Tíminn - 23.09.1960, Page 11

Tíminn - 23.09.1960, Page 11
T f MIN N, föstudaginn 23. september 1960. 11 Þar mæta þau Musicu fyrst Á 5. hæ5 Iðnskólahússins á Skólavörðuholfi er til húsa námsstofnun, sem ekki verð- ,r„ ur sagt, að hafi mikið sam- eiginlegt iðnnámi í hirzlum hennar má að vísu sjá ýmis Z'. konar tól og tækl, en þeirra > sköpunarverk eru ósýnileg og óáþreifanleg. Þess í stað heyrast þau því betur. Þarna er um að ræða Bamamúsíkskólann. „Hvað . hefur svona lítill bær með tvo tónlistarskóla að gera?“ kunna ýmsir að spyrja. Þvi er fljótsvarað með þvi, að starfsvið skólanna er ólíkt. í Tónlistarskólanum var áð ur fyrr barnadeild, þar sem böm lærðu Öll undirstöðu- atriði tónlistarinnar, áður en i hljóðfæranám var far ið. Svo fór þó, að húsa- kynni urðu of þröng og ó- hentugt þótti að reka þessa deild innan starfssviðs skól ans. Þá var það, að Dr. Heinz Edelstein, sem nú er látinn fyrir nokkru, stofnaði Bama músíkskólann og veitti hon um forstöðu í nokkur ár. — Dr. Edelstein hefur unn ið ómetanlegt brautryðj - endastarf við uppbyggingu þessarar kennslu, sagði Dr. Róbert A. Oítóson, núver- andi skólastjóri skólans, þeg ar blaðið leit þar inn. — Við eigum það honum að þakka, að allir, sem vilja, geta látið - börn sin njóta almennrar * tónlistarfræðslu og undir- búnings undir frekara tón- listarnáms síðar meis. — Hvernig er kennslunni háttað? — Við tökum börn allt frá 5 ára aldri. Þá eru þau í nokkurs konar forskóla, þar sem þau læra ýmis konar leiki, sem að sjálfsögðu miða að því að þjálfa tilfinningu þeirra fyrir rytma og öðru. Þar nota þau margs konar slaghljóðfæri úr hljóðfæra- samstæðu Orffs. í þessari deild eru bömin til 7—8 ára aldurs. Þá taka við 1., 2. og 3. bekkur. — Þurfa bömin ekki að hafa gengið i forskólann, til að komast i 1. bekk. — Nei alls ekki, og þau þurfa heldur ekki að hafa lært neitt áður. Vig viljum helzt kenna þeim nóturnar frá byrjun eftir okkar kerfi, tonika-do kerfinu. En þau þurfa að vera orðin 8 ára. anókennslu, en hana hafði Ingibjörg Blöndal áður. Gísli Magnússon kennir á píanó, auk mln og Jóhönnu. Það gerði Stefán Edelstein áður, auk þess sem hann var með hópkennslu, en hann dvelur nú erlendis viö fram haldsnám, en heldur hér á- fram að því loknu. Auk þess hefur Ingólfur Guðbrandsson haft með höndum söngstjórn. — Hvað tekur við að þess- um 3 bekkjum loknum? — Þá geta þau komizt 1 undlingadeild. Þar gilda engin takmörk, en upp úr Rætt við dr. Róbert A. Ottósson og Jóhönnu Jóhannesdóttur um Barna- músíkskólann í fyrsta bekk læra þau aðal lega á blokkflautu og svo að þekkja nóturnar eftir áð urnefndu kerfi, enn frem- ur er byrjað á tónfræði. Þá eru 2 hóptímar á viku. f 2. bekk bætist síðan 1 hljóð- færatími við. — Um hvaða hljóðfæri er að vela? — Píanó, fiðlu, gítar, og svo geta þau sem vilja tekið blokkflautuna sem aðalhljöð færi. — Hverjir eru það, sem kenna á þessi hljóðfæri? — Ruth Hermanns kennir á fiðlu, Gunnar Guðjónsson á gítar, sem staðgengill Eyþórs Stefánssonar, en hann verður við framhalds nám á Spáni í vetur. Svo er hér nýr starfskraftur, Jó- hanna Jóhannesdóttir, hún verður með hópkennslu hér að minnsta kosti næstu tvö árin, auk blokkflautu og pí 14—15 ára aldri förum við ag vísa tij einkakennara eða Tónlistarskólans þeim, sem vilja leggja stund á frekara tónlistarnám. Róbert sýnir mér merki- legan grip, hljóðfæri, sem ekki er til annars staðar á landinu. Það er cembalo, og er skólinn að vonum afar stQHpj, ^s^hlj óðfærinu. — = Kurt '’Zíer Wti cembaló hér forðum daga, en hafði það með sér, er hann fór út aft ur, svo að landið hefur ver ig cembalólaust undanfarin ár. Það hefur verið ætlun Tónlistarskólans og Ríkis- útvarpsins að útvega sér cembalo um áratuga skeið, en aldrei orðið af því. Dr. Edelstein réðst þá í að út- vega Bamamúsíkskólanum þetta hljóðfæri. — Kennið þið á það? — Jú, dálítið. Gísil hefur kennt einstaka nemendum JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR sem lengra eru komnir, á cembalo jafnhliða píanóinu. — Hvernig er skólinn sótt ur? — Aðsóknin hefur verið prýðileg til þessa. Eg get ekki sagt enn, hve margir verða við hann í vetur, því til þess er of skammt liðið á innritunartimann. En laus lega reiknað má búast við 200 nemendum. — Hafið þið þetta hús- næði til frambúðar? — Já, það er ætlunin. Hagur skólans hefur farið batnandi undanfarið, hann var í húsnæðishraki fyrst í stað, en nú hefur hánn feng ig inni hér, og svo fær hann dálitinn styrk frá Alþingi I fyrsta sinn í ár, svo að þetta lítur allvel út. Áhuga al- mennings vantar ekki. Eg sný mér að Jóhönnu, sem nýkomin er frá námi erlendis. Hún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1957, og hefur auk þess stundað píanónám við Tón- listarskólann, fyrst hjá Rób ert, en síðan Áma Kristj- ánssyni. — Viltu ekki segja okkur, hvað þú hefur lagt stund á undanfarið, og hvar? — Eg hef verig í Stutt- gart í Þýzkalandi tvö undan farin ár. Þar lagði ég stund á rytmik við „Staatliche Hochschule fiir Musik“. — Og hefur lokið því námi? — Hluta þess. Það skipt- ist í tvennt, annar hlutinn er fyrir þá, sem hafa ein- hverja pedagógiska mennt- un að baki. Heildarnámið tekur fjögur ár. — Og hyggstu halda því á fram? — Mig langar til þess, og ég geri ráð fyrir því, að af þvi verði líka, þegar Ingi- björg Blöndal kemur aftur hingað til skólans. — Fékkstu tækifæri til að kenna úti? — Dálítið. Við vorum látin spreyta okkur dálítið á því að kenna börnum, það gekk nú hálf stirt fyrst í stað hjá mér, vegna málsins. — En þú veizt sem sagt nokkurn veginn, hvað það er sem þú ert ag fara út í núna? — Já, og ég hlakka mikið til. Eg hef lengi haft áhuga á þessu, og þykir vænt um að fá nú að spreyta mig fyx- ir alvöru.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.