú skuluð þér fá að heyra
hvernig í öllu liggur. Þeg
ar allt kom til alls'þá var
það alls ekki Pryndin. Ha,
ha, fjandinn hafi hann,
langa rauða skeggið gabb
aði mig. Mér missýndist,
gamla aulabárðinum. Ha,
ha, — ég hef valdið yður
erfiðleikum og alveg að á-
stæðulausu, fagra min!
— Sleppum því en þér
munið hverju þér haf-
ið lofað, þér gerið það?
sagði Dolskaya-Kautchu-
kova.
— Ég man, ég man, elsk
an mín, en gullið mitt, það
var út af Pryndin. Sam-
komulagið var bara vegna
Pryndin. Hvers vegna ætti
ég þá að halda það loforð
úr þvi það var ekki
Pryndin? Hefði það verið
Pryndin, ja, þá horfði þetta
allt öðruvísi við; en þér
sjáið þó sjálfar að mér
skjátlaðist. Eg tók annan
mann fyrir Pryndin!
— Þetta er svínslegt!
hrópaði leikkonan móðg-
uð. Skammarlegt! Lítilmót
legt!
— Hefði það verið Prynd
in þá gætuð þér auðvitað
með fullum rétti krafizt
þess ég héldi loforð
mitt; fjandinn má vita
hver það var. Kannski skó
smiður eða skraddari — á
ég að borga fyrir hann?
Eg er heiðvirður maður,
kæra mín — ég veit hvað
við á.
Og hann hélt áfram aö
tala og pata meðan hann
fór sína leið:
— Hefði það verið Prynd
in, þá hefði ég náttúrlega
orðið......en þetta var
allt annar maður, einhver
rauðhærður þrjótur; ég
vildi ég vissi hver hann
var, en það var svo sann-
arlega ekki Pryndin.